Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 10
10 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 31|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Heiða Jón Ólafsson ræðir við söngkonuna Ragnheiði Eiríksdóttur, Heiðu, í þættinum Af fingrum fram kl. 21.50 í Sjón- varpinu. LaugardagurFöstudagur Stórafmæli Sjallans Sjallinn á Akureyri heldur upp á 40 ára stórafmæli um helgina. Írafár spilar í kvöld, m.a. ný lög af nýrri plötu og góðir gestir verða í diskóbúrinu. Kapital Alfons X spilar á Kapital. Hundaganga Hundaganga kl. 13.30 frá Hlemmi niður Laugaveginn. Lögregluhundar leiða gönguna og ungir sýnendur. Gospeltónleikar Gospelkór Reykjavík- ur heldur tónleika í Háskólabíói kl. 15 til styrktar Samhjálp. Gestir m.a. Guðrún Gunnarsdóttir, Páll Rósinkranz, Fanny K. Tryggvadóttir og Maríanna Másdóttir. NASA Sálin hans Jóns míns leysir frá skjóðunni í Nasa. Gaukurinn Slagkraftur í Kung Fú á Gauknum fram eftir öllu. Milljónamenn Milljónamæringarnir Páll Óskar og Bjarni Ara syngja á Players í Kópavogi. Bubbi og Hera Tónleikar með Bubba og Heru í Höllinni í Eyjum kl. 21, en bæði gefa út nýja plötu fyrir jólin. Birgitta og Jónsi Birgitta Haukdal og Jónsi stýra Djúpu lauginni á Skjá 1 í kvöld kl. 22. Kjall- arinn Johnny dee með heitustu danstónlist liðinna áratuga, diskó, sítt að aftan, og hvað það allt nefnist. Grandrokk Miðnes með út- gáfutónleika á Grandrokk kl. 23. Rússíbanar Rússíbanar fara á fulla ferð með nýja efnisskrá í Salnum í Kópavogi kl. 20. Rússíbanar hafa fundið lagasmíðar í fórum meðlima, tangó, valsa og villtari takt- tegundur, sem eiga eftir að kitla tær lands- manna síðar, en heyrast nú í vandaðri tónleikaútgáfu. The Hefners Diskókóngarnir í The Hefners í Hlégarði í Mosfellsbæ. Stuðmenn Verslunarmannaball með Stuðmönnum og Halla og Ladda í Höllinni í Eyjum. Ísland-Pólland Landsleikur Íslands og Póllands í handknattleik á Ólafsvík kl. 16.30, en leikurinn verður sýndur í beinni í Sjónvarpinu. Sænsk nótt Leiklestur á Nóttin er móðir dagsins eftir Lars Norén kl. 20 í Þjóðleikhúsinu, en það er liður í sænskum menning- ardögum. Raftónlistarveisla Gridrecords.com kynnir í Iðnó listamennina Dada Pogrom, Clever & Smart, Dj Lansivayla, M31, Dj Deluxe, Miss- cock og Vindva Mei. Grand- rokk Miðnes með útgáfutón- leika á Grandrokk kl. 23. Hressó Rauða torgs-partí. Eld- listamaðurinn Viktor með sýningu á miðnætti. Kiddi Bigfoot í búrinu. Megasukk Megas og Súkkat á Grandrokk kl. 23. Hrekkjavaka Páls Óskars Páll Óskar með sitt fyrsta árlega hrekkjavökupartý á Nasa; grímu- ball og sá sem mætir í flottasta búningnum verðlaunaður. Au „Að sa húrs B hlutsk fornu ur kl V I K A N 3 1 . o k t . - 6 . n ó v . Morgunblaðið/Jim Smart Engardúkkulísur Þrjár íslenskar kvennarokksveitir spila á Vídalín á laugardagskvöld og er það enda- punkturinn á femínistavikunni sem senn er að ljúka. Dúkkulísurnar, Rokkslæðurnar og Heimilistónar troða upp auk Rósu Guðmundsdóttur og Stellu Hauks. Þá mun Andr- ea Jónsdóttir þeyta skífur. Erla Ragnarsdóttir, söngvari í Dúkkulísunum, hlakkar til kvöldsins. Hver er uppáhalds rokkfemínistinn þinn? Sú fyrsta sem mér dettur í hug er Kidda rokk úr Rokkslæðunum. Hún er mögnuð og mikil rokkhetja. Þær sem höfðu mest áhrif á mig í æsku voru rokkgyðjur á borð við Chrissy Hynde úr Pretenders, bassaleikarinn Susie Quatro og Pat Benetar. Svo auð- vitað Madonna, hún hefur alltaf farið sínar eigin leiðir. Það eru líka margir karlrokk- femínistar í uppáhaldi eins og Leonard Cohen og Tom Waits