Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elsku pabbi, tengda- pabbi og afi. Nú ert þú horfinn á braut eftir stutta en erfiða bana- legu, þú sem varst allt- af heilsuhraustur og fullur af starfs- orku. Það fundum við best þegar þú komst austur á Neskaupstað til okk- ar. Allar þær stundir sem þú varst með okkur í hesthúsinu og nostraðir við hestana. Augað sem þú hafðir fyrir gæðingsefnum, þú stóðst og féllst með þeirri skoðun, og alltaf stóðstu. Manstu þegar þú greipst tauminn af Sigga. Þá hafðir þú ekki farið á hestbak í mörg ár og stökkst á bak og reiðst eins og höfðingi inn alla sveit, það var hálfskelkuð fjölskylda sem var á eftir þér, allir voru hrædd- ir um að þú hefðir gleymt handtök- unum en hestamennskan var þér í blóð borin eins og golfíþróttin. Eftir að þið mamma fluttuð suður fórstu að stunda golfíþróttina, og þar varstu sami keppnismaðurinn eins og þú hafðir verið í öðrum íþrótta- greinum á þínum yngri árum. Elsku pabbi, við kveðjum þig með sárum söknuði. Við vitum að mamma hefur tekið á móti þér með opnum örmum. Far þú í friði. Kveðja. Guðbjörg, Sigurður og synir Fyrsta minning mín um Norðfirð- inginn Friðjón Þorleifsson var á frjálsíþróttamóti í Keflavík þar sem ég var þátttakandi. Friðjón keppti þar í 100 metra hlaupi og stóð sig vel. Nokkrum árum síðar eða 1958 var stofnað Austfirðingafélag Suður- nesja í Keflavík. Það fór glæsilega af stað undir forystu Georgs Helgason- ar, Guðnýjar Ásberg, Kremlbræðra og Friðjóns. Hann hafði verið starfs- maður á Keflavíkurflugvelli, um skeið var hann sjómaður, síðar versl- unarmaður. Kona Friðjóns hét Dag- mar Sigurðardóttir, glæsileg kona. Þau eignuðust sex börn. Sum eru búsett hér á suðvesturhlutanum, tvö í Noregi og eitt eða tvö á Norðfirði. Aftur liggja leiðir okkar saman, þá í Austfirðingafélaginu. Upp úr 1994 fór félaginu að hnigna eins og raunar öðrum átthagafélögum. Við Sigur- björn Sigurðsson eða Bói í Duus og systir hans, Ásta, sáum fram á veru- lega erfiðleika ef ekki kæmi nýtt og FRIÐJÓN ÞORLEIFSSON ✝ Friðjón Þorleifs-son fæddist í Naustahvammi í Norðfirði 13. ágúst 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 26. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 4. febrúar. ferskt fólk til sögunnar. Svipaðir erfiðleikar steðjuðu að átthaga- félagi Þingeyinga. Þeir höfðu raunar lagt upp laupana, þó var þar all- stór hópur sem vildi halda áfram. Við Bói buðum þeim samstarf og árið 2001 voru félög- in sameinuð undir nafn- inu Þingmúli. Friðjón var kosinn formaður. Á síðustu árum kynntist Friðjón Helgu Gunnólfsdóttur, lífs- glaðri konu, sem ég kannaðist vel við úr Leikfélaginu. Þau rugluðu svo reytum sínum sam- an og úr varð sérlega góð sambúð. Fyrir rúmu ári varð Helga fyrir áfalli og sýndi Friðjón henni þá einstakan skilning og umhyggju. Sem betur fór hresstist Helga fljótt. En þá kom maðurinn með ljáinn. Friðjón greindist með ólæknandi sjúkdóm, sem dró hann með ógnarhraða beint í dauðann. Var aðdáunarvert hversu Helga og börn hennar hugsuðu vel um Friðjón í veikindum hans