Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 21 „Í REYKJANESBÆ eru fjórir skól- ar og námskeið sem þetta er góður grunnur fyrir vetrarstarfið. Hér kynnast þau jafnöldrum sínum, ekki bara úr sínu hverfi heldur hinum líka,“ sagði Nilsína L. Einarsdóttir, tómstundaleiðbeinandi Fjörheima, í samtali við Morgunblaðið, en á mið- vikudag hófst síðara sumarnám- skeiðið í félagsmiðstöðinni en það er ætlað öllum 13 ára unglingum í bæn- um. Undanfarin ár hefur félagsmið- stöðin Fjörheimar og Vinnnuskóli Reykjanesbæjar staðið sameig- inlega að Sumarfjöri, en svo kallast sumarnámskeiðin. Tilgangurinn er að efla frístundir unglinga og á þeim 8 dögum sem námskeiðið stendur yf- ir verður margt til gamans gert með unglingunum. „Auk þess að vera mjög mikilvægt sem liður í auknu forvarnastarfi er markmið nám- skeiðsins að kynna unglingum þá fjölbreyttu möguleika sem bjóðast til útivistar á Suðurnesjum,“ sagði Nilsína. Margt skemmtilegt framundan Námskeiðin byrja á hópefli til að þjappa hópnum saman og er fyrsti dagurinn helgaður ýmiskonar leikj- um og þrautum. Þegar blaðamann bar að garði á fyrsta degi var ekki laust við að feimnin hefði enn yfir- höndina en unglingarnir skemmtu sér engu að síður vel. Þau sögðu að námskeiðið legðist vel í þau en þeg- ar spurt var hvað væri mest spenn- andi stóð ekki á svari. „Við hlökkum mest til útilegunnar.“ Námskeiðinu lýkur á útilegu við Seltjörn og verð- ur farið í gönguferð um svæðið, rennt fyrir silung og baðað sig í Bláa lóninu, sem er þar skammt frá. „Við ætlum líka að fara í hjólreiðaferð í Sandgerði og skoða Fræðasetrið, fara í ratleik um Reykjansbæ, skoða sæfiskasafnið og fara í skemmtiferð til Reykjavíkur,“ lögðu unglingarnir áherslu á í lokin enda stóð skemmti- ferðin fyrir dyrum daginn eftir. „Hlökkum mest til útilegunnar“ Reykjanesbær Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hvor skyldi ná að hlaupa í skarðið á undan? Ekki skorti unglingana leikgleðina í sumarfjörinu. Á HÓLMSVELLI Leiru, átján holu golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja (GS), var mikið um að vera síðustu helgi, enda voru þar haldin tvö golfmót. Gylfi Kristinsson, framkvæmdastjóri GS, segir það ekki óeðlilegt að mikið sé um að vera á Hólmsvelli, enda sé hann bæði vinsæll og góður golfvöll- ur. „Það er stanslaus umferð um völl- inn og hann nýtur mikilla vinsælda. Fyrirtækjamót GSÍ var haldið á föstudaginn og síðan kom Bylgjulest- in á laugardaginn og hélt annað golf- mót þar sem allir voru velkomnir. Þetta er nokkuð gamall og gróinn golfvöllur á íslenskan mælikvarða. Starfsemin hófst 1964 með níu holu golfvelli, en árið 1986 var ráðist í að stækka völlinn og byggja nýtt og glæsilegt klúbbhús. Við færðum völl- inn í suður og nú höfum við alveg frá- bæran átján holu völl og níu holu par þrjú völl og æfingasvæði eða "driving range". Níu holu völlurinn, eða Jóel, eins og við köllum hann, er opinn al- menningi ókeypis og þarf bara að hafa samband við starfsfólk í golf- versluninni áður en farið er að spila. Þetta er alveg prýðilegur byrjenda- völlur og allir velkomnir að prófa sig áfram í golfíþróttinni.“ Gylfi segir alla aðstöðu vera til fyr- irmyndar á Hólmsvelli. „Hér eru bún- ingsklefar fyrir bæði kyn, setustofur og góður matur í boði, þannig að það væsir ekki um gestina. Golfíþróttin er í mikilli sókn hér á Suðurnesjum og hafa um fimmtíu nýir meðlimir bæst frá því í vor og það er enn pláss fyrir nýja félaga.“ Morgunblaðið/Svavar Golfarar á Hólmsvelli njóta hafgolunnar sem blæs af Faxaflóanum. Níu holu völlur fyrir almenning Reykjanesbær VISTMENN af Hrafnistu í Hafnar- firði nýttu sér blíðskaparveðrið og fóru í skemmtiferð um Suðurnesin í vikunni. Komu þeir víða við, meðal annars á Garðskaga og Hvalsnes- kirkju og kíktu þau einnig í kaffi í Sjávarperluna í Grindavík. Hópurinn áði einnig við Fræða- setrið í Sandgerði, þar sem kokkar frá Hrafnistu grilluðu fyrir hópinn. Í tilefni af sól og blíðu var ákveðið að snæða úti í golunni. Hrafnistufólk í sólinni Suðurnes ⓦ Upplýsingar hjá umboðsmanni í símum 421 3463 og 820 3463. Blaðberi óskast strax í Vallar- hverfi II í Keflavíkⓦ Blaðberi óskast í sumarafleysingar í Njarðvík Upplýsingar gefur umboðsmaður í síma 421 3475 og 821 3475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.