Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Jensson,fyrrverandi framkvæmdastjóri Byggingaþjónust- unnar, fæddist í Reykjavík 8. septem- ber 1934. Hann lést 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar Ólafs voru Elín María Gunnars- dóttir húsmóðir, f. 12.11. 1909, d. 30.6. 1981, og Jens Guð- jónsson bifvéla- virkjameistari, f. 19.7. 1903, d. 26.10. 1982. Systkini Ólafs eru Magnús Guðjón bygginga- meistari, f. 29.6. 1933, og Hjördís innheimtustjóri, f. 7.2. 1940. Ólafur kvæntist 17. júní 1955 Maríu Guðmundsdóttur, f. 23.1. 1934. Foreldrar hennar voru Kristín Jónsdóttir húsmóðir, f. 7.6. 1903, d. 1.4. 1937, og Guðmundur Kr. Guðjónsson húsasmiður, f. 17.6. 1891, d. 29.1. 1971. Ólafur og María eignuðust fjögur börn: 1) Elín María meinatæknir, f. 16.1. 1955. Eiginmaður hennar er Jó- hannes Gíslason, f. 26.4. 1950, og börn þeirra eru Hrafnhildur, f. 3.2. irtæki, Evrópuviðskipti hf. Hann var framkvæmdastjóri Bygginga- þjónustunnar frá 1978 til 1991 og forstöðumaður Geysishúss 1992 til 1994. Ólafur starfaði mikið að fé- lagsmálum alla sína tíð. Hann var m.a. í stjórn Heimdallar og í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Aust- urbæ og Norðurmýri, þar af for- maður í mörg ár. Hann var í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, þar af varaformaður í tvö ár. Ólafur sat í stjórn sund- deildar KR um skeið og í stjórn Sundsambands Íslands eitt kjör- tímabil. Hann var aðalmaður í stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins 1970 til 1974 og varamaður í stjórn 1974 til 1986. Ólafur sat í stjórn Norræna byggingadagsins frá 1980. Ólafur starfaði mikið innan Kiwanishreyfingarinnar, var for- seti Kiwanisklúbbsins Esju 1970 til 1971 og umdæmisstjóri 1977 til 1978. Ólafur var formaður Íþrótta- sambands fatlaðra 1984 til 1996 og var ritstjóri „Hvata“, rits Íþrótta- sambands fatlaðra. Þá var hann fé- lagi í frímúrarastúkunni Mími og formaður Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna í Reykjavík frá 1990. Ólafur var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1993 fyrir störf að íþróttamál- um fatlaðra. Útför Ólafs fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. 1978, og Snorri, f. 30.6. 1981. 2) Kristín Montessori-kennari, f. 9.8. 1958. Börn henn- ar eru Tarinii, f. 24.9. 1986, Mirjam, f. 10.3. 1989, og Nicolai, f. 25.6. 1994. 3) Auður myndlistarmaður, f. 13.3. 1960. Eiginmað- ur hennar er Stefán Pétursson, f. 16.5. 1965, og börn þeirra eru Sól, f. 17.12. 1996, og Sölvi, f. 17.12. 1996. 4) Jens fram- kvæmdastjóri, f. 27.10. 1963. Eiginkona hans er Kristín Eggertsdóttir, f. 7.3. 1962. Synir Kristínar og fóstursynir Jens eru Aron Smári Barber, f. 26.3. 1983, og Ragnar Mikael Hall- dórsson, f. 21.6. 1990. Ólafur lauk prófi í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1954 og starfaði við iðn sína næstu árin hjá Vélsmiðjunni Steðja, Vélsmiðj- unni Sindra og hjá Reykjavíkur- borg. Hann var fulltrúi hjá bygg- ingaþjónustu Arkitektafélags Íslands 1959 til 1973. Á árunum 1973 til 1978 rak hann eigið fyr- Það var hlýtt handtakið hans Óla. Hlýtt og þétt. Og með því fylgdi bros og sterkt augnatillit. Hann horfði beint í augu þín, hispurslaust, einlægt og ákveðið. Og þannig maður var Óli Jens, kom beint fram, kom til dyr- anna eins og hann var klæddur, sterk- ur og glaðbeittur persónuleiki. Við þekktumst í