Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki sjá eftir þátttöku Breta í innrásinni í Írak í vor. Blair hélt blaðamannafund í borginni Bournemouth skömmu áður en landsfundur Verkamannaflokksins hófst þar í gær. „Nei, ég mundi hafa gert nákvæmlega það sama,“ sagði hann þegar spurt var hvort hann sæi eftir því að hafa sent hermenn til Íraks. „Ég get ekki séð að við sem þjóð þurfum að biðjast afsökunar á neinu … Ég biðst ekki afsökunar vegna Íraks. Ég er stoltur af því sem við höfum gert.“ Blair viðurkenndi hins vegar í viðtali við breska rík- isútvarpið, BBC, í gærmorgun að hann ætti fyrir höndum erfitt verkefni við að vinna aftur traust al- mennings vegna Íraksstríðsins. En hann sagðist vera stoltur af því að Bretland og Bandaríkin skyldu hafa fært Írökum frelsi og sagðist þess fullviss að upplýs- ingar um að Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, hefði haft gereyðingarvopn undir höndum, myndu reynast hafa verið á rökum reistar. Flokksþing breska Verkamannaflokksins hófst í gær og er búist við að Blair muni standa þar í ströngu við að verja stefnu ríkisstjórnar sinnar. Skoðanakann- anir, sem birtar voru í ýmsum breskum fjölmiðlum um helgina sýna að vinsældir bæði flokksins og leið- toga hans hafa dvínað verulega og hefur flokkurinn ekki notið jafnlítils fylgis í skoðanakönnunum frá árinu 1987 þegar Neil Kinnock var leiðtogi hans og íhaldsmaðurinn Margaret Thatcher var forsætisráð- herra. Í könnun sem netfyrirtækið YouGov gerði fyrir blaðið Observer meðal 300 félaga í Verkamanna- flokknum kemur fram að 41% þátttakenda vill að Blair segi af sér áður en næstu þingkosningar verða haldnar. Önnur könnun, sem YouGov gerði fyrir blað- ið Sunday Times sýnir að fylgi Verkamannaflokksins mælist aðeins 30% sem er þrem prósentustigum undir Íhaldsflokknum og jafnt Frjálslynda demókrata- flokknum. Og könnun sem ICM gerði fyrir News of the World sýnir að fylgi allra flokkanna er 31%. Þar kemur fram að 64% segjast ekki treysta Blair og 48% vilja að hann segi af sér. Blair iðrast ekki ákvörð- unar um Íraksstríð Búist við harðri gagnrýni á ráðherrann á flokksþingi Verkamannaflokksins Bournemouth, London. AFP, AP. AP Tony Blair kemur ásamt eiginkonu sinni, Cherie Blair, til kirkju í Bournemouth í gærmorgun. V LADÍMÍR Zhírínovskí, leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins í Rússlandi, kvartar sáran undan því við blaðamann í upphafi að honum skuli aldrei hafa verið boð- ið í heimsókn til Íslands. Samtalið fer fram á fundi Evrópuráðsþingsins í Strassborg, sem nú stendur yfir, en Zhírínovskí er þar einn af fulltrúum rússneska þingsins. Zhírínovskí virðist býsna afskiptur í þessum hópi, ekki er að sjá að þingmenn frá öðrum aðildarríkjum Evrópuráðsins leggi lag sitt við hann. Kemur þetta kannski ekki á óvart, Zhírínovskí er um- deildur í meira lagi og er m.a. minnst fyrir ýmsar uppákomur í aðdraganda forsetakosn- inga í Rússlandi 1996 og 2000, slagsmála við aðra frambjóðendur í beinni sjónvarpsútsend- ingu og þar fram eftir götunum. Svo dæmi séu tekin af yfirlýsingum Zhírín- ovskís í gegnum tíðina má nefna að hann hefur hótað að innlima Alaska ef hann kæmist til valda, varpa kjarnorkusprengjum á Japan og drekkja Þýskalandi í geislavirkum úrgangi. Þá hefur hann farið fögrum orðum um hug- myndafræði Adolfs Hitlers og hann ræktaði á sínum tíma vinskap við Saddam Hussein, fyrr- verandi forseta Íraks. Athygli vekur að þrátt fyrir allt þetta greiddu um þrettán milljónir Rússa Zhírínovskí atkvæði sitt í forsetakosn- ingunum 1996. „Ég stefni að því að ná öðru sætinu og síðan hyggst ég vinna sigur í kosningunum 2008. Ég verð forseti Rússlands 2008. Þetta er mín spá,“ segir Zhírínovskí þegar hann er spurður um áform sín á næsta ári en þá fara fram forseta- kosningar. Hann segir að stjórnarskrá Rúss- lands kveði á um maður geti aðeins verið for- seti í tvö kjörtímabil. Pútín geti þess vegna ekki sóst eftir endurkjöri 2008. „Ég mun því taka við af honum 2008.