Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Á morgun er Brúarfoss væntanlegt. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun eru væntanleg Barði NK, Kolo- menskoe og Eridanus. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Morgunganga er frá Hraunseli kl. 10. Rúta frá Firðinum kl. 19.50. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12. Sími 588 2111. Dagsferð 12. júlí, sögu- ferð í Borgarfjörð. Hvanneyri, Deild- artunguhver, Reyk- holt, Hraunfossar, Húsafell og fleira. Kaffi og meðlæti í Munaðarnesi. Leið- sögn Sigurður Krist- insson. Félag aldraðra í Mos- fellsbæ minnir á göng- una í dag. Mæting við Hlégarð kl. 11. Gengið verður frá Hafravatns- rétt. Skrifstofa félags- ins verður lokuð í sum- ar til 2. september. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa frá 30. júní til 12. ágúst. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á mánudögum, mið- vikudögum og föstu- dögum kl. 9.30. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. FEBK. Púttað á Lista- túni kl. 10.30 á laug- ardögum. Mætum öll og reynum með okkur. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er bent á fund í Gerðu- bergi á þriðjudag kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara) kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA, Síðumúla 3-5, og í kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjudaga og fimmtu- daga frá kl. 14-17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Minningarkort Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings málefnum barna fást afgreidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta alla daga fyrir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvald- sensbazar, Austur- stræti 4, s. 551-3509. Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyrum eða safn- aðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM & K og víðar. Þau eru einnig afgreidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14-16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gefin verða 10 ára skólabörnum eða kom- ið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stang- arhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysa- varnafelagid@lands- bjorg.is Í dag er laugardagur 28. júní, 179. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13,34).     Margar hagfræði-kenningar ganga út á að einstaklingar séu sí- fellt að leitast við að gera það sem er skyn- samlegast miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja hverju sinni. En þrátt fyrir að þessi grundvallarhugsun liggi að baki margri fræði- kenningunni þá virðist það engu að síður ljóst að hún stenst alls ekki í daglegu lífi okkar flestra,“ segir Benedikt Jóhannesson í Öðrum sálmum í nýjustu Vís- bendingu.     Við vitum vel að þaðværi skynsamlegra að fara út að hreyfa sig í stað þess að hanga lang- ar stundir yfir sjónvarp- inu, en samt veljum við sjónvarpsglápið. Ef við horfum á sjónvarp á annað borð væri skyn- samlegra að horfa á eitt- hvað fræðandi og upp- byggilegt en kjánalega afþreyingarþætti, en samt veljum við létt- metið. Auðvitað ekki alltaf og ekki allir, en þannig er þetta nú samt. Fólk borðar alltof mikið þó að allir viti að það er skaðlegt heilsunni. Margir reykja eða drekka í óhófi, en aldrei getum við kennt van- kunnáttu um. Flestir vinna að vísu langan vinnudag og reyna að gera það skammlaust. En þegar heim er komið finnst mönnum allt önn- ur lögmál gilda.