Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 11
MINNSTAÐUR | VESTURLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 11 Stjórntækniskóli Íslands Bíldshöfða 18 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Hnitmiðað 250 stunda nám í sölu og markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki sem vill bæta við þekkingu sína og fá innsýn í heim markaðsfræðinnar, og að nemendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta og athafnalífi, og nái þannig betri árangri. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu. Helsu námsgreinar: Markaðsfræði Sölustjórnun og sölutækni Vöruþróun Vörustjórnun Auglýsingar Áætlanagerðir Viðskiptasiðferði Lokaverkefni Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. WWW.menntun.is Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölu- mennsku í 6 ár og nám- skeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið.“ Elísabet Ólafsdóttir Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tvímælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags- og/eða framleiðslumál- um sinna fyrirtækja.“ Hendricus Bjarnason Tæknilegur ráðgjafi og umsjónarmaður markaðstengdra verðbréfa kerfa ING-bankans í Amsterdam „Sölu- og markaðsfræði- nám Stjórntækniskóla Ís- lands er afar hagnýtt og ott nám fyrir alla þá er starfa við sölu- og mark- aðsmál. Námið er mjög markvisst og hefur nýst mér vel í starfi frá upp- hafi og kemur til með að gera það í framtíðinni.“ Gróa Ásgeir dóttir, Flugfélag Íslands. Akranesi | Forseti Íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, opnaði sýn- inguna og sagði meðal annars í ræðu sinni að undravert væri hve atvinnulífið hefði skotið mörgum rótum á Akranesi og nágrenni og greinilegt að krafturinn til nýrra afla sækti að úr mörgum áttum. Forsetinn minntist á að ein- kunnarorð sýningarinnar, þeir fiska sem róa, vísaði bæði til þeirrar einhæfni sem einkenndi atvinnulífið á stöðum eins og Akranesi hér áður fyrr, en jafn- framt væru þau hvatning og her- hvöt á nýjum tímum. Á Akranesi og á Grundartanga hefðu byggst upp öflug iðnfyrirtæki og sjávar- útvegsfyrirtæki. Mikið munaði um slík fyrirtæk, ásamt smærri fyrirtækjum, ekki bara fyrir Akranes heldur þjóðarbúið í heild. Þá vakti hann athygli á því hversu mikilvægt hefði reynst að skólar hafi eflst í byggðarlögum víða um land. Byggðarþróun nýrrar aldar mundi í vaxandi mæli verða tengd góðri menntun. Kyrrstaða ekki valkostur Gísli Gíslason bæjarstjóri sagði í ávarpi sínu að kyrrstaða í at- vinnulífi væri ekki valkostur því kyrrstaða leiðir til hnignunar og hnignun leiðir af sér fátækt á öll- um sviðum. Ennfremur sagði hann: „Vissulega er það svo að ekki höldum við um alla þræði í flóknu efnahagslífi og um sumt erum við ekki eigin gæfu smiðir. Þróun efnahags í heiminum, af- koma þjóðarbúsins, sjávarafli, verð á sjávarafurðum og hrær- ingar á markaði hlutabréfa hafa svo sannarlega haft víðtæk áhrif á atvinnulíf á Akranesi í gegnum tíðina.