Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 0 3 alla hans tilvist. Samlíkingin við hernám Þjóð- verja, sundrung norsku þjóðarinnar og það sem fólk þurfti að gera upp við sig í kjölfarið er vita- skuld nærtæk? Christensen jánkar því; „Það er mjög viðeig- andi lesning á bókinni. Eftir stríðið kom mikið af fólki utan af landi til borgarinnar og það gerði mér auðvelt fyrir. Illa sködduð hönd Arnolds, sem er tákn fyrir átök fortíðarinnar, er þó ekki auðlesið tákn. Í mínum huga er orsök örkuml- anna á hendi hans leyndardómur. Við vitum ekki hvað gerðist eða hvort hann segir sjálfur satt. Við neyðumst til að spyrja sjálf okkur hver þessi maður er. Hlutverk hans er því táknrænt fyrir stöðu okkar allra gagnvart náunganum, við vitum aldrei hvað í honum býr.“ Arnold á þessa tvo ólíku syni, Fred [sem þýð- ir friður] sem hann gengur í föður stað – Fred er ávöxtur nauðgunar daginn sem Norðmenn fagna friði – og síðan Barnum, sem er sögumað- urinn eða kannski sirkusstjórinn, er stýrir heimi frásagnarinnar. Hlutverk þeirra virðast einnig mjög táknræn? „Já, þeir eru ólíkir bræðurnir. Annar er reiður og þögull, en hinn kurteis og tjáir sig. Leið Barnums til að lifa af er að skrifa; gera til- raun til að skapa sögur sem eru stærri en hann sjálfur. Þannig kemur hann reglu á ringulreið- ina.“ Við stöndum nú á hæsta punkti Blåsen, og horfum yfir borgina, sem er Christensen aug- ljóslega hjartfólgin, enda hefur hann gert hana að sögusviði allra verka sinna. Blaðamaður er enn með hugann við Fred sem er hið myrka tóm – andstæða Barnums. Hann er ákaflega áhuga- verð sögupersóna; táknrænn fyrir friðinn en verður til með ofbeldi og býr yfir alvarlegum brestum. Það leiðir hugann að þeim innbyggða bresti sem hugtakið fólgið er í hugtaki á borð við frið, því friður virðist aldrei verða til nema í kjölfar mikilla átaka? „Það er auðvitað hin dökka kaldhæðni sög- unnar,“ svarar Christensen að bragði. Eftir nokkra umhugsun bætir hann við, „en það sem ég hef mestan áhuga á varðandi Fred, fyrir ut- an þögn hans, reiði og myrkrið sem fylgir hon- um, er sú staðreynd að hann er reyndar fjarver- andi úr sögunni mestan part hennar. Þrátt fyrir fjarveru sína hefur hann stöðug áhrif á allt og alla. Áhrif hans eru jafnvel meiri þegar hann er fjarverandi heldur en þegar hann er til staðar. Vegna fjarverunnar var hann þó erfiðasta per- sónan til að skrifa um, ég varð að mestu að koma honum til skila í gegnum aðra, sem reynd- ist töluvert snúið.“ Borgin ein persóna bókarinnar Christensen leiðir okkur eftir þröngum stíg niður í Fagerborg hverfið og yfir á Kirkjuveg- inn þar sem Barnum og fjölskylda hans bjó. Hann segir það dálítið fyndið að fara með okkur um þetta sögusvið, rétt eins og sagan sé raun- veruleiki en ekki skáldskapur. „Staðir skipta fólk þó miklu máli og mig langaði til að gera borgina að einni persónu sögunnar. Við verðum öll fyrir áhrifum af þeim stöðum sem við búum á, þeir mynda okkar innra landslag,“ segir hann um leið og við nemum staðar fyrir framan blokkina hans Barnum. „Íbúðin hans er þessi þarna á horninu, og þegar hann fer í skólann gengur hann hér eftir götunni og þarna fyrir hornið.