gamla daga, þegar ég var í fótboltanum og hann í sund- inu. Báðir í KR, báðir bornir og barn- fæddir Reykvíkingar og deildum saman uppeldinu í anda sjötta og sjö- unda áratugarins. Þekktumst eins og gengur, vissum hver af öðrum og seinna þegar ég hóf afskipti af stjórn- málum í Sjálfstæðisflokknum var Óli aftur mættur, formaður í hverfafélagi og það þurfti engar orðræður eða málalengingar. Þar stóðum við saman eins og áður. Við fylgdumst með hvor öðrum úr mismunandi fjarlægð og ég vissi af honum hjá Arkitektafélaginu og Byggingarþjónustunni, án þess að samskiptin hafi verið tíð né náin. Þess vegna kom það mér skemmtilega á óvart, þegar kom að málefnum ÍSÍ, að þar lágu leiðir okkar aftur saman, mín og Óla, þar sem ég hitti hann fyrir sem formann í Íþróttasambandi fatl- aðra. Þar lagði hann góðu máli lið, eins og endranær, var potturinn og pannan í því mikla hugsjónar- og þjóðþrifamáli, að koma til móts við fötluð og þroskaheft börn og unglinga og raunar þá eldri líka, að gera þeim kleift að stunda og keppa í íþróttum. Fátt getur gefið þeim, sem höllum fæti standa, meira og betra, til að öðl- ast sjálfstraust og tilgang í lífinu, heldur en að láta þessa bræður okkar og systur taka þátt í íþróttakeppni, finna til sjálfra sín og öðlast styrk og trú á getu sína. Og það þarf gott fólk, hugsjónafólk, til að fórna tíma sínum og kröftum, í þágu annarra, í þágu þess fólks, sem að öðru jöfnu er skilið eftir útundan. Þetta gerði Ólafur Jensson af fá- dæmi krafti og ósérhlífni og það löngu eftir að hann gekk ekki lengur heill heilsu og var sjálfur fórnarlamb erf- iðra veikinda og fötlunar. Fyrir það verður hans lengi minnst. Ekki síst vegna óbilandi jákvæðrar útgeislunar og framkomu í alla staði. Drengur góður, heiðursmaður og öðlingur. Allt þetta sameinaðist í Ólafi Jenssyni. Blessuð sé minning hans. Ellert B. Schram. Ólafur Jensson, fyrrum formaður og heiðursfélagi Íþróttasambands fatlaðra, er látinn. Það var mér mikil harmafregn þegar mér var tilkynnt sl. sunnudag að Ólafur eða Óli Jens eins og hann var oftast kallaður væri látinn. Þótt maður geri ráð fyrir að eitt sinn skuli hver maður deyja er maður alltaf jafnóviðbúinn þegar kallið kemur, þrátt fyrir langvarandi veikindi. Mín kynni af Óla hófust með starfi hans fyrir Íþróttasamband fatlaðra. Hann var formaður ÍF á árunum 1984 til 1996 og sat ég ýmist í varastjórn eða í aðalstjórn með honum á þessum árum. Það var gott að vinna með Óla, hann var hvers manns hugljúfi, ráða- góður og samningalipur en gat verið ákveðinn ef á þurfti að halda. Óli var mjög vinmargur, var ávallt reiðubúinn að hjálpa öðrum og eins átti hann inni greiða hjá mörgum og notaði þá í þágu þeirra fjölmörgu málefna sem hann kom að. Óli var gleðimaður og naut þess að vera í góðra vina hópi. Hann var einstaklega mikill smekkmaður og sannkallaður aristókrat með mikla persónutöfra og útgeislun hans var einstök. Óli var mikill afreksmaður á félags- málasviði og þau eru ófá félögin sem hann lagði lið. Hann tók við stjórn ÍF af fyrsta formanni þess, Sigurði Magnússyni, og stýrði því á sömu braut, byggði upp starfsemina hérna heima en var líka virkur þátttakandi á erlendum vettvangi, sér í lagi á nor- rænum vettvangi og gegndi þar for- mennsku um þriggja ára skeið. Einn- ig var hann upphafsmaður að útgáfu tímarits ÍF, Hvata, og ritstjóri blaðs- ins frá upphafi, eða sl. 