“ Zhírínovskí segir að líklega muni tveir til þrír til viðbótar sækjast eftir kjöri 2008. „En þeir hafa enga sýn á framtíðina. Hana hef ég.“ Þarf sterka leiðtoga „Ég vil gera Rússland að hernaðar- og lög- regluríki [e. military police regime],“ segir Zhírínovskí en hann hefur áður látið hafa eftir sér að rússneski herinn eigi að telja 3,5 millj- ónir hermanna, auk þess sem aðrar lögreglu- og öryggissveitir yrðu skipaðar tveimur millj- ónum manna. „Þetta yrði öflugri stjórn,“ segir hann, „ekki einræðisstjórn og hvorki fasismi né rasismi myndu eiga upp á pallborðið. En það er betra fyrir Rússland að því sé stýrt með krafti, árangurinn verður betri.“ Zhírínovskí segist ekki vera að leggja til aft- urhvarf til Sovétáranna með þessum hug- myndum. „Ég er ekki kommúnisti. Við munum ekki hverfa aftur til keisaratímans eða Sovét- áranna. Ég horfi fram á veginn. Við munum einfaldlega stýra landinu af festu í þeim til- gangi að þróa sannkallað lýðræði, með öflugan efnahag og þar sem mannréttindi eru virt.“ Zhírínovskí er bent á að sumir kynnu að halda því fram að lýðræði fái ekki þrifist í lög- regluríki. Segist hann þá hlynntur frelsi fjöl- miðlanna og að honum sé umhugað um rétt- indi minnihluta. „Mér er alveg sama hverrar trúar menn eru eða hverrar kynhneigðar þeir eru. En við þurfum sterka valdhafa til að ráða niðurlögum aðskilnaðarsinna og hryðjuverka- manna, berjast gegn útbreiðslu eiturlyfja og þeim sem vilja stríð, s.s. milli Rússlands og Kína, Indlands og Pakistans og Ísraels og arabaheimsins. Hættan á því að menn efni til stríðs, vilji jafnvel beita kjarnorkuvopnum, er fyrir hendi og því þarf Rússland styrka stjórn. Rússland er stórt ríki og þar er ekki hægt að tryggja frið og öryggi án öflugra valdhafa.“ Hvernig finnst þér Pútín hafa staðið sig? „Hann fer með völdin í landinu en hann er ekki nægilega sterkur leiðtogi. Ég segi ekki að hann sé veikur leiðtogi en hann þyrfti að vera sterkari,“ segir Zhírínovskí. „Pútín er betri en Jeltsín var og betri en Gorbatsjov. Ekki nægi- lega sterkur þó til að tryggja hagsæld í Rúss- landi. Það þarf að fjölga ríku fólki í Rússlandi, tryggja góðan efnahag og lýðræði. Þetta getur Pútín ekki. Ég get það hins vegar. Pútín stjórnar án þess að hafa stjórnmálaflokk á bak við sig. Ég hef haft minn eigin flokk síðustu fjórtán árin.“ Zhírínovskí er minntur á hugmyndir, sem hann hefur sett fram, þess efnis að Ísland verði gert að fangelsi fyrir alla Evrópu. Segist hann enn þeirrar skoðunar að slíkt fyrirkomulag yrði efnahagslega hagkvæmt fyrir Evrópu alla, einnig Íslendinga sjálfa. „Ísland yrði gott fangelsi. Það er erfitt að komast frá eyjunni. Fjöldi fangelsa í Evrópu er gífurlegur og það kostar sitt að reka þau. Ef við hefðum einfald- lega eitt, risastórt fangelsi fyrir alla evrópska glæpamenn kæmi þetta betur út.“ Telur Zhírínovskí að Íslendingar eigi að geta unað þessu fyrirkomulagi. „Þetta yrði líka gott fyrir Ísland því við myndum borga ykkur fyrir að vista fangana og sinna starfi fangavarðar,“ segir hann. Við nánari eftirgrennslan kemur sem betur fer í ljós að Zhírínovskí ætlar ekki að þvinga þessu hlutverki upp á íslensku þjóðina. „Að- eins ef þið Íslendingar samþykkið,“ segir hann. „Ef þið eruð ekki reiðubúnir til að sinna þessu verkefni þá væri hægt að koma slíku fangelsi fyrir einhvers staðar í Rússlandi.