Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRESKI Íhaldsflokkurinn nýtur nú meira fylgis en Verkamannaflokkur- inn í fyrsta skipti í ellefu ár, ef marka má skoðanakönn- un sem The Daily Telegraph birti í gær. Samkvæmt könnuninni er Íhaldsflokkurinn með 37% fylgi, einu prósentu- stigi meira en í lok maí. Stuðn- ingurinn við Verkamannaflokkinn hefur hins vegar minnkað um tvö prósentustig, er nú 35%. Um 21% að- spurðra sögðust myndu kjósa Frjálslynda demókrata ef kosið væri nú. Verkamannaflokkurinn komst til valda árið 1997 og hefur haft forskot á Íhaldsflokkinn í skoðanakönnun- um frá haustinu 1992 að undanskil- inni skammvinnri fylgislægð stjórn- arinnar í september 2000 þegar fylgi flokkanna var jafnmikið. Rakið til Íraksmálsins The Daily Telegraph rekur minnkandi fylgi Verkamannaflokks- ins í síðustu skoðanakönnunum til deilunnar um hvort stjórn Tonys Blairs forsætisráðherra hafi gert of mikið úr hættunni sem stafaði af stjórn Saddams Husseins og vopna- búri hennar til að réttlæta stríðið í Írak. Blair hefur einnig átt undir högg að sækja vegna annarra mála, svo sem fjárskorts skóla, óákveðni í evru-málinu og óvissu um hvort hækka eigi skatta hinna efnameiri, að sögn The Daily Telegraph. Þá hefur forsætisráðherrann verið gagnrýndur fyrir uppstokkun á stjórninni nýlega. Fylgi Blairs sjálfs hefur einnig minnkað mjög og 63% aðspurðra sögðust telja að hann hefði ekki reynst áreiðanlegur. Bretland Íhalds- flokkur- inn með mest fylgi London. AFP. Tony Blair STROM Thurmond, sem sat lengst allra í öldungadeild Bandaríkja- þings, lést í heimabæ sínum í Suð- ur-Karólínu í fyrrakvöld, 100 ára að aldri. Hann sat í öldungadeildinni í tæpa hálfa öld þar til hann settist í helgan stein í janúar síðastliðnum. Thurmond bauð sig m.a. fram í forsetakosningunum í Bandaríkj- unum árið 1948 og barðist fyrir að- skilnaði kynþátta. Hann var þá demókrati en gekk síðar í Repú- blikanaflokkinn. Thurmond hóf stjórnmálaferil- inn árið 1929 þegar hann var kjör- inn í menntamálanefnd Suður-Kar- ólínu. Hann var síðan kjörinn á þing Suður-Karólínu og varð rík- isstjóri áður en hann náði kjöri í öldungadeild Bandaríkjaþings árið 1954. Met í málþófi Pólitískt og líkamlegt úthald Thurmonds var frægt og hann á enn met í málþófi á Bandaríkja- þingi. Það setti hann á sjöunda ára- tugnum þegar hann talaði samfellt í sólarhring og 18 mínútur í umræðu um frumvarp sem miðaði að því að binda enda á kynþáttamismunun í húsnæðismálum. Afstaða Thurmonds í kynþátta- málum mildaðist með árunum. Hann varð fyrsti öldungadeildar- þingmaðurinn frá Suðurríkjunum til að ráða svarta aðstoðarmenn, studdi tilnefningu fyrsta blökku- mannsins í embætti dómara í Suð- urríkjunum og greiddi atkvæði með því að fæðingardagur Martins Lut- hers Kings Jr. yrði almennur frí- dagur. Aldurinn setti mark sitt á Thur- mond og síðustu misserin var hon- um ekið um ganga þinghússins í hjólastól. Hann hafði þó enn mikil pólitísk áhrif og fékk George W. Bush forseta m.a. til að skipa 29 ára gamlan son sinn í embætti ríkissak- sóknara Suður-Karólínu. Thurmond lætur eftir sig eigin- konu, tvo syni og dóttur. Fyrsta barnabarn hans fæddist nú í júní. Í framboði gegn Truman Thurmond fæddist 5. desember árið 1902 í bænum Edgefield í Suð- ur-Karólínu. Hann starfaði sem lögmaður og síðan dómari en eftir að hafa gegnt herþjónustu í síðari heimsstyrjöldinni var hann kjörinn ríkisstjóri í Suður-Karólínu árið 1947. Gegndi hann því embætti til 1951. Í millitíðinni var hann í fram- boði til forsetaembættisins en Thurmond bauð sig fram gegn sitj- andi forseta, demókratanum Harry S. Truman, árið 1948. Átti framboð Thurmonds rætur að rekja til óánægju meðal demó- krata frá Suðurríkjunum, svo- nefndra „dixíkrata“, með forset- ann. Voru hinir íhaldssömu „dixíkratar“ hlynntir aðskilnaði svartra manna og hvítra og and- snúnir