Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Síðustu sætin til Rimini þann 9. september í eina viku. Þú bókar 2 sæti, en greiðir bara fyrir 1. Kynnstu Feneyjum, Flórens, Rimini og Róm, því héðan er frábært að ferðast til allra átta um Ítalíu. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin og að auki getur þú valið um úrval gististaða á Rimini og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. 2 fyrir 1 Rimini 19. september frá kr. 19.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.950 Fargjald kr. 32.200.- / 2 = 16.100. Skattar kr. 3.850. Alm. verð kr. 20.950. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 2.800. Verð gistingar Nautic 7 nætur 2 í stúdíó, á.mann 17.400. EIRÍKUR Tómasson lagaprófessor og Ragnar H. Hall hæstaréttarlög- maður, sem sóttu um stöðu dómara við Hæstarétt, eru ósáttir við rök- stuðning Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra um ákvörðun hans að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson í stöð- una. Ragnar hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis þar sem hann telur að skipunin hafi brotið gegn reglum um góða stjórnsýslu- hætti. Íhugar Eiríkur að fara sömu leið. Þá hafa tveir umsækjendur til viðbótar óskað nýlega eftir rök- stuðningi ráðherra; Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður og Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari. Í umsögn Hæstaréttar um um- sækjendur var talið að þeir væru allir hæfir til að gegna stöðunni en þeir Eiríkur og Ragnar H. Hall voru sagðir „heppilegastir“ í starfið. Eftir að ráðherra hafði mælt með því að Ólafur Börkur yrði skipaður var óskað eftir skriflegum rökstuðn- ingi með vísan til stjórnsýslulaga. Lofsamleg umsögn lá fyrir í dómsmálaráðuneytinu Í rökstuðningi dómsmálaráðherra til Eiríks Tómassonar segir m.a. að ákvörðunin hafi verið tekin á grund- velli þeirra gagna er lágu fyrir í um- sókn Ólafs Barkar auk þess sem í ráðuneytinu hafi legið fyrir „lofsam- leg umsögn dómnefndar“ um störf Ólafs Barkar sem héraðsdómara. „Í ljósi mikilla og stöðugt vaxandi áhrifa Evrópuréttarins á þróun réttarreglna hér á landi ákvað dómsmálaráðherra að leggja sér- staka áherslu á þekkingu á því sviði réttarins að þessu sinni. Auk þess var á umsögn Hæstaréttar að skilja að sérstök ástæða væri til að nýr dómari við réttinn hefði reynslu af beitingu réttarfarsreglna,“ segir m.a. í rökstuðningi ráðherra. Vitnað er til meistaraprófs Ólafs Barkar í Evrópurétti þar sem hann hafi lokið námi með ágætiseinkunn við virta menntastofnun. Hann er að auki sagður afar farsæll í störfum hér- aðsdómara og verið kallaður til starfa innan Hæstaréttar í mikil- vægum málum. Eiríkur sagðist í samtali við Morgunblaðið telja að rökstuðning- ur dómsmálaráðherra væri ófull- nægjandi. Ekki hefðu fengist svör við þeim atriðum sem óskað var eft- ir. „Það voru aðallega tvö atriði, annars vegar af hverju hann fór ekki að tillögu Hæstaréttar og hins vegar bað ég um samanburð á hæfni þess sem skipaður var í emb- ættið og hæfni minni til að gegna stöðunni. Þessu svarar ráðherra ekki í sínum rökstuðningi,“ sagði Eiríkur, sem ekki hefur ákveðið endanlega hvort hann sendi erindi til umboðsmanns. Litlu nær um val ráðherra Ragnar H. Hall sagði svar dóms- málaráðherra vera „þunnt“ og þar væri áleitnum spurningum ekki svarað. Hann væri litlu nær um hvað hefði ráðið vali ráðherra á hæstaréttardómara. „Úr því að ráðherra telur sér skylt að veita rökstuðning þá finnst mér mjög skrýtið að ekki komi fram í rökstuðningnum hvort hann telji þann sem hann skipaði vera hæf- asta umsækjandann. Í svarinu kem- ur fram að valið byggist á lofsam- legri umsögn dómnefndar sem hafi legið fyrir í ráðuneytinu. Ég fæ ekki séð að þessi gögn hafi verið send Hæstarétti til umsagnar. Ekkert kemur fram um frá hverjum þessi umsögn kemur, hvenær hún var gefin eða af hvaða tilefni,“ sagði Ragnar. Eiríkur Tómasson lagaprófessor og Ragnar H. Hall hrl. Ósáttir við rökstuðning dómsmálaráðherra FULLTRÚAR úr ungliðahreyf- ingum stjórnmálaflokkanna fengu innsýn inn í nýjar hliðar á íslensk- um landbúnaði í fylgd Guðna Ágústssonar, ráðherra landbún- aðarmála, í gær. Var tilgangur hennar að kynna stjórnmálamönn- um framtíðarinnar nýjungar í ís- lenskum landbúnaði og auka skiln- ing þeirra á greininni. Fyrst var komið við á Spóa- stöðum þar sem kynntar voru til- raunir til að rækta upp nytjaskóga og í Miklaholti var eitt fullkomn- asta fjós landsins skoðað. Garðyrkjustöð Sveins A. Sælands blómabónda að Espiflöt var heim- sótt og á Akri á Laugarási var gest- um boðið upp á lífrænt ræktað hnossgæti. Á Hestheimum tóku Gísli Sveinsson hrossabóndi og kona hans, Ásta, á