Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 30
JARÐÝTUNEFND Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands auglýsti á blaða- mannafundi í gær eftir þingfram- bjóðendum sem vildu taka að sér að sjá til þess að Tónlistarhúsið við Austurbakka yrði byggt eins og ríki og borg samþykktu í apríl í fyrra að gera, og án frekari tafa. Jarðýtunefndin er hópur hljóðfæra- leikara innan hljómsveitarinnar sem beitir sér fyrir því að bygging Tónlistarhússins hefjist tafarlaust. Sérstakur gestur fundarins var heiðursstjórnandi hljómsveitarinn- ar, Vladimir Ashkenazy. Í ávarpi sínu sagði hann að nú væru um tuttugu ár liðin frá því að farið hafi verið að ræða af alvöru um byggingu Tónlistarhússins. Hann var staddur hér með Fíl- harmóníusveit Lundúna, en þegar hljómsveitin áttaði sig á því að hér var ekkert tónlistarhús, bauð hún Ashkenazy og Íslendingum að efna til sérstakra tónleika í Royal Festival Hall í London til styrktar byggingu tónlistarhúss á Íslandi. Tónleikarnir vöktu mikla athygli úti og meðal gesta voru meðlimir konungsfjölskyldunnar. „Hvað hef- ur gerst síðan? Nánast ekki neitt, þar til í fyrra er við sátum hér á þessu sviði þegar ríki og borg skrif- uðu undir samning um að Tónlist- arhúsið yrði byggt. Enn er liðið ár og ekkert hefur gerst annað en það að búið er að skipa stjórn einka- hlutafélags sem á að sjá um fram- kvæmdina. Það er hryggilegt að enn hafi málið tafist um heilt ár. Það er talað um að með stofnun einkahlutafélagsins sé málið í raun komið úr höndum stjórnmála- manna. Þessu trúi ég ekki. Stjórn- málamennirnir halda um pen- ingana, og stjórn einkahlutafélags- ins þarf á peningum að halda til að geta byggt húsið. Stjórnmálamönn- um er því enn í lófa lagið að fresta framkvæmdum ef þeim sýnist með því að leggja ekki fé í verkefnið, eins og um var samið.“ Finnar byggja tónlistarhús Ashkenazy tæpti á þeim miklu breytingum sem orðið hafa í um- heiminum á þessum tuttugu árum og nefndi sem dæmi tvö Persaflóa- stríð fall Saddams Husseins, fall kommúnismans í austur Evrópu, fall aðskilnaðarstefnunnar í Suður- Afríku, en þrátt fyrir þessar miklu hamfarir í heimsmálunum væri enn ekki búið að byggja Tónlistarhúsið í Reykjavík. „Ég ætla að nefna nokkrar tölur. Í Japan búa tæplega 150 milljónir manna. Þar eru um 1.500 tónleikahús, eða eitt á hverja hundrað þúsund íbúa. Ekkert hús á Íslandi. Í finnskum bæjum, með á bilinu 40–60 þúsund íbúa, tónlistar- hús. Þar hefur verið gert átak síð- ustu fimm árin eða svo við að byggja góð tónlistarhús. Það þarf ekki að taka fram að í borgum eins og Helsinki, Lahti, Tampere og Turku eru veglegar tónlistarhallir. Íbúar í Reykjavík eru mun fleiri en í þessum finnsku bæjum sem nú eiga frábær tónlistarhús. Hvers vegna við eigum ekki enn tónlistar- hús hér er mér fyrirmunað að skilja. Mér skilst að kostnaður við byggingu Tónlistarhúss á sex árum nemi um 2% af heildarútgjöldum í almannaþágu. Það er ekki mikið. Auðvitað þarf að byggja samgöngu- mannvirki um það er ekki deilt, og á síðustu tuttugu árum hafa breyt- ingar í samgöngumálum verið hreint ótrúlegar. En nokkrir veg- kílómetrar gætu alveg beðið meðan húsið er byggt. Ég vitna líka í tölur um það að á síðustu árum hafi fleiri Íslendingar sótt menningarviðburði en íþróttaviðburði. Stjórnmála- menn þurfa auðvitað að taka mið af þessu. Þetta eru ekki bara tölur, á bak við þær eru líka atkvæði. Hve lengi enn á að bíða eftir Tónlistar- húsinu? Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því að hér í Há- skólabíói hafa hljóðfæraleikarar ekkert afdrep eða skiptiklefa til að skipta um föt, og þurfa þó sér- stakan vinnufatnað. Getið þið ímyndað ykkur íþróttamannvirki án skiptiklefa?“ Barenboim stjórnar ekki í bíói Ashkenazy minntist þess að vin- ur hans hljómsveitarstjórinn og pí- anóleikarinn heimsþekkti Daniel Barenboim kom hingað og stjórnaði Sinfóníuhljómsveitinni á fyrstu ár- um Listahátíðar í Reykjavík. Þegar hann var beðinn að koma aftur, spurði hann hvort hljómsveitin væri enn í bíóhúsinu. Þegar honum var sagt að svo væri, sagði hann nei takk. „Rómverjar til forna virtu máltækið heilbrigð sál í hraustum líkama. Það deilir enginn um það að fólk þurfi að vera heilbrigt og hraust. En hér á Íslandi er sálinni ekki sinnt. Það er óskiljanlegt hvers vegna svo illa er búið að tón- listinni og tónlistarmönnunum sem hér starfa. Það má bara ekki tefjast lengur að Tónlistarhúsið verði byggt. Ég kem ekki hingað úr kirkjugarðinum til að stjórna í nýju Tónlistarhúsi – það yrði erfitt.“ Ashkenazy sagði framkvæmdina ekki snúast um það hvort við stjórnartauma væru hægri- eða vinstrimenn. Allt sem þyrfti væri vilji og peningar. Hann sagði gildi menningarinnar stórlega vanmetið. „Hún skilar ekki miklum arði hratt, en þegar til lengri tíma er litið, skilar hún annars konar verðmæt- um sem eru hverju samfélagi mik- ilvæg, og á endanum peningum líka. Nú eru kosningar framundan og sem íslenskur ríkisborgari get ég kosið. Ég vona að næsta rík- isstjórn láti þetta mál til sín taka og heykist ekki á að halda þeirri áætlun sem gerð hefur verið um byggingu Tónlistarhússins.“ Ashk- enazy rifjaði upp þegar hann á sín- um tíma ræddi við þáverandi menntamálaráðherra Gylfa Þ. Gíslason um að efnt yrði til Listahátíðar í Reykjavík. „Hann var strax ótrúlega jákvæður og kappsamur um að af þessu gæti orðið. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að Listahátíð í Reykjavík yrði að veruleika. Svona stjórnmálamenn vantar okkur í dag, fólk með hugsjónir, sem þorir að segja: Já, við byggjum Tónlist- arhúsið á næstu fimm árum, – ég set þingmannssæti mitt að veði.“ Einar Jóhannesson klarinettu- leikari og fleiri fundarmenn tóku undir orð Ashkenazys um eldmóð Gylfa Þ. Gíslasonar í málefnum tón- listarinnar og Ólöf Þorvarðsdóttir fiðluleikari sagði hljómsveitina aug- lýsa eftir stjórnmálamönnum sem þyrðu að taka af skarið. Hljóðfæra- leikarnir ítrekuðu að að ekki yrði unað við frekari tafir – aðstaða hljóðfæraleikaranna í Háskólabíói væri ekki boðleg, en auk þess væri nú komið að mörkum þess sem hljómsveitin gæti betrumbætt sig í leik sínum við lélegan hljómburð í bíóinu. Ashkenazy tók undir það. „Hljómsveitin er frábær, og það segi ég í fullri hreinskilni. Það væri hverjum hljómsveitarstjóra heiður