Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 26
ÁKVEÐIÐ hefur verið að byggja við lögreglustöðina í Keflavík. Í viðbygg- ingunni verður meðal annars tvöfald- ur bílskúr og kaffistofa stöðvarinnar. Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboð- um í viðbygginguna. Um er að ræða liðlega 160 fermetra hús og á verktaki að skila því fullbúnu fyrir 1. septem- ber í haust. Jón Eysteinsson sýslumaður segir Byggt við lögreglustöðina Keflavík að lengi hafi verið óskað eftir þessari viðbót við lögreglustöðina. Vinnueft- irlitið hafi gert athugasemdir við að kaffistofa starfsmanna væri þar sem bílarnir væru þrifnir. Þá hafi vantað skjalageymslur fyrir lögregluna og sýslumannsembættið. Þegar viðbyggingin verður tekin í notkun flyst kaffistofan og betri að- staða fæst fyrir bílana og húsnæði sem losnar verður tekið undir geymslur. SUÐURNES 26 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ er um að vera í ævintýra- húsinu Púlsinum í Sandgerði. Ný- lega var þar til dæmis haldið örv- andi tónlistarnámskeið sem nefnt er Stomp og steinar, og gekk mikið á. Þátttakendur notuðu líkama sinn og ýmsa hluti úr daglegu umhverfi til að búa til tónlist og dönsuðu með af mikilli innlifun. Danskur kenn- ari, Lone Rud, fór fyrir hópnum. Óhætt er að segja að fólkið hafi bar- ið hvað sem fyrir varð. Ólíklegustu áhöld voru notuð til að slá taktinn, kústar, sippubönd, drullusokkur, burstar og plastpokar, svo nokkur dæmi séu nefnd. Og fólkið naut þess að leika tónlistina og dansa.Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Berja hvað sem fyrir er SAUTJÁN hafa sýnt áhuga á að fá íbúð í íbúðum aldraðra sem Gerðahreppur er að byggja í nágrenni við hjúkr- unarheimilið Garðvang í Garði. Byggingarnefndin auglýsti nýlega eftir umsækjnedum um þær tíu íbúðir sem eru í bygg- ingu. Þegar nefndin og sveit- arstjóri tóku á móti væntan- legum umsækjendum til að veita nánari upplýsingar kom í ljós að verulegur áhugi er meðal eldra fólks á þessum íbúðum. Samkvæmt upplýs- ingum Sigurðar Jónssonar sveitarstjóra komu sautján á fund nefndarinnar og sýndu áhuga á að fá íbúð. Flestir umsækjendur eru úr Garði en nokkrir frá öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum enda er öllum heimilt að sækja um. Sigurður segir að margir hafi áhuga á að leigja sér íbúð, en einnig vilji margir kaupa ákveðinn hlut í íbúðinni. Sautján sýna áhuga á íbúðum aldraðra Garður BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef- ur samþykkt að selja Nesprýði ehf. fasteignir áhaldahúss bæjarins við Vesturbraut í Keflavík. Fyrirtækið bauð 90 milljónir í eignirnar. Eignir áhaldahússins á Vestur- braut 10, 10a og 12 losna vegna skipulagsbreytinga á Þjónustumið- stöð Reykjanesbæjar og flutnings starfseminnar í húsnæði á Fitjum í Njarðvík. Á síðasta bæjarráðsfundi voru kynnt tilboð í eignirnar, annars vegar frá Húsanesi ehf. upp á 70 milljónir og hins vegar frá Nesprýði ehf. upp á 90 milljónir. Bæjarráð ákvað að taka hærra tilboðinu. Jóhann Geirdal og Ólafur Thor- dersen, bæjarráðsfulltrúar Samfylk- ingarinnar, greiddu atkvæði á móti og lýsti þeirri skoðun sinni að aug- lýsa ætti eignirnar áður en þær væru seldar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins lét þess getið að ítrekaði hafi komið fram í fjölmiðlum að eignirnar væru til sölu og tvær fasteignasölur hafi verið með þær á söluskrá. Tvö tilboð staðfesti það. Segja þeir að það sé því útúrsnúningur að halda því fram að málið hafi ekki verið kynnt með fullnægjandi hætti. Nesprýði kaupir eignir áhaldahúss Reykjanesbær JÓN Marinó Sigurðsson, formaður Leikfélags Keflavíkur, hefur verið kosinn formaður Tómstundabanda- lags Reykjanesbæjar. Hann starf- ar sem verkefnisstjóri hjá Reykja- nesbæ. „Tómstundabandalagið