Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 29 ✝ Sigrún Pálsdóttirfæddist í Eyrar- teigi í Skriðdal 9. maí 1941. Hún lést á Vopnafirði 15. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru þau hjónin Bergljót Ög- mundsdóttir, f. 4. maí 1900, d. 11. mars 1979, og Páll Einars- son, f. 19. apríl 1893, d. 12. des. 1961. Sig- rún fluttist á fyrsta ári til Vopnafjarðar með foreldrum sín- um, og ólst upp á Þor- brandsstöðum. Systkini hennar eru: Ögmundur, f. 6. sept 1928, d. 15. ágúst 1988, maki Stefanía Sig- urðardóttir, f. 8. ágúst 1933, d. 1. sept. 2000, og Sigurlaug, f. 22. maí 1930, maki Ágúst Sigurðsson, f. 12. júní 1926. Eiginmaður Sig- rúnar er Sigurður Guðmundsson verka- maður á Vopnafirði, f. 22. sept. 1929. Dæt- ur þeirra eru: 1) Bergljót Álfhildur, f. 8. sept. 1964, maki Davíð Ómar Þor- steinsson, f. 30. apríl 1961, synir þeirra eru Hjörtur, f. 22. apríl 1985, og Sindri, f. 4. janúar 1992. 2) Anna Guðný, f. 19. maí 1981. Útför Sigrúnar verður gerð frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður að Hofi í Vopnafirði. Látin er á Vopnafirði langt um ald- ur fram Sigrún Pálsdóttir frá Þor- brandsstöðum. Nágranni okkar í Snæfelli í 35 ár. Hetjulegri baráttu hennar við krabbamein lauk hinn 15. júlí eftir rúmlega sex mánaða veik- indi. Hún kvartaði ekki og ákvörðun hennar kom ekki á óvart er dómurinn féll. Sigrún Pálsdóttir var sterk og vinnusöm kona sem fátt fékk haggað. Æðruleysi einkenndi hana í veikind- um hennar eins og við var að búast. Sigrún og Kaupfélag Vopnfirðinga á Vopnafirði voru nánast eitt svo lengi vann hún þar, eða þar til í jan- úar á þessu ári, í 42 ár samfellt, m.a. sem verslunarstjóri. Fjóla og Jón unnu þar með henni á sumrin á sín- um námsárum fyrir um það bil 25-30 árum og var hún tryggur og traustur samstarfsmaður. Þakka þau henni samfylgdina í leik og starfi. Ekki get ég sleppt því að nefna að við vinkonurnar hlupum á milli húsa frá morgni til kvölds. Drukkið var miðdegiskaffi á báðum bæjum. Oft fundum við Bergljót upp á því að leggja undir okkur heilt herbergi á Kolbeinsgötu 50 undir dúkkulísuleiki og fengum að hafa það í friði þangað til hún Sigrún þurfti að fara að þrífa nokkrum dögum síðar. Hún var svo þrifin, skipulögð og nákvæm, hver hlutur á sínum stað og allt í röð og reglu. Fjölskyldan frá Snæfelli vottar Sigurði, Bergljótu, Önnu Guðnýju og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og þakkar fyrir liðna tíð. Anna Höskuldsdóttir, foreldrar og systkini. SIGRÚN PÁLSDÓTTIR ✝ Sigurbjörg Þor-leifsdóttir fædd- ist á Hofi í Norðfirði 17. desember 1912. Hún lést á líknar- deild Landspítala í Landakoti 20. júlí síðastliðinn. Sigur- björg var dóttir hjónanna Guðfinnu Sigrúnar Hildar Guðmundsdóttur, f. á Sveinsstöðum í Hellisfirði 7. júlí 1877, d. 24. ágúst 1957, og Þorleifs Torfasonar bónda á Hofi, f. í Skuggahlíð í Norðfirði 15. apríl 1866, d. 3. apríl 1947. Þorleifur flutti í Seldal 1896 til systur sinnar Jóhönnu, sem þá var orðin ekkja með tvö börn. Þorleifur