Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 39 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert jarðbundin/n og af- kastamikil/l og hefur góða skipulagshæfileika. Á komandi ári muntu sleppa tökunum á ýmsum hlutum til að skapa rúm fyrir eitthvað nýtt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ættir að leggja áherslu á að skipuleggja þig bæði á heim- ilinu og í vinnunni í dag. Þú hefur orku og bjartsýni til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður dagur til að njóta lífsins og hafa það skemmtilegt. Njóttu samvista við börn og leyfðu listrænum hæfileikum þínum að njóta sín. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vertu óhrædd/ur við að hrinda hugmyndum þínum um um- bætur á heimilinu eða innan fjölskyldunnar í framkvæmd. Láttu ekki góðar hugmyndir renna út í sandinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert full/ur bjartsýni í dag. Hvernig sem hlutirnir þróast ertu þakklát/ur fyrir líf þitt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að huga að fjárfest- ingarmöguleikum en bíddu samt til morguns með að hrinda hugmyndum þínum í framkvæmd. Þú munt ekki sjá eftir því. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn í dag getur orðið mjög ánægjulegur. Þú átt auð- velt með að opna hjarta þitt og tengjast þínum mýkri hliðum og það hefur jákvæð áhrif á þá sem eru í kringum þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú gætir orðið fyrir andlegri opinberun í dag. Þú sérð að veröldin vakir með þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert jákvæð/ur og opin/n fyr- ir þeim sem þú hittir í dag og því hentar dagurinn vel til við- ræðna við fulltrúa stofnana og stóra hópa fólks. Þú munt einn- ig njóta þess að tala við vini þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Kappsemi þín smitar út frá sér í dag og því áttu auðvelt með að sannfæra yfirmenn þína og samstarfsmenn um ágæti hug- mynda þinna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ferðaáætlanir og áætlanir sem tengjast útgáfumálum og fram- haldsmenntun líta vel út. Gerðu ráð fyrir að draumar þínir geti orðið að veruleika. Þú þarft ekki að sætta þig ekki við annað. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt njóta góðs af auði ein- hvers annars í dag. Þú ættir að þiggja það ef einhver býðst til að gefa þér eitthvað eða gera þér greiða í dag. Það er dóna- legt að hafna góðu boði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum eða góðum vini í dag. Vellíðan þín í návist ann- arra endurspeglar það hvað þú ert sátt/ur við sjálfan þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LANDSLAG Heyrið vella á heiðum hveri, heyrið álftir syngja í veri. Íslands er það lag. Heyrið fljót á flúðum duna, foss í klettaskorum bruna. Íslands er það lag. Eða fugl í eyjum kvaka, undir klöpp og skútar taka. Íslands er það lag. Heyrið brim á björgum svarra, bylja þjóta svipi snarra. Íslands er það lag. Og í sjálfs þín brjósti bundnar blunda raddir náttúrunnar, Íslands eigið lag. Innst í þínum eigin barmi eins í gleði og eins í harmi ymur Íslands lag. Grímur Thomsen LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 4. september, er sjötugur Haukur Magnússon, lækn- ir, Kleifarvegi 8, Reykja- vík. Eiginkona hans er Erla Jóhannsdóttir. Þau taka á móti vinum og vandamönn- um í dag kl. 17–20 í Rúg- brauðsgerðinni í Borg- artúni. SUÐUR á ótrúlega falleg spil og er ennfremur svo lukkulegur að fá stuðning við