Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 5
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 B 5 Soyjamjólk með höfrum Alvöru heilsudrykkur Heilsubúðin Njálsgötu - Lyfjaval Vöruval Vestmannaeyja ti árið 1977 til ársins 1986 r flutt á Bergþórugötu 20 rkmiðum Barnaheimilisins g megi hugsa sér nafnið knum sem rennur í hafið g barnið sameinast í fjöl- ð koma húsinu í Duggu- a starfsemina, var fyrsti velkominn haustið 1973. hluti af fyrsta hópnum en ættust í hópinn en barna- stærri en 25. Í upphafi daglegum störfum með lda mat og gera hreint. r breyst í gegnum tíðina á fyrirfram skipulögðum tarfsfólk heldur vikulega di áhugi ismálum naheimilisins Óss er skráð og fram kemur í gögnum efni af tuttugu ára afmæli starfsráði falið að standa ppeldismál og þýða tíma- um. Rætt var um inntöku efjast skyldi af foreldrum sín á Ósi. Í fyrsta lagi að áhuga á uppeldismálum, um það var mikil samstaða á fundinum. Í öðru lagi að nýir foreldrar hefðu sama gildismat og þeir sem fyrir væru og í þriðja lagi að báðir foreldrar tækju virkan þátt í öllu starfi. Alltaf var lögð áhersla á frjálst uppeldi á Ósi og að börnin væru systk- inahópur. Sá andi ríkir enn að barnahópurinn á Ósi séu systkini og fjölskyldurnar allar tengdar, enda hefur Ós verið foreldrarekið frá upphafi. Markmið með slíku rekstrarformi er m.a. að koma í veg fyrir þann aðskilnað á milli heimila og leikskóla sem stundum vill verða. Ós á að vera annað heimili barnanna og allir foreldrar, börn og starfsfólk eiga að þekkjast, auk þess sem foreldrar eru sam- ábyrgir fyrir rekstri heimilisins. En ekki er ein- ungis átt við rekstrarformið, heldur að foreldrar hafi tækifæri til að „fylgjast með og móta starfsem- ina þannig að eðlilegt samhengi skapist á milli upp- eldis á Ósi og heimili barnsins,“ eins og segir í markmiðum Óss. Þar kemur einnig fram að áhersla skuli lögð á fé- lagsþroska barnanna, reyna skuli að opna augu barnanna fyrir umhverfinu sem við lifum í, leggja áherslu á hreyfingu og stuðla að því „í leik og starfi að opna augu barnanna fyrir því að bæði kynin hafa í okkar þjóðfélagi sömu réttindi og skyldur varðandi atvinnuþátttöku og barnauppeldi.“ Sakna ekki leikfanga Fyrsti foreldrahópurinn fékk til liðs við sig for- stöðukonuna Lilju Thorp. Nokkrar hafa verið for- stöðukonur eða leikskólastjórar á Ósi og nú í sumar tók Guðrún Friðjónsdóttir leikskólakennari við stöðunni. Á Ósi er farið eftir Hjallastefnunni þar sem áhersla er m.a. lögð á kynjaskipt skólastarf og einfalt umhverfi. Stofnendurnir voru fullir hugsjóna og hrintu hugmyndum sínum í framkvæmd. Á Ósi áttu börnin að nota ímyndunaraflið og leikföng voru fá, en góð og þroskandi. Börnin söknuðu ekki tilbúinna leik- fanga og undu sér vel á Ósi, inni og úti þar sem voru hefðbundin leiktæki og lögð áhersla á að gera garðinn aðlaðandi fyrir börnin en þar var m.a. ræktað grænmeti. Á sama hátt sakna börnin sem nú eru á Ósi ekki tilbúinna leikfanga, en meðal þess sem felst í Hjallastefnunni er að áreiti sé sem minnst og sköpunarþörfinni sé sinnt. Börnin hafa til þess trékubba, blöð, liti og leir. Á Ósi hefur ávallt ríkt sá andi að allir komi að ákvörðunum. Svokallaðir stórfundir eru haldnir einu sinni í mánuði og þar fer fram stefnumörkun og kynning á starfinu og rekstri. Núorðið er kosin stjórn Barnaheimilisins Óss en áður fyrr var engin stjórn. Starfsráð skal einnig skipað á tveggja mán- aða fresti, til þess að virkja alla foreldra sem standa að Ósi við rekstur leikskólans. Stefnumótun á Ósi hefur vissulega breyst í gegnum tíðina, með breyttum áherslum í uppeldismálum og ólíku fólki. Barnaheimilið Ós er þrjátíu ára um þessar mundir og snemma hausts verður haldið upp á af- mælið með því að kalla saman núverandi og fyrr- verandi Ósara eina dagstund. ergstaðastrætinu á árunum 1977–1986 og sama var upp á teningnum á upphafs- –1977, en myndirnar tvær til hægri í neðri röð eru þaðan. eimilið að ili na steingerdur@mbl.is átíu ára SKÚLI Á. Sigurðsson vará Ósi á árunum 1989-1993 og náði því tuttugu ára afmæli barnaheimilisins. Börnin hönnuðu t.d. hvert sitt barmmerki í tilefni af tuttugu ára afmælinu og barmmerkið hans Skúla sýnir hjarta og Ós. MH-ingurinn og bassaleikarinn núverandi, hinn átján ára Skúli, man ekki sérstaklega eftir því hvernig hugmyndin að barmmerkinu kviknaði en segir einhverjar bjöllur hringja við tilhugsunina. Hann á a.m.k. góðar minningar frá árunum á Ósi sem þá eins og nú, var í bárujárnshúsinu númer 20 við Bergþórugötu. „Því hefur alltaf verið haldið að manni að Ós sé besti leikskóli í heimi og maður trúir því