og Guðfinna giftust um áramótin 1897-1898. Þau bjuggu sín fyrstu búskaparár í Seldal en 14. maí 1901 fluttu þau að Hofi, ásamt Jóhönnu og hennar börnum og bjuggu þar upp frá því og eignuðust þrettán börn, sem öll komust til fullorðinsára. Einnig ólst upp hjá þeim Lúðvík Davíðs- son, f. 20. mars 1929, en hann missti móður sína strax á fyrsta ári. Systkini Sigurbjargar voru tólf: Sigfinnur, f. 1. apríl 1898, d. 24. janúar 1988, Gróa Guðmund- ína, f. 27. maí 1899, d. 7. nóvember 1945, Valgerður, f. 1. maí 1901, d. 22. júlí 1990, Halldór, f. 30. apríl 1903, d. 18. september 1991, Jó- hanna Torfhildur, f. 4. apríl 1905, d. 17. mars 1979, Guðný Sveinrún, f. 28. janúar 1907, d. 2. ágúst 1964, Guðríður Friðrikka, f. 4. nóvem- ber 1908, d. 14. október 2000, Hermann Valgeir, f. 4. febrúar 1911, d. 8. febrúar 1989, Óla Sig- urlaug hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 17. desember 1912, Anna Guðlaug, f. 1. febrúar 1915, d. 26. mars 1943, Stefán, f. bóndi á Hofi 3. desember 1916, og Ingi- gerður Sigfríður, f. 10. mars 1918, d. 21. ágúst 1999. Sigurbjörg giftist 12. septem- ber 1936 Jóhannesi Jónssyni starfsmanni Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. á Litlu-Þverá í ágúst 1967, börn hennar eru Birg- itta Rut, f. 27. apríl 1986, og Gunnar Atli, f. 28. apríl 1993. e) Jóhannes Bergþór, f. 27. septem- ber 1971, synir hans eru Stefán Birgir, f. 18. janúar 1993, og Benedikt Arnar, f. 23. febrúar 1995. f) Ingibjörg, f. 2. febrúar 1973, börn hennar eru Kolbrún Elma, f. 5. maí 1995, og Ásþór Elmar, f. 4. júlí 1998. Börn Hólm- fríðar eru: a) Þórarinn Ívarsson, f. 22. júlí 1961, börn hans eru Íris, f. 12. mars 1982, Signý, f. 21. sept- ember 1983, Steindór Ingi, f. 9. apríl 1992, og Hólmfríður, f. 30. október 1994. b) Steindór Kristinn Ívarsson, f. 22. maí 1963. c) Sig- urjón Ívarsson, f. 11. desember 1964, dætur hans eru Margrét Birna, f. 18. október 1986, Anna Björk, f. 27. nóvember 1993, og Melkorka Sól, f. 12. desember 1999. d) Guðrún Kristín Ívarsdótt- ir, f. 28. júní 1967, börn hennar eru Jóhanna María, f. 15. mars 1993, Vigdís Fríða, f. 12. septem- ber 1995, og Sigfús Andri, f. 7. febrúar 1997. 4) Sigrún Hildur, f. 18. desember 1941, eiginmaður hennar Guðjón Viðar Sigurgeirs- son flugvirki, f. 28. janúar 1934. Börn þeirra eru: a) Sigurbjörg, f. 2. desember 1959, eiginmaður Sigurður Heiðar Agnarsson, f. 12. febrúar 1959, dóttir þeirra er Sig- rún Hildur, f. 4. júní 1979, maður hennar Þorgeir H. Jónsson, f. 7. júní 1979, sonur þeirra er Krist- ófer Snær, f. 1. maí 2000. b) Sig- urður Vignir, f. 26. mars 1962, eiginkona Arnheiður Huld Haf- steinsdóttir, f. 21. júlí 1969. Börn þeirra eru Vigdís Soffía Sól, f. 27. apríl 1991, Júlíana Kristný, f. 1. júlí 1998, Hafsteinn Svanberg, f. 31. október 1999, og Sigurbjörg, f. 8. júní 2003. c) Sigurgeir, f. 3. júlí 1965, kona Erna Jónsdóttir, f. 6. júlí 1965. Börn þeirra eru Guðjón Viðar, f. 13. apríl 1991, og Sandra Dögg, f. 23. júní 1999. d) Björgvin, f. 19. september 1968, eiginkona Hafdís Árnadóttir, f. 6. apríl 1967. Börn þeirra eru Vignir Freyr, f. 9. október 1988, og Enya Sólveig, f. 18. ágúst 1993. 