lengsta litinn sinn. En það eru „holur“ í litnum, sem valda nokkrum áhyggjum: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ KG3 ♥ G43 ♦ D74 ♣10842 Suður ♠ Á9652 ♥ ÁKD ♦ Á ♣ÁKDG Vestur Norður Austur Suður – – – 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 5 hjörtu Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Suður vekur fyrst á al- kröfu og sýnir svo spaðann í næstu sögn. Þegar norður styður spaðann fer suður beint í lykilspilaspurningu og fær upp eitt lykilspil, spaðakónginn. Hann spyr þá um trompdrottningu með fimm hjörtum, en norður neitar henni. Þá er alslemma út úr myndinni og suður hækkar í sex. Hvernig á að spila sex spaða með tíg- ulgosa út? Þetta er spurning um að vinna úr trompinu af sem mestu öryggi. Ef blindur ætti innkomu til hliðar væri best að taka fyrst á spaða- kóng, fara svo heim og spila smáu trompi að gosanum. Með því móti má ráða við D10xx hvorum megin sem er, og auk þess drottningu staka í austur. En nú vill svo til að blindur á enga hlið- arinnkomu og því er ekki hægt að ráða við D10xx í austur ef kóngurinn er tek- inn strax: Norður ♠ KG3 ♥ G43 ♦ D74 ♣10842 Vestur Austur ♠ 4 ♠ 1087 ♥ 98762 ♥ 105 ♦ G10986 ♦ K532 ♣53 ♣976 Suður ♠ Á9652 ♥ ÁKD ♦ Á ♣ÁKDG Rétt er að spila spaða á gosann og nota svo innkom- una á trompkóng til að svína fyrir tíuna. Það eru meiri líkur á því að austur eigi D10xx en drottninguna staka. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. bxa6 g6 6. Rc3 Bxa6 7. e4 Bxf1 8. Kxf1 d6 9. Rf3 Bg7 10. g3 Rbd7 11. h3 O-O 12. Kg2 Ha6 13. He1 Da8 14. De2 Rb6 15. Rd2 Ra4 16. Rdb1 Rd7 17. Rxa4 Hxa4 18. Rc3 Hb4 19. Dc2 Hfb8 20. He2 Da6 21. a3 Hb3 22. Rd1 Re5 23. He3 Rd3 24. Hb1 Bd4 25. He2 Da4 26. Be3 Bg7 27. Kg1 Dxe4 28. Bxc5 Dxd5 29. Ba7 H8b7 30. Re3 Dh5 31. Rg4 Df5 32. Hxe7 Hxe7 33. Dxb3 h5 34. Hd1 hxg4 35. hxg4 Staðan kom upp í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands sem lauk fyrir skömmu í Hafn- arborg í Hafnarfirði. Ingvar Jóhannesson (2247) hafði svart og sneri taflinu laglega við gegn Sig- urði Daða Sigfússyni (2323). 35... Df3! 36. Kh2 Ekki gekk upp að taka ridd- arann vegna hrókskák- arinnar upp í borði. Í kjöl- farið hefur hvítur manni minna án nokkurra bóta. 36...Re5 37. Db8+ Kh7 38. Hh1 Rxg4+ 39. Kg1+ Bh6 40. Be3 Hxe3! og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Ragnhildur Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 2.347 til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær eru Birta Hlín Helgadóttir og Birgitta Hrönn Jónsdóttir. Morgunblaðið/Ragnhildur Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 33.767 til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær eru Sigríð- ur Jóna Hannesdóttir og Alexandra Elva Þórkötludóttir. Glæsilegur haustfatnaður BORÐAÐU ÞIG GRANNA(N)! Með íslensku vigtarráðgjöfunum Við erum byrjuð aftur! Lærðu að breyta matarræðinu og léttast um leið. Við erum á fimmtudögum í Domus vox, Skúlagötu 30, 2. hæð, kl. 16.30-17.30 og kl. 18.30-19.30. Nýjir meðlimir velkomnir kl. 19.00. Nánari uppl. í síma 865 8407 eða á kvo@simnet.is www.vaegtkonsulenterne.dk KÁRSNESBRAUT MEÐ BÍLSKÚR Vorum að fá í einkasölu þetta skemmtilegt 168 fm. raðhús á tveim- ur hæðum í vesturbæ Kópavogs. Eignin skiptist í 3 hæðir, á efri hæð eru 3 svefnherbergi og bað, en þeirri neðri, eldhús, stofa, borðstofa, snyrting, geymsla, þvottahús og bíl- skúr. Flísar og parket á flestum gólf- um. Verð 21,4 m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.