Vísir - 29.10.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 29.10.1980, Blaðsíða 23
23 Miðvikudagur 29. október 1980 VÍSIR l skugga siyrialdar Ragnheiður Jónsdóttir: Dóra i Álfheimum. Reykjavik, Iðunn 1980. Á síðastliðnu ári hóf Bókaútgáfan Iðunn endurútgáfu á Dóru-bókunum eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Á þessu ári eru liðin 35 ár frá þvi að bækurnar Dóra og Dóra i Álfheim- um komu fyrst út. Þess- ar bækur hafa lengi ver- ið ófáanlegar á bóka- markaði og þvi er full ástæða til að fagna endurútgáfu þeirra. Höfundurinn Ragnheiöur Jóns- dóttir fæddist á Stokkseyri i april 1895. Hún lauk kennaraprófi 1923 og fékkst við kennslustörf til árs- ins 1932. Eftir það stundaði hún heimilisstörf auk ritstarfa, lengst af i Reykjavik. Ragnheiður var orðin 46 ára gömul þegar fyrsta bók hennar Arfur kom út. Eftir fimmtugt fóru bækurnar að koma fyrir alvöru frá hennar hendi og eftir 1945 komu út eftir hana 25 skáldsögur fyrir unglinga og full- orðna. Einnig komu út eftir hana tvö smásagnasöfn auk nokkurra leikrita. Ragnheiður lést árið 1967. Unglingabækur Ragnheiðar nutu fljótt töluverðra vinsælda, enda ekki að ástæöulausu. Hæst ber þar sögurnar um Dóru og sögurnar um Kötlu. Dóra er dóttir vel stæðra for- eldra og þau ætla henni stórt hlut- verk i veröldinni. Draumurinn er, aðhún verði listdansari. 1 bókinni Dóra i Alfheimum eru foreldrar hennar erlendis og á meöan dvelst Dóra ásamt ömmu sinni, húshjálpinni Völu sem er góð vin- kona Dóru i sumarbústað i eigu Ein mynda Ragnheiðar Gestsdóttur í bókinni. foreldra Dóru. Einnig dvelst þar kona, Maria ásamt syni sinum, sem er lamaður fyrir neðan mitti. Sagan gerist lýðveldishátiðarárið 1944 og blandast lýðveldisstofn- unin inn i söguþráðinn. Ýmislegt skemmtilegt skeður þetta sumar. En yfir öllu hvilir samt undir niðri dimmur skuggi, skuggi heimsstyrjaldar sem geis- Siguröur Helgason skrifar ar. Og Dóra hefur áhyggjur af þvi hvort foreldrar hennar komist heilu og höldnu heim aftur úr ferðinni til Ameriku. Einnig hefur hún áhyggjur af Skúla, lamaða piltinum, sem er þunglyndur. En Dóra gerir sitt besta til að gera honum, sem og öðrum sem eiga i erfiðleikum, lifið bærilegra. Hún reynir að hjálpa öllum sem eru hjálpar þurfi. Sé bókin Dóra I Áifheimum les- in með lftilli eftirtekt kann svo að fara að lesar.dinn telji hana vera ósköp venjulega stelpubók sem fjalli um allt og ekkert. En sé hún hinsvegar lesin með athygli kemst lesandinn ekki hjá þvi að gera sér grein fyrir þeim alvar- lega undirtón sem að baki býr. Höfundurinn dregur fram mjög skarpar andstæður varðandi lifs- kjör fólks. Annars vegar fjöl- skyldu Dóru sem er mjög vel- megandi og hins vegar Gisla og Olöfu sem eru vinnusamt og nægjusamt fólk, en býr samt við þröngan kost. Höfundinum tekst að koma þeim vandræöum sem striðið skapaði ungum islenskum stúlk- um á framfæri. Húsnæðisvand- ræði fólks i Reykjavik ber á góma i sögunni og þannig má halda lengi áfram. En niðurstaðan er sú, að höfundi er mikið i mun að koma islenskum raunveruleika fram i dagsljósiö i sögunni. Hann leitast við aö fá lesandann til að hugsa um hverskonar þjóðfélag hafi fóstrað Dóru. Söguformið er mjög óvenjulegt. Dóra skrifar vinkonu sinni Ellu bréf, sem lýsa þvi sem sagan seg- ir. Þetta form veitir ýmsa mögu- leika sem hefðbundin skáldsaga býr ekki yfir. En formið gerir einnig miklar kröfur til höfundar- ins. Það er samdóma álit þeirra sem lagt hafa sig eftir að kynna sér verk islenskra rithöfunda sem skrifa fyrir börn og unglinga, að Ragnheiður Jónsdóttir sé i hópi þeirra fremstu. Rik ástæða er til að mæla með bókinni Dóra í Alf- heimum. Hún uppfyllir fyllilega þær kröfur sem gera ber til bóka um listræna framsetningu og boð- skap sem leiðir til umhugsunar. Dótturdóttir höfundar Ragn- heiður Jónsdóttir, myndskreytti bókina mjög laglega. Sigurður llelgason VERÐLAUNA- GRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiði alls konar