Morgunblaðið - 21.06.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.06.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMDRÁTTUR AÐ BAKI? Hagstofa Íslands telur að lands- framleiðsla hafi aukist um 3,3% mið- að við sama ársfjórðung síðasta árs. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir að efnahagslífið sé að taka við sér eftir samdrátt- arskeið. Dómurinn stendur Bandaríkjamaður af kínverskum ættum var í gær úrskurðaður í sex mánaða fangelsi fyrir að aðstoða sex Kínverja við að komast ólöglega til landsins. Tveir komust til Banda- ríkjanna en fjórir voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli. Dómnum verður ekki áfrýjað. Stefna á réttri leið Líklegt er að sjávarútvegsstefna ESB muni þróast þannig að hún komi til móts við grundvallarsjón- armið Íslendinga og Norðmanna. Að þessari niðurstöðu er komist í grein- argerð um hugsanlega aðkomu Ís- lands og Noregs að sjávarútvegs- stefnu ESB sem kom út í gær. Stjórnarskrárdrög rædd Drögum að stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins, sem svonefnd Framtíðarráðstefna þess vann að í 16 mánuði, var nokkuð vel tekið á leiðtogafundi sambandsins í Grikk- landi í gær. Sumir fulltrúar lýstu þó fyrirvörum við einstaka þætti drag- anna. Hamas beri að afvopna Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að pal- estínska heimastjórnin þyrfti að af- vopna liðsmenn Hamas-hreyfing- arinnar, sem hann lýsti sem „óvini friðarins“, og að ekki nægði að semja við hana um vopnahlé eins og forsætisráðherra Palestínumanna hefur reynt. Áformuðu hryðjuverk Bandarískur ríkisborgari, ættað- ur frá Kasmír, hefur játað aðild að samsæri tengdu al-Qaeda um árásir á járnbrautarlestir og Brooklyn- brúna í New York, eftir því sem bandarískir embættismenn segja. L a u g a r d a g u r 21. j ú n í ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Viðskipti 14 Viðhorf 32 Erlent 16/17 Minningar 32/37 Höfuðborgin 20 Messur 39 Akureyri 20 Bréf 40 Suðurnes 21 Dagbók 42/43 Árborg 22 Íþróttir 44/47 Landið 23 Leikhús 48 Heilsa 24 Fólk 48/53 Neytendur 24 Bíó 50/53 Listir 25/26 Ljósvakamiðlar 54 Umræðan 27 Veður 55 * * * ÓVENJUMARGAR skruggukerrur og eðaldrossíur eru á Selfossi um helgina enda er þar haldið lands- mót Fornbílaklúbbs Íslands. Geir H. Haarde fjármálaráðherra setti mót- ið með ávarpi á Kambabrún og því næst var fornbílunum ekið niður gömlu Kambana. Ráðherrann fékk far með Sævari Péturssyni, for- manni klúbbsins, á Ford A, árgerð 1930. Í dag verða fornbílarnir til sýnis, verslað verður með varahluti í klúbbtjaldinu, efnt til hópaksturs, kassabílaralls og 1/8 spyrnu forn- bíla svo eitthvað sé nefnt. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Á fornbílum niður gömlu Kambana ALCOA hefur ekki í hyggju að kaupa rafskaut hér á landi til ál- framleiðslu sinnar í álveri Fjarðaáls í Reyðarfirði. Að sögn Jake Siewert, aðaltalsmanns Alcoa, hefur ætlunin alltaf verið að flytja rafskautin inn til landsins frá einhverri af raf- skautaverksmiðjum á vegum fyrir- tækisins erlendis. Siewert segir þessi áform geta breyst en litlar lík- ur séu þó á því. Óráðið er hjá álver- um Alcan í Straumsvík og Norðuráli á Grundartanga hvort rafskaut verði keypt af verksmiðju hér á landi. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur ríkisstjórnin samþykkt að verja fimm milljónum króna til undirbúnings umhverfis- matsvinnu fyrir rafskautaverk- smiðju í landi Kataness í Hvalfirði. Þýska fyrirtækið RAG Trading hef- ur hætt við áform í bili um að reisa hér slíka verksmiðju, en það hafði sýnt áhuga á verksmiðju sem gæti framleitt allt að 340 þúsund tonn af rafskautum á ári og veitt um 150 manns atvinnu. Er ekki talið útilok- að að RAG Trading komi síðar að málinu, auk þess sem aðrir erlendir fjárfestar eru sagðir áhugasamir. Framleiðsla upp á 340 þúsund tonn myndi duga fyrir um 680 þús- und tonna álframleiðslu þar sem hálft tonn af rafskautum þarf til að framleiða eitt tonn af áli, en ekki öf- ugt eins og hermt var í blaðinu í gær þar sem stóð að eitt tonn af raf- skautum þyrfti til að framleiða hálft tonn af áli. Leiðréttist það hér með. Spurning um verð og gæði Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Alcan í Straumsvík, sagði fyrirtækið kaupa öll sín rafskaut frá Aluchemie í Hollandi, sem er eitt dótturfyrirtækja Alcan, og ekki væru uppi áætlanir um að breyta því. Varðandi kaup á skautum fram- leiddum hér á landi sagði Hrannar það mestu skipta að gæði og verð stæðust samanburð við skaut fram- leidd annars staðar. Kristján Sturluson hjá Norðuráli á Grundartanga sagði engar ákvarð- anir hafa verið teknar um viðskipti með rafskaut í framtíðinni. Norðurál væri með samning í gildi til nokk- urra ára í viðbót við þýskt fyrirtæki sem útvegaði rafskaut til framleiðsl- unnar í dag. Hins vegar væri Norð- urál í viðræðum