Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ T ENGSL Íslands og Dan- merkur á sviði húsgagna ná aldir aftur í tímann. Þegar loksins var farið að nota hér alvöru húsgögn var gjarnan talað um að „möblera“ og útskorin borð, skatthol og stólar voru flutt á skipsfjöl frá Danmörku. Enn í dag eru húsgögn í daglegu tali kölluð „mubblur“, tökuorðið „skenkur“ er víða viðhaft í borðstofum og dönsk hönnun nýtur virðingar hérlendis. Nægir þar að nefna húsgagnahönnuði á borð við Arne Jacobson og Hans Wegner, auk þess sem Alþingishús Íslendinga var teiknað af dönskum arkitekt, Ferdinand Meldahl. Þá má nefna sígilda tækjahönnun Bang & Olufsen og húsbúnað Georgs Jensen. Engin aldurstakmörk í hönnun Fyrir hálfum öðrum áratug lét Eyj- ólfur Pálsson í Epal hanna sófa sem kallaður var Ole, í höfuðið á hönnuðin- um. Í gömlu tölublaði af Hús & híbýli, frá 1987, er að finna mynd sem sýnir sófann í útstillingarglugga húsgagna- verslunarinnar Illums Bolighus í Kaupmannahöfn. Eyjólfur veifar þessu blaði bros- andi, þar sem hann stendur á gólfi verslunar sinnar, við opnun sýningar á nýjustu línu Illums. „Ég gróf upp þetta blað því mér finnst þetta skemmtileg tenging. Þeir sýndu sófa frá okkur fyrir fimmtán árum og nú eru þeir komnir hingað og frumsýna hönnun sína utan Dan- merkur,“ segir Eyjólfur, en tekur fram að samstarf Epal og Illums hafi alls ekki verið hafið árið 1987. „Nei, nei, þá var allt annar verslunarstjóri hjá þeim. Okkar samstarf hófst tölu- vert seinna.“ Samvinnan, sem á þessar óvæntu sögulegu rætur, hefur nú leitt af sér verkefni sem felst í því að íslenskir hönnuðir munu í haust sýna hönnun sína hjá Illums Bolighus í Kaup- mannahöfn. Enn á eftir að velja þátttakend- urna, en að sögn Eyj- ólfs koma margir til greina úr hópi ís- lenskra samtíma- hönnuða. Valið mun m.a. ráðast af hagnýtu gildi hlut- anna, notkun og meðferð efnis – og ekki síst áferð og fegurð hlutanna. Hinn hluti verkefnisins er fyrrnefnd frumsýning Epal á verkum dönsku hönnuðanna Mikals Harrsen og And- ers Nørgaard. Við opnunina kemur í ljós að gestir á öllum aldri hafa áhuga á hinum hreinu línum. „Einmitt, það hafa nefnilega allir áhuga á hönnun, þar eru engin aldurstakmörk,“ segir Eyj- ólfur yfirvegaður. Hönnuðirnir eru sjálfir viðstaddir og svara fyrir Illums Bolighus Collection-línuna sem sam- anstendur meðal annars af sófum, sófaborðum, borðstofuborðum og stólum. Línan er í þróun en þessi út- færsla tvímenninganna er spánný, fyrst kynnt í heimalandinu í júní sl. Samspil manneskju og umhverfis Harrsen er arkitekt og iðnhönnuð- ur og rekur sína eigin teiknistofu í Danmörku. Við hönnun sína hefur hann m.a. að leiðarljósi 3000 ára gam- alt indverskt rit, sem segir að hið sanna eðli allra veraldlegra hluta sé samsett af útliti, duldum og ljósum áhrifum, náttúru, krafti, tilgangi og skyldleika hlutanna, og loks samræm- anleika allra þessara eiginleika. Í ljósi þessa megi rannsaka og skilja sam- band manneskjunnar við umhverfi sitt, en fólk skilgreinir sig gjarnan í gegnum hlutina sem það velur sér til heimilisins, að mati Harrsens. Nørgaard hefur tekið að sér ýmis verkefni á sviði hönnunar í Dan- mörku, Þýskalandi, Japan, Sviss og Frakklandi, allt frá stökum húsgögn- um til heilla veitingastaða. Hann er mótaður hjá húsgagnaverksmiðjunni Uidun Möbelfabrik en hefur þróað sinn eigin stíl á liðnum áratug. „Þetta eru mjög ólíkir hönnuðir,“ segir Eyjólfur. „Hönnun Harrsens er fremur óhefðbundin, miðað við það sem gengur og gerist. Það er djörf til- raun að koma með sófa án baks, sem hvílir að auki á mjög grönnum fótum. En unga fólkið kann að meta þetta, enda vill það nú til dags liggja hálf- partinn í sætum sínum. Það situr ekki lengur á hefðbundinn hátt,“ segir hann og brosir. „Nørgaard er aftur á ögn hefðbundnari nótum en gefur ekkert eftir í stíl.