Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Helgi Pjeturss og jarðfræði Íslands. Tekið hafa sam- an Elsa G. Vil- mundardóttir, Samúel D. Jóns- son og Þorsteinn Þorsteinsson. Hér er fjallað um jarð- fræðinginn Helga Pjeturss (1872-1949), fyrsta Íslend- inginn sem lauk doktorsnámi í jarð- fræði. Bókin er byggð á ýmsum heim- ildum um ævi hans eins og hún birtist í bréfum hans og fjölskyldunnar og einnig bréfaskiptum Helga við fjöl- marga jarðvísindamenn. Fróðleikur er sóttur í ferðadagbækur og jarð- fræðiritgerðir Helga. Ritgerðirnar birt- ust flestar í erlendum tímaritum. Þær hafa ekki verið aðgengilegar íslensk- um lesendum fyrr. Útgefandi er Pjaxi ehf. Bókin er 248 bls. Verð: 2.900 kr. Lífshlaup Horft til framtíðar - stefnumótun í lifandi fyrirtæki er eftir Magnús Ívar Guðfinnsson við- skiptafræðing. Bókin fjallar um mikilvægi stefnu- mótunar til að við- halda samkeppn- ishæfni fyrirtækisins; þannig að horft sé til framtíðar. Stefnumótunarramm- inn er kynntur en hann samanstendur af fimm þrepum sem nauðsynleg eru þegar unnið er að því að setja saman stefnu fyrirtækisins. Fjallað um nýj- ustu strauma og stefnur í stefnumót- un og fjöldi dæma tekin til að sýna fram á árangur fyrirtækja sem hafa beitt aðferðunum sem eru til umfjöll- unar. Fjallað er um stefnu og áherslur í starfsemi tveggja framsækinna fyr- irtækja, Opin Kerfi Group hf. og Prent- met ehf., til að gefa lesendum mynd af stöðu ólíkra fyrirtækja og stefnu- mótandi valkostum sem þau standa frammi fyrir í samkeppninni. Útgefandi er Fjölsýn forlag. Bókin er 120 síður, prentuð í Odda. Anna Cynthia Leplar sá um kápuútlit. Verð: 2.950 kr. Saga Þúsund vís- dómsspor og Þúsund ham- ingjuspor hef- ur að geyma fjölda tilvitn- ana sem veita sýn á mik- ilvægi ham- ingju, þekk- ingar og visku. Ísak Harð- arson skáld ís- lenskaði. Útgefandi er JPV útgáfa. Bækurnar eru hvor um sig 465 bls. og eru ríkulega myndskreyttar. Þær eru prentaðar í Kína. Verð:980 kr. hvor bók. Handbók Albert Einstein nefnist ævisaga sem Roger High- field & Paul Cart- er hafa skrifað. Þýðandi er Þor- björg Bjarnar Frið- riksdóttir. Hundruð bóka og ritgerða hafa verið skrifuð um afrek hans á sviði eðlisfræðinnar, um afstæðiskenn- inguna sem gjörbreytti heimsmynd okkar og lagði grunninn að smíði kjarnorkusprengjunnar. Hann var dýrkaður og dáður um alla veröld sem lifandi goðsögn, umsetinn og eltur af blaðamönnum og aðdáendum, oft ungum konum sem vildu allt til vinna til þess eins að fá að snerta hann. Hulunni er svipt af goðsögninni og einkalíf þessa mikla snillings opinber- að. Hvernig var manneskjan Albert Einstein, eiginmaðurinn og faðirinn? Vissulega má segja að hann hafi verið eigingjarn og sjálfhverfur, en eru það ekki svo oft einkenni sannra snillinga sem sökkva sér svo djúpt í viðfangs- efnið að ekkert annað nær athygli þeirra.? Hér er fjallað um tvö hjóna- bönd, ástríður og afbrýðisemi, heitar tilfinningar, erfiðan skilnað og sam- band hans við börnin sín. Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Bókin er 364 bls., prentuð í Singapore. Verð: 3.980 kr. Ævisaga TITILL þessarar nýju bókar Bjarna Bjarnasonar er tvíræður: Eintölu- og fleirtölumynd orðsins Andlit er sú sama og þegar við bæt- ist að myndin framan á bókarkápu er af grímu eða dulargervi er ekki laust við að lesandi fyllist grunsemd- um um að hér sé ekki allt sem sýnist. Þegar bókin er opnuð blasir við á tit- ilsíðu undirtitillinn „skáldævisaga“ og gaman er að sjá að þetta snjalla tegundarheiti sem Guðbergur Bergsson valdi sjálfsævisögu sinni er komið til að vera. Hér er sem sagt um að ræða skáldverk sem byggist á ævi höfundar sem reynist hafa frá ýmsu að segja þótt ekki sé hann aldraður mjög (f. 