“ Veröldinni skipt í valdasvæði Zhírínovskí segir mikilvægt að tryggja frið í heiminum, í Afganistan og Írak, svo dæmi séu tekin. Hann segir að væri hann forseti Rúss- lands myndi hann kynna fyrir forseta Banda- ríkjanna þá hugmynd sína að skipta heiminum í þrennt milli Washington, Moskvu og Brussel. Heiminum yrði stýrt frá þessum þremur höf- uðstöðvum heimsmála. „Opinber tungumál í heiminum yrðu líka þrjú, enska, franska og rússneska. Við myndum líka aðeins hafa þrjá gjaldmiðla í gangi, dollarann, evruna og rúss- nesku rúbluna. Einnig yrðu herir Bandaríkj- anna, NATO og Rússlands þeir einu sem yrðu starfræktir.“ Kína vill Zhírínovskí skipta upp í sex hluta, með því yrði dregið úr þeirri hættu sem hann telur að stafi af þessa risastóra ríki. Zhírínovskí segir að auðvitað verði fólki frjálst að nota önnur tungumál sín á milli en að hugmyndir hans miðist við að aðeins enska, franska og rússneska yrðu notaðar í alþjóð- legum samskiptum. Þannig mætti einfalda hlutina mjög, eins og með því að fækka gjald- miðlum. „Eins og staðan er núna gnæfir eitt ríki yfir öll önnur; Bandaríkin. Það er ekki nóg. Við þurfum jafnvægi, þrjú valdasvæði. Þannig tryggjum við friðsæld. Öllu yrði skipt upp á milli þessara þriggja valdablokka,“ segir Vladímír Zhírínovskí. Heiminum verði skipt í þrennt Rússneski þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskí stefnir að því að tryggja sér annað sætið í forsetakosningunum á næsta ári en segir að forsetaembættið verði síðan hans fjór- um árum síðar. Davíð Logi Sigurðsson hitti Zhírínovskí að máli í Strassborg og spurði Rússann m.a. um þær hug- myndir hans að gera Ísland að evrópskri fangaeyju. Vladímír Zhírínovskí, leiðtogi Frjálslynda lýð- ræðisflokksins svonefnda í Rússlandi. Þrátt fyrir nafnið er flokkur hans einkum þekktur fyrir þjóðernisöfgar og hernaðaranda. ’ Þetta yrði líka gott fyrirÍsland því við myndum borga ykkur fyrir að vista fangana og sinna starfi fangavarðar. ‘ david@mbl.is LJÓST er að minnst einn lét lífið og 27 slösuðust, þar af nokkrir alvarlega, í gær þegar tvær farþegalestir lentu í árekstri á lestarstöð við bæinn Holz- dorf í grennd við Weimar í austanverðu Þýskalandi. Aðeins eitt spor er á stöðinni og óku lestirnar tvær í gagnstæðar áttir þegar þær skullu saman. Reuters Manntjón í lestarslysi ÍHALDSMENN héldu meirihluta sínum í tveimur héruðum Austurríkis þar sem gengið var til kosninga í gær. Frelsisflokkurinn, sem helst er kenndur við fyrrverandi leiðtoga sinn, öfgamanninn Jörg Haider, galt hins vegar afhroð. Fyrstu tölur bentu til þess að helsti flokkur íhaldsmanna, Þjóðarflokkurinn, myndi fá 40% at- kvæða í Efra-Austurríki, sem er lítils háttar aukning á fylgi frá kosningum fyrir tveimur árum. Flokkurinn virt- ist myndu fá rúmlega 51% atkvæða í Týról. Sósíaldemókratar fengu næstflest atkvæði í báðum héruðum, nærri 38% í Efra-Austurríki og um 26% í Týról. Frelsisflokkur Haiders missti meira en helming fylgisins í Efra-Austur- ríki, fór í tæp 9%, og í Týról fékk hann 8% samkvæmt fyrstu tölum. Frelsisflokkurinn berst hart gegn Evrópusambandinu og innflytjend- um. Talið er að ósigurinn í gær geti orðið til þess að Haider reyni að verða aftur leiðtogi flokksins sem hefur orð- ið fyrir búsifjum síðustu árin vegna innanflokksdeilna. Flokkur Haiders galt afhroð Vín. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.