Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 22
F IMM ár eru um þessar mundir frá því Stofnun Vilhjálms Stefánssonar var sett á laggirnar á Akureyri. „Tíminn hef- ur liðið hratt og ýmislegt áunnist,“ sagði Níels Einarsson, forstöðumað- ur stofnunarinnar, þegar Morg- unblaðið ræddi við hann í tilefni tíma- mótanna. „Íslendingar gleyma því stundum að Vilhjálmur var Kanadamaður; Stefánsson var ekki föðurnafn hans heldur ættarnafn. Faðir hans hét Jó- hann Stefánsson.“ Jóhann og eig- inkona hans voru í hópi Íslendinga sem fluttu úr Eyjafirði til Manitoba 1876 og þar fæddist Vilhjálmur 1879. Nú er 41 ár frá því Vilhjálmur lést en Níels segir rannsóknir hans og verkefni enn býsna vinsælt viðfangs- efni. Árangur sem erfiði Níels segir að stofnunin hafi hlotið góðar viðtökur. „Það getur verið erfitt að mæla ár- angur svona stofnunar. En sam- kvæmt mælistikum árangursstjórn- unar höfum við tekið að okkur ýmis verkefni, ekki síst í alþjóðlegu sam- starfi, og haft árangur sem erfiði. Núna erum við til dæmis með á okkar könnu umsvifamikil alþjóðleg sam- starfsverkefni. Það er mikil þörf fyrir upplýsingar um norðurslóðir; mann- líf, náttúru og auðlindanýtingu.“ Fjórir starfsmenn eru fastráðnir við stofnun Vilhjálms Stefánssonar og fleiri starfa þar við ýmis verkefni. fastir og fleiri „Þá tengjast okkur sérfræðingar á ýmsum stöðum um allan heima sem ráðgjafar. Og hingað koma reglulega gistifræðimenn.“ Eitt þeirra verkefna sem stofnunin hefur unnið í samstarfi við Norður- slóðastofnanir í Evrópu og Norður- Ameríku er upplýsingaveita um norð- urslóðir á Netinu. „ESB og Norræna ráðherranefndin styrktu það verkefni myndarlega. Þar er að finna upplýs- ingar um samfélög, um umhverf- isbreytingar og um málefni sjálf- bærrar þróunar á norðurslóðum, eftir viðurkennda sérfræðinga á fimm tungumálum – sem er óvenjulegt með upplýsingaveitur á Netinu. Efnið er sett fram mjög myndrænt og að- gengilegt fyrir almenning, lærða sem leika,“ segir Níels. „Þetta er tilraun til að gera að- gengilegar upplýsingar um það sem efst er á baugi, um lífsskilyrði á norð- urslóðum, fyrir almenning um allan heim sem hefur ekki endilega aðgang að slíkum upplýsingum. Það er gerð tilraun til þess að vekja athygli á lífs- skilyrðum hins almenna norð- urslóðabúa og þannig vekja athygli og kannski samúð með kjörum þessa fólks og lífsskilyrðum.“ Níels fullyrðir að framtíð norð- ursvæðanna sé ekki síst í höndum þeirra sem sunnar búa. „Efnahags- lega, félagslega og umhverfislega. Það er því brýnt að þeir sem sunnar búa á hnettinum geri sér grein fyrir þessu nána sambandi. Þetta er eitt af þeim alþjóðlegu samvinnuverkefnum sem við höfum tekið þátt í, og reynd- ar stjórnað.“ Hann nefnir að stofnunin sé „á kafi“ í því verkefni sem formennska Íslands í Norðurskautsráðinu er. „Stofnunin er aðsetur verkefnisins og sér um að samhæfa og hafa umsjón með verkefninu og til þess hefur verið ráðinn sérfræðingur sem verkefn- isstjóri. Þetta er veigamikið verkefni; tilraun til að taka saman, með aðstoð sérfræðingahóps frá öllum norð- urslóðaríkjunum, yfirlit um lífskjör á norðurslóðum. Þetta hefur aldrei ver- ið gert. Norðurskautssvæðið hefur látið taka saman greinargerð, yfirlit um stöðu mengunarmála og líf- fræðilega fjölbreytni – en nú er komið að samfélögum og mannahópum. Verkefnið tekur til allra mannhópa á norðurslóðum, ekki eingöngu frum- byggja. Þetta er verulega mikilvægt verkefni og veigamikið sem stofn- uninni hefur verið treyst fyrir að hafa umsjón með.