Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 17
Bankastræti 3, sími 551 3635, póstkröfusendum BIODROGA snyrtivörur eru unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum. BIODROGA Snyrtivörur Repair krem línan • Dagkrem • Dagkrem fyrir þurra húð • Næturkrem • Augnkrem • Handkrem Útsölustaðir: Snyrtist. Lilju Högna, Stillholti 14, Akranesi Hjá Laufeyju, Hjarðarlundi 1, Akureyri www.stella.is Repair krem línan Styrkir næringar- jafnvægi húðarinnar og veitir jafnframt vernd gegn ytra áreiti. ÞEKKINGARHÚSIÐ ehf. hefur óskað eftir viðræðum við Garðabæ um að kannaðir verði möguleikar á að stækka núverandi skipulagssvæði á Urriðaholti næst Reykjanesbraut þar sem m.a. yrði gert ráð fyrir allt að 20 þúsund fermetra IKEA-versl- un. Jafnframt yrði gert ráð fyrir svipuðu byggingamagni undir aðra verslun og þjónustu. Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garða- bæjar í fyrradag og samþykkt að vísa því til umfjöllunar í skipulags- nefnd. Í bréfi Þekkingarhússins til bæj- arráðs segir að Þekkingarhúsið og Oddfellow-reglan hafi náð sam- komulagi um að kanna möguleika á að stækka skipulagssvæðið. Í des- ember 2001 var undirritaður leigu- samningur á milli þessara aðila um leigu á um 80 ha lands í Urriðaholti í Garðabæ. Oddfellow-reglan er land- eigandi og Þekkingarhúsið ehf. leigutaki, en fyrirhugað er að reisa hátæknigarð á landinu. „Af hálfu Þekkingarhússins yrði þetta mikill styrkur fyrir tækingarðinn, bæði fjárhagslega og markaðslega. Fjár- hagslegur sparnaður yrði vegna ým- issa stofnfjárfestinga og markaðs- lega yrði þetta til að efla tiltrú á uppbyggingu tæknigarðsins,“ segir í bréfi forsvarsmanna Þekkingar- hússins. Þá segir að allt kapp verði lagt á að skipulagið samræmist sem mest tæknigarðinum og umhverfinu. Öllum aðilum sé það ljóst að svæðið sé hluti af bæjarvernd stærra svæð- is og vegna þess og áherslna Þekk- ingarhúss og IKEA á umhverfismál hafi ráðgjafarfyrirtækið Alta verið fengið til að meta verndargildi svæð- isins. Húsnæðisþörf skoðuð fyrir komandi ár Jóhannes Rúnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri IKEA, segir fyr- irtækið sífellt horfa fram í tímann með alla rekstrarþætti þess, þar með talda húsnæðisþörf fyrir kom- andi ár. „Við erum að skoða nokkra valkosti hvað það varðar sem okkur kann að standa til boða í framtíðinni, þar með talið í Garðabæ,“ segir hann. Hann undirstrikar að engin ákvörðun hafi verið tekin um fram- haldið að svo komnu máli. „Við hjá IKEA erum alltaf að leita leiða til að koma til móts við þarfir viðskipta- vina hvað varðar þjónustu og vöru- úrval. Eitt af því sem þarf að skoða með reglulegu millibili er húsnæð- isþörfin.“ Í verslun IKEA í Holtagörðum kemur um milljón manns á ári og hefur aukningin verið stöðug frá því IKEA hóf starfsemi á Íslandi fyrir 22 árum. Jóhannes Rúnar segir að þættir eins og staðsetning, fjöldi bílastæða og þægileg aðkoma, þurfi sífellt að vera í endurskoðun. Þess má geta að húsnæði IKEA í Holtagörðum er 9.700 fermetrar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins myndi verslunin flytja alla starfsemi sína í Urriðaholt ef af yrði. Ekki hafa verið efnahagslegar forsendur til að ráðast í nýfram- kvæmdir í Urriðaholtinu síðustu tvö ár. Þó er áfram gert ráð fyrir að fyrstu byggingarnar rísi þar 2008, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Verður tvöfalt stærri en nú- verandi verslun Garðabær Áform um að reisa nýja IKEA verslun HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 17 ÁSDÍS Halla Bragadóttir, bæjar- stjóri Garðabæjar, segir fund sem haldinn var með íbúum í fyrradag í tengslum við gerð hljóðmanar milli Silfurtúns og Hafnarfjarðarvegar fyrst og fremst hafa verið mjög góð- an og