“ En af hverju skyldi hann hafa valið þetta ákveðna hús sem hjarta sögusviðsins? „Húsið er byggt í rétthyrning, með porti í miðjunni. Þurrkloftið yfir því öllu var opið allan hringinn og vegna þess hve útgönguleiðirnar voru margar ofan af loftinu leitaði þangað fólk sem þurfti að fela sig í stríðslok. Loftið er kveikjan að sögunni, þaðan spinnast allir aðrir þræðir sögunnar, eftir að móður Freds og Barnums er nauðgað þar í upphafssenunni. Þurrkloftið heldur svo áfram að þjóna mik- ilvægu og táknrænu hlutverki söguna á enda.“ Nú eru til margar nauðgunarsenur í heims- bókmenntunum, en yfirleitt eiga þær sér stað á stöðum sem síðan er ekki vitjað á nýjan leik – kannski af því á þeim hvílir bölvun illvirkjans. Í þínu verki myndast einskonar sátt við vettvang glæpsins; sögupersónurnar læra að lifa með þessum stað og byggja sér reyndar heimili þar. Er það tengt uppgjörinu við stríðið? „Já, sáttin skipti mig máli í þessu samhengi,“ svarar Christensen. „En svo má ekki gleyma því að þurrkloftið var á þessum tíma yf- irráðasvæði kvenna; vinnuherbergi þeirra. Karlmenn áttu þangað ekkert erindi. Áhrifin af því þegar þessi óboðni gestur kemur þangað og rýfur kvenlega helgi staðarins eru þeim mun meiri. En svo breytist heimurinn.“ Hann segist einnig nota aðra smærri hluti í áþekkum tilgangi og þurrkloftið í strúktúr verksins; „hnapp og hring og bréf – smádót sem allt lifir lengur en við mannfólkið. Bréfið á sér hliðstæðu í minni fjölskyldu, því afi minn skrif- aði eitt slíkt og sendi frá Grænlandi. Ég held reyndar að þetta bréf, sem fól í sér fantasíu, framandleika og ferðalag út í hið óþekkta, hafi átt sinn þátt í því að ég ákvað að gerast rithöf- undur. Ég las bréfið aftur og aftur á meðan ég var að skrifa bókina og einn hluti þess rataði óbreyttur inn í textann. Það er sá hluti þar sem leiðangursmennirnir í Grænlandi finna litlu moskusuxana tvo sem þeir ætla að fara með til Danmerkur. Auðvitað mynda fullorðnu dýrin í hjörðinni hring um afkvæmin til að verja þau og til þess að ná þeim lifandi þurfa mennirnir að drepa alla hjörðina nema þessi tvö. Þessi frá- sögn í bréfinu er í rauninni myndhverfing fyrir mína sögu; þá Fred og Barnum og konurnar sem eru í kringum þá og veita þeim vernd. Þetta er mjög grimmileg mynd, lýsandi fyrir það sem konurnar verða að þola í verkinu.“ Stór hluti af mennsku lífi Á göngu okkar hringinn í kringum húsið og inn í portið, segir Christensen okkur frá því hvernig raunveruleikinn og skáldskapurinn í Hálfbróðurnum séu farnir að tvinnast saman í hugum Óslóarbúa. „Ég sá íbúð í þessari blokk auglýsta til sölu fyrir skömmu,“ segir hann brosandi, „og þar var tekið fram að úr íbúðinni væri útsýni yfir að íbúð Barnums. Mér þótti þetta alveg fáránlegt. En eftir á að hyggja er ekki nema eðlilegt að fólk eigi erfitt með að greina skáldskapinn frá raunveruleikanum þeg- ar það þekkir sögusviðið vel.“ Hann hlær og segir marga halda að hann sé sjálfur Barnum og hljóti að eiga hálfbróður. „Þrátt fyrir að þetta sé auðvitað heimskulegt, þykir mér svolítið vænt um að fólk skuli taka skáldskap minn svona bókstaflega. Það ber vott um trú á honum.