12 ár. Það var mér því mikill heiður að taka við af Óla sem formaður Íþrótta- sambands fatlaðra, vera lærisveinn hans og vinna áfram að þeim verk- efnum sem hann og Sigurður byrjuðu á. Óli stóð ekki einn. Á bak við hann stóð María kona hans sem studdi hann og hvatti. Hennar er missirinn mestur. Að leiðarlokum þakka ég Ólafi Jenssyni samfylgdina og þakka fyrir hönd Íþróttasambands fatlaðra hans óeigingjarna og fórnfúsa starf. Maríu eiginkonu hans, börnum og ástvinum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands fatlaðra. Góður og kær vinur til margra ára er horfinn snögglega af vettvangi. Ólafur Jensson kvaddi hljóðlaust í stólnum sínum heima í stofu á Skúla- götu rétt kominn heim með Maríu konu sinni úr sumarhúsi þeirra hjóna við Eyri í Hvalfirði. Ég og sonur minn Jón Þór vorum með Ólafi við Elliðaárnar í góðviðrinu fimmtudaginn áður og áttum þar góð- ar samverustundir. Þegar við skildum sagðist hann ætla að vera yfir helgina í sælureitnum í Hvalfirði með Maríu og Auði dóttur þeirra og fjölskyldu hennar. Við Óli ákváðum að hittast á „Jómfrúnni“ í hádeginu á mánudag að leysa ýmis NBD mál. Þegar við kvöddumst féllumst við í ÓLAFUR JENSSON Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓNA JÓNSDÓTTIR, Sörlaskjóli 70, Reykjavík, lést miðvikudaginn 16. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ásgeir Guðmundsson, Guðrún Úlfhildur Örnólfsdóttir, Jóna Ingibjörg Guðmundsdóttir, Baldur Hermannsson, Soffía Ragnhildur Guðmundsdóttir, Ólafur Jónsson, Guðmundur Karl B. Guðmundsson, Þórunn Björg Guðmundsdóttir, Runólfur Smári Steinþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, HÁKON SUMARLIÐASON, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Magnús Hákonarson, Guðný Hákonardóttir, Einar Hákonarson, Ingibjörg Hákonardóttir, Svanhildur K. Hákonardóttir, Edda Björg Hákonardóttir, makar og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANDREA HELGADÓTTIR fyrrv. sjúkraliði frá Haukadal í Dýrafirði, Ásgarði 22, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 26. júlí. Bergljót Helga Jósepsdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Jóna Björg Jósepsdóttir, Úlfar Sigmarsson, Jóhanna Andrea Guðbjartsdóttir, Reinhold Paul Fischer, Guðbjartur Páll Guðbjartsson, Arnfríður Sigurðardóttir, Baldur Bjarki Guðbjartsson, Margrét Lovísa Einarsdóttir, Jón Örn Guðbjartsson, Rut Gunnarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SVERRIR GUÐMUNDSSON, Skúlagötu 40, áður Freyjugötu 5, lést á Landspítala Fossvogi, deild A-7, að morgni sunnudagsins 27. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 31. júlí kl. 13.30 Björgheiður Eiríksdóttir, Sigríður Sverrisdóttir, Hlöðver Örn Rafnsson, Eiríkur Egill Sverrisson, Sigrún Arnarsdóttir, Erla Sverrisdóttir, Eggert Helgason, Svanhvít Sverrisdóttir, Albert Klemenzson, Ástrós Sverrisdóttir, Sigfús Bjarnason og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR frá Siglufirði, lést á Garðvangi, Garði, laugardaginn 26. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Kr. Jónsson, Herdís Ellertsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðmundur Frímannsson, Hjalti Guðmundsson, Erla María Andrésdóttir, Kolbrún Guðmundsdóttir, Gunnar Hersir, Kristín Erla Guðmundsdóttir, Sigurður Ingvarsson, Svandís Guðmundsdóttir, Helgi Gamalíelsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.