Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LOKAÐ Í DAG ÚTSALAN HEFST Á MORGUN Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. KEFLVÍSKU krakkarnir, Brynjar Sigurðsson, Kara Tryggvadóttir og Ágústa Sigurðardóttir skemmtu sér hið besta í miðbæ Akureyrar í gær. Þau höfðu leigt sér þriggja manna hjól sem þau notuðu til að skoða bæinn frá öðrum sjónarhóli en vanalega. Brynjar tók þátt í Esso-móti í knattspyrnu um helgina, „ en við vorum bara að horfa á,“ sagði Ágústa. Þau voru ánægð með hjólatúrinn og fannst gaman að geta farið öll saman út á einu hjóli. „Við vildum prófa eitt- hvað skemmtilegt og þetta er mjög skemmtilegt,“ sögðu þau. Annars kváðust þau vera að tygja sig úr bænum og leiðin lægi inn að Hóla- vatni þar sem þau væntu þess að eiga góðar stundir fram á sunnu- dag. Auk þess sem áðurnefnt þriggja manna hjól stendur gestum og gangandi til boða er einnig á staðn- um til hjól sem rúmar 6 manns. Bæði eru að sögn Arnars Lúðvíks- sonar sem annast útleigu á hjól- unum mjög vinsæl, en fólki gefst kostur á að hjóla um í klukkustund og geta því er sá gállinn er á því brugðið sér niður á Oddeyri eða inn í Innbæ. Morgunblaðið/Margrét Þóra Skemmtilegur hjólatúr TVEIR piltar á nítjánda ári hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdir til að greiða 250 þús- und króna sekt hvor um sig til rík- issjóðs vegna fíkniefnabrots. Piltarnir voru ákærðir fyrir að hafa í lok febrúar síðastliðins verið með 30 e-töflur og 13,56 grömm af hassi í vörslu sinni en lögregla fann efnin við húsleit á gistiheimili á Ak- ureyri en þar dvöldu piltarnir um- rætt sinn. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að þeir voru með nokkurt magn af afar hættulegu efni sem er til þess fallið að valda umtalsverðu og var- anlegu heilsutjóni einstaklinga, m.a. minnistapi. Einnig er litið til þess að piltarnir voru einungis 18 ára er þeir frömdu brot sín og hafa ekki áður verið sakfelldir fyrir fíkinefnabrot, sem og þess að þeir játuðu háttsemi sína undanbragðalaust. Þá var einn- ig horft til þess að þeir eru nú hættir fíkniefnaneyslu. Tveir piltar greiði hálfa milljón í sekt Voru með e- töflur og hass á gistiheimili FULLTRÚAR minnihlutans í bæj- arstjórn Akureyrar lögðu á síðasta fundi fram tillögu að ályktun þar sem mótmælt er harðlega frestun Héðinsfjarðarganga. Á fundinum var rætt um frestun á framkvæmd- um og kom fram að formaður ráðsins mun ræða við bæjarstjóra í sveitar- félögum við utanverðan Eyjafjörð. Meirihluti bæjarráðs samþykkti á fundinum að fresta umfjöllun um Héðinsfjarðargöng, en taka málið fyrir á næsta fundi bæjarráðs. Í til- lögu minnihlutaflokkanna, Samfylk- ingar og Vinstri grænna, kemur fram að göngin hafi lengi verið í und- irbúningi og ákvörðun um gerð þeirra tekin á grundvelli arðsemi og mikilvægis fyrir allt Eyjafjarðar- svæðið. Einnig að þau séu meginfor- senda fyrir auknu samstarfi og sam- einingar sveitarfélaga við Eyjafjörð. Bæjarráð um Héðinsfjarðargöng Fresta umfjöllun Fimmtudagskvöldið 10. júlí býður Ferðafélag Akureyrar upp á kvöld- göngu um Vaðlaheiði, brottför kl. 19.30. Laugardaginn 12. júlí stendur Ferðafélag Akureyrar svo fyrir ferð í Héðinsfjörð, brottför kl. 8 og sama dag verður einnig farið að Skeiðs- vatni, brottför kl. 9. Lagt verður að stað í allar þessar ferðir frá húsi Ferðafélagsins, Strandgötu 23. Veittar eru nánari upplýsingar á skrifstofu sem er opin virka daga frá 16–19, einnig í síma 462-2720. Á NÆSTUNNI FJÖLDI nemenda í Menntaskólan- um á Akureyri næsta verður um 670, meiri en nokkru sinni áður. Í 4. bekk verða um 150 nemendur og er það langstærsti hópur stúdentsefna í sögu skólans. Það verða fleiri nem- endur í öllum bekkjum skólans en áður og það má einkum rekja til ár- angurs skólans að draga úr brottfalli nemenda og bæta árangur þeirra, en að því hefur verið sérstaklega stefnt nokkur undanfarin ár. Jón Már Héðinsson, verðandi skólameistari MA, sagði við Morg- unblaðið að undanfarin ár hefði verið unnið markvisst að því að draga úr brottfalli nemenda við skólann. „Það hefur verið hægfara þróun í því und- anfarin ár og alltaf færri og færri sem falla út. Næsta vetur verða um 670 nemendur í skólanum, mun fleiri en verið hefur,“ sagði Jón Már. Stefna MA er að bjóða börnum Ís- lendinga sem búa og starfa erlendis upp á nám við skólann. Jón Már sagði að það hefði ekki verið hægt að fara af stað með þessa stefnu fyrr en nýja heimavistin var tekin í notkun. „Ný heimavistarhús er mikilvæg- ur þáttur í því og við höfum boðið upp á aðstoð í íslensku fyrir þá sem hafa verið lengi í burtu og hafa ekki fengið sambærilega íslenskukennslu og þeir nemendur sem koma beint úr grunnskóla. Við erum með mjög öfl- ugt umsjónarkerfi með nemendum. Við reynum að fylgjast vel með ný- nemum og sérstaklega þeim sem koma erlendis frá. Með því að bjóða upp á trausta og góða heimavist er það fyrst og fremst það sem gerir skólann fýsilegan kost fyrir foreldra sem eiga börn á þessum aldri og vilja senda þau heim í skóla. Það er greinilegt að foreldrar skoða Netið meira en áður og vita að þetta er heimavistarskóli og ef þeir senda börnin sín ekki til ættingja telja þeir okkur vera góðan kost því fyrst og fremst vilja þeir senda börnin sín í öruggt umhverfi,“ sagði Jón Már. Metfjöldi nemenda við MA næsta vetur STARFSEMI í nýjum leikskóla á Akureyri, Naustatjörn við Hólma- tún, hefst um miðjan næsta mánuð, en verktaki á að skila verkinu full- búnu 15. ágúst og gert er ráð fyrir að fyrstu börnin mæti í aðlögun þremur dögum síðar. Eftirlitsmaður með byggingunni lýsti fyrir nokkru áhyggjum af fram- vindu verksins og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hefur bókað að mikilvægt sé að verkinu verði lokið á umsömdum tíma. „Það er afar mik- ilvæg að þetta standist því búið er að boða börnin í nýja leikskólann 18. ágúst, við höfum áréttað það og verktakinn hefur brugðist við með því að bæta við mannskap,“ sagði Jakob Björnsson, formaður stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar. Nýr leikskóli í Naustahverfi Áhyggjur af framvindunni ♦ ♦ ♦ ÁRSSKÝRSLA Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2002 er komin út. Skýrsl- unni er dreift inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi en það er liður í þeirri stefnu bæjaryfirvalda að auka upp- lýsingastreymi til bæjarbúa. Í ársskýrslunni kemur meðal ann- ars fram að álögur opinberra gjalda á Seltjarnarnesi séu áfram með því lægsta sem gerist og hafi ekki hækk- að milli ára. Við afgreiðslu á fjár- hagsáætlun samþykkti bæjarstjórn að hafa gjaldstig útsvars 12,46%. 500 fjölskyldur nota einhverja þætti félagslegrar þjónustu Til fræðslumála var varið 780,7 milljónum króna eða 63,1% af skatt- tekjum bæjarins. 3,3% skatttekna var varið til menningarmála, eða 40,9 milljónum króna og til æskulýðs- og íþróttamála var varið 253,7 milljón- um króna til rekstrar eða 20,51% af skatttekjum Seltjarnarness. Þá var 100,1 milljón króna varið til rekstrar félagsmála eða 8,2 % af skatttekjum og loks fóru 29,2% skatttekna eða 377,6 milljónir króna í tækni- og um- hverfismál. Í skýrslunni segir að í kringum 500 fjölskyldur noti einhverja þætti félagslegrar þjónustu Seltjarnarnes- bæjar ár hvert. Þar af leituðu 282 fjölskyldur eftir félagslegri þjónustu en í sumum tilvikum höfðu starfs- menn frumkvæði að því að veita að- stoð. Er um talsverða aukningu að ræða. Einungis 11 íbúðarhúsalóðir eru óbyggðar Í skýrslunni kemur fram að skráð- um barnaverndarmálum hafi fjölgað um 11 frá árinu áður. 46 fjölskyldur sóttu um fjárhagsaðstoð, ýmist í formi lána eða styrkja. 67 fjölskyldur fengu húsaleigubætur á árinu sem er fjölgun um 18 fjölskyldur frá árinu 2001. Þá segir jafnframt að þessi aukning skýrist af fleiri íbúðum í leigu í bæjarfélaginu en oft áður. Seltjarnarnesbær er að mestu fullbyggður og segir í skýrslunni að einungis 11 íbúðarhúsalóðir séu óbyggðar. Á árinu 2002 var ekki haf- in smíði nýs íbúðarhúss á Seltjarn- arnesi en lokið við smíði fimm íbúða. Lokið var við stækkun Valhúsaskóla á árinu og var viðbyggingin tekin í notkun í upphafi skólaárs. Morgunblaðið/Júlíus Seltjarnarnesbær er að mestu fullbyggður og eru einungis 11 íbúðar- húsalóðir óbyggðar. Ekki var hafin smíði nýs íbúðarhúss á árinu 2002. Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2002 Stærstum hluta skatttekna varið til fræðslumála Seltjarnarnes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.