Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 15. janúar 1981 3[P2[S ÞRIÐJA EINVIGI skAkjofranna Enn á ný hefur Kortsnoj rutt sér braut upp að hásæti Karpovs, og nú biður skákheim- urinn eftir 3ja einvígi þessara skákjöfra. Með uppgjöf Hubners brustu vonir þeirra sem vildu fá nýtt blöð í heims- meistaraeinvigin, og þeir Karpov og Kortsnoj eru farnir að einoka keppnina um heims- meistaratitilinn, likt og Bot- vinnik og Smyslov geröu 1954- ’58. Hrun Hubners sannar, að ekki er nægjanlegt að búa yfir ein- stökum skákhæf iieikum, heldur verða taugarnar að vera i full- komnulagi.Taugastrið setur æ meiri svip á keppni þeirra fremstuog álagið sem þvi fylgir er gifurlegt. Eftir heimsmeistaraeinvigið 1978, virtist Kortsnoj ekki bjart- sýnn á möguleika sina gegn Karpov i framtiðinni, og sagði að eftir þrjú ár yrði Karpov orð- inn þrem árum betri, á meðan hann sjálfur yrði þrem árum eldri. Kortsnoj mun standa á fimmtugu þegar hann sest niður gegn Karpov næsta sumar, og 20 ára aldursmunurinn hlýtur að verða æ tilfinnanlegri með hverju árinu sem lfður. Annars getur Kortsnoj huggað sig við það, að Botvinnik vann einn sinn hann meistaratitilinn úr höndum Tals, fyrirréttum tuttugu árum. Eitt atriði er Kortsnoj i hag, hiö mikla álag sem þvi fylgir að verja heimsmeistaratitilinn og skákheiður Sovétrikjanna gegn erkióvininum Kortsnoj, og i tveim undanlörnum heims- meistaraeinvigum hefur það sett mark sitt á taflmennsku Karpovs. Siðasta heimsmeist- arakeppni reyndi mjög á þolrif Karpovs i endatöflum og eftir það sagöist hann myndu taka endatöfl til gaumgæfilegrar endurskoðunnar. Hversu mjög hann hefur getað bætt við getu sina á þeim vettvangi, mun koma i ljós næsta sumar. Karpov virkaði mjög öruggur i skákum sinum á siðasta Óly mpiuskákmóti, og hér sjáum við hann taka fyrrum landa sinn heldur betur i karphúsið. Hvitur: Karpov, Sovétrikjunum Svartur: Alburt, Bandarikjun- um. Alekjines-vörn. 1. e4 Rf6 (Alburt er einn þeirra sem heldur tryggð viö ákveðnar byrjanir, sama hvað á dynur. A svart leikur hann bókstaflega aldrei annað en Alekhinesvörn gegn kóngspeðinu, og Benkö- gambitinn gegn drottningar- peði.) — Anatoly Karpov Texti:. hinn venjulegi leikur i stöð- Jóhann örn junni.) Sigurjóns- 11. 0-0 h5 12. Rd2 g6 13. f4 Rg4 14. Rf3 Df6 gamall, er 15. Hel 0-0-0 ti heims- 16. a4 a5 17. Dd2! Bg7 18. h3 Hd-e8 19. Bfl Rh6 20. Dxa5 Rf5 21. Hdl Kb8 22. Ha3! He4 23. Db5 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 Bg4 5. Be2 Rc6 6. c4 Rb6 7. exd6 exd6 8. d5 Bxf3 9. Bxf3 Re5 10. Be2 Dh4? (Nýjung, sem trúlega verður ekki endurtekin i bráð. 10. . . Rexc4? 11. Bxc4 Rxc4 12. Da4+ tapar manni, en 10. . . Be7 er (Hvi'ta staðan virðist tefla sig sjálf, svartur er varnarlaus gegn komandi kóngssókn.) 