réttindabaráttu blökku- manna. Sem óháður frambjóðandi í for- setakosningunum tókst Thurmond að tryggja sér sigur í fjórum ríkj- um; Alabama, Louisiana, Mississ- ippi og Suður-Karólínu, en Truman náði engu að síður kjöri sem forseti. Rúmri hálfri öld síðar, þegar Thurmond hélt upp á hundrað ára afmæli sitt, sagði Trent Lott, þá- verandi leiðtogi meirihlutans í öld- ungadeildinni, að kjósendur í Miss- issippi væru stoltir af því að hafa stutt hann í forsetakosningunum. „Ef aðrir landsmenn hefðu farið að dæmi þeirra hefðum við ekki átt við öll þessi vandamál að stríða í öll þessi ár,“ sagði Trott. Ummælin urðu til þess að hann neyddist til að segja af sér þar sem hann þótti gefa til kynna að hann styddi viðhorf Thurmonds á þessum tíma í kyn- þáttamálunum. Thurmond bauð sig fyrst fram til öldungadeildarinnar árið 1950 en hafði ekki erindi sem erfiði þá. Fjórum árum síðar tókst honum hins vegar að tryggja sér sigur og hann sat á þingi í rúm 48 ár. Gekk til liðs við repúblikana Árið 1964 sagði Thurmond skilið við Demókrataflokkinn og gekk til liðs við repúblikana en hann var það ár dyggur stuðningsmaður forsetaframboðs íhaldsmannsins Barrys Goldwaters. Goldwater tapaði fyrir demókratanum Lyndon B. Johnson í kosningum það ár. Fjórum árum síðar lagði Thur- mond sín lóð á vogarskálarnar til að tryggja Richard M. Nixon sigur en honum er að hluta til þakkað gott fylgi Nixons í Suðurríkjunum. Á seinni árum barðist Thurmond á vettvangi Bandaríkjaþings gegn lögleiðingu fóstureyðinga, var and- vígur lagasetningu um byssueign og öflugur stuðningsmaður hug- mynda um „stjörnustríðsáætlun“, þ.e. sérstakt eldflaugavarnakerfi. Bandaríski þingmaðurinn Strom Thurmond látinn Sat í tæpa hálfa öld í öldungadeild þingsins Washington. AFP, AP. Reuters Strom Thurmond slær á létta strengi með starfskonum öldungadeildar Bandaríkjaþings 24. september síðastliðinn. MJÖG heitt hefur verið á Ítalíu að undanförnu, 35 gráður á celsíus og meira, og fólk grípur til ýmissa ráða til að svala sér. Þessar stúlkur voru í gær að kæla sig í Triton-gosbrunninum við Barberini-torg í Róm. AP Stúlkur svala sér í hitabylgjunni KUNNUR þingmaður á Evrópuþinginu sagði í gær, að ítalska stjórnin væri ekki undir það búin að vera í forsæti innan Evr- ópusambandsins og bætti við, að væru Ítalir nú í hópi um- sóknarþjóða, hefði um- sókn þeirra verið hafn- að og þeim sagt að taka fyrst til í eigin ranni. „Almenningur í Evrópu veit varla hvaðan á hann stendur veðrið þegar forsætis- ráðherra lætur breyta lögum til að ónýta spillingarréttarhöld yfir sér og innanríkisráðherra talar um að láta herinn skjóta niður báta með ólöglegum innflytjendum,“ sagði Graham Watson, en hann er leið- togi sameinaðs þingflokks frjáls- lyndra demókrata á Evrópuþing- inu. Með ummælum sínum átti hann við Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, og Umberto Bossi, innanríksráðherra landsins. Sagði hann einnig að Ítalíu hefði verið hafnað sem um- sóknarríki nú „vegna þess að við gerum meiri siðferðiskröfur en þessi dæmi sýna“. Watson lét þesi orð falla í ræðu, sem hann flutti í Róm, en í henni gagnrýndi hann einnig leiðtoga Evrópusam- bandsríkjanna fyrir að horfa framhjá rann- sóknum á meintum af- brotum Berlusconis. „Sumir láta sér sæma að hafa sam- skipti við Berlusconi, pólitísk og önnur, rétt eins og framferði hans komi engum við nema Ítölum,“ sagði Watson, „en gleymum því ekki, að sem eins konar forseti ESB mun hann koma fram fyrir okkar hönd.“ Höfðað hefur verið mál gegn Berlusconi fyrir misferli á Ítalíu og Spáni en fyrir skömmu samþykkti ítalska þingið lög um friðhelgi hans og fjögurra annarra æðstu manna ríkisins. Berlusconi verður í forsæti fyrir ESB í hálft ár frá og með 1. júlí. Hneykslast á forsæti Berl- usconis í ESB Brussel. AP. Silvio Berlusconi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.