Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á seyði á Seyðisfirði Hátíð á hátíð ofan Á SEYÐI, árleglistahátíð Seyð-firðinga var sett í níunda sinn hinn 24. júní síðastliðinn. Upphaf hátíðarinnar má rekja til ársins 1995 þegar Seyðfirðingar héldu upp á hundrað ára afmæli kaupstaðarins. Var þá boðið til myndlist- arveislu með yfirskriftina „Á seyði“. Voru mynd- listarsýningar víða um bæinn bæði innandyra og utan. Í tímans rás hefur dagskráin orðið fjöl- breyttari og má nú í raun segja að Á seyði sé yf- irskrift marga lítilla há- tíða sem haldnar eru yfir sumarið. Ein þeirra er hátíðin LungA. Aðalheið- ur L. Borgþórsdóttir er fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar Á seyði. Hvað er LungA? LungA er listahátíð ungs fólks á Austurlandi og er ætluð aldurshópnum 16–25 ára. Haldin verða námskeið í sex listgrein- um og koma leiðbeinendur þeirra víða að. Þrír leiðbeinend- ur koma frá hinum virta og þekkta, sænska sirkusskóla Cirkus Cirkör. Þeir verða með námskeið í sirkustækni sem mætti þó segja að væri frekar í ætt við götuleikhús heldur en sirkus. Myndlistarnámskeið verður í höndum Sólveigar Ein- arsdóttur sem útskrifaðist úr Listaháskólanum í vor. Hún verður með stenslagraff sem á skylt við veggjakrot og er mikið í tísku í dag. Stenslar, eða skapalón, eru búin til og síðan úðað eftir þeim. Helga Braga, sem hingað til hefur séð um leiklist á LungA, mun í ár kenna magadans ásamt Josy Zaaren. Einnig verða námskeið í stutt- myndagerð í umsjón Ólafs Röngvaldssonar, grafískri hönn- un undir leiðsögn Guðmundar Odds, prófessors frá LHÍ, og fönk stompi undir leiðsögn Jóns Geirs og félaga. Fönk stomp er blanda af slagverki og fönki. Leikið verður á hefðbundin hljóðfæri í bland við brotajárn úr Stálsmiðjunni, síldartunnur, bala ofl. Hátíðin verður haldin sextánda til tuttugasta júlí en einnig verða á dagskránni t.d fatahönnunarkeppni og söng- lagakeppni sem opin er almenn- ingi. Á lokadegi LungA verður heilmikil uppskeruhátíð þar sem leiðbeinendur og þátttakendur sýna afrakstur námskeiðanna. Þátttökugjald fyrir námskeiðin sem innifalið er í svefnpokapláss og hálft fæði auk afsláttar á alla viðburði er sjö þúsund og fimm hundruð krónur. Segðu mér frá norsku menn- ingardögunum. Þeir eru fyrst og fremst hugs- aðir til þess að minna okkur Seyðfirðinga á okkar sögu. Landnámsmaðurinn Bjólfur kom frá Nor- egi svo og Ottó Wathne sem oft er kallaður faðir Seyðis- fjarðar og átti mikinn þátt í að byggja bæinn upp á sínum tíma en norskir dagar hefjast einmitt á fæðingardegi hans, 13. ágúst. Á þessum dög- um leitumst við við að draga fram norska menningu, norskir réttir verða á matseðlum veit- ingahúsanna og við fáum til okkar norskan harmonikkuleik- ara auk þess sem hér verður ratleikur um slóðir Norðmanna. Hér verður margt um að vera og líf og fjör. Norskir dagar verða haldnir þrettánda til sautjánda ágúst. Hvaðan kemur hugmyndin að miðvikudagstónleikunum? Forsagan er sú að hingað kom bandarískur tónlistarkenn- ari, Muff Worden, sem hér starfaði þá einnig sem organisti við kirkjuna. Hún hrinti þessari hugmynd í framkvæmd og hafa verið haldnir tónleikar allar göt- ur síðan á miðvikudögum