Morgunblaðið - 27.05.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.05.2003, Qupperneq 18
Morgunblaðið/Jim Smart Í kaffisamsæti kennara söng nýstofnaður kór starfsmanna skólans undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur. ÞORSTEINN Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrauta- skólans í Garðabæ, bauð öllum starfsmönnum skólans til kaffisamsætis á dögunum í skólanum og þakkaði þeim gott starf. Tilefnið var að menntamálaráðuneytið lét á síðasta ári gera fyrstu úttekt samkvæmt lögum á því hvernig fram- haldsskólum hefur gengið að innleiða aðferðir til að meta skólastarfið, þar á meðal kennslu- og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Í fyrstu úttekt, sem gerð var á síðasta ári, skoðuðu sér- fræðingar á vegum KPMG Ráðgjöf og Háskólans á Ak- ureyri 14 framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ kom best út samkvæmt könnuninni. Hann var eini skólinn sem uppfyllti bæði við- mið ráðuneytisins um sjálfsmatsaðferðir og um fram- kvæmd sjálfsmats. Vinna við sjálfsmat í skólanum hefur staðið yfir síðan í ársbyrjun 1998 og er nú komin í nokkuð fastar skorður. Sjálfsmatið er byggt á margvíslegum aðferðum þar sem niðurstöður er hægt að nota til hagsbóta í skólanum. Í samsætinu söng nýstofnaður kór starfsmanna skól- ans undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur. Fögnuðu góðum árangri Garðabær HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓRAUNHÆFT er að nýta garð- úðun til að vinna bug á sitkalúsarf- araldri, sem geisað hefur í borg- inni í vetur. Þetta kemur fram í minnisblaði deildarstjóra Garð- yrkjudeildar Reykjavíkur til borg- arstjóra. Deildin mun bregðast við faraldrinum með því að úða ein- staka minni lundi og tré en reyna að standa faraldurinn af sér að öðru leyti. Í minnisblaðinu kemur fram að sitkalúsafaraldur hafi geisað í borginni í vetur og beri trjágróður þess víða merki. Lúsin leggist á flestar grenitegundir en þar sem sitkagreni hafi ekki aðlagast lús- inni eins og aðrar tegundir, fari það sérstaklega illa. Kemur fram að lúsinni fer að fjölga í trjám á haustin þar sem hún þrífst illa á trjám í vexti og talsvert frost þarf til að hún láti undan. Þar sem síðastliðinn vetur hafi verið mildur hafi lúsin ekki einungis verið á ferli fyrri hluta hans heldur haldið áfram að vinna skaða. Þegar trjágróður taki að vaxa á ný fari að draga úr áhrifum lúsarinnar en hætt sé við að hún gjósi upp að nýju í haust. „Áhrif lúsarinnar eru sláandi, ekki síst núna áður en annar gróð- ur fer að laufgast.“ Þetta svíður allt ræktunarfólk.“ segir í minn- isblaðinu. „Reynsla af fyrri far- öldrum sýnir þó að sjaldgæft er að tré drepist en þau geta verið nokk- ur ár að ná sér. Það er því ekki ástæða til að örvænta.“ Kemur fram að hægt sé að úða við lúsinni en hins vegar sé óraun- hæft að úða heilu svæðin í borg- inni. Líta verði á faraldurinn sem óveður sem gangi yfir. Viðbrögð Garðyrkjudeildar verði að stærstum hluta að bíða óveðrið af sér og úða á einstaka minni lundi og tré, aðallega í skrúðgörð- um. Þá verði þau tré, sem lúsin hefur leikið verst, fjarlægð í næstu grisjunum. Sitkalús leikur greni í borginni grátt Reykjavík Morgunblaðið/Ómar Iðnó fært í sumar- legan búning Miðborg UNNIÐ hefur verið að endurbótum á gamla Iðnaðarmannahúsinu við Tjörnina síðustu daga og voru iðn- aðarmenn önnum kafnir við að mála þessa sögufrægu byggingu að utan þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins átti leið hjá. Margrét Einarsdóttir, staðarhaldari í Iðnó, segir verið að hressa upp á húsið fyrir sumaropnun í húsinu en kaffi- húsið verður opnað í dag. „Það var tekin ákvörðun um að gera húsið svolítið fallegra og glað- legra en það var og það er allt ann- að að sjá það. Eins erum við að taka til innandyra með því að pússa upp gólf og fleira þannig að með þessu er verið að viðhalda húsinu,“ segir Margrét sem á von á því að fram- kvæmdunum verði að fullu lokið fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hún segir gesti geta búist við mikilli sumarstemningu í Iðnó mán- uðina framundan því fyrir utan hefðbundinn rekstur innandyra verður boðið upp á útiveitingar á pallinum framan við húsið. Þá verði grillið dregið fram og nýtt til elda- mennsku í hádeginu og fram eftir degi á góðviðrisdögum. FYRSTU teikningarnar að íbúðum í Sjálandi, fyrirhuguðu bryggju- hverfi í Arnarnesvogi, voru sam- þykktar á fundi byggingarnefndar Garðabæjar á föstudag. Íbúðirnar verða í fjölbýlishúsi sem mun rísa á mótum Norðurbrúar og Strandveg- ar. Að sögn Egils Jónssonar, bygg- ingafulltrúa í Garðabæ, er um að ræða íbúðir í fyrsta áfanga hverf- isins, sem ekki er á landfyllingunni sjálfri heldur vestast í hverfinu og næst Vífilsstaðaveginum. Þar er áformað að byggja tæplega 300 íbúðir í fjölbýlishúsum og eru bygg- ingaleyfisumsóknir vegna þeirra að koma til afgreiðslu byggingayfir- valda í bænum um þessar mundir. „Gatnagerð er langt komin í þessum hluta og sömuleiðis frá- veitulagnir og þeir fara að byrja á framkvæmdum fljótlega,“ segir Eg- ill. Alls verða byggingaráfangarnir þrír og er áformað að 760 íbúðir verði í fullbyggðu Sjálandi, þar af 200 fyrir eldri borgara. Íbúar hverfisins verða um 2.000. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðir hverfisins verði tilbúnar á vormán- uðum 2004. Teikningar að íbúðum í Sjálandi samþykktar Garðabær ENDURSKOÐAÐ deiliskipu- lag Hvammahverfis á Hvaleyr- arholti í Hafnarfirði var kynnt hagsmunaaðilum í síðustu viku. Skipulagið gerir ráð fyrir að á opnu svæði sunnan við hverfið komi garðyrkjustöð og að sjö ný einbýlishús komi á opið svæði norðan við hverfið. Að sögn Hafdísar Hafliða- dóttur, skipulagsstjóra í Hafn- arfirði, er í raun um endurskoð- un á gömlu deiliskipulagi að ræða. Í greinargerð segir að í deiliskipulagi frá 1978 hafi ver- ið gert ráð fyrir íbúðarbyggð á þeim reit þar sem einbýlishúsin munu koma. Þá er gert ráð fyr- ir að aflagður gæsluvöllur verði leikvöllur fyrir hverfið. Á svokölluðu Þorlákstúni, sunnan við hverfið, er felldur niður reitur fyrir félagastarf- semi en skipulögð garðyrkju- stöð og skólagarðar. Ráðgert er að bæta við göngustígum á nokkrum stöð- um svo að stígar nái saman. Endurskoðað deili- skipulag í Hvömmum Sjö ný ein- býlishús og garðyrkjustöð Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.