er aðeins eins árs. Búið er að ganga frá sam- þykktum og öðru varðandi stofnun þess. Næsta mál á dagskrá er að virkja betur félögin sem eru innan bandalagsins, hvetja þau til að opna sig og ná í fleiri félagsmenn,“ segir Jón Marinó. Auk almennra félagsstarfa hefur formaður Tómstundabandalagsins það hlutverk að sitja fundi menn- ingar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar og tala þar máli félaga innan bandalagsins. Jón Marinó segist hafa mestan áhuga á að komið verði upp sameiginlegri starfsaðstöðu fyrir öll félögin en sú hugmynd hefur gengið undir vinnuheitinu tómstundakringla. Framundan er öflug þátttaka Tómstundabandalagsins í Frí- stundahelgi sem fram fer í Reykja- nesbæ 25. til 27. þessa mánaðar. Nú eiga 15 félög aðild að Tóm- stundabandalagi Reykjanesbæjar með alls um 700 félagsmenn. Með Jóni Marinó í stjórn Tóm- stundabandalagið næsta starfsár eru Grétar Gíslason gjaldkeri frá Tölvuleikjafélagi Íslands, Helgi Magnússon frá Pílukastfélagi Reykjanesbæjar og Páll Árnason frá Skákfélagi Reykjanesbæjar. Páll gaf ekki kost á sér í formanns- sæti Tómstundabandalagsins en er áfram í stjórn sem meðstjórnandi. Nýr formaður Tómstundabandalags Þarf að virkja félögin betur Reykjanesbær FRAMKVÆMDIR við lóð vænt- anlegrar stálröraverksmiðju í Helguvík eru hafnar af fullum krafti. Starfsmenn Íslenskra að- alverktaka vinna við sprengingar, gröft og flutning á efni og nota við það stórvirkar vinnuvélar. Sprengdir verða um 500 þúsund rúmmetrar af klöpp og grjótið flutt í sjóvarnir og landfyllingar í Kefla- vík og Njarðvík og víðar á svæðinu. Verkinu á að ljúka á þessu ári. Bandaríska fyrirtækið sem hyggst reisa stálröraversmiðjuna hefur samið við verktaka um byggingu verksmiðju þarna. Frestur fyrir- tækisins til að leggja fram trygg- ingar til að fá lóðina rennur út síðar í þessum mánuði. Lóðin er við veginn niður í Helguvík og þótt verktakinn hafi aðeins lokið við sprengingar á um 10% klettanna er þegar orðið ljóst að landslagið við höfnina mun breytast mikið á verktímanum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Breytt landslag við höfnina Helguvík SÝNINGIN Handverk og list verður opnuð í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík næstkom- andi laugardag klukkan 12. Sýn- ingin er með svipuðu sniði og handverkssýning sem Reykjanes- bær stóð fyrir á sama stað á síð- asta ári. Sýningin er sölusýning. „Mark- miðið er að kynna verk handverks- fólks á Suðurnesjum og er það uppistaðan í sýningunni. Til að auka fjölbreytnina höfum við einn- ig boðið handverksfólki annars staðar að af landinu að koma og gefur sýningin því góða mynd af því handverki sem unnið er á Ís- landi í dag,“ segir Valgerður Guð- mundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið bæjar- ins hefur annast undirbúning sýningarinnar. Sýningin er liður í menning- artengdri ferða- þjónustu á Reykjanesi. Í því sambandi vekur Valgerður at- hygli á því að margt annað sé að sjá á svæðinu. Nefnir hún sem dæmi að opnar séu sýningar Byggðasafns og Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum, frá klukkan 13 til 17 alla daga. Sýningin Handverk og list er opin báða dagana frá klukkan 12 til 18. Tónlistaratriði verða á sýn- ingunni og kaffisala. Aðgangseyrir er 300 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Handverk og list um helgina Valgerður Guðmundsdóttir Reykjanesbær ♦ ♦ ♦ SÍÐDEGIS á sunnudag óskaði stúlka eftir aðstoð lögreglunn- ar í Keflavík vegna „geitungs“ sem kominn var inn í stofu hjá henni. Í dagbók lögreglunnar kem- ur fram að lögreglumenn fóru á staðinn og losuðu stúlkuna við hinn óboðna gest sem reyndist ekki vera geitungur heldur hunangsfluga. Óboðinn gestur fjarlægður Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.