gagnlegan og það sé fyrir mestu. „Fyrir okkur starfsmenn Garðabæjar var hann mjög gagnleg- ur. Hugmyndir og skoðanir íbúanna voru allar teknar niður og frá þess- um fundi verður rituð ítarleg grein- argerð sem verður lögð fyrir bæj- arráð og bæjarstjórn til frekari ákvörðunar,“ segir hún. Hún segir að meginniðurstaða fundarins hafi verið sú að augljóslega séu mjög skiptar skoðanir í hverfinu um hljóð- vistarmálin en það í sjálfu sér séu ekki ný tíðindi. Skiptar skoðanir hafi einnig verið um málið á kynningar- fundi með íbúum í lok árs 2001. Hún undirstrikar að samráð hafi verið haft við íbúa og það hafi legið fyrir í nokkuð langan tíma að nauð- synlegt yrði að ráðast í gerð hljóð- varna. Það sem miður hafi farið var að íbúum hafi hins vegar ekki verið greint frá því þegar framkvæmdir hófust. „Með því að setja upp þessa mön var Garðabær að koma til móts við harðar kröfur íbúa sem búa næst Hafnarfjarðarvegi sem hafa búið við ástand sem er nánast heilsuspillandi. […] Bæjarstjórnin var einhuga í þeirri ákvörðun að þarna kæmi hljóðmön vegna þess að það sáu það allir að það var ekki hægt að bjóða íbúum upp á að hávaði færi upp fyrir það sem lög og reglugerðir kveða á um.“ Mönin mun lækka Ásdís Halla segir að tilgangur fundarins hafi verið að kynna íbúum af hverju var farið í þessar aðgerðir. Hitt markmiðið hafi verið að reyna að leita leiða til að mönin yrði sem ásættanlegust. Fyrir liggi að hún muni lækka frá því sem nú er þegar hún hefur sigið og búið verður að þjappa hana. Hún er nú u.þ.b. þrír metrar en verður 1,5 metrar á hæð og 2,5 metrar þar sem hún er hæst. Ásdís Halla segir að næstu daga verði kallað eftir hönnun frá lands- lagsarkitekt á möninni þannig að hún verði ásjálegri en hún er í dag. Bæjarstjóri segir að þegar það liggi loks fyrir eigi ekki að vera tímafrekt að ganga frá möninni sjálfri og planta þar gróðri og að ásýnd hennar muni breytast á einhverjum vikum. Morgunblaðið/Arnaldur Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að mönin muni lækka umtalsvert frá því sem nú er. Heilsuspillandi aðstæður ástæða hljóðmanar Fullkominn einhugur var um málið í bæjarstjórn Garðabær ÁGÚST Þorsteinsson, íbúi í Tún- unum og fyrrum bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk í Garðabæ, segir yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna hafa mótmælt gerð hljóðmanar milli Silfurtúns og Hafnarfjarðarvegar á borgara- fundi í fyrradag og íbúar vilji frekar að útsýnið verði óskert. Hann giskar á að 90% fundar- manna hafi mótmælt fram- kvæmdinni með handaupprétt- ingu á fundinum. Ágúst, sem áður hefur mælt hávaðann á þessum slóðum, kveðst hafa útskýrt fyrir fund- argestum að hávaði frá bílaum- ferð minnki tiltölulega lítið með tilkomu hljóðmanar. „Við erum að setja þarna sjón- mengun og hún er ekkert betri heldur en hávaðamengun og meiriparturinn af fólkinu sem þarna var er á móti þessu,“ segir hann. Hann minnir á að á sínum tíma hafi verið útbúnar teikn- ingar sem sýni lága hóla með lágum trjágróðri á sama stað. Segir flesta vilja halda í útsýnið ÉG HEF besta útsýnið af öllum íhverfinu en ég hef líka mesta há- vaðann. Og ég vel að minnka há- vaðann og fórna útsýninu. Ég get ekki haft allt,“ segir Björn Ant- onsson, íbúi við Aratún 42 í Garða- bæ, sem er ánægður með að bærinn skuli ráðast í framkvæmdir við gerð hljóðmanar á milli Silfurtúns og Hafnarfjarðarvegar. Björn segist ekki skilja hvað íbú- ar í nágrenninu tali um að þeir missi útsýni „því þeir sjá ekkert út hvort eð er úr húsunum fyrir trjá- gróðri, hvorki hjá mér né öðrum“. Björn segir að leggja eigi áherslu á að sætta sjónarmið íbúa og ganga frá hljóðmöninni. Vill minnka hávaðann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.