í júní, júlí og ágúst. Tónleikarnir eru ávallt í Seyðisfjarðarkirkju sem er blá að lit og því kallast tón- leikaröðin „Bláa kirkjan“. Þetta er sjötta starfsár tónleikanna en sem af er sumri hafa verið haldnir þrennir tónleikar. Fyrstu tónleikar sumarsins voru átjánda júní með þeim Bergþóri Pálssyni, Ólafi Sig- urðssyni og Jónasi Ingimund- arsyni. Þeir fluttu Gluntalögin við mikinn fögnuð tónleikagesta. „Fjórar klassískar“ verða með næstu tónleika á morgun og fjölmargir tónlistarmenn eiga eftir að ylja okkur með tónlist- arflutningi sínum næstu mið- vikudaga eða allt til tuttugasta ágúst en þá verða lokatónleikar Bláu kirkjunnar þetta sumarið. Koma gestir hátíðarinnar helst frá nánasta nágrenni? Fólk kemur víða að, hátíðin er sett daginn áður en Norræna lætur úr höfn og því mikið af ferðamönnum í bænum. Ég myndi áætla að um helmingur gesta væru ferðamenn og að- komufólk. Margar koma frá Eg- ilsstöðum og nágrannabyggðar- lögunum. Hvað er í boði á Á seyði í dag? Sýning Lothars Baumgartens, þýsks listamanns, mun standa yfir í Skaft- felli, menningarmið- stöð til sautjánda ágúst. Þá tekur við sýning Guð- rúnar Kristjánsdóttur og Dags Kára. Í Galleríi Vesturvegg verða einnig opnaðar sýningar af og til í sumar. Síðastliðinn laugardag opnaði þar sýningu Ólöf Arnalds. Þá mun Aðalheið- ur Eysteinsdóttir, sem heldur fjörutíu sýningar víða um heim, opna sýningu í Skaftfelli þann nítjánda júlí. Aðalheiður L. Borgþórsdóttir  Aðalheiður L. Borgþórsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum árið 1958. Hún starfaði sem tónlistar- kennari á Seyðisfirði áður en hún tók við stöðu menningar- og ferðamálafulltrúa fyrir Seyð- isfjarðarkaupstað, sem hún gegnir í dag. Aðalheiður er gift og á þrjú börn. Miðvikudags- tónleikar í Bláu kirkjunni frá 27.510 kr. á mánuði í 3 ár Innifalið: Leiga til 36 mánaða, akstur allt að 20.000 km á ári, auka dekkjagangur, umfelgun, smur- og þjónustueftirlit samkvæmt þjónustubók. frá 25.924 kr. á mánuði í 3 ár Innifalið: Leiga til 36 mánaða, akstur allt að 20.000 km á ári, auka dekkjagangur, umfelgun, smur- og þjónustueftirlit samkvæmt þjónustubók. Sævarhöfða 2a · sími 525 9000 · bilheimar@bilheimar.is · www.bilheimar.is Komdu í Bílheima og kynntu þér Opel á rekstrarleigu! F í t o n / S Í A F I 6 4 1 3 ÞAÐ er misjafnt hvernig fólk nýtir góðvirðisdaga sum- arsins. Þorvaldur Þorvaldsson notar tímann í að gróð- ursetja í kringum sumarbústaðinn sinn, Heiðarland. Þorvaldur byggði bústaðinn sjálfur fyrir rúmum 30 ár- um en hann á landið í kring sem er um þrír hektarar. Með árunum hefur hann grætt upp landið og í kringum bústaðinn eru sprottin hin myndarlegustu tré. Þegar Morgunblaðið bar að garði var Þorvaldur í óðaönn að setja niður plöntur en að hans eigin sögn gerir hann það með gamla laginu. Þorvaldur er sérlega ánægður með að vera kominn með hitaveitu í bústaðinn enda er þá hægt að nýta bú- staðinn allt árið um kring. „Nú vantar ekkert nema heita pottinn,“ segir hann en hann hefur þó gufubað sem er eflaust vel nýtt þegar afkomendurnir koma í heimsókn. Morgunblaðið/Árni Torfason Græðir landið með gamla laginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.