5) Anna Björk, f. 11. nóvember 1947, maður Páll Sigurðsson, f. 10. ágúst 1946. Börn Önnu eru: a) Stúlka, f. 29. júlí 1967, d. 29. júlí 1967, b) Dagný Hrönn, f. 29. júní 1969, dætur hennar eru Bryndís Björk, f. 18. febrúar 1989, og Bergdís Björt, f. 15. júní 1998. c) Díana Rut, f. 5. desember 1974, sonur hennar er Alexander Birgir, f. 21. septem- ber 1994. d) Engilbert Arnar, f. 3. september 1981. Dóttir Páls er Sylvía Lhatham hjúkrunarfræð- ingur, f. 1. september 1978, eig- inmaður Simon Lhatham prent- ari, f. 9. desember 1971. 6) Jóhanna Kolbrún, f. 7. júlí 1949, eiginmaður Jón E. Wellings, f. 12. júní 1941. Börn þeirra eru: a) Jó- hannes, f. 13. júní 1967, eiginkona Guðrún Ásta Guðjónsdóttir, f. 7. mars 1963, þeirra eru Ásta Kol- brún, f. 12. júlí 1996, og Jón Andri, f. 7. september 2000. Börn Guðrúnar eru Jóhanna, f. 22. ágúst 1980, og Daníel, f. 22. nóv- ember 1989. b) Ragnheiður Klara, f. 28. apríl 1970, eiginmaður Ein- ar G. Skúlason, f. 31. janúar 1963, börn þeirra eru Elísa Örk, f. 18. apríl 1988, og Patrekur Ægir, f. 20. janúar 1993. c) Helena Dröfn, f. 19. janúar 1973, eiginmaður Árni Jóhannes Bragason, f. 29. október 1967, börn þeirra eru Hlynur Þór, f. 12. ágúst 1992, og Karen Mjöll, f. 26. nóvember 1995. Dóttir Árna er Kristjana Vilborg, f. 20. mars 1985. Dóttir Jóns Well- ings er Petrína Guðrún, f. 14. des- ember 1963, eiginmaður Vigfús Vigfússon, f. 11. júlí 1960, börn þeirra eru Vigfús, f. 25. apríl 1983, og Selma Dögg, f. 28. sept- ember 1989. 7) Óli Sævar, f. 6. des- ember 1951, eiginkona Þorbjörg Heiða Baldursdóttir, f. 20. febrúar 1957. Börn þeirra eru: a) Rúnar Þór, f. 19. október 1975, kona Guðrún Anna Frímannsdóttir, f. 19. janúar 1975, börn þeirra eru Júlíus Fannar, f. 19. júní 1993, Rebekka María, f. 15. september 1995, Aron Fannar, f. 17. apríl 1995, Rakel Mist, f. 17. apríl 1999, og Róbert Óli, f. 30. apríl 2000. b) Kolbrún Björk, f. 2. maí 1980. Börn hennar eru Alexander Logi, f. 19. júní 1998, og Agnes Tinna, f. 30. maí 2000. c) Guðmundur Torfi, f. 8. september 1986. d) Jarþrúður Ósk, f. 19. júní 1991. Sonur Óla er Sævar Logi, f. 7. desember 1970, dætur hans eru Jóhanna Sigríður, f. 9. janúar 1992, Sunna Lind, f. 17. október 1994, og Embla Í Ólavsstovu, f. 8. september 1996. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Fljótum 14. júlí 1911, d. 23. ágúst 1991. For- eldrar hans voru Jón Þorbergur Jónsson, f. á Siglunesi 6. júlí 1883, fórst með há- karlaskipinu Marí- önnu 1922 og Þórunn Sigríður Jóhannes- dóttir, f. á Ósi í Hörg- árdal 14. janúar 1888, d. 1982. Börn Sigur- bjargar og Jóhannes- ar eru: 1) Sigmar N., f. 27. ágúst 1935, kona hans er Áslaug Guð- jónsdóttir, f. 2. nóv. 1942. Sonur Sigmars og Þórunnar Ástu Sveinsdóttur, f. 29. septem- ber 1943, er Sigþór, f. 15. júlí 1971, kona hans er Sólrún Smára- dóttir, f. 10. október 1969. Sonur Áslaugar er Bjarni Kristinn Ámundason, f. 18. mars 1966, kona hans er Þórkatla Magneu- dóttir, f. 15. mars 1973, börn þeirra Aron Lyngar, f. 15. júlí 1987, og Dagbjört Silja, f. 10. júní 1994. 