Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU TEKJUR stærstu sjávarútvegsfyr- irtækjanna aukast verulega á næsta fiskveiðiári vegna aukningar aflaheimilda. Þannig aukast tekjur Brims um 649 milljónir króna, mið- að við að hvert kíló af fiski upp úr sjó gefi að meðaltali 200 krónur í útflutningsverðmæti. Þetta kemur fram hjá greining- ardeild Kaupþings Búnaðarbanka, en þar er tekjuaukning sjávarút- vegsfyrirtækja á aðallista Kaup- hallar Íslands reiknuð út vegna aukningar á þorskkvótanum um 17%. Tekjur Samherja eru taldar aukast um 479 milljónir króna, Þorbjarnar Fiskaness um 321, Þor- móðs ramma Sæbergs um 271, Hraðfrystihússins Gunnvarar um 202, Vinnslustöðvarinnar um 170, Granda um 132, Síldarvinnslunnar um 120, Eskju um 63 og Tanga um 32 milljónir króna. Til viðbótar þessari tekjuaukningu bætist svo eitthvað við vegna ýsunnar, en að auki hefur gífurleg aukning kol- munnakvótans mikla þýðingu fyrir fyrirtæki eins og Síldarvinnsluna, sem er með langmestan kolmunna- kvóta, Eskju, Samherja og fleiri sem eru með góðan kolmunna- kvóta. Framlegð í útgerð stöðug Í greiningu Kaupþings Búnaðar- banka er einnig fjallað um fram- legð útgerðar. Þar kemur fram að framlegðin hafi verið nokkuð stöð- ug síðastliðin ár en fyrst og fremst sé það landvinnslan sem líður fyrir sterkari krónu. „Á árunum 1998 til 2002 sveiflaðist framlegð útgerðar Samherja á bilinu 31 til 34% en á hinn bóginn var framlegð land- vinnslunnar á bilinu 10 til 24%. Svipaða sögu er að segja af Granda þó að framlegð landvinnslunnar hjá Granda hafi verið ívið hærri á tímabilinu. Framlegð útgerðar sveiflaðist á bilinu 27–33% en framlegð landvinnslunnar var á bilinu 18 til 36%. Á myndinni hér til hliðar sést þessi munur vel, myndin sýnir samanlagða þróun framlegðarhlutfalls hjá Granda og Samherja síðastliðin ár. Landvinnslan í klemmu Samkeppni í landvinnslu hefur aukist mikið að undanförnu, sér- staklega frá Kína og má segja að greinin sé í klemmu, annars vegar vegna ruðningsáhrifa í tengslum við stóriðju sem hækkar gengi krónunnar og svo hins vegar vegna alþjóðavæðingar sem veldur auk- inni samkeppni frá láglaunalönd- um. Því má telja líklegt að sjávar- útvegsfyrirtækin munu á næstu árum beina fjárfestingum sínum og sölustarfi í meira mæli að útgerð- inni,“ segir meðal annars í grein- ingunni. Mikil tekjuaukn- ing vegna aukinna veiðiheimilda Morgunblaðið/Alfons Aukinn þorskkvóti færir miklar tekjur í þjóðarbúið. Tekjur Brims aukast um 650 milljónir vegna 17% aukningar þorskkvótans FJÁRHÆÐ tilboða í bresku leik- fangaverslunina Hamleys hafa orð- ið breskum fjölmiðlum tilefni um- fjöllunar. Fjölmiðlar telja nokkurn hita hafa færst í leikinn í keppni Baugs og Tim Waterstone um verslunina og að verðið sem boðið er beri þess merki. Nýjasta tilboð Baugs í hlutabréf Hamleys er ríf- lega tvöfalt hærra en það verð sem bréfin seldust á áður en tilkynnt var um hugsanlegt yfirtökutilboð um miðjan mars. Financial Times fjallar um bar- áttuna um Hamleys og segir að þeir sem keppa um fyrirtækið, bæði Baugur og Waterstone, hafi ríka ástæðu til að vilja verða ofaná. Í því sambandi er nefnt að í sept- ember á síðasta ári hafi Baugur orðið undir þegar Philip Green keypti Arcadia verslunarkeðjuna, sem Baugur hafði hug á að eignast. The Daily Telegraph hefur eftir sérfræðingi á fjármálamarkaði að nú verði að bíða og sjá hvort Wat- erstone svari og komi fram með „enn fáránlegra tilboð upp á um það bil 267 pens“, en tilboð Baugs hljóðar upp á 254 pens og er 24% hærra en fyrsta tilboð Baugs. Times Online ræðir einnig við sérfræðing á fjármálamarkaði sem segir nýjasta boð Baugs nokkuð hátt. Samkvæmt því sé fyrirtækið verðlagt á 14,5-faldan þann hagnað sem spáð sé á árinu, og það verð sé yfir meðaltali smásöluverslana. Lítil viðskipti voru með bréf Hamleys í kauphöllinni í London í gær og verðið hélst óbreytt frá fyrra degi, 253,50 pens. Sú stað- reynd að lokaverðið er undir því verði sem