“ Fjöldi manns sótti sýninguna strax á opnunardeginum og að sögn Magnúsar Magnússonar, atvinnu- og markaðsfulltrúa Akraness, voru sendir út 4.500 boðsmiðar. Sagði hann að svo virtist sem flestir boðsgestir hefðu skilað sér á sýninguna fyrsta daginn. Um 70 fyrirtæki hafi komið að sýningunni, og hefðu fleiri viljað vera með. Reynt var eftir mætti að koma sem flestum að, en á milli 5 og 10 fyrirtæki urðu frá að hverfa. Markaðsráð Akraness stóð fyr- ir sýningunni, en það er samráðs- vettvangur og hagsmunasamtök atvinnulífsins á Akranesi og sam- eiginlegur málsvari fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og ein- yrkja sem stunda atvinnurekstur á svæðinu. Markmið sýningar- innar var að gefa gestum glögga mynd af atvinnulífi staðarins og styrkja tengsl fyrirtækja og stofnana við samstarfsaðila vítt og breitt um landið. Á sýningunni voru ýmis stór- fyrirtæki sem eru með útibú á Akranesi svo sem Landsbanki Ís- lands, Landssíminn og fleiri, Önnur af ýmsum stærðum og gerðum svo sem Norðurál, bygg- ingarfyrirtæki, listamenn, blóma- búðir og gamlagróin fyirirtæki á borð við Hörpuútgáfuna. Einnig voru matvælafyrirtæki með sýn- ingarbása á efri hæðinni þar sem hægt var að smakka alls konar góðgæti. Akraneskaupstaður var með stóran bás, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Símenntunarmið- stöðin og Sjúkrahúsið á Akranesi og heilsugæslan þar sem meðal annars var hægt að fara í óm- skoðun og láta mæla blóðþrýsting og fleira og skoða sýnishorn af ýmsum gerviliðum svo sem hnjám og mjöðmum. Og þarna voru allt frá smæstu fyrirtækjum upp í stærstu. Meðal sýnenda var til dæmis Litla búð- in, sem er lítil verslun sem El- ínborg Lárusdóttir rekur í bíl- skúrnum hjá sér. Þar býður hún upp á naglasnyrtingu og förðun, auk þess sem hún sérhæfir sig í stórum stærðum af undirfötum fyrir konur. Þá selur hún ýmiss konar snyrtivörur og segist vera allsherjar „reddari“. „Ef ég hef ekki þá vöru sem viðskiptavininn vantar, þá útvega ég hana,“ sagði hún. Hinum megin á sama gangi var stórfyrirtækið Haraldur Böðv- arsson með bás. Þar var lögð áhersla á tæplega 100 ára sögu fyrirtækisins meðal annars með því að sýna myndir af bátum sem hafa verið í eigu þess. Elsta myndin var frá 1908, en fyrirtæk- ið var stofnað 17. nóvember 1906 og er elsta starfandi útgerðarfyr- irtækið á landinu. Hjá því starfa um 300 manns. Haraldur Sturlaugsson fram- kvæmdastjóri var ásamt fleirum að skoða myndir á skjá í bás HB. Þar var hægt að sjá þróun síld- arsöltunar á vegum fyrirtækisins í gegnum árin. Haraldur sagði að þessi sýning hafi komið flestum á óvart. Mikill metnaður einkenndi hana og stemmningin væri góð. Spurður um þá óvissu sem nú ríkti vegna aðildar fyrirtækisins að Brimi, sjávarútvegsstoð Eim- skipafélagsins, sem Landsbanki Íslands á nú ráðandi hlut í, sagði hann að þrátt fyrir hana væri víst að hvernig sem færi yrði áfram rekið öflugt útgerðarfyrirtæki á Akranesi. Annað kæmi ekki til greina. Morgunblaðið/Kristinn Haraldur Sturlaugsson: Áfram verður rekið öflugt útgerðarfyrir- tæki á Akranesi, þó að eignarhaldi á Brimi hafi verið breytt. Fjöldi fólks lagði leið sína á atvinnuvegasýninguna „Þeir fiska sem róa“ á Akranesi um helgina. Þar voru jafnt ungir sem gamlir. Atvinnuvegasýningin Akranes Expo 2003, „Þeir fiska sem róa“ Það komust færri fyrirtæki að en vildu á atvinnuvegasýning- unni Þeir fiska sem róa. Ásdís Haralds- dóttir skoðaði sýninguna. Metnaðarfull sýning Grundartanga | Afmælishátíð var haldin í Norðuráli um helgina í tilefni þess að rúm- lega fimm ár eru liðin frá því að áli var fyrst tappað af keri en það var gert 11. júní 1998. Gangsetningu