“ Hann segir verkefnið falla vel að áherslum stofnunarinnar þar sem hugtakið sjálfbær þróun – „sem má skilgreina sem ábyrga samfélags- og efnahagsþróun í sátt við umhverfið“ – er í miðdepli. „Okkar starf miðast að því að taka þátt í alþjóða samstarfi á þessu sviði. Fyrir litla þjóð á borð við Íslendinga, sem er svo háð auðlinda- nýtingu og umhverfi, er bráðnauð- synlegt að taka þátt í alþjóða- samvinnu, og flest okkar verkefni hafa þetta að leiðarljósi.“ Mikil viðurkenning Adrienne Clarkson, landstjóri Kanada, sem hóf opinbera heimsókn til Íslands í gær, sækir stofnun Vil- hjálms Stefánssonar heim á mánu- daginn og flytur þá minningarfyr- irlestur Vilhjálms. „Ég lít svo á að það sé mikil viðurkenning á starfi stofnunarinnar, enda höfum við átt sérstaklega gott samstarf við Kan- adamenn, stofnanir og samtök, á þessum fimm árum,“ segir Níels. „Í heimsókninni verður lögð sérstök áhersla á mikilvægi hins félagslega arfs, menningar, fyrir lífvænleika samfélaga á norðurslóðum og hvað hægt er að gera til að miðla upplýs- ingum um hvaða þættir það eru í samfélögum sem gera það að verkum að sum samfélög komast betur af en önnur og hvernig miðla má slíkri þekkingu um norðurskautssvæðið.“ Níels segir það hafa komið af- skaplega vel út að stofnunin sé stað- sett á Akureyri. „Við vitum ekki hvernig stofnunin hefði þróast ef hún hefði verið sett niður í Reykjavík, en Akureyri er vaxandi nafn í norð- urslóðasamstarfi. Hér er stofnun Vil- hjálms, við höfum höfum haldið hér fjölda ráðstefna og funda um norð- urslóðamálefni og hér á Akureyri eru líka tvær skrifstofur Norðurskauts- ráðsins staðsettar og halda báðar uppi öflugri starfsemi. Það hefur í för með sér að bærinn er orðinn þekktur sem norðurslóðabær. Kannski þess vegna hefur ekki ver- ið erfitt að fá hér mjög hæfa starfs- menn og þeir gistifræðimenn sem hér hafa verið, eru hæstánægðir með dvölina. Með nútíma samskiptatækni er staðsetning stofnunarinnar ekki vandamál.“ Mikil þörf fyrir upplýsing- ar um norðurslóðir Fimm ár í sept- ember frá því Stofnun Vil- hjálms Stefáns- sonar hóf störf Starfsmenn og gestir: Vladimir Vasiliev og Yana Alexandrova, gestafræðimenn frá Jakútíu í Rússlandi, Lára Ólafsdóttir skrifstofustjóri, Níels Einarsson forstöðumaður, hin grænlenska Joan Nyman Larsen deildarstjóri og Jón Haukur Ingimundarson sviðsstjóri við húsnæði stofnunarinnar við Norðurslóð. Morgunblaðið/Kristján Árangur sem erfiði: Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri, segir margt hafa áunnist á fimm árum. AKUREYRI 22 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tók bíl ófrjálsri hendi | Héraðs- dómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo karlmenn á þrítugsaldri í 35 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt fyrir að taka bíl ófrjálsri hendi á Húsavík og aka hon- um utan vega í bænum. Annar mað- urinn var dæmdur til að greiða 30 þúsund krónur í sekt, en hann hafði ekki endurnýjað ökuskírteini sitt. Hinn maðurinn var dæmdur til að greiða 25 þúsund krónur í sekt. Af því bara | Lovísa Lóa Sigurð- ardóttir myndlistarmaður opnar sýn- inguna „Af því bara er ekkert svar“ á Kaffi Karólínu Akureyri, í dag, laug- ardag 11. október kl. 14. Sýningin samanstendur af málverkum unnum í olíu og blandaðri tækni á striga. Lovísa Lóa lærði myndlist í Finn- landi og Edinborg, einnig látbragðs- leik