“     Í Vísbendingu segir aðokkur verði tíðrætt um eyðslusemi fyr- irtækja, svo ekki sé tal- að um hið opinbera, sem oft virðist kasta pening- unum og jafnvel að yf- irlögðu ráði. En svo er spyr greinarhöfundur: „Hversu skynsamlegt er það að búa í húsum sem eru alltof stór miðað við brýnustu þarfir? Hvaða vit er í því að aka á jepp- um um malbikuð stræti höfuðborgarinnar? Hvað gætum við ferðast glæsi- lega á hverju sumri af vöxtunum af andvirði sumarbústaðarins?     Við gætum öll veriðmiklu skynsamari ef við nenntum að nýta gráu sellurnar aðeins oftar. En þá er komið að kjarnanum. Væri lífið jafnskemmtilegt? Hefð- um við jafngaman af líf- inu ef við fylgdumst allt- af með þáttum um æxlun mörgæsa og undursam- lega sprettu túnfífilsins í stað þess að horfa á skrípakarlinn Jay Leno? Þeirri spurningu getur enginn svarað. Það er hins vegar ljóst að kenn- ingarnar eru ekki endi- lega rangar, við gerum frekar það sem hentar okkur best til skamms tíma en langs. Á morgun ætlum við að hefja fjall- göngur, skipuleggja heimilisbókhaldið, taka til í bílskúrnum og lesa heimsbókmenntirnar, eftir næstu helgi jafnvel hætta að drekka,“ segir í Öðrum sálmum. STAKSTEINAR Skynsamlegra að horfa á æxlun mörgæsa Víkverji skrifar... VÍKVERJI reynir nú alltaf aðforðast að koma út eins og ein- hver fýlupúki en stundum verður bara ekki hjá því komist ef ljóstra á upp umbúðalaust því sem hvílir á hjarta. Eins og hann er nú skemmtilegur söngleikur, lögin frábær og fyrri kvikmyndin ógleymanleg þá þykir Víkverja nú verið að bera í bakka- fullan lækinn að setja sömu sýn- inguna upp í þriðja sinn á níu árum hér á landi. Fyrst til var Söng- smiðjan árið 1994, svo var sýningin sett upp í Borgarleikhúsinu fjórum árum síðar og naut þá mikilla vin- sælda og nú einungis fimm árum síð- ar er enn búið að færa Grease upp á íslenskar fjalir og það aftur Borg- arleikhúsið. Víkverji sér auðvitað hvað hefur vakað fyrir framleiðendum. Að hamra járnið meðan það er heitt, keyra á ótrúlegum vinsældum að- alstjarna sýningarinnar, Birgittu Haukdal og Jóns Jóseps Snæbjörns- sonar. En það verður að bíða og sjá hvort það eitt réttlæti enn eina upp- færsluna. x x x REYNDAR felst vonarneistinnum að uppfærslan sleppi fyrir horn ekki í nærveru aðalstjarnanna heldur er hugsanlegt að Gísli Rúnar Jónsson þýðandi og Gunnar Helga- son hafi náð að búa til eitthvað alveg nýtt með því að stað- og tímafæra Grease til Íslands, nánar tiltekið í Grafarvog samtímans. Einkar vel til fundið bragð til að hressa upp á margtugginn efnivið og vonar Vík- verji heitt og innilega að tilraunin lánist. Í það minnsta eru bráð- fyndnar þær breytingar sem sagt hefur verið frá, eins og þær að Danny Zuko heiti í sýningunni Daní- el Zoëga og að töffararnir keyri ekki lengur um á kádiljákum heldur á Hyundai. EITT fær Víkverji samt ekki skilið.Fyrst á annað borð verið er að þýða og staðfæra nær allt í sýning- unni, hvers vegna í ósköpunum heit- ir verkið þá ennþá Grease, upp á engilsaxneska vísu? Framleiðendur gera því vafalítið skóna að það sé af markaðslegum ástæðum, að það nafn selji betur en eitthvert lummó íslenskt nafn en það breytir því ekki að smekklegra hefði verið að ganga alla leið í að þýða og staðfæra verkið, gefa verki sem leikið er á íslensku, fyrir íslenska áhorfendur, íslenskt nafn á borð Koppafeiti eða Klístur, sem þegar hafa verið notuð um Grease og hæfðu ágætlega. Hárið gekk ágætlega þótt það hafi borið ís- lenskt nafn, Söngvaseiður líka. Og ekki veit Víkverji betur en að flestir hafi vanið sig á að nota íslenska heit- ið Litla hryllingsbúðin í stað hins upprunalega Little Shop of Horror. En slíkt gerist ekki nema framleið- endur sýningarinnar taki af skarið og gefi verki sem sýnt er á íslensku, í íslensku leikhúsi, fyrir íslenska