Baugur býður hefur gef- ið mönnum tilefni til að draga þá ályktun að almennt sé ekki gert ráð fyrir hærra tilboði frá Waterstone, en hingað til hefur verðið á mark- aðnum farið yfir tilboðsverð Baugs og Waterstone. Um þetta er þó ekkert hægt að fullyrða, því Water- stone hefur ekki gefið upp hvort hann hyggst leggja fram nýtt til- boð. Tilboð í Haml- eys talið hátt MATVÆLARÁÐHERRAR Norð- urlanda komu saman til árlegs sumarfundar síns dagana 24. til 26. júní sl. Fundurinn fór fram í Kalm- ar í Svíþjóð og sat Árni M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra fundinn af Íslands hálfu. Yfirskrift fund- arins var; siðferði (etik), gildi og réttindi. Umfjöllunarefni fundarins féllu enda vel að yfirskriftinni en m.a. fjallað var um svokallaða sið- ferðilega (etiska) vottun matvæla en þar undir fellur m.a. vottun fiskafurða m.t.t. sjálfbærrar nýt- ingar sjávarauðlindarinnar en á það höfum við Íslendingar lagt áherslu á alþjóðlegum vettvangi. Þá var fjallað um rannsókna- samstarf innan geiranna á Norður- löndunum, hvernig eignarhaldi á erfðaauðlindum væri háttað og matvælaöryggi. Fleiri efni voru tekin til umfjöllunar, s.s. samstarf við Eystrasaltsríkin. Áður en ráðherrafundurinn hófst var haldinn almennur fundur ráðherranna með fulltrúum úr at- vinnugreinunum. Árni M. Mathie- sen tók fiskveiðistjórnun þar til sérstakrar umfjöllunar og lagði áherslu á mikilvægi hlutlægrar og öfgalausrar umfjöllunar um þenn- an mikilvæga málaflokk Fundað um vott- un fiskafurða skiptum í Noregi og hafi jafnvel útibú þar, einnig fyrirtækja sem ekki séu í viðskiptum nú þegar en vilji hefja markaðssókn inn á þenn- an markað. Viðskiptaráðstefna, lítil sýning, fyrirtækjastefnumót og móttaka verði skipulögð í áðurnefndum borgum þar sem verði lögð áhersla á að fá lykilaðila úr áðurnefndum atvinnugreinum á staðinn. Sendi- nefndin verður eingöngu skipuð fulltrúum fyrirtækja í sjávarút- vegi, fiskvinnslu og fiskeldi. ÚÍ hefur valið samstarfsaðila sem þekkja vel til í sjávarútvegi í Nor- egi og eru búsettir ytra. ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands (ÚÍ) skipuleggur um þessar mund- ir ferð viðskiptasendinefndar til þriggja borga í Noregi í október nk. Í för með sendinefndinni verð- ur sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen. Markmið ferðarinnar er að styrkja núverandi viðskiptasam- bönd á markaðssvæðinu og koma á nýjum. Borgirnar þrjár sem um ræðir eru Tromsö, Álasund og Bergen. Í kynningu ÚÍ á ferðinni segir að hún sé sölu- og viðskiptaferð og að hún sé sérstaklega ætluð fulltrúum fyrirtækja sem þegar séu í við- Viðskiptasendinefnd til Noregs í haust á vegum ÚÍ FULLTRÚAR sjö erlendra banka frá löndum víðs vegar í Evrópu und- irrituðu í gær lánssamning við Pharmaco hf., ásamt þremur íslensk- um bönkum. Við undirritunina kom fram að um væri að ræða einn stærsta lánssamning á alþjóðlegum bankamarkaði sem gerður hefur ver- ið af íslensku fyrirtæki. Fjárhæð lánsins nemur 185 millj- ónum evra, jafnvirði um 16 milljörð- um íslenskra króna. Er þetta 25 milljónum evra hærri lánsfjárhæð en gert var ráð fyrir í maí síðastliðnum. Þá var greint frá því að Pharmaco hefði undirritað samkomulag við Ís- landsbanka, Landsbanka og Búnað- arbanka um sambankalán, sem ætl- unin væri að bjóða erlendum bönkum þátttöku í, að fjárhæð 160 milljónir evra. Þá var jafnftamt greint frá því að þýski bankinn WestLB hefði þegar samþykkt að gerast lánveitandi og vinna með Ís- landsbanka og Landsbanka að sölu lánsins, en þessir þrír bankar höfðu umsjón með lánveitingunni og í til- kynningu frá Pharmaco kemur fram að umsjónarbankarnir hafi unnið að undirbúningi lánsins síðan í vor og að sú vinna hafi gengið vel og greiðlega. Lánið hafi fengið mjög góðar viðtök- ur á markaði og í kjölfar umfram- eftirspurnar hafi Pharmaco tekið ákvörðun um að hækka lánsfjárhæð- ina. Kjörin á láninu eru ekki gefin upp. Að sögn Róberts Wessman, for- stjóra Pharmaco, gerir