bara, enda hefur maður engar for- sendur til að efast um það,“ segir Skúli. Hann man eftir því að börnin hafi mikið leikið sér frjálst og ekki mikið um skipu- lagða dagskrá. Dögum var þó skipt niður, venjulega var ein- hver útivist eftir hádegi og krakkarnir völdu sér sjálf við- fangsefni, innan ákveðinna marka. Planið komst upp Foreldrar skiptust á að koma á mánudögum og vera með börn- unum þegar starfsfólkið hélt sína fundi. Skúli segir að börnunum hafi þótt þetta skemmtilegt og að tengslin á milli barnaheimilisins og heimilanna hafi greinilega verið mikil eins og til stóð. Pabbi hans, Sigurður Karlsson, var gjaldkeri til margra ára og mamma hans, Ásdís Skúladóttir, hefur í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum fyrir Ós, allt frá árinu 1973. Eldri systir Skúla, Móeiður Anna, var meðal fyrstu barna á Ósi. Skúli var á Ósi á aldrinum fjög- urra til átta ára en þá var Ós einnig skóladagheimili. Skúli seg- ir að þegar hann og félagar hans þrír, Emil, Hrafnkell og Bjartur, voru meðal þeirra elstu , hafi þeir stundum notið þess. „Þegar við vorum þarna var sú aðferð notuð eftir hádegi til að ákveða hvað ætti að gera næst að allir settust í hálfhring og alltaf voru þeir á endunum spurðir fyrst hvað þá langaði að gera. Við skiptum því liði á endana til að meiri líkur væru á að við fengjum að gera það sem okkur langaði, en þetta plan komst því miður upp, og farið var að byrja á mis- munandi stöðum í hálfhringnum,“ segir Skúli. „En við gerðum hitt og þetta af okkur og einn eða fleiri fengu gat á hausinn,“ segir hann og vill ekki gefa meira upp. Skúli Á. Sigurðsson Skúli Á. Sigurðsson nú og þá. Barmmerkið sem Skúli hannaði 8 ára gamall. Morgunblaðið/Jim Smart Besti leikskóli í heimi MARGRÉT Örn-ólfsdóttir tónlist-armaður var í fyrsta barnahópnum á Ósi haustið 1973. Hún var sex ára og var ásamt tveimur öðrum börnum fylgt í Ísaksskóla eftir há- degi. Margrét á góðar minningar frá Ósi, hún minnist frelsisins og uppátektarsamra barna. Leikskólinn var í iðn- aðarhverfi í Dugguvog- inum og Margrét segir að umhverfið hafi verið sér- stakt þess vegna. Leik- völlurinn var hefðbund- inn með rólum og renni- braut. „Eins og ég man þetta, þá var nánast ekkert þarna inni en rosalega mik- ið pláss. Það var samt einhver risafígúra eða dýr úr frauðplasti sem var hægt að klifra upp á. Það var aðal- leiktækið inni en þar var líka dýna eða trampólín. Í minningunni er þetta annars frekar tómt,“ segir Mar- grét. Uppreisnin á barnaheimilinu Vírgirðing var í kringum lóðina og Margrét man eft- ir því að elstu börnin hafi nokkrum sinnum skipulagt „flótta“ sem fólst í því að komast yfir girðinguna og liggja svo fyrir utan þar til einhver tæki eftir því að þau væru horfin, með samsvarandi spennu. Margrét var á Ósi á svipuðum tíma og „Uppreisnin á barnaheimilinu“ kom út í þýðingu föðursystur hennar, Olgu Guðrúnar Árnadóttur, sem einnig las söguna í út- varpinu. Bókin var til heima hjá Margréti og var lesin fyrir hana, af foreldrum hennar Helgu Jónsdóttur og Örnólfi Árnasyni. „Ég tengi alltaf Ós við Uppreisnina á barnaheimilinu og ég held að mörkin þar á milli séu svolítið óskýr fyrir mér. Hlutinn þar sem börnin taka fóstrurnar og binda þær og sprauta á þær súrmjólk… mér hefur alltaf fundist ég næstum því hafa upplifað þessa senu! Við vorum alla vega að fantasera svolítið með það að taka völdin. Þetta var náttúrlega á hippa- tímanum og okkur fannst við vera dálítið róttæk.“ Allsberir strákar í skrúðgöngu „Ég man ekki eftir neinum reglum. Ég man eftir þeim anda meðal krakkanna að okkur fannst við vera mjög frjáls og ráða þessu mikið sjálf. Í barnahópnum voru til dæmis forystusauðir eins og Helgi Hjörvar sem var mjög uppátektarsamur. Ég man eftir því þegar Helgi safnaði öllum strákunum saman og þeir klæddu sig úr öllum fötunum og svo fóru þeir berir í skrúð- göngu. Þetta fór mikið í taugarnar á mér af því að litla bróður mínum, Jóni Ragnari sem var þriggja ára, var smalað í þennan hóp. Ég vona að Helgi fyrirgefi mér fyrir að rifja þetta upp.“ Ós eins og Margrét man eftir honum hefur verið töluvert frábrugðinn leikskólum eins og þeir eru í dag. Þetta var fyrsta starfsár leikskólans og stefnan mótuð eftir því sem á leið. Ós þrjátíu árum síðar er eflaust ekki eins og fyrsti Ós. „Ég held að ég hafi upplifað til- raun á frumstigi. Í minningunni er þetta ekki eins og leikskóli heldur var eins og ég væri að fara í brjálað partí á hverjum degi.“ Margrét Örnólfsdóttir Brjálað partí á hverjum degi Margrét Örnólfs- dóttir nú og þá. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.