Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MYNDASÖGUVERSLUNIN Nex- us fagnar hinum alþjóðlega Free Comic Book Day, eða Ókeypis myndasögur í einn dag, með því að gefa yfir 2.000 myndasögublöð. Há- tíðin verður haldin í verslun Nexus við Hverfisgötu á morgun, laugardag- inn 3. maí, á milli klukkan 15 og 20. Pétur Y. Yamagata, umsjónarmað- ur myndasögudeildar Nexus, segir að markmið dagsins sé að kynna undra- veröld myndasögunar fyrir sem flest- um. „Þetta er í fyrsta skipti sem þessi dagur er haldinn hátíðlegur hér en stefnt er á að gera hann að árlegum viðburði,“ útskýrir Pétur. „Þeir sem taka þátt í deginum eru útgefendur myndasagna og eigendur myndasöguverslana. Á þessum degi eru margar milljónir myndasagna gefnar um allan heim. Hér á landi ætl- um við að gefa yfir 2.000 myndasögur. Þetta eru allt nýjar myndasögur um hin fjölbreytilegustu efni. Það er ekki verið að losa gamlan lager,“ segir Pét- ur og er umfjöllunarefnið „allt frá of- urhetjum í loftfimleikum og harð- soðnum glæpasögum, yfir í banvænar gamansögur“. „Þetta er allt nýtt og við verðum með um 30 titla til að gefa. Þetta er allt frá X-Men yfir í Andrés önd. Þetta gefur mjög góða yfirsýn yfir það sem er að gerast í myndasögum í dag. Við erum að reyna að höfða til allra,“ segir Pétur. Myndasaga eftir Megas til sýnis Til viðbótar verður íslenski mynda- söguheimurinn kynntur áhugasöm- um. „Við höfum ákveðið að gefa út eitt íslenskt myndasögublað í tilefni dags- ins, sem er eftir þá Ómar Örn Hauks- son og Hugleik Dagsson. Einnig verð- um við með litla sýningu í sal við hliðina á versluninni okkar. Þar verða sýndar myndasögusíður eftir íslenska myndasögugerðarmenn og -konur, mislangt komnar í vinnslu,“ segir Pét- ur en hann lumar einnig á myndasögu eftir Megas frá árinu 1953, sem verð- ur til sýnis í Nexus. Nýtt fyrirtæki, Teikni- myndastúdíó Íslands, verður á staðnum. „Þau setja upp vinnuaðstöð- una sína inni í spilasaln- um þannig að gestum og gangandi gefst tæki- færi til að skoða hvernig þau vinna og verkin þeirra.“ Nexus verður sem sagt iðandi af lífi á morgun. „Ef veður leyfir verðum við með borð á bílaplaninu fyrir utan.Við ætlum að gera allt sem við getum til að mynda myndasagnahátíðarstemn- ingu eins og hún gerist best í útlönd- um,“ segir Pétur og bætir við að Óm- ar og Hugleikur ætli að vinna myndasögu í glugganum á Nexus á meðan á hátíðinni stendur. Nýtt íslenskt myndasögublað Blaðið sem Ómar og Hugleikur eru með kallast Two Tubby Bitches & Friends, og er allur texti á ensku. Ekki er þó verið að tala um hunda eða á niðrandi hátt um kvenfólk heldur fjallar hluti Ómars í blaðinu um starfsfólk myndasöguverslunar. „Þetta eru sögur sem ég gerði upp- haflega fyrir Nexus, fyrir starfsmenn, og svolítill innanhússhúmor í þeim,“ segir hann og útskýrir að blaðið sé samansafn af sögum, „þriggja ramma skrýtlum“. „Svo er líka nýtt dót þarna sem enginn hefur séð áður,“ segir hann. Hugleikur er með tvær stuttar sögur í blaðinu. „Önnur þeirra er full af blóts- yrðum og hin full af blóði,“ segir hann en fyrri sagan er gerð árið 2002 en hin er frá árinu 1998. „Hugleikur verður einnig á staðn- um að kynna myndasögubók, sem hann gaf út fyrir jólin og heitir Elskið okkur,“ segir Pétur, sem er sann- færður um að fólk geti átt glaðan dag í Nexus á morgun. Pétur bendir að lokum á áhrif myndasagna í Hollywood. „Það liggur við að tíunda hver mynd sem kemur frá Hollywood sé byggð á mynda- sögu,“ segir hann og nefnir sem dæmi Skothelda munkinn (Bulletproof Monk), X-mennin (X-Men), Ofurhug- ann (Daredevil), Draugabælið (Ghost World) og Leiðina til Perdition (Road to Perdition). „Í Hollywood er vel tekið eftir hvað er að gerast í myndasögum en restin af heiminum þarf að fara að sjá hvað þetta er merkilegur miðill.