lántakan fyr- irtækinu kleift að endurfjármagna allar langtímaskuldbindingar. Hann segir að fjármagnskostnaður Pharmaco muni lækka því kjörin séu mun betri en fyrirtækið hafi notið til þessa. Það muni skila sér í betri rekstri. Þar að auki muni Pharmaco hafa úr að spila 25 milljónir evra, jafngildi rúmlega tveggja milljarða íslenskra króna, sem verði notað til að byggja upp rekstur til framtíðar. Fyrirtækið sé að sækja inn á marga erlenda markaði en ekki sé tímabært að greina frá því á þessu stigi í hvað þetta fjármagn verði notað sérstak- lega. Róbert segir að aðkoma erlendra banka að fjármögnun Pharmaco sé mjög jákvæð. Sá áhugi sem komi fram í því hvað margir erlendir bankar skuli koma að láninu sýni vel það traust sem Pharmaco hefur áunnið sér á alþjóðlegum vettvangi. Mikilvægur samningur fyrir íslenskt efnahagslíf David J. Sell, framkvæmdastjóri hjá þýska bankanum WestLB, en hann undirrtaði lánssamninginn af hálfu bankans, segir að lánskjörin séu góð og í samræmi við það besta sem gerist í þeim efnum í Evrópu. Það endurspegli sterka stöðu Pharmaco og sé til vitnis um að þeir evrópsku bankar sem taka þátt í lán- inu hafi trú á fyrirtækinu Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að lánssamn- ingurinn sé stór áfangi, bæði fyrir Pharmaco og fyrir íslenskt efnahags- líf. Samningurinn sýni að hér á landi sé komið það stórt og sterkt fyrir- tæki, að það geti tekið lán af þessari stærðargráðu á alþjóðlegum banka- markaði. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segir að lánssamningur- inn endurspegli mikinn áhuga er- lendra banka á því sem Pharmaco hefur verið að gera á alþjóðlegum vettvangi og það traust sem sú starf- semi njóti. Pharmaco sé orðið sterkt fyrirtæki á alþjóðavettvangi, með viðskipti sem séu líkeg til að vaxa og skila sér í framtíðinni. Aðgangur að stærri fjármagnsmarkaði en áður Lánið er fjölmyntalán í þremur hlutum og er að mestu leyti til fimm ára með framlengingarákvæði. Segir í tilkynningunni að lántakan styðji við væntanlega skráningu Pharmaco í erlendri kauphöll í framtíðinni. Auk Íslandsbanka, Landsbanka og WestLB, eiga Kaupþing Búnaðar- banki, Raiffeisen Zentralbank Öster- reich, Bank Austria Creditanstalt, Commercial Bank of Greece, Land- esbank Saar, Raiffeisenlandesbank Niederösterreich-Wien og Vereins- und Westbank aðild að samningnum. Tíu bankar gera 16 milljarða króna lánssamning við Pharmaco Sýnir það traust sem Pharmaco nýtur Morgunblaðið/Sverrir Frá undirritun lánssamningsins í gær. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, David J. Shell, framkvæmdastjóri hjá þýska bankanum WestLB, Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco, og Bjarni Ármannsson, for- stjóri Íslandsbanka. ÁHRIF hás gengis krónunnar á af- komu iðnfyrirtækja eru neikvæð á heildina litið en mismikil eftir grein- um og stærð fyrirtækjanna. Há- gengið kemur verst niður á lyfja- og hátæknifyrirtækjun, plast- og veið- arfæragerð auk málm- og skipa- smíða „vegna lakari samkeppnis- stöðu á alþjóðlegum markaði“. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könn- unar Samtaka iðnaðarins (SI) á stöðu og horfum í iðnaði í júní. Könn- unin náði til 85 meðalstórra og stórra fyrirtækja í ýmsum greinum iðnaðar með samtals um 6,500 starfsmenn, að því er fram kemur í tilkynningu SI. Sérstaklega var spurt var um áhrif hins háa gengis krónunnar á af- komu. Fram kemur að mörg fyrirtæki í jarðvinnu, matvæla- og drykkjar- framleiðslu auk prent- og pappírs- fyrirtækja njóti góðs af hágengi þar sem það létti afborganir erlendra lána. „Ef gengið lækkar á ný munu áhrifin snúast við,“ segir í tilkynn- ingunni. Áætlað er að velta í iðnaði aukist um 2% í ár og um 8% á næsta ári að raunvirði. Starfsmönnum í iðnaði fjölgaði um 5% á fyrri hluta ársins en SI gerir ráð fyrir að aukningin gangi að nokkru til baka með haustinu. Ólík áhrif gengis á iðnfyrirtæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.