2) Þorleifur G., f. 7. júní 1937. Börn hans eru: a) Una Berg- lind, f. 8. janúar 1966, maður hennar Birgir Hafliði Steinarsson, f. 10. febrúar 1969. Börn Unu eru Lilja Rut, f. 8. febrúar 1985, Berg- lind Helga, f. 27. september 1989, og Bergþór, f. 5. september 1993. b) Arnar Þór, f. 3. apríl 1967. Börn hans eru Sveinn Valur, f. 4. nóv- ember 1988, Ellen, f. 2. júní 1997, Andrea Lind, f. 11. september 1998, og Elísa Margrét, f. 3. júlí 2001. 3) Jón Þórir, f. 12. desember 1940, kona Hólmfríður Þórarins- dóttir, f. 26. júlí 1942. Börn Jóns eru: a) Sigurður Sigmar, f. 27. ágúst 1960, börn hans eru Sævar Örn, f. 2. febrúar 1982, Stefán Hafberg, f. 13. október 1983, Magdalena Margrét, f. 29. janúar 1989, Sigurður Ágúst, f. 29. jan- úar 1991, og fósturdóttir Tatiya Tohmudbamrung, f. 2. apríl 1984. b) Jóhannes Birgir, f. 24. mars 1962, d. 1. október 1970. c) Viðar Heimir 20. apríl 1966, börn hans eru Atli Hrannar, f. 28. desember 1990, og Sandra Dís, f. 13. mars 1995. d) Fanney Ágústa, f. 27. Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjarnið og vera svo í máli mild og skýr, að minni í senn á spekinginn og barnið, og gefa þeim, sem götu rétta flýr, hið góða hnoða, spinna töfragarnið? Svo þekki hver, sem þiggur hennar beina, að þar er konan mikla, hjartahreina. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Guð geymi þig, elsku mamma mín. Sigrún. Elsku besta amma mín, nú hefur þú fengið hvíldina og ég veit að það er gott fyrir þig. Samt er mjög blendið að hugsa til þess að þú sért farin og við hittumst ekki aftur. Þá yljar mað- ur sér vel við allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Alltaf var gaman að spjalla við ömmu því hún hafði frá svo mörgu að segja og sérstaklega frá gamla tím- anum. Mér þótti ákaflega gott að fá að fræðast um þá tíma þegar hún var ung og hitti afa, bernsku hennar og ýmsar skemmtilegar frásagnir. Hún vissi svo mikið og fylgdist alltaf vel með öllu. Hún hafði sérstaklega mik- inn áhuga á mannfólkinu og oft hef ég látið mér detta í hug að hún hefði getað verið sagnfræðingur eða mannfræðingur. Því það var alveg ótrúlegt hvernig hún var á þessu sviði, ef mig vantaði upplýsingar þá hringdi ég bara í ömmu og aldrei stóð á því sem ég spurði hana um. Þegar ég var lítil átti ég heima uppi á lofti hjá ömmu og afa með mömmu og Sigga bróður. Seinna bjó ég í sömu íbúð hjá þeim um tíma með fjölskyldu minni, það var afskaplega gott að búa hjá ömmu og afa. Við vor- um oft að spjalla saman og elduðum líka stundum í sameiningu því við vorum svo góðir vinir. Ég gleymi heldur ekki skemmtilegu spilakvöld- unum okkar um jól og áramót því amma og afi voru alltaf til í að spila og meira að segja langt fram á nótt. Ég veit að þau voru mikið fyrir að vera með unga fólkinu. Amma hafði mikinn