Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 15
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 15 EFTIR áberandi þögn um nokk- urt skeið sendu stjórnarmenn Leik- félags Reykjavíkur frá sér „Opið bréf vegna skrifa Sigurðar Karlssonar ...“ og birtist í Mbl. 12. júní sl. Miðað við fjölda höfundanna hefði ef til vill mátt vænta merkilegri svara við at- hugasemdum, gagnrýni og spurn- ingum sem undirritaður hefur sett fram undanfarið. Þrátt fyrir að stjórnarmenn LR leggist allir á eitt tekst þeim ekki að hrekja eitt ein- asta orð af því sem ég hef birt í Mbl. undanfarnar vikur né heldur svara spurningum mínum. Og það jafnvel þó beitt sé rangfærslum, fölsunum, útúrsnúningum og ósannindum. Þau tala um „blaðaskrif þar sem stjórn og stjórnendur eru ataðir auri“ og er skeytið væntanlega ætl- að mér, sem hef þó ekki gert annað en skýra frá staðreyndum um að- gerðir og aðgerðaleysi stjórnar og stjórnenda. Þá segjast þau hafa „í sjálfu sér lítinn áhuga á að eiga orðaskipti við Sigurð Karlsson á síð- um dagblaða“ og ekki ætla að ræða málið frekar opinberlega, „heldur innan veggja leikhússins“. Það gæti orðið áhugaverð tilbreyting fyrir fé- lagsmenn Leikfélagsins ef stjórn- armenn væru reiðubúnir að taka þátt í málefnalegri umræðu um rekstrarvanda félagsins, t.d. á fund- um í félaginu. Hins vegar ber að þakka að les- endur Morgunblaðsins fá nú tæki- færi til að kynnast því fólki sem trú- að hefur verið fyrir stærsta einstaka framlagi Reykjavík- urborgar til menningarmála af skattfé Reykvíkinga. Rangfærslur Í bréfi sínu segja stjórnarmenn LR að ég þoli illa „lagabreytinga- tillögur sem... ætlað er að gera LR að opnu, virku félagi...“ og vitna í fyrstu grein mína. Hér vita þau bet- ur því ég tók sérstaklega fram að um þann hluta tillagnanna ætlaði ég ekki að fjalla og tók enga afstöðu til þess máls. Þá segja þau: „sá leikhússtjóri sem síðast reyndi að segja upp starfsmönnum LR [var] sjálfur rek- inn.“ Bréfritarar vita miklu betur því að „sá leikhússtjóri sem síðast reyndi að segja upp starfsmönnum LR“ er Guðjón Pedersen og starfar enn þá í skjóli þeirra sem bréfið rita og samþykktu athugasemdalaust tillögur hans um uppsagnir fyrir rúmum mánuði. Stjórnarmenn vitna til Sögu Leik- félagsins og segja „téðan Sigurð“ hafa margsagt „of litla peninga vera til rekstrar...“ Og það er rétt að „téður Sigurður“ var þeirrar skoð- unar eins og flestir forystumenn fé- lagsins á öllum tímum að LR hefði úr of litlu fé að spila. En fyrrver- andi horfðust í augu við þær stað- reyndir og höguðu rekstrinum eftir þeim. Það gera ekki núverandi stjórnendur og því er svo komið sem komið er undir forystu bréfrit- ara þessara. Fyrst stjórnarmenn rifja upp for- mannstíð „téðs Sigurðar“ hjá LR er mér ljúft að mæta þessum óvænta áhuga þeirra á sögu LR með því að upplýsa að eftir fyrri formannstíð hans vorið 1992 var fjárhagsstaða LR betri en hún hafði verið í gjör- vallri sögu félagsins frá 1897: Félag- ið átti skuldlausan eignarhlut sinn í Borgarleikhúsinu (að núvirði yfir 220 milljónir), aðrar eignir og þó nokkurt fé í sjóði, samtals vel á þriðja hundrað milljónir. Þegar „téður Sigurður“ tók aftur við for- mennsku 1996 var eigið fé LR kom- ið niður í 135,3 milljónir en þegar hann lét af formennsku tveimur ár- um síðar var það 136,5 milljónir. Og hver er höfuðstóll LR nú? Neikvæð- ur um 10 eða 15 milljónir? Falsanir „Sigurður gagnrýnir sölu á eign- arhluta LR en það neyðarbrauð að selja þennan hluta var samþykkt fé- lagsfundar LR (lýðræðið í verki)“ segir í bréfi stjórnarmanna. Þetta er hrein og meðvituð sögufölsun. Það er að vísu rétt að ég gagnrýndi söluna á sínum tíma (þó aðallega hve lítið fékkst út úr henni) en síðan þá hef ég lotið lýðræðinu og ekki haft uppi gagnrýni á söluna sem slíka – heldur það hvernig söluverð- inu hefur verið sóað í fullkomnu ábyrgðar- og heimildarleysi. Stjórn- armenn LR fullyrða: „Stjórn Leik- félags Reykjavíkur samþykkti ein- róma uppsagnir 30. janúar 2002“ og gefa sérstakt tilefni til að rifja upp tilraun núverandi formanns LR til sögufölsunar: Í fundargerð stjórn- arfundar LR frá 30. janúar 2003 er bókað: „Tillaga lögð fram um eft- irfarandi uppsagnir: [...] Tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum stjórnarmanna.