“ Alþjóðlegum myndasögudegi fagnað Morgunblaðið/Jim Smart Thora Birch leikur eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Draugabælið eða Ghost World, sem er gerð eftir mynda- sögu. ingarun@mbl.is Nexus gefur myndasögur Pétur Y. Yamagata, Hugleikur Dagsson og Ómar Örn Hauksson. Nexus ætlar að gefa yfir 2.000 myndasögur á laugardaginn. 0+ 1+ 2+ 3+ 4+ 5+ 6+ 7+ 8+ 9: 02+ 06+ 05+ 07+ 00+ 03+ 36+ 01+ 64+ 30+ 34+ 0;+ 9: 37+ 14+ 32+ 31+ 62+ 71+ 04+ <   !#'  9+        = $  9+              >     $, /     - ?  $+$# - ( '(@) $ ( %   /   % % (   %$     A  . # B  B  @B/  /# /'B-$      BC   -(  B  / (    >+             6  /7        D(  E !# C  E  ? %' F  > (   <  9 F G - @ /  1; =)   E   >+.+>+H+ * -@ *( ( . C   -  F( - %( - -I  E      ?) ($) ( @ -   - EJK20 < - $>/ / .(K  , 9   E  F  $    (.I #G / *@  .(  C $ L < >#    $  -@  G L 3;;(M,>G C  >/ - @ (@ >*( (-I CL - %(  - ( N    % O-  %  -  (>*P@  , > Q /R  S C L $< #  * ?) ($) ( . $ >> C #-  36  L 2 6 1 31 2 5 1 23 1 0 5 06 1 02 7 00 60 35 36 5 30 3 0 20 6 6 36 20 24 2 EJK */, G  - > / */, -# */, TC G  H  - */, H  H  -@ H  /L - - !< * /L /L H  -# - */, -# *    ÞAÐ er makalaust hvað eitt lag getur komið sér kirfilega fyrir í heilabúi mannskepnunnar. „Ind- verska lagið“, þetta úr aug- lýsingunni fyrir toppplötu Tónlistans, 31. Pottþétt- plötuna, er eitt af þessum lögum, sem í senn léttir lundina, fær mann til að raula fyrir munni sér og slá taktinn en gengur um leið af manni dauðum. Þeir sem enn hafa ekki fengið upp í kok af þessu lagi Panjabi MC rjúka vafalítið til og kaupa plötuna – og fá í kaupbæti 37 önnur. En það þarf svo sem ekkert að leita alla leið til Indlands að svona „límlögum“. Eitt laga plöt- unnar er alíslenskt og þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Segðu mér allt Hallgríms Óskarssonar. Þetta er hið yfirmáta límkennda „Sá þig“ í flutn- ingi höfundanna sem kalla sig MMM og söng- konunnar Þóreyjar Heiðdal. Indverskt, já takk! CARDIGANS er hljómsveit með sál – og hún er sænsk. Fimmta plata sveit- arinnar, Long Gone Before Daylight, hefur fengið fínustu dóma gagnrýn- enda, sem flestir eru á því að um frambærilegasta grip sveitarinnar sé að ræða fram til þessa. „For What it’s Worth“, fyrsta smáskífan af plöt- unni, hefur verið leikin talsvert á útvarps- stöðvum landsins en næsta smáskífa, „You’re The Storm“, kemur út innan tíðar. Cardigans verður á fullu í allt sumar við spil- erí um gervalla Evrópu. Í ljósaskiptunum! HÚN er eldri en tvævetur í skemmtanabrans- anum og nú sér hún ástæðu til að syngja um þetta líf. Þetta líf sem allir þrá en fæstir fá að kynnast. Svo kvarta hinir útvöldu gjarnan undan öllu saman; allri þessari athygli, allri pressunni. Sinéad O’Connor er búin að gefast upp en poppdrottningin sjálf hefur sterkari bein og kýs að syngja sig út úr kreppunni á þessari nýjustu plötu sinni, sem skaust á toppinn í Bretlandi og í Bandaríkjunum þar sem hún seldist í 241 þúsund eintökum. Gott hjá henni. Drottningin lengi lifi! Húrra! Húrra! Húrra! Þetta líf! ÞAÐ er tvennt sem Rod karlinn Stewart ann heitast þessa dagana, ballöður og boltinn. Þessi vanafasti og kvensami Skoti hefur sannarlega marga fjöruna sopið í skemmtanabrans- anum; verið í ræflarokkinu, þjóðlagapoppi, diskói, nýrómantík, sálartónlist og nú síðast eru það ballöðurnar sem verða fyrir barðinu á sandpappírsröddinni hans fáheyrðu. Og landinn kann greinilega vel að meta. Um páskana sýndi Stöð 2 þátt með upptöku frá ný- legum tónleikum kappans og nú er nýjasta plat- an hans komin inn á Tónlista, It Had To Be You: The Great American Songbook. Þar snarar Stew- art sér í gegnum 15 af frægustu ballöðum bandarískrar dægurtónlistar; lög eins og „Every- time We Say Goodbye“, „These Foolish Things“, „The Very Thought of You“ og titillagið. Ballöðubolti!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.