Morgunblaðið - 08.01.2004, Page 23

Morgunblaðið - 08.01.2004, Page 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 23 opi› virka daga, kl. 08:00-18:00 laugardaga kl. 10:00-15:00 w w w .d es ig n. is © 20 04 ÚTSALAFLÍSA Útsalan heldur áfram til 15. janúar, fjöldi flísager›a me› allt a› 60% afslætti • inniflísar • útiflísar • ba›flísar • gólfflísar • eldhúsflísar • bílskúrsflísar • veggflísar • glermosaik • listmosaik • marmaramosaik • keramikmosaik • stálmosaik • náttúrusteinn • granítflísar • marmaraflísar • flögusteinn • hle›slugler • og margt fleira Bæjarlind 4 – Kópavogi og Njar›arnesi 9 – Akureyri B Y G G I N G A V Ö R U R N†TT KORTATÍMABIL í dag Reykjavík | Í drögum að verklags- reglum um úthlutun og notkun á farsímum á vegum Reykjavíkur- borgar kemur fram að settar verði hámarksupphæðir fyrir farsíma- notkunn starfsmanna, og umfram- kostnaður verði greiddur af starfs- mönnum geti þeir ekki gefið eðlilegar skýringar á kostnaðinum. Í drögunum kemur fram að há- marksupphæð á mánuði fyrir far- símanotkun verði 3.000 kr. hjá starfsmönnum sem gert er ráð fyr- ir að taki aðallega við símtölum, 4.500 kr. hjá starfsmönnum sem þurfa daglega að eiga stutt samtöl, og 7.500 kr. hjá stjórnendum. Hafi starfsmenn ekki fasta starfsstöð og stýri þeir verkefnum á mörgum stöðum verður samið sérstaklega við þá. Reglurnar eru unnar hjá kjara- þróunardeild borgarinnar, og hafa drögin þegar verið rædd á fundum starfsmannastjóra, sviðsfundum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fundum sviðsstjóra borgarinnar. Reglurnar eru nú til lokaskoðunar og umsagnar áður en þær verða gefnar út. Þetta var meðal þess sem fram kom í svörum Þórólfs Árnasonar borgarstjóra við fyrirspurn sjálf- stæðismanna í borgarráði um sím- kostnað borgarinnar. Í svörum borgarstjóra kom einnig fram að heildarsímkostnaður Reykjavíkur- borgar á síðasta ári nam um 180 milljónum króna. Áætla 88 milljónir 2004 Einnig kom fram að í útboði á hefðbundinni símaþjónustu var símkostnaður fyrir árið 2004 áætl- aður 88 milljónir króna, en þar hef- ur verið tekið tillit til fyrirætlana borgarinnar um að lækka sím- kostnað með endurskoðun á fyrir- komulagi símamála. Miðað við kostnað árið 2003 og áætlun ársins 2004 er því gert ráð fyrir að spara 92 milljónir króna. Meðal sparnaðarleiða, auk að- halds í farsímanotkun, er uppsögn símalína sem hægt er að komast af án, að frítt verði að hringja innan Reykjavíkurborgar og símgjöld, stofnkostnaður, mánaðargjöld og mínútugjöld lækki frá því sem ver- ið hefur, segir í svari borgarstjóra. Setja hámark á farsímareikn- inga borgar- starfsmanna Vilja spara 92 milljónir króna á ári Hafnarfjörður | Lúðvík Geirsson bæjarstjóri tók í gær fyrstu skóflustunguna að fyrstu bensínstöð Atlantsolíu, á svæði fyrirtækisins við Óseyrarbraut. Skóflustungan var tekin með 45 tonna gröfu, og fórst bæjarstjóranum verkið vel úr hendi. Áætlað er að stöðin verði tilbúin um mánaðamótin mars-apríl. Morgunblaðið/Þorkell Bæjarstjóri tók fyrstu skóflustung- una að bensínstöð Atlantsolíu Seltjarnarnes | Leikskólinn Mána- brekka hefur fengið aðild að græn- fánaverkefninu svokallaða, en græn- fáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Leikskólar hér á landi hafa ekki haft möguleika á þátttöku fyrr en í september sl. og þurfa að líða sex mánuðir frá því að skóli fær sam- þykki fyrir þátttöku og þar til heim- ilt er að flagga grænfánanum. Því er útlit fyrir að hægt verði að flagga fánanum á umhverfisdeginum 25. apríl nk. Á vef Seltjarnarnesbæjar kemur fram að strax við stofnun leikskólans hafi verið mörkuð ákveðin umhverf- isstefna og markvisst unnið að um- hverfisfræðslu og umhverfisvernd með börnum og starfsfólki skólans. Fánann fá skólar í kjölfar verkefna sem ætlað er að efla vitund nem- enda, kennara og annarra starfs- manna skólans um umhverfismál. Mánabrekka hefur unnið samkvæmt ákveðinni umhverfisstefnu lengi, og þar með uppfyllt öll þau skilyrði sem sett eru um rétt til grænfánans. Mánabrekka fær grænfána

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.