leik- húsgesti, af íslenskum leikurum, ís- lenskt nafn. Annars ætlaði Víkverji ekkert að vera með nein leiðindi og óskar öll- um er að sýningunni koma góðs gengis og áhorfendum góðrar skemmtunar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Úr Koppafeiti, Klístri eða bara Grís. Varðandi grein Sigrúnar Thorarensen ÞAÐ er ekki rétt að Sund- deild Ægis beri enga ábyrgð á börnunum, eins og Sigrún lætur í veðri vaka í grein sinni, sem birt- ist 26. júní sl. í Velvakanda. Sunddeildin ber þó ekki ábyrgð á börnunum fyrr en þau eru komin í hennar umsjá, þ.e. á námskeið ofan í laug. Foreldrar eiga að fylgja börnum sínum að laugar- bakkanum, um það hafði Sigrún, eins og aðrir for- eldrar, fengið fyrirmæli. Ef foreldrar fylgja ekki börn- um sínum að laugarbakk- anum geta orðið slys því að börnin eru eftirlitslaus. Sigrún segir enn fremur að gjaldskrá hafi hækkað um 90%. Það er ekki rétt. Gjöldin eru þau sömu og í fyrra og er það gert í sam- ráði við ÍTR. Hörður J. Oddfríðarson, form. sundfélagsins Ægis. Tapað/fundið Gullarmband týndist BREITT gullarmband, við íslenska þjóðbúninginn, týndist um miðjan maí. Armbandið var nýuppgert og týndist líklega í mið- bænum eða á Laugavegi. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 697 6437. Bolti tapaðist MÁNUDAGINN 23. júní sl. var drengur í afmæli hjá ömmu sinni og týndi nýjum Adidas-fótbolta. Boltinn hefur annaðhvort tapast inni á Hrafnistu eða fyrir utan. Nafn eigandans, Björgvin Már, var ritað á boltann. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 554 6767 eða 554 1662. Taska tapaðist SVÖRT tautaska með út- saumuðum blómum og steinum tapaðist mánu- daginn 23. júní sl. á Soga- vegi eða í nágrenni hans. Í töskunni var seðlaveski með skilríkjum og kortum og er eigandanum því mikið í mun að fá hana aftur. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 661 4052 eða 661 6075. Fundarlaun í boði. Lítill skór tapaðist LÍTILL, rauður Nike-skór með rennilás tapaðist sl. föstudag einhvers staðar á leiðinni Sogavegur–Glæsi- bær. Skilvís finnandi hafi samband í síma 899 4904. Dýrahald Kettlingar fást gefins TVEIR yndislegir, kassa- vanir kettlingar, annar með hálft skott, fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 697 3761 eða 661 8019 eftir kl. 17. Tvær læður fást gefins LÆÐUR fást gefins, þær eru sjö vikna gamlar og kassavanar. Upplýsingar í síma 552 5886. Kettlingar fást gefins FJÓRIR átta vikna gamlir kettlingar fást gefins. Þeir eru kassavanir. Upplýsing- ar í síma 565 1418. Gefins kettlingar KETTLINGAR, tveggja og hálfs mánaðar, fallegir og skemmtilegir, fást gef- ins. Upplýsingar í síma 893 2005. Læða fannst í Kópavoginum LÍTILL kettlingur, e.t.v. þriggja mánaða gamall, fannst í Kópavoginum. Þetta er læða og er hún reykgrá að lit, ólarlaus og ómerkt. Upplýsingar í síma 891 6191. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir LÁRÉTT 1 lund, 4 band, 7 sessum, 8 styrkir, 9 stúlka, 11 mannsnafn, 13 vætlar, 14 stefnan, 15 brúnþörung- ar, 17 kropp, 20 flana, 22 varkár, 23 gisinn, 24 heift, 25 tek ákvörðun um. LÓÐRÉTT 1 vafasöm, 2 óhæfa, 3 sterk, 4 digur, 5 ráð- vönd, 6 sér eftir, 10 kyn- ið, 12 dæld, 13 elska, 15 talar ekki, 16 smágerði, 18 hagur, 19 dreitillinn, 20 grein, 21 bára. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 ættstórir, 8 rækta, 9 ætlar, 10 ríf, 11 seint, 13 annað, 15 hatts, 18 iðjan, 21 tíð, 22 kriki, 23 ræsið, 24 lingerður. Lóðrétt: 2 tékki, 3 svart, 4 ógæfa, 5 illan, 6 hrós, 7 bráð, 12 nyt, 14 náð, 15 hökt, 16 teiti, 17 sting, 18 iðrar, 19 jussu, 20 níði. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.