áhuga á litlu börnunum, hún prjónaði alltaf sokka og vettlinga á ungviðið því það var alltaf gott fyrir þau að fá eitthvað hlýtt og gott í jólapakkann. Stundum stakk hún líka bók með til lestrar, eitthvað sem var nýtilegt og fróðlegt. Amma hafði sko húmorinn á sínum stað og gerði grín. Henni fannst gam- an að spauga eins og hún orðaði það, hún sagði mér líka að mamma henn- ar hefði sagt að alltaf væri gott að spauga og vera léttur því það gæfi líf- inu gildi. Amma mín var góð húsmóð- ir og hugsaði vel um heimili sitt og vildi hafa reglu á hlutunum. Hún hafði sínar skoðanir á hreinu, var alltaf í góðu skapi og afskaplega já- kvæð við alla. Amma tók alltaf vel á móti mér þegar ég kom í heimsókn, hún bauð líka alltaf upp á meðlæti með kaffinu. Vöfflurnar góðu, kleinurnar og kök- ur. Ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tímann fengið molasopa hjá henni því það var ekki siður hjá henni að bjóða bara kaffi. Það varð að vera eitthvað með kaffinu. Amma mín var alltaf þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert og sagði að hún þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur því stelpurnar hugsuðu svo vel um allt sem þyrfti að gera. Mig langar að þakka Jóhönnu og mömmu fyrir allt sem þær gerðu fyrir ömmu svo henni liði sem best. Í einu spjallinu okkar ömmu í vet- ur vorum við að tala um allt mögu- legt, hún minntist þá svolítið á ellina og sagði við mig að það væri afskap- lega mikill munur á því að vera ungur eða gamall, og fór þá með þessa vísu: Ellin herðir átök sín, enda sérðu litinn. Æviferðafötin mín fara að verða slitin. Elsku amma mín, takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum sam- an. Megi góður guð geyma þig og vernda. Þín Sigurbjörg. Þagna sumars lögin ljúfu, litum skiptir jörðin fríð. Það sem var á vori fegurst visnar oft í fyrstu hríð. Minning um þann mæta gróður mun þó vara alla tíð. Viltu mínar þakkir þiggja, þakkir fyrir liðin ár. Ástríkið og umhyggjuna er þú vina þerraðir tár. Autt er sætið, sólin horfin sjónir blinda hryggðar-tár. Elsku mamma, sorgin sára sviptir okkur gleði og ró. Hvar var meiri hjartahlýja, hönd er græddi, og hvílu bjó þreyttu barni og bjó um sárin, bar á smyrsl, svo verk úr dró? Muna skulum alla ævi ástargjafir, bernskuþrá. Þakka guði gæfudaga glaða, er móður dvöldum hjá. Ein er huggun okkur gefin aftur mætumst himnum á. (Höf. óþ.) Kveðja, Dagný og dætur. SIGURBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR Ég er staddur á veiðum í Bar- entshafinu og efst í huga mínum er hversu yndisleg og góð Sig- urbjörg var. Mér finnst líka að hún hafi verið svolítil amma mín. Ég þakka Sigurbjörgu góðar sam- verustundir, blessuð sé minning hennar. Innilegar samúðarkveðjur til barna hennar og fjölskyldna þeirra. Sigurður Heiðar Agnarsson. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma mín, guð geymi þig og takk fyrir góðu stundirnar sem við áttum saman. Kristófer Snær Þorgeirsson. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.