“ Síðan er bókun þriðja stjórnarmanns, Tómasar Zoëga, sem mótmælir uppsögn- unum og forsendum þeirra. Þessi fundargerð var síðar staðfest á stjórnarfundi sem rétt frásögn af fundinum. Þetta stendur svart á hvítu og verður ekki breytt þrátt fyrir ámáttlega tilraun Jóhanns G. Jóhannssonar, formanns LR, til að falsa söguna með athugasemd í fundargerð mörgum mánuðum síðar – sem aðrir stjórnarmenn leggja nú nafn sitt við, þ.m.t. Theodór Júlíus- son sem ekki var á fundinum enda ekki í stjórninni á þeim tíma. „Einnota“ forsendur fyrir uppsögnum Þó bréf stjórnarmanna hreki ekk- ert af því sem ég hef haldið fram í greinum mínum né svari spurning- unum, má þó lesa það út úr grein- inni að það var rétt til getið að þær viðmiðunarreglur sem notaðar voru til að réttlæta uppsagnir leikara í janúar 2002 voru „einnota“. Þær voru notaðar til þess að losna við til- tekna einstaklinga og giltu aðeins í janúar 2002. Hér hefur aðeins verið fjallað um nokkrar falsanir, rangfærslur og ósannindi sem eru uppistaðan í Opnu bréfi núverandi stjórn- armanna Leikfélags Reykjavíkur. Ástæðulaust er að eyða frekari orð- um á þessi makalausu skrif á þess- um vettvangi. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur skrif- ar bréf! Eftir Sigurð Karlsson Höfundur er leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. UNDANFARIN misseri hafa menn rætt um styttingu náms til stúdents- prófs úr fjórum árum í þrjú, og væntanlega verður fljótlega tekin pólitísk ákvörðun í þeim efnum. Þessi umræða fékk byr í seglin á þessum vordög- um þegar kynnt var stofnun nýs skóla, Hraðbrautar menntaskóla, þar sem nemendur eru tvö ár að ljúka stúd- entsprófi. En hvað vinnst? spyrja menn og svara: Nem- endur koma fyrr út á vinnumarkaðinn, minni tími fer í iðju- leysi o.s.frv. Í þessari umræðu allri virðist gleymast að skólakerfi okk- ar býður nú þegar upp á þennan sveigjanleika. Ég skal taka dæmi úr skólanum hjá mér: Hér lýkur nemandi stúdents- prófi um næstu jól á hálfu þriðja ári. Þetta er dugn- aðarnemandi sem hefur valið sér í töflu þær greinar sem hann þarf mesta kennslu í, en síðan bætir hann við sig fjarnámi samhliða dagskólanum og í sumar, en í fjarnámi lesa menn námsgreinar með stuðningi kennara sem matreiðir efni sitt í kennsluumhverfi á netinu. Þetta svínvirkar, svo notað sé orðalag nemendanna. Um jól lýkur annar nemandi stúdentsprófi eftir 5 ára nám. Þessi nemandi var í barnsburðarleyfi eina önn, en hélt sér við efn- ið með svolitlu fjarnámi og hafði minna undir í skólanum til þess að hafa meira næði fyrir uppeldisstörf. Þetta er prýðilega sveigjanlegt kerfi þar sem hver og einn fær notið hæfileika sinna og getur sett sér skynsamleg markmið. Og þetta er um- fram allt ódýr kostur fyrir nemendur skólans og þjóðfélagið í heild. Nú er það svo að í skólum stunda allir nemendur nám skv. námskrá menntamálaráðuneytisins. En síðan eru býsna margir sem fara líka eftir „duldu námskránni“, tileinka sér ákveðna siði og venjur skólasamfélags- ins, taka þátt í félagslífi, hitta mann og annan. Þessi þáttur skólalífsins er nauðsynlegur, hann undirbýr fólk fyrir þátttöku í þjóðfélaginu yfirleitt. Sá sem einungis elst upp við bók og blýant verður stundum eins og skip án kjölfestu. Rétt eins og sá sem sinnir félagslífi af alefli verður seint fullnuma í sögu eða sálfræði. Hið gullna jafnvægi í þessum efnum þarf hver að finna fyrir sjálfan sig. Eitt er morgunljóst í mínum huga hvað það varðar: Hafi menn lítinn fé- lagslegan