“ Þýðandinn hefur að mestu haldið sig til hlés í þessu spjalli, enda greinilega umhugað um að leyfa höfundinum að koma sínu að. En við þessi orð Christensen stenst Sigrún ekki mátið og segir honum frá því hvernig allt sem hún sjálf tók sér fyrir hendur á meðan hún var að þýða hafi virst eiga sér hliðstæðu í bókinni. „Með þessum hætti komst ég að því hversu bókin þín rúmar stóran hluta af mennsku lífi,“ segir hún. Það er augljóst að Christensen þykir vænt um þessi orð, enda segja þau allt sem segja þarf um alltumlykjandi viðveru verksins í lífi þýð- andans. Og á leiðinni til baka niður Kirkjuveginn komumst við Sigrún að því að meira að segja heimsfrægt fólk hefur fundið sig knúið til að sýna höfundinum samsömun sína við söguþráð Hálfbróðurins. Árituð mynd af Laureen Bacall, sem vinkona Barnums á, leikur nokkuð stórt hlutverk í bókinni, og Christensen uppljóstrar um að sjálf leikkonan hafi sent honum slíka mynd áritaða eftir að bókin kom út. „Ég varð voðalega stoltur,“ segir hann hlæjandi, „og hengdi hana auðvitað yfir skrifborðið mitt. Nú er hún enn eitt dæmi um það hvernig skáld- skapur og veruleiki tvinnast saman, þar til skáldskapurinn er tekinn bókstaflega.“ …fetað í fótspor Barnums að Uranienborg- arskóla… ...í porti blokkarinnar við Kirkjuveg. Höfundur og þýðandi við tréð þar sem söguhetjur Hálfbróðurins mæltu sér mót… ... við útidyr bræðranna Barnums og Freds…... komin upp á Blåsen í Stensparken… fbi@mbl.is TVÖ ný Lærdómsrit Bók- menntafélagsins eru komin út og eitt endurútgefið: Framfaragoð- sögnin eftir Georg Henrik von Wright í þýðingu Þorleifs Hauks- sonar. Inngang ritar Sigríður Þor- geirsdóttir. Finninn von Wright var einn af fremstu heimspekingum Norður- landa á 20. öld. Ritið er safn sjö greina, skrifaðar á árunum 1987 til 1992. Hér skoðar von Wright hug- myndaheim samtímans, hann reyn- ir bæði að grafast fyrir um þau öfl í sögulegri fortíð okkar sem hafa stýrt þróuninni fram til okkar tíma, en gagnrýnir einnig trú manna á framfarir í krafti auk- innar þekkingar og tæknikunnáttu. Ritið er 285 bls. Grundvöllur að frumspeki sið- legrar breytni eftir Immanuel Kant er í þýðingu Guðmundar Heiðars Frímannssonar, sem einn- ig ritar inngang. Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni er í senn ein víðlesnasta bók Kants og ein af perl- um vestrænnar heimspeki. Þar má finna hugmyndir Kants um forsendur siðferðilegrar breytni, en þær hafa haft mótandi áhrif á hugmyndir manna um siðfræði og rétt- læti allar götur síð- an hann setti þær fram á ofanverðri 18. öld. Þetta er fyrsta rit Kants, þessa þekkta heimspekings,sem þýtt er á íslensku. Ritið er 235 bls. Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill er endurútgefið. Þýtt hefur Sigurður Jónasson. Inngang ritar Auður Styrkárs- dóttir. Mill leitast við að sýna fram á tvennt: að þau rök sem not- uð eru gegn réttind- um kvenna séu hald- laus og að aukið frelsi kvenna og þátttaka þeirra í starfsemi sam- félagsins myndi bæta almannahag. Í samræmi við það rökræðir hann og hrekur helstu við- teknar hugmyndir gegn kvenfrelsi. Bókin er nú endurútgefin aukin og bætt m.a. með eftirmálsgrein Þórs Jakobssonar um þýðandann, Sigurð Jónasson. Ritið er 371 bls. Það er Hið íslenska bókmennta- félag sem gefur ritin út. Þrjú Lærdómsrit Bókmenntafélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.