1965). Reyndar er mikil gróska í íslenskri skáldævi- sagnaritun um þessar mundir og má í því sambandi benda á nýútkomnar bækur Þráins Bertelssonar, Jóns Kalmans Stefánssonar og Lindu Vil- hjálmsdóttur, auk bókar Bjarna, en þessar bækur eiga það sameiginlegt að í þeim stefna höfundar saman at- burðum úr eigin ævi og listrænni sýn og nota persónulega reynslu sem efnivið til skáldlegrar úrvinnslu. Andlit Bjarna Bjarnasonar sam- anstendur af mörgum mislöngum frásögnum þar sem sögumaður bregður upp atvikum frá tímabili frá því hann er sjö ára gamall og þar til hann stendur á þrítugu. Þótt hann sé sjálfur ætíð miðja frásagnarinnar fjalla þær margar hverjar ekki síður um annað fólk; ættingja, kunningja og ýmsa aðra sem hann kemst í kynni við. Það má því segja að hér sé brugðið upp svipmyndum eða skyndimyndum af fólki sem margt hvert verður afar eftirminnilegt í meitlaðri frásögn Bjarna sem tekst að gæða sumar persónulýsingarnar allt að því goðsagnakenndum vídd- um, þegar honum tekst best upp. Hér má nefna mynd hans af öldr- uðum bræðrum á Eyrarbakka, og myndir hans af föðurafa og móður- ömmu, svo dæmi séu tekin. En í gegnum allar skyndimyndirnar af öðru fólki og samskiptum sögu- manns við það framkallast smám saman að sjálfsögðu einnig sú mynd af honum sjálfum sem er kannski grundvallar(hug)mynd bókarinnar: Portrett af listamanninum sem ung- um manni eða eins og næstsíðasta frásögn bókarinnar heitir: Síðasta portrett af neðanjarðarkúnstn- er. Hér er því lýst hvernig kúnstnerinn verður til og frásögn- inni lýkur að sjálfsögðu áður en hann er orðinn verðlaunaður höfundur, því enginn getur kallast neðanjarðarkúnstner eftir að hann hefur tek- ið við bókmenntaverð- launum – og það oftar en einu sinni. Sagan af neðanjarð- arkúnstnernum hefur einnig öll einkenni goð- sögunnar þótt ekki efist ég um sann- leiksgildi hennar: Hér höfum við fá- tækan draumóramann sem hírist í köldum risherbergjum á nóttum en skrifar í hlýju Landsbókasafnsins á daginn. Verkum hans er ítrekað hafnað hjá öllum bókaútgáfum borg- arinnar og í lok bókar hefur hann sætt sig við þá staðreynd að sam- félagið sem hann tilheyrir er „sam- félag hinna lágstemmdu drauma“. En hann heldur áfram sinni drauma- smíði og þegar frásögn lýkur er hann að vinna í Borginni bak við orð- in, en fyrir það verk fékk Bjarni Bókmenntaverðlaun Reykjavíkur- borgar árið 1998. Á tímabili býr hann í risherbergi sem tilheyrir sögufrægri íbúð Þórbergs Þórðar- sonar og frábær er frásögnin af því þegar draugur sem kannski er Þór- bergur afturgenginn og kannski ekki birtist honum. Það má teljast merkileg tilviljun að í tveimur af skáldævisögum ársins má sjá teng- ingar við Meistara Þórberg (sem er einmitt upphafsmaður þessa bók- menntaforms á Íslandi) en bæði Bjarni og Þráinn Bertelsson vísa beint og óbeint til Þórbergs og verka hans. Orðið „meitlaður“ sem notað var hér að ofan um frásögn Bjarna er ekki valið af handahófi því stíll hans í þessari bók er einmitt það; knappur, gagnorður og útpældur. Hér mætti grípa til klisjunnar „engu orði ofauk- ið“ og væri þá engu logið. Aðalstíl- bragð textans er úrdráttur, sagt er frá stórviðburðum á allt að því óhugnanlega hlutlægan hátt. Þess konar frásagnarháttur er frekar í anda Íslendingasagna en fyrri skáld- sagna þessa höfundar. En Bjarni hefur meistaratök á þessum frá- sagnarhætti ekki síður en hinni ljóð- rænu fantasíu Borgarinnar á bak við orðin og Næturvarðar kyrrðarinnar eða hinni sprellandi fáránleikakómedíu Mannætukonunnar. Á baksíðu bókar- kápunnar er að finna þessa setningu: „Hér segir Bjarni Bjarna- son frá litríkri æsku á áttunda áratugnum, hvernig hann elur sig upp að mestu leyti sjálfur, þvælist milli staða innanlands og utan […]“. Ég veit ekki hvort ég get tekið undir fyrsta hluta setningarinnar. Æska sögumanns er vissu- lega sérstök en orðið „litríkt“ hefur að mínu mati jákvæða skírskotun sem varla er viðeigandi þegar í hlut á barn sem „elur sig upp að mestu leyti sjálft“, ef að líkum lætur vegna vanrækslu og sinnuleysis lánlausra foreldra. Mér finnst frekar hanga skuggi yfir þeirri bernsku sem lýst er. Hér er sagt frá dreng sem hrellir kennarann sinn þá fáu daga sem hann skrópar ekki í skólanum, þvæl- ist í bænum og hnuplar úr búðum, allt án afskipta foreldra sem spyrja engra spurninga. Hann fréttir af skilnaði foreldra sinna fyrir tilviljun þegar hann kemst að því að faðir hans hefur búið annars staðar í marga mánuði. Hann ákveður að flytja til föður síns til Færeyja þegar hann er tíu ára og móðirin reynir ekki að telja honum hughvarf. Gott dæmi um úrdrátt í frásögninni er þegar hann lýsir sjö ára aðskilnaði frá móður sinni á þennan hátt: „Vor- ið þegar ég var sautján ára hafði ég ekki náð að spjalla við hana nema í síma í sjö ár“ (141). Annað gott dæmi er eftirfarandi frásögn: „Annars var pabbi útgerðarmað- ur, átti tólf tonna bát sem hét Kátur. Mig hafði oft langað í siglingu á þeim bát en var ævinlega skilinn eft- ir í landi. Svo gerist það einn morg- un að hann spyr hvort ég vilji ekki koma með í túr. Ég veit ekki hvers vegna, en ég afþakkaði. Hann reyndi að ýta á eftir mér, en mér varð ekki haggað. Það síðasta sem ég myndi gera væri að fara í þessa sjóferð. Í þessari ferð sökk Kátur, með svart- hvítu fjölskyldumyndina frammi í lúkar, eins og til var ætlast af hon- um, og faðir minn fékk trygginga- peningana. Þurfti ekki að hafa barn með í túrnum til að sannfæra dóm- arana.“ (37) Í meitluðum frásögnum eins og þessari er að sjálfsögðu sögð mun stærri saga, eða með öðrum orðum er mikill undirtexti í frásögninni sem varla fer framhjá nokkrum lesanda. Annars staðar segir hann um föður sinn, sem hann deilir með heimili öll unglingsárin: „[…] hann var mér í raun og veru gersamlega framandi. Ég talaði aldrei við þennan mann, gerði aldrei neitt með honum, við hittumst ekki vikum saman þótt við byggjum í sama húsi.“ (101–2) En frásagnir Bjarna eru þó oftast hlaðnar miklum húmor og allnokk- urri íróníu sem hvoru tveggja er komið á framfæri með hnitmiðuðum einfaldleika. Gott dæmi um það fyrr- nefnda er þegar hann límist óvænt fastur við eldhúsgólfið heima hjá sér eftir að hafa stigið ofan í sykur- blöndu ættaða úr bruggframleiðslu föðurins. „Sykurblandan hafði sull- ast niður, þornað á gólfinu og skapað þetta líka fyrirtaks lím.“ Þar sem hann stendur pikkfastur og horfir á grænar og brúnar flöskur sem inni- halda bruggið tekur hann „þá ákvörðun að vera bindindismaður til æviloka. Annars gæti svo farið að ég kæmist aldrei úr sporunum í lífinu“. (34–5) Háðslegan blæ fær frásögnin hins vegar til að mynda þegar fjallað er um samskipti neðanjarðarskálds- ins við útgefendur – og ekki að ósekju. Í upphafi bókarinnar lýsir sögu- maður flækingskettinum Gullbrandi Högnasyni sem hann finnur svangan og illa til reika úti á götu og tekur með sér heim. Í táknrænni mynd sem dregin er upp þarna strax í upp- hafi er sálinni líkt við þennan kött og sögumaður nefnist eftir það Gull- brandur Högnason. Forsenda þess- arar samlíkingar verður æ ljósari eftir því sem líður á verkið. Sögu- maðurinn Gullbrandur/Bjarni er nokkurs konar flækingsköttur; sjálf- stæður, stoltur og varkár í samskipt- um sínum við heiminn. Hann lendir í ýmsu, fær ýmsa byltuna en kemur alltaf standandi niður. Og líkast til hefur hann níu líf. Andlit er bók sem kemur skemmtilega á óvart og það er hreint og beint furðuleg tilviljun hversu miklar tengingar má finna með henni og áðurnefndu verki Þrá- ins Bertelssonar. Ég leyfi mér að spyrða þær saman hér í lokin með því að fullyrða að íslenska skáld/ sjálfsævisagan sé að taka stórt list- rænt þroskastökk um þessar mund- ir, það bera þessar tvær frábæru bækur vitni um. Samfélag hinna lágstemmdu drauma SKÁLDÆVISAGA Andlit BJARNI BJARNASON Vaka-Helgafell 2003, 268 bls. Soffía Auður Birgisdóttir Bjarni Bjarnason ÞAÐ er ekki á allra færi að skrifa hreinræktað ævintýri. Það er jafnframt erfitt að gera það þannig úr garði að það veki lesendur sína til umhugsunar um umhverfi sitt. Iðunn Steinsdóttir hefur í rúma tvo áratugi skrifað margar bækur fyrir íslensk börn. Hún er einn þeirra höfunda sem hafa auðgað íslenskar barnabókmenntir. Og hún kann líka að skapa ævintýri. Og henni hefur tekist vel við að tengja saman skáldskap og fræðslu af ýmsu tagi. Iðunn hefur fjallað um mannleg samskipti, umburðarlyndi og fleiri þætti í daglegu lífi fólks. Það er nefnilega mikil list að ná að koma skilaboðum um mikilvæga þætti í samskiptum fólks á framfæri þann- ig að skáldlegt innsæi nái að gera fræðsluna lifandi. Kynjaverur í Kverkfjöllum er hennar nýjasta verk og þar nálgast hún viðfangsefnið með talsvert óvenjulegum hætti. Loftandar og Sæbúar fylgjast með tilurð eyjar í Norður Atlantshafi. Það eru náttúruöflin sem skapa þessa eyju sem er landið sem hefur fóstrað okkur, Ísland og úr því spinnst mik- ið ævintrýri. Þessi saga er hvottveggja í senn jarðsöguleg lýs- ing á tilurð Íslands, og hugsanlega ann- arra landa og jafn- framt ádeila eða við- leitni til að fá okkur til að hugsa um það hvernig mannfólkið býður landi sínu og umhverfi byrg- inn. Þessi saga er eins konar nútíma ævintýri sem fjallar um þau mál sem verið hafa hvað mest á dagskrá á undanförnum misserum á Íslandi. Virkjun fallvatna og umgengni ís- lenskra ökumanna á vegum lands- ins bæði í byggðum og óbyggðum. Frásögnin er ljóðræn og falleg. Höfundur hefur mikla hugmynda- auðgi og fær að minnsta kosti les- endur til að hugsa. Erum við á réttri leið í virkjunum á hálendinu? Þetta er spurning sem öllum er hollt að hugsa um. En það sem kannski skipt- ir mestu máli í þessu sambandi og í öllum samskiptum er að við berum tilhlýðilega virð- ingu fyrir öðrum. Bæði fyrir mannfólkinu og náttúrunni og umhverfi okkar. Iðunn Steinsdóttir hefur frábær tök á ís- lensku máli. Hún skrif- ar texta sem lesendur gleypa í sig og njóta þess að lesa. Bækur hennar eru alltaf góð viðbót við íslenska barnabókaútgáfu. Hún leyfir sér að fara nýjar leiðir og fjalla um mál- efni sem miklu skiptir að allir velti fyrir sér, jafnt börn og fullorðnir. Búi Kristjánsson hefur teiknað myndirnar í bókinni og tekst að láta þær falla frábærlega að sög- unni. Kynjaverur í Kverkfjöllum vekja athygli og áhuga lesenda á öllum aldri. Ævintýri sem fær lesendur til að nálgast hlutina á óvenjulegan hátt. Nútíma ævintýri BARNABÓK Kynjaverur Í Kverkfjöllum IÐUNN STEINSDÓTTIR Teikningar Búi Kristjánsson. 117 bls. Salka, 2003. Sigurður Helgason Iðunn Steinsdóttir Heimskir hvítir karlar er eftir Michael Moore. Bókin fjallar um „valdarán“ Bush- fjölskyldunnar og fylgismanna í Bandaríkjunum. Michael Moore kvaddi sér hljóðs þegar heim- ildamynd hans Bowling for Columbine vann Ósk- arsverðlaunin sem besta heim- ildamyndin 2002. Í þessari bók fer hann með háðið að vopni eins og stormsveipur yfir allar spilaborgirnar sem „herforingjastjórnin í Wash- ington“ hefur byggt upp og þeytir sundur öllu því sem hingað til hefur verið talið satt og rétt. Útgefandi er Forlagið. Bókin er 311 síður og prentuð hjá Gutenberg. Kápu hannaði Kristín Agnarsdóttir. Verð: 2.440 krónur. Ádeila

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.