þroska þegar þeir hefja háskólanám nýtist þeim námið síður en hinum þegar komið er út á akurinn. Menn verða að koma bókvitinu í ask- ana! Menn þurfa líka að hafa í huga, að háskólakennsla er dýr og í háskóla eiga nemendur að koma með góða þekkingu í megingreinum, traustan sjálfsaga og félagslega víðsýni. Að öðrum kosti fylgja þeir vindinum hverju sinni. Stytting náms til stúdentsprófs Eftir Sölva Sveinsson Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. ÍSLENSK tunga er eitt af höf- uðsérkennum Íslendinga. Hún þró- aðist lítið sem ekkert fyrr en danskir kaupmenn fóru að sjá okkur fyrir sterkum drykkjum og skemmdu mjöli. Þá þótti fínt að slá um sig með dönsku, lík- legast í þeirri von að áheyrendur héldu að þar færi heimagangur í einhverju kaup- mannsslotinu, og íslensk tunga auðgaðist um orð eins og tyggi- gúmmí, gardínur og bíó. Nokkru síðar komu hingað dátar, kvenmannslausir en þó með næl- onsokka í farteskinu. Um þetta leyti fór að bera á því að fólk hætti að koma og fara blessað, en hæjaði og bæjaði í staðinn. Það hófust miklir uppgangstímar með tilkomu hersetunnar, en ósagt skal látið hvort nælonsokkarnir áttu einhvern þátt í því. Engilsaxnesk áhrif á ís- lenska tungu voru tryggð enn frek- ar á Suðurnesjum með tilkomu ljósvakasendinga varnarliðsins á Miðnesheiði, og lífið fór úr því að vera ágætt, í það að vera „ókei“. Fljótt á litið virðist uppfinn- ingasemi Bandaríkjamanna og tækjagleði hafa auðgað íslenska tungu meira en nokkur önnur áhrif, þrátt fyrir hatramma baráttu mál- verndunarsinna. Orð eins og „víd- eó“, „sídí“, og „dívídí“ hafa öll yf- irbugað íslensk samheiti sín; myndband, geisladisk, og mynd- geisladisk, svo eitthvað sé nefnt. Í raun standa aðeins tvö orð stolt upp úr þessum nýyrðum, en það eru orðin sími og tölva. Skoðað með leikmannsaugum má vel draga þá ályktun að löng og óþjál orð, hversu lýsandi sem þau kunna að vera, nái ekki fótfestu ef frummálsfyrirmyndin er þjálli í munni. Orðin sími og tölva falla vel að þessari kenningu, þar sem þau eru þjálli í munni en „telephone“ og „computer“. Málvernd og tilraunir til að búa til íslensk orð yfir nýja tækni og hugtök eru góðra gjalda verð, og styð ég framtak leikmanna og lærðra í viðleitni þeirra til að auðga íslenska tungu, og halda henni lif- andi. Þessi viðleitni getur þó breyst í andhverfu sína þegar upp koma hálfköruð orðskrípi eins og „Evróvision“. Mig rennir grun í að „Eurovision“ sé skrásett vöru- merki, sem í raun segir okkur að ekki eigi að reyna að þýða það. Sé hinsvegar um einbeittan brotavilja að ræða, væri þá ekki rétt að þýða allt orðið? Kemur nú að hvata þess að ég sest við þessar skriftir, en það er sú málvenja sem skapast hefur um tölvupóstföng. Gildir þá einu hvort þar fari ’68 kynslóðin, gegnsýrð af áhrifum kanasjónvarpsins, tölvulúð- ar, eða fólk sem hefur atvinnu sína af því að tala til almennings í gegn- um útvarp eða sjónvarp. Ég er að tala um hljóðmynd táknsins „@“. Svo virðist sem al- mennt þyki við hæfi að segja þetta á ensku, sem hljómar eins og „att“ í datt. Undirrituðum þykir nær að ís- lensk hljóðmynd „@“ sé „á“, eins og tíðkast hefur á sundurliðuðum reikningum sbr. fimm epli @ kr. 10 stykkið. Þarna eru fimm epli á 10 krónur stykkið, ekki fimm epli „att“ 10 krónur, eða fimm epli hjá 10 krónum eins og sumir hafa tam- ið sér í virðingarverðri viðleitni til að forðast enskuslettuna „att“. Tryggjum um alla framtíð ís- lenskt mál @ allra vörum. Íslenskt mál @ allra vörum Eftir Sigurð Inga Jónsson Höfundur situr í útvarpsráði. Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Sumarúlpur Sportúlpur Heilsársúlpur Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Til brúðargjafa Úrval af fallegum rúmfatnaði Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir www.casa.is Br úð ar gj af al is ta r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.