og svo að sjálfsögðu Bubbi, sem er oft kvennapólitískur í sínum textum. Eruð þið dúkkulísur? Nei, við erum það nefnilega ekki. Nafnið festist við okkur þegar við vorum að byrja í hljómsveitinni og fengum að nota æfingahúsnæði vina okkar. Þetta var rykugt og skít- ugt iðnaðarhúsnæði og strákunum sem lánuðu okkur húsið fannst við eitthvað pjatt- aðar og kallaði okkur dúkkulísurnar. Hvað ætlið þið að taka á ballinu? Aðallega okkar gömlu frumsömdu lög, en við verðum líka með tvö ný sem við höfum verið að vinna. Lísa Pálsdóttir, útvarpskona og söngkona með meiru, ætlar að taka með okkur lagið ásamt fleirum. Hvernig líst þér á kvennarokkið núna? Bara vel, það er margt spennandi í gangi, til dæmis eru í uppáhaldi Norah Jones, Nelly Furtado, Tori Amos og Eivör. Svo eru Emil- íana Torrini og Björk auðvitað að gera skemmtilega hluti. Samt finnst mér vanta meira af konum sem eru að gera eitthvað sjálfar, út frá hjartanu. Það er svo mikið af stelpum sem reyna bara að falla að einhvers konar stöðluðum ímyndum, taka til dæmis þátt í Stjörnuleit. Annars er ýmislegt skemmtilegt að gerast, til dæmis finnst mér stelp- urnar frá Sauðárkróki, í Sheep River Hook, frábærar. Hvernig var að vera kvennahljómsveit fyrir 20 árum? Við vorum reyndar ekkert ofboðslega meðvitaðar um að að við værum kvennaband, við vorum fyrst og fremst hljómsveit. Þótt text- arnir séu femínískir eins og Pamela í Dallas vorum við ekkert sér- staklega að beina sjónum okkar að konum heldur vorum við í raun að fjalla um ungt fólk og þeirra vandamál, eins og hvernig er að vera í skóla, ólétt eða í tilvistarkreppu. Við ætluðum okkur aldrei að vera femínískt pólitískar þótt við séum það í dag. Hver var svarthvíta hetjan? Það voru strákarnir í Duran Duran. Við vorum svo veikar fyrir Simon Le Bon og John Taylor og spiluðum alltaf myndbönd með þeim í hljómsveitarrútunni okkar. Gítarleik- aranum okkar ofbauð einhvern tímann og samdi texta um þetta. Margir karlar hafa samt tekið þetta til sín og talið að við værum að fjalla um þá, þeir mega það líka alveg því textinn getur fjallað um hvern sem er. |bryndis@mbl.is 31. okt.-1. nóv. Stelpur stjórna tónlistinni á Vídalín um helgina Þrír af bestu kvenplötusnúðum landsins munu trylla lýðinn á Vídalín á föstudagskvöldið. Kvöldið hefst klukkan 22 þar sem DJ Sóley byrjar með harðkjarna hip hop og ŕńb. DJ Lilja frá Akureyri mun spila fram- sækna hústónlist og DJ Guðný tek- ur síðan við með dúndrandi teknó- tónlist fram eftir nóttu. „Við ætlum að byrja snemma,“ segir DJ Sóley sem lærir sálfræði í Háskólanum á milli þess sem hún þeytir skífum á skemmtistöðum borgarinnar. „Þetta verður örugg- lega frábært. Við héldum einu sinni svipað kvöld fyrir nokkrum árum á Thomsen sem þá var og þá var troð- fullt hús og mikil stemmning. Fólk verður svo ánægt og glatt þegar við stelpurnar tökum okkur til. “ Hún segir sífellt fleiri stelpur reyna fyrir sér sem plötusnúða. „Fullt af stelpum er að spila núna þótt strákarnir hafi kannski verið meira áberandi í þessu og duglegri í að koma sér á framfæri, það er samt að breytast.“ Sóley spilar mikið á Vegamótum en einnig á Nasa og Prikinu. Hún segir starfið fínt en hún er fullbókuð allar helgar fram að jólum. Hún væntir þess að sjá bæði stráka og stelpur mæta á föstudagskvöldið. „Það væri gaman að fá fullt af stelp- um á svæðið, þá fylgja strákarnir líka alltaf með,“ segir hún og hlær. Hip hop og hús Ea Lög E frá 22 arinna urfrét (M a 20 er ma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.