í Kaupmannahöfn Sýningin stendur til 7. nóvember næstkomandi. ÞRJÚ fyrirtæki hafa opnað skrif- stofur í húsnæði við Hvannavelli þar sem bílasala Hölds var áður til húsa. Eitt fyrirtækjanna er að hefja starf- semi nú; Margt smátt – Bolur Norð- urland, sem selur auglýsingavörur af ýmsu tagi auk þess að sjá um merk- ingar og skiltagerð, en hin eru tölvu- fyrirtækið EJS og Símaland sem fluttu sig um set innanbæjar. Á myndinni er Sigurpáll Árni Aðal- steinsson, sem rekur Margt smátt – Bol á Akureyri, í miðjunni, og tveir starfsmanna fyrirtækisins í Reykja- vík, Rúnar Ívarsson, til vinstri, og Árni Esra Einarsson markaðsstjóri. Þrjú undir sama þaki Morgunblaðið/Kristján Seiðandi suðrænir tónar | Hjónin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Jav- ier Jauregui gítarleikari koma fram á tónleikum í Ketilhúsinu á Akureyri í hádeginu á þriðjudag, 14. október, kl. 12.15. Efnisskráin er fjölbreytt og ljúf segir í frétt um tónleikana, þjóðleg en einnig með alþjóðlegu ívafi. Þar munu vísur Vatnsenda-Rósu heyrast sem og ítölsk lög og lög við ljóð Garcia Lorca. Gamlar myndir | Opnuð hefur ver- ið í Minjasafninu á Akureyri sýning á ljósmyndum Lenharðs Helgason- ar. Um er að ræða mannlífsmyndir frá árunum 1953 og 1954. Lenharður keyrði kjörbúðarbíl Kaupfélags Ey- firðinga og var alltaf með myndavél í bílnum og myndaði mikið. „ÉG er stundum spurður hvort því fylgi ekki erfiðleikar að stofnunin beri nafn þessa þekkta og umdeilda manns. Ég svara því til að svo sé ekki. Auðvitað var Vilhjálmur töluvert umdeildur á sínum tíma og er ennþá en arf- leifð Vilhjálms Stefánssonar er ákalega frjó og mikils virði; hug- sjón hans og sýn á framtíð norð- urslóða og eðli lífsskilyrða á norðurslóðum. Sífellt er hægt að sækja í þann hugmynda- og fróð- leiksbrunn sem Vilhjálmur byggði með sínu lífsstarfi. Það hefur verið sagt um Vilhjálm að hann sé svo heillandi karakter að best sé að forðast hann; lífshlaup hans sé eins og hvalur sem gleypi hvern þann sem reynir að segja frá því. Það er örugglega rétt að umfjöllun um Vilhjálm hefur gleypt marga og um hann eru gerðar heimildamyndir og skrif- aðar lærðar bækur, og það er ágætt að slík umfjöllun sé fyrir hendi. Verra er þegar fjallað er um Vilhjálm á rætinn og ósann- gjarnan hátt og slík umfjöllun hefur reyndar sérstaklega komið fram í bókum um Karluk slysið. Þar hefur umfjöllunin jaðrað við persónuníð og rógsherferð. Vil- hjálmur sjálfur tók slíkum árás- um með stökustu ró og svaraði aldrei í sömu mynt og ég hygg að þeir sem kynna sér vel stað- reyndir málsins og frásagnir sagnfræðinga líti málið í öðru ljósi.“ Arfleifð Vilhjálms frjó og mikils virði          STUTTMYND eftir ungan Ak- ureyring, Elvar Guðmundsson, verður sýnd í Sambíóinu á Ak- ureyri, Nýja bíói næstu þrjá daga, sunnudag, mánudag og þriðjudag, 12. til 14. október. Tvær sýningar eru hvern dag, sú fyrri kl. 18 og hin síðari kl. 19. Myndin heitir Fautar og villimeyjar og er að sögn Elvars gamansöm hasarmynd. Aðgangur er ókeypis. Fautar og villimeyjar       AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi verður haldinn í Deiglunni á Akureyri í dag, laugardaginn 11. október kl 13:30. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa munu þingmenn kjördæm- isins, þau Steingrímur J. Sigfússon og Þuríður Backman flytja stutt ávörp. Allir eru velkomnir á fundinn. Vinstri-grænir funda ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.