Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 21 Strandir | „Ég get nú ekki neitað því að það er miklu skemmtilegra að eiga við féð heldur en við pen- ingana,“ segir Jón Kristinsson, útibússtjóri Búnaðarbankans á Hólmavík, en hann lét af störfum við bankann 1. desember síðast- liðinn og fór á eftirlaun eftir tæp- lega þrjátíu ára farsælt starf. „Þetta er mikil breyting hjá mér því nú get ég snúið mér al- farið að fjárbúskapnum.“ Jón segir það standa upp úr á starfs- ferlinum að hafa kynnst mörgu frábæru fólki þó auðvitað sé fólk misjafnt. „Þá hef ég líka verið mjög heppinn með samstarfsfólk sem flest hefur starfað með mér til margra ára.“ Jón hefur starfað við Bún- aðarbanka Íslands frá árinu 1960 að hann hóf störf í aðalbankanum og starfaði þar og í útibúum bankans í Reykjavík, lengst af sem gjaldkeri eða þangað til hann fluttist búferlum til Hólma- víkur. „Ég hóf störf sem útibús- stjóri hér árið 1975 en bankinn hafði þá einungis verið starf- ræktur hér í tvö ár.“ Áreiti minna með kindunum Það má segja að nú taki við annars konar fjársýsla hjá Jóni þar sem hann getur snúið sér al- farið að kindunum sínum og hann segir áreitið óneitanlega minna í umgengni við þær en var við bankastörfin. Jón og kona hans Finnfríður Pétursdóttir hafa lengi verið með fjárbúskap samhliða öðrum störfum, í fyrstu inni í kauptúninu Hólmavík en síðan á bænum Klúku, jörð sem þau festu kaup á fyrir allmörgum árum og er skammt sunnan Hólmavíkur. Tvisvar Íslandsmeistari í skák Jón er uppalinn á Grenivík þar sem faðir hans var skólastjóri og verslunarmaður en fjölskyldan hafði alltaf kindur. „Ég hef áhug- ann sjálfsagt þaðan því fjárbú- skapur var alltaf aukabúgrein foreldra minna þegar ég var að alast upp og mér þótti sjálfsagt að fá mér kindur um leið og ég flutti hingað.“ Þó að fjárbúskapur sé eitt af áhugamálum Jóns er hann líka mikill skákmaður og hefur helg- að skákinni hluta af frítíma sín- um. Hann varð tvisvar sinnum Ís- landsmeistari í skák árin 1971 og 1974. „Faðir minn kenndi mér mann- ganginn en ég byrjaði að tefla af alvöru árið 1956 þegar Friðrik og Larsen háðu einvígi um Norð- urlandameistaratitilinn. Núna tefli ég aðallega á Netinu sem er allt öðruvísi því maður sér ekki andstæðingana heldur veit bara af þeim.“ Morgunblaðið/Arnheiður Jón Kristinsson og kona hans Finnfríður Pétursdóttir hafa verið með fjárbúskap samhliða öðrum störfum. Úr bankanum í búskap Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir kynna nú glæsilegt úrval sérferða sinna fyrir árið 2004, þar sem þú getur valið um spennandi nýjar ferðir með reyndum fararstjórum Heimsferða. Þeir kynna þér nýja sýn á land og þjóð og tækifæri til að upplifa menningu og fegurð heillandi áfangastaða með nýjum hætti á nýju ári. Hvort sem þú vilt stutta helgarferð til að njóta náttúrufegurðar Gardavatns, sitja á útitónleikum í Arenunni í Verona, fara í menningarreisu um hjarta Evrópu eða ganga um ítölsku Alpana, þá bjóðum við hér spennandi valkosti á nýju ári. Munið Mastercard ferðaávísunina Fáðu bæklinginn sendan 15/4 - 22/4 DRESDEN - PRAG 7 DAGAR 12/5 - 18/5 GÖNGUF. SORRENTO 6 DAGAR 20/5 - 27/5 GÖNGF. CINQUE TERRE 7 DAGAR 20/5 - 25/5 VÍNSMÖKKUN V. GARDA 5 DAGAR 4/6 - 15/6 ENGLAND - FRAKKLAND 12 DAGAR 10/6 - 22/6 SUMAR Í TÍROL 12 DAGAR 22/6 - 29/6 GÖNGUF. AUSTURRÍKI 7 DAGAR 24/6 - 6/7 SUMAR Í SVISS 12 DAGAR 1/7 - 13/7 AUSTURRÍKI-ÍTALÍA 12 DAGAR 2/7 - 13/7 RÍNARSIGLING 8 DAGAR 8/7 - 20/7 SUMAR Í SLÓVENÍU 12 DAGAR 29/7 - 5/8 PUCCINI HÁTÍÐ TOSCANA 7 DAGAR 5/8 - 19/8 PERLUR ÍTALÍU 14 DAGAR 12/8 - 26/8 DÓNÁRSIGLING 14 DAGAR 26/8 - 7/9 FJÖGURRA LANDA SÝN 12 DAGAR 9/9 - 16/9 GÖNGUF.CINQUE TERRE 7 DAGAR 9/9 - 21/9 PERLUR KRÓATÍU 12 DAGAR 16/9 - 23/9 VÍNSMÖKKUN Í TOSCANA 7 DAGAR 16/9 - 28/9 MIÐJARÐARHAFSSIGLING 12 DAGAR Dagsetn: Ferð til: Lengd ferðar: Glæsilegar Sérferðir Heimsferða Ferðakynning: Sunnusal Hótel Sögu, sunnudaginn 11. janúar kl. 16.00. Fararstjórar verða á staðnum. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.