“ Í danska tímaritinu Bo Bedre var sófi Harrsens, MH-400, nýlega á lista yfir tíu bestu sófakaupin og sagður „öruggur smellur“ með sína grönnu stálfætur og fínu línur. Á sama lista var leðursófi eftir Nørgaard kallaður „súperflottur, kúbískur hornsófi sem sýnist svífa yfir gólfinu“. Sýningin er opin á hefðbundnum afgreiðslutíma Epal. Alveg hreinar línur Leðursófi úr Illums-línunni eftir Anders Nørgaard. Hornsófinn svífandi eftir Mikhal Harrsen. Morgunblaðið/Jim Smart Baklaus sófi og palesanderborð eftir Mikal Harrsen úr Illums-línunni. Snyrtilegar línur í hús- gagnahönnun njóta fylg- is í upphafi 21. aldar og þægindi eru skilgreind á nýjan máta. Sigurbjörg Þrastardóttir kynnti sér danska heimsókn sem opnar íslenskum hönn- uðum tækifæri í Kaup- mannahöfn. sith@mbl.is FYRIR opnun sýningar á Ill-ums Bolighus-línunni íEpal var tilkynnt að ónefndur íslenskur listamaður myndi sýna svífandi listaverk í rýminu. Við opnunina varð ljóst að listamaðurinn leynilegi væri hinn góðkunni myndlistarmaður Vignir Jóhannsson og afhjúpaði hann verkið Vetrarflug. Um er að ræða fljúgandi álft úr gleri, en hún er unnin með aðferð sem Vignir hefur sjálfur þróað ásamt hérlendum glerfræðingum um árabil. „Ég tek fyrst stórar, glærar ör- yggisrúður og mölva þær,“ lýsir hann. „Svo bæti ég við gler- brotum sem ég hef sjálfur orðið mér úti um. Það er litað gler frá Frakklandi sem um aldir hefur verið framleitt í steinda kirkju- glugga. Fyrstu kirkjugluggarnir þar í landi voru prýddir þessu gleri, sem er mjög þykkt, og framleiðsluaðferðin er enn sú sama.“ Þá er verkið mótað og steypt í sérstakt, límkennt plastefni, en Vignir féll frá tilraunum til að bræða glerbrotin á sinn stað. „Þá varð þetta bara hrúgald, því gler- brotin missa lögun sína þegar þau hitna og festast við næsta brot.“ Lituðu, frönsku brotin sjást svo tilviljanakennt í gegnsæjum svan- inum, eftir því hvernig flísarnar raðast saman og birtan fellur á verkið. Flogið út í heiminn Glersvanurinn í Epal er for- smekkurinn að safni glerverka sem Vignir vinnur nú að og mun sýna í St. Pétursborg í sept- ember, í Berlín í október og í Kaupmannahöfn í kjölfarið. Hann hlakkar til ferðanna og kveðst þegar hafa fengið viðbrögð við svaninum. „Í sjálfu sér er þetta nefnilega einföld hugmynd, samt hefur engum dottið þetta í hug fyrr,“ segir hann, en útlendingar hafa haft á orði að enginn nema Íslendingur hefði getað stigið fram „með fugl úr gegnsæju gleri sem minnir á klaka“. Sjálfur er Vignir hrifinn af symb- ólsku inntaki svans- ins. „Hann hefur í gegnum tíðina verið dulargervi í ást- arleikjum, tákn mann- anna um frelsi, nú eða prins í álögum. Hann er tindrandi og glæsilegur, stór og mjúkur og hreinleikinn lifandi kominn.“ Morgunblaðið/Jim Smart Vignir Jóhannsson og Vetrarflug í bakgrunni. Álftir í oddaflugi Eikarborðstofuborð og stólar eftir Anders Nørgaard. Dönsku hönnuðirnir Anders Nørgaard og Mikhal Harrsen halla sér í sófa að hætti nútímamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.