kerjanna í fyrsta áfanga var þó ekki lokið fyrr en 15. janúar 1999. Viðstaddir hátíðina voru starfs- menn, börn og makar auk fjölmargra ann- arra innlendra og erlendra gesta sem komu að uppbyggingu verksmiðjunnar. Dagskráin hófst með leik Skóla- hljómsveitar Akraness. Eigandi Norðuráls Kenneth Peterson flutti því næst ávarp á sínu móðurmáli. Hann rifjaði upp þá sýn sem blasti við honum áður en Norðurál varð að veruleika en á þessu svæði var þá óræktað beitiland fyrir sauðfé. Yfir því sem blasir við í dag er hann stoltur og þakkaði það góðu starfsfólki og stuðningi íslenskra yfirvalda. Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráðherra flutti stutt ávarp og lagði út frá styrkleika þessa svæðis í gegnum aldirnar sem iðnaðarhérað, einn- ig óskaði hún starfsfólki og eigendum allra heilla og lokaorð voru þau að „Norð- urál kom, sá og sigraði“. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ávarpaði gesti og kom þar inn á möguleika hafnarinnar á Grundartanga í næstu framtíð og mikilvægi Norðuráls í því sam- bandi. Skari skrípó tók því næst við að sprella fyrir og með gesti. Hann lét giftingar- hring Claudiu Peterson (eiginkonu Kenn- eths) hverfa og birtast á ný og „sagaði af“ handlegg Kenneths. Að lokum skemmti hljómsveitin Írafár og boðið var upp á grillmat og afmælistertu. „Norðurál kom, sá og sigraði“ Skari skrípó „sagaði“ handlegg af Peterson, eiganda Norðuráls. KANNSKI hrukku einhverjir við þegar þeir gengu um sýningarsvæðið á sýningunni Þeir fiska sem róa þegar við blöstu líkkistur og öskuker í einum básnum, en Útfararstofa Vesturlands á Akranesi var eitt af þátttökufyrirtækjunum á sýningunni. Þorbergur Þórðarson er útfararstjóri hjá Útfar- arstofu Vesturlands. Hann, ásamt samstarfsfólk- inu þeim Baldri Fredriksen og Birnu Þorbergs- dóttur, var með fallegan bás þar sem voru nokkur sýnishorn af líkkistum, öskukerjum og fleiru sem tilheyrir jarðarförum. Baldur sagði að Íslendingar hefðu nokkra sér- stöðu meðal nágrannaþjóðanna vegna þess að hér vildu fáir láta brenna sig. Hann sagði að nokkur aukning hefði orðið á nokkurra ára tímabili í lok síðasta áratugar en líkbrennslum hefði aftur farið fækkandi síðustu ár. Hann sagðist ekki vita skýr- inguna á þessu, en yfir 90% Dana láta brenna sig.    Líkbrennslum fer fækkandi Morgunblaðið/Kristinn Baldur: Íslendingar láta síður brenna sig en aðr- ar þjóðir, en 90% danskra líka eru brennd. DÝRFINNA Torfadóttir gull- smiður sýnir fjölbreytt úrval af handunnum munum, skart- gripum, skúlptúrum og lág- myndum. Dýrfinna er Ísfirð- ingur og starfaði lengi þar. Hún hefur nú búið á Akranesi í tvö ár, en selur gripi sína á Ísafirði og hjá versluninni Ófeigi í Reykjavík og í Módel á Akranesi. „Ég var svo heppin að Akranesbær bauð mér að vera með verkstæði á Safna- svæðinu,“ sagði hún. „Þar er ákaflega gott að vera enda kemur ótrúlegur fjöldi ferða- manna þangað á hverju ári. Verkstæðið er opið og getur fólk komið og skoð- að hvað ég er að gera. Ég sel einnig þó nokkuð á verkstæðinu.“ Skartgripir Dýrfinnu eru mjög sérstakir. Hún benti þó á nokkra sem hún sagði að væru í hefð- bundnum stíl. Handbragð hennar leyndi sér þó ekki. Aldrei orðið vör við jafn mikinn metnað Dýrfinna: Gott að selja á Safnasvæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.