og sæmd að fara með hana í tón- leikaferð í bestu sali heims. Það er hrein skömm að þessi ágæta hljóm- sveit skuli enn búa við þessar von- lausu aðstæður. Hér hljómar hún ekki nema að litlu leyti það sem hún getur hljómað við kjöraðstæð- ur. Ég hef fylgst með þessum fram- förum hljómsveitarinnar, en nú er komið að því að hún fái að njóta þess hve góð hún er og leika í húsi við hæfi. Öðruvísi getur hún ekki haldið áfram að bæta sig. Að búa áfram við þetta er hrein skömm, og nú er komið að stjórnmálamönn- unum að standa sig jafnvel og hljómsveitin hefur gert.“ Jarðýtunefnd Sinfóníuhljómsveitar Íslands brýnir stjórnmálamenn til að standa við fyrirheit um Tónlistarhús við Austurbakka Allt sem þarf er vilji manna og peningar Morgunblaðið/Kristinn „Þetta er ekki spurning um vinstri- eða hægristjórn. Þetta er spurning um vilja stjórnmálamanna.“ Vladimir Ashkenazy á blaðamannafundi jarðýtu- nefndar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í gær. LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN Jóhanna Ólafsdóttir messósópransöngkona hlaut ljóðasöngsverðlaunin (Song Prize) í úrslitakeppni minning- arsjóðs Kathleen Ferrier, sem fram fór í Wigmore Hall í Lund- únum á dögunum. Kathleen Fer- rier-verðlaunin, sem keppt hefur verið um árlega síðan 1956, þykja ein virtustu söngverðlaun Breta en þátttökurétt hafa söngvarar á Bretlandi og Írlandi sem eru yngri en 29 ára. Eftir tvær und- anrásir kepptu nú sjö söngvarar til úrslita. Verðlaunin eru þrenns konar, fyrstu verðlaun, önnur verðlaun og ljóðasöngsverðlaun, eða Song Prize. Einnig eru veitt undirleikaraverðlaun. Minningarsjóðurinn Kathleen Ferrier Memorial Fund var stofn- aður 1953 til minningar um söng- konuna Kathleen Ferrier (1912– 53) sem naut fágætrar viðurkenn- ingar og vinsælda. Margir söngvarar sem hafa unnið til Kathleen Ferrier-verðlauna hafa orðið víðþekktir. Upphaflega var keppnin aðeins opin þegnum í breska heimsveldinu og á Írlandi en nú hafa þátttökurétt allir söngvarar og söngnemar sem búa á Bretlandseyjum, óháð þjóðerni. Tónlistargagnrýnendur í Lund- únum hafa lokið lofsorði á frammistöðu Guðrúnar Jóhönnu í úrslitum keppninnar. Stephen Pettitt skrifaði í Evening Stand- ard hinn 28. apríl: „Ljóðasöngsverðlaunin hlaut heillandi messósópransöngkona frá Íslandi, Guðrún Ólafsdóttir. Rödd hennar var kannski ekki sú kraftmesta í keppninni en klár- lega sú fallegasta.“ Hilary Finch skrifaði í The Tim- es hinn 30. apríl: „Það eru frábær tíðindi að ís- lenska messósópransöngkonan Guðrún Ólafsdóttir hafi fengið ljóðasöngsverðlaunin. Hún reynd- ist vera skilningsríkur söngvari og frísklegur persónuleiki í heillandi og litríkri túlkun á ómót- stæðilegri efnisskrá með Grieg, Lorca, Chausson og Mozart.“ Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir stundaði söngnám hjá Rut Magn- ússon í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk meistaragráðu í söng frá Guildhall School of Mus- ic and Drama í London 2001. Hún stundar nú nám við óperudeild skólans undir leiðsögn prófessors Lauru Sarti. Guðrún Jóhanna hef- ur unnið til ýmissa verðlauna auk Kathleen Ferrier-verðlaunanna, s.s. Miriam Licette Scholarship í Konunglega óperuhúsinu Covent Garden, Madeline Finden Memor- ial Trust í Royal Academy of Music, og Schubert Lieder Prize í Guildhall. Hún hefur auk þess hlotið styrki frá Styrktarsjóði Önnu Karolínu Nordal, Félagi ís- lenskra leikara og Íslandsbanka. Hlaut söngverðlaun í Kathleen Ferrier-keppninni Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Ný stjórn kosin í Ný- listasafninu ANNA Hallin tekur við for- mennsku stjórnar Nýlistasafnsins af Ásmundi Ásmundssyni, fráfar- andi formanni, en ný stjórn var kjörin á ársfundi safnsins sem hald- inn var á sunnudag. Aðrir félagar í stjórninni eru Magnús Sigurðarson, Elsa Dóróthea Gísladóttir, Ragnar Kjartansson rit- ari og Sirra Sig- rún Sigurðar- dóttir gjaldkeri. Varamenn stjórnar safnsins eru Hlynur Helgason, Ólöf Nordal og Stein- grímur Eyfjörð. Að sögn fram- kvæmdastjóra Nýlistasafnsins, Geirs Svanssonar, var mæting á fundinn prýðileg og áhugi fundarmanna mikill. „Þetta var líflegur og góður ársfundur og ég tel að allir hafi verið sáttir við nýja stjórn, sem lítur mjög vel út. Þarna var farið yfir margvísleg mál, m.a. hugmyndafræði safnsins, sýningahald og húsnæðismál. Safn- ið er því langt frá því að vera dautt úr öllum æðum – það er heilmikill áhugi fyrir hendi,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Ásmund- ur Ásmundsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu í Nýlistasafninu. „Hann er að fara utan og var auðvitað bara kosinn til eins árs á sínum tíma, en kemur til með að vera nýju stjórninni innan handar, eins og svo margir félagar eru,“ segir Geir. Anna Hallin Vorfundur háskóla- kvenna VORFUNDUR Félags íslenskra há- skólakvenna verður haldinn á fimmtudag kl. 19.30 í Þingholti, Hót- el Holti. 75 ára afmæli félagsins verður sérstak- lega haldið hátíð- legt á fundinum en þema kvölds- ins er Frakkland. „Jafnan er fjallað um ákveð- ið land innan al- þjóðasamtaka há- skólakvenna á vorfundinum og varð Frakkland fyrir valinu að þessu sinni, bæði fyrir það hvað maturinn þaðan er góður og eins að Björg C. Þorláksson varði þar doktorsritgerð sína og hvatti til þess að Félag háskólamenntaðra kvenna, eins og það hét þá, yrði stofnað. Anna Bjarnadóttir stofnaði félagið formlega,“ segir Geirlaug Þorvaldsdóttir, formaður félagsins. Ræðumaður kvöldsins verður Sig- ríður Snævarr, sendiherra Íslands í Frakklandi, og mun hún tala um franska menningu, konur í Frakk- landi og tengsl landanna. Borinn verður fram franskur matur. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Nauðsynlegt er að skrá sig hjá formanni félagsins. Sigríður Snævarr Houellebecq kemur ekki EINS og fram kom í Morgunblaðinu fyrir helgi stóð til að franski rithöf- undurinn Michel Houellebecq kæmi hingað til lands í boði franska sendi- ráðsins, Máls og menningar og HÍ og héldi m.a. fyrirlestur í HÍ hinn 10. maí. Af óviðráðanlegum persónuleg- um ástæðum verður ekkert af Ís- landsferð höfundarins að sinni en hann hefur lýst áhuga á að koma hingað til lands síðar, að sögn Frið- riks Rafnssonar, þýðanda verka hans. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.