við nokkra aðila varðandi kaup á súráli og rafskaut- um vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í 180 þúsund tonn og síðar 240 þúsund tonn. Líkt og Hrannar sagði Kristján þetta vera spurningu um verð og gæði vörunnar hvar hún væri keypt. Alcoa hefur ekki í hyggju að kaupa rafskaut hér á landi Óvissa með Alcan í Straumsvík og Norðurál á Grundartanga HAUKUR Guðmundsson, annar eigandi Íshúss Njarðvíkur, segir að nýir fjárfestar hafi lagt fram rúm- lega 40 milljónir króna og gefið vil- yrði fyrir um 30 milljónum til við- bótar til að nota við björgun Guðrúnar Gísladóttur KE 15 af hafs- botni undan Noregsströndum. Ef allt gengur að óskum verður skipið komið upp á yfirborðið eftir fjórar til sex vikur. Í gær var eitt ár liðið frá því skipið sökk. Upphaflega var gert ráð fyrir að björgunin kostaði 131 milljón króna en kostnaðurinn er nú kominn í 160 milljónir. Því er útlit fyrir að kostn- aðurinn verði 100 milljónum hærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Í sam- tali við Morgunblaðið sagði Haukur að stefnt væri að því að selja skipið en það væri alls óvíst hvað fáist fyrir það. „Við höfum trú á því ennþá að þetta sé innan marka, að þetta geti sloppið,“ sagði hann þegar hann var spurður um hvaða hagnaður verði af fyrirtækinu. Þrír af sex manna áhöfn Stakka- nessins, sem gegnir hlutverki björg- unarskips, hættu störfum fyrir skemmstu, en að sögn Hauks er við- bótarmannskapur á leið til Noregs um eða upp úr helgi. Þá verði um átta manns að störfum við björg- unina. „Við erum ægilega bjartsýn- ir,“ sagði hann. Búið sé að vinna mik- ið í skipinu á hafsbotni. Næst á dagskrá sé að koma skipinu á réttan kjöl en að því loknu megi lyfta því upp. Eitt ár liðið síðan Guð- rún Gísladóttir sökk Nýir fjár- festar leggja fram 40 milljónir ÁSTÆÐA er til að ætla að hin sam- eiginlega sjávarútvegsstefna Evr- ópusambandsins (ESB) kunni að þróast þannig að hún komi til móts við grundvallarsjónarmið bæði Ís- lendinga og Norðmanna. Þetta er niðurstaða greinargerðar um hugs- anlega aðkomu Íslands og Noregs að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB sem fylgir nýrri Evrópumála- úttekt Alþjóðamálastofnunar Há- skóla Íslands og norsku utanríkis- málastofnunarinnar (NUPI). Aðstandendur greinargerðarinn- ar telja að með nýlegum umbótum á sjávarútvegsstefnu ESB hafi verið stigið stórt skref í þá átt að koma til móts við grundvallarhagsmuni Ís- lands og Noregs, þó að bilið hafi ekki fyllilega verið brúað. Þeir segja að ef löndin tvö myndu ákveða að sækja um aðild að ESB og rækju aðild- arviðræðurnar hlið við hlið og yrði veitt innganga samtímis myndi heildarafli ESB vaxa úr 6 til 7 millj- ónum tonna í 10 til 11 milljónir tonna. „Svo mikil aukning sjávarafla myndi að okkar mati réttlæta að sameiginlega sjávarútvegsstefnan yrði endurskoðuð á ný og frekari umbætur gerðar,“ segja höfundarnir síðan. „Þetta er ekki lítil viðbót í þeirri atvinnustarfsemi sem fellur þarna undir,“ segir Þórólfur Matthíasson, dósent í viðskipta- og hagfræði við HÍ, í samtali við Morgunblaðið en hann ritstýrði úttektinni fyrir hönd Alþjóðamálastofnunar. Segir hann að slík aukning heildarafla hlyti að hafa grundvallaráhrif á það hvernig menn haga ákvarðanatöku. Það er þó undir Norðmönnum og Íslendingum komið að stuðla að frekari þróun í rétta átt, að mati Þórólfs. Menn þurfi að nálgast málið með opnum huga; í stað þess að biðja um að sjávarútvegsstefnunni verði breytt þurfi þeir að spyrja sig hvern- ig nýta megi þá möguleika, sem eru innan núverandi kerfis, til að ná fram niðurstöðu sem er viðunandi. Sjávarútvegsstefnan að þróast í rétta átt  Ekki raunhæft/17 Ný greinargerð um aðkomu Íslands og Noregs að ESB OLÍUFLUTNINGABÍLL og stór sendibíll skullu harkalega saman í gangamunna Vestfjarðaganga í Tungudal um hádegisbil í gær. Þá ók fólksbíll aftan á sendibílinn. Slökkvi- lið var kallað til vegna eldhættu en olía lak ekki úr bílunum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísa- firði. Að sögn lögreglu skall sendibíllinn utan í gangamunnann og kastaðist síðan í veg fyrir olíubílinn. Ökumað- ur sendibílsins skall í framrúðuna sem brotnaði en sjálfur handleggs- brotnaði ökumaðurinn við árekstur- inn og var hann settur í gifs á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Göng- unum var lokað í um klukkustund vegna slyssins. Harkalegur árekstur í Vest- fjarðagöngum RÆNINGJARNIR tveir sem réðust inn í söluturn við Kópa- vogsbraut 155 sl. miðvikudag voru ófundnir í gærkvöld. Lögreglan í Kópavogi annast rannsókn máls- ins. Ræningjarnir voru vopnaðir hnífum við ránið og ógnuðu starfs- manni áður en þeir hirtu peninga úr sjóðvél og hurfu á braut. Lög- reglan í Kópavogi segir þá ekki hafa haft mikið upp úr krafsinu. Ræningjar ófundnir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.