móti hópnum með rjúkandi lambalæri. Gísli sýndi viðstöddum væntanlega hljóm- leikahöll sem búið er að sprengja fyrir í berginu framan við bæinn. Fulltrúar ungliðahreyfinganna voru allir stórhrifnir af uppátæki ráðherrans. „Þetta kemur manni mismikið á óvart. Hvort sem eitt- hvað er nýtt fyrir manni eða ekki þá er alltaf gaman að komast nær hlutunum,“ sagði Hafsteinn Þór Hauksson, varaformaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. „Ég sé íslenskan landbúnað gjör- samlega í nýju ljósi,“ sagði Andrés Jónsson, formaður Ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík. „Þetta frumkvöðlaeðli finnst mér eigin- lega merkilegast sem er í sveita- fólki og hversu vel það aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum […] það er aðdáunarvert.“ Kolbeinn Már Guðjónsson, í for- svari fyrir Unga frjálslynda, sagði ferðina mjög fróðlega og nefndi sérstaklega hvað skógrækt væri miklum mun umfangsmeiri en hann átti von á. Gunnar Örn Heimisson, stjórn Ungra vinstri grænna, sagði að sér kæmi á óvart viðleitni ráðu- neytisins til að koma til móts við ný- sköpunarverkefni í greininni. Albertína Elíasdóttir, stjórn Sambands ungra framsóknar- manna, hafði þetta að segja um ferðina: „Maður hefur alltaf þessa mynd af landbúnaði að þetta sé sauðfjárræktun og kannski nokkr- ar kýr en það er greinilega alveg ofboðslega margt nýtt sem er verið að gera,“ sagði hún. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungir framsóknarmenn heilsa kú í Miklaholti. Haukur Logi Karlsson formaður og Albertína Elíasdóttir ritari. Sjá landbúnað í nýju ljósi Sveinn A. Sæland, blómabóndi á Espiflöt, fræðir ungliðana um blómaræktun. HELGA Þórunn Harðardóttir, 17 ára Akureyringur, telur sig heppna að vera á lífi eftir að hún ók bíl sínum út af veginum í Langadal seint síðastliðið sunnudagskvöld. Talið er að slysið hafi átt sér stað um kl. 22 en Helga Þórunn vaknaði undir morgun og áttaði sig þá á því að hún hafði hreiðrað um sig í aft- ursætinu og sá að vinstri höndin, sem er brotin, var í fatla; hún hafði útbúið fatla úr náttbuxunum sín- um en man reyndar ekki eftir að hafa gert það. Einnig sagðist hún hafa velt því fyrir sér hvað í ósköp- unum hefði komið fyrir bílinn. Hann er talinn ónýtur. „Ég man mest lítið,“ sagði hún þegar blaðamaður heimsótti hana á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri í gærkvöldi og spurði hana um slysið. „Við höfum giskað á að ann- aðhvort hafi liðið yfir mig – ég man að ég var með pínu hausverk og var búin að hugsa mér að stoppa til að hvíla mig – eða þá að stýrisend- arnir hafi farið og mér finnst það líklegri skýring. Pabbi sagði mér það núna áðan að hjólin á bílnum hefðu verið læst í beygju,“ sagði Helga Þórunn í gærkvöldi. Hún man eftir förum á veginum, en það eru ekki bremsuför eins og hún hélt fyrst. „Það getur ekki verið því þau eru þversum á veg- inum. Ekki nema ég hafi verið far- in að rása á bílnum en ég ætti þá að vera farin að muna það núna.“ Þórunn var komin um það bil 20 km austur fyrir Blönduós þegar óhappið varð og bíllinn sást ekki frá veginum, þegar hann stöðvað- ist eftir margar veltur. Talið er að hún hafi vaknað einhvern tíma á milli klukkan sex og sjö um morg- uninn. Þrátt fyrir að bíllinn sé mjög illa farinn komst Helga Þórunn út úr honum af sjálfsdáðum og gekk upp á veg þar sem vegfarendur urðu hennar varir. Helga Þórunn áttaði sig ekki al- veg strax á aðstæðum þegar hún vaknaði. „Ég vaknaði og fannst bara eins og ég hefði lagt mig, stóð svo upp og fór út.“ Hún fann að eitthvað amaði einnig að vinstri fætinum vegna þess að þegar hún steig í hann gaf fóturinn eftir. „Ég var því hras- andi alla leið upp á veginn.“ Það hafði flísast úr mjaðmagrindinni. Atvikið hefur enn ekki rifjast upp fyrir Helgu Þórunni og hún segir hugsanir um slysið alls ekki kvelja sig. Hún svarar játandi þeirri spurn- ingu hvort hún hafi ekki verið í bíl- belti og sýnir blaðamanni áberandi mar á hálsinum eftir beltið. „Og loftpúðinn kom út úr stýrinu. Það hefur líklega bjargað andlitinu á mér.“ Hún segir: „Ég tel mig heppna að vera á lífi miðað við það hvernig bíllinn er útlítandi. Mér er sagt að gólfið í bílnum hafi gengið 40 cm upp og þakið 2 cm niður. Bíllinn minnkaði því talsvert og það er örugglega algengara að fólk sé klippt út úr svona bílum en að það gangi sjálft út.“ Helga Þórunn var á gjörgæslu- deild þar til í gærmorgun og von- ast jafnvel til þess að fá að fara heim í dag. „Það fer aðeins eftir því hvernig ég verð í höfðinu. Ég sá allt í móðu fyrst og alveg þangað til í gær [þriðjudag] en nú er allt í lagi.“ Heppin að vera á lífi Akureyri. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.