félagsmerki. Hefi á- vallt f yrirliggjandi ýmsar stærðir verð- launabikara og verð- launapeninga, einnig styttur fyrir flestar greinar íþrótta. Leitiö upplýsinga \ MAGNUS E. BALDVINSSON Laugavegi 8. Reykjavík Sími 22804 CORUS HAFN ARSTRÆTI 17 - - SÍMI 22850 Með gætni skal urri götur aka \H| UMFERÐAR J U rAð yr svomœlii Svarthöföi Menningarmál hafa longum verið nokkurt rifrildisefni hér á landi og ber ekki að lasta það. Nú hefur þróunin orði sú um sinn, að horfur eru á þvi að menningarumræða falli niöur af sjálfu sér, vegna þess aö innan tiðar verður ekki nema annar armurinn eftir, sá sem byggir sig upp með innrætingu I skólum og sérstökum pólitiskum aögerðum I Háskóla islands. Þetta þýðir að til kennarastarfa og I blaðamennsku streymir fólk, sem hefur fengið „heppi- lega” leiðsögn alla sina skóía- tið. Það er svo minniháttar mál hvort það skrifar sig inn I hverfafélag hjá Sjálfstæöis- flokknum um leiö og þaö fær vinnu hjá blöðum, sem telja sér til ágætis að hafa heldur það er sannara reynist. Hlutleysi og frjálsiyndi á, blöðum er fyrir iöngu orðið vinstri sinnað. Innræting I skólum hefst t.d. á Reykjavikursvæðinu strax hjá Fræðslustofnun Reykjavikur, þar sem starfsmenn vinna sér til friðar aö skipulcggja breytt kennsluefni. Jafnframt voru þar starfandi aðilar og eru enn, sem komu þangað á vegum Sjálf- stæöisflokksins i fullri vissu þess að menningu landsmanna væri einkum aö finna hjá Alþýöubandalaginu. Hún væri a.m.k. ekki i Sjálfstæðis- fiokknum. Undanlátssemi þess- arar stofnunar var þvi ekkert undrunarefni, og allra sist nú, þegar nýir herrar ráða borg- inni. Það er þvf ekki að vænta úr þeirri átt neins andófs gegn inn- rætingu I skólum Reykjavikur. Menntamálaráðuneytið hefur einnig mikið með kennslumál að gera eins og gefur aö skilja, en þar hafa vinstri menn, undir stjórn ráðuneytisstjóra, löngum verið allsráðandi á sviði kennslumála. Auk þess sótti ráðuneytisstjórinn & Co svo- kallaöan grunnskóla til Svi- þjóðar, sem er nú um það bil að gera alla islendinga menntunarsnauða. Aftur á móti skortir ekkert á fyrirmæli um heppiiega iesningu, þar sem heilu skáldsögurnar skulu vera sky ldulesning fyrirfinnist I þeim næg innræting, eins og t.d. I Kölskabók eins kommaskálds- ins. Menntamálaráðherra sjálf- ur, en þar hafa setið fram- sóknarmenn undanfarið, hefur sýnt sig I þvl aö vera harðari I em bætta veitingum, t.d. við Háskólann, en dæmi eru til um áður, og fer ekki á milli mála, að honum finnst innrætingin I skólakerfinu hvergi nærri nóg. Hann setur nú hvern innrætingarmeistarann á fætur öðrum I prófessorsembætti, alveg eins og rauöi áratugurinn sé aö hefjast. Þannig er smám saman veriö að breyta þjóðfélaginu uns enginn rödd verður eftir. Vel má vera aö sá háttur veröi hafður á fyrsta kastiö, að ekki þyki ástæða til annars fyrir þá inn- rættu en ganga i einhvern borgaraflokkanna þriggja meðan veriö er aö leggja undir sig þessar stofnanir lýðræðisins. Þaö er auövitað alveg ljóst að linnulaus innræting I skólum landsins ber árangur aö lokum, og hún er þegar farin að bera svo mikinn árangur, aö I raun er ástæðulaust að vera að halda alvarlegri menningarumræöu áfram rnikið lengur. Engir hafa brugöist eins á þessum vettvangi og einmitt þeir, sem af borgaraflokkunum hefur verið trúað til að hafa umsjón þessara mála. Þeir hafa veriðheybrækur upp til hópa, og ýmist látiö grenja upp á sig inn- rættu fólki, eöa misskilið það fyrir menningarpersónur. Ein ástæðan fyrir ráöningu rauðra prófessora I kjaftafögum við háskólann er aökoma I veg fyrir hróp um ofbeldi og mismunun. Hins vegar heyrist aldrei orð um, að börn frá sex ára aldri eru beitt ofbeldi I skólum landsins og þessu innrætingar- ofbeldi linnir ekki fyrr en nem- andi hefur útskrifast úr heim- spekideild. Við þvl segir enginn neitt, og allra sist menntamála- ráðherra, sem telur sitt æðsta verkefni að efla innrætingu. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.