23. ... Rc8 24. Hb3 b6 25. a5 De7 26. Da6 He8 (Karpov hefur mætt frumlegri en ekki að sama skapi rökréttri taflmennsku andstæðingsins af festu, og svartur á þegar i tölu- verðum erfiðleikum, og eftir næsta leik vinnur hvitur peð.) Victor Kortsnoj 27. c5! (Nú hótar hviti biskupinn að stinga sér niöur á b5 og c6, og við þessu á svartur ekkert raun- hæft svar.) 27. .... dxc5 28. Bb5 c6 29. Bxc6 Bd4+ 30. Rxd4 Rxd4 31. axb6 Rf3 + 32. Hxf3 Hel + 33. Hxel og þá gafst svartur loks upp. SkáKUlng Reykjavíkur 1980 Skákþing Reykjavikur 1980 hófst á sunnudaginn, og að þessu sinni eru rifleg peninga- verðlaun i boði. 1. verðlaun eru kr. 4.000.-, 2. verðlaun kr. 2.500,- og 3. verðlaun kr. 1.500.-. Úrslit i 1. umferð urðu þessi: Helgi Ólafsson: SævarBjarnason 1:0 Jón T. Amason: Björgvin Viglundsson 1:0 Bragi Halldórsson: Benedikt Jónasson 1:0 Karl Þorsteins: Asgeir Þ. Arnason 1:0 Dan Hansson: Þórir Ólafsson 1/2:1/2 Hilmar Karlsson: Elvar Guðmundsson 1/2:1/2 í B-riðli eru margir þekktir meistarar, svo sem Björgvin Jónsson, Torfi Stefánsson, Magnús Gunnarsson, Óli Valdi- marsson og Sveinn Kristinsson sem teflir nú aftur opinberlega eftir langt hlé. Frá Dréfskáknefnd íslands 5. bréfskákþing íslands hefst 1. mars n.k. og verður nú i fyrsta sinn keppt eftir reglum alþjóða bréfskáksambandsins (ICCF.) Þórhallur B. Ólafsson hefur nýlokið við þýðingu á þessum reglum og verður fram- vegis teflt eftir þeim á bréf- skákmótum hérlendis. Þeir sem áhuga hafa fyrir þátttöku á bréfskákþinginu, snúi sér til Einars Karlssonar, Hrauntungu 58, Kópavogi, simi 40595, eða til Jóns Pálssonar, Hrauntungu 105, simi 42038, eigi siðar en 10. febrúar n.k. Staða Islands i bréfskák- keppnum út á við er góð, um þessar mundir gegn Finnum er staðan 29 1/2 : 17 1/2, en þrem skákum er ólokið. Gegn Noregi er staðan 15 1/2 : 7 1/2, og i keppni gegn Skotum er staðan 13 : 8. Tefldar eru tvær skákir á hverju borði, en alls eru borðin 25 talsins. Framundan er fyrir- huguð landskeppni við Dani, og þess má geta aö heimsmeistar- inn i bréfskák er einmitt Dani, Jörnsloth að nafni. Jóhann örn Sigurjónsson T 7 HOTEL VÁRDÐORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góö gistiherbergi Morgunverður Kvöldverður Næg bílastæði Er í hjarta bæjarins. Auglýsing um próf fyrir skjala þýðendur og dómtúlka Þeir, sem öðlast vilja réttindi sem skjalaþýð- endur og dómtúlkar, eiga þess kost að gangast undir próf, er haldin verða í febrúar n.k., ef næg þátttaka fæst. Umsóknir skal senda dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu fyrir 31. janúar á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást. Við innritun i próf greiði próftaki gjald, er nemur helmingi gjalds fyrir löggíIdingu til að verða dómtúlkur og skjalaþýðandi. Gjaldið, sem nú er nýkr. 220 er óafturkræft, þó próf- taki komi ekki til prófs eða standist það ekki. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 29. desember 1980. a Vissir þú að býður mesta úrval unglinga- húsgagna á lægsta verði og á hagkvæm- ustu afborgunar kjörunum ? L II- [qpgnor>ollir» Bíldshöfða 20, Reykjavlk Cl 0 Simar: 81410 og 81199 HÁRGREIÐSLUSTOFAIM KLAPPARSTÍG 29 (milli Laugavegs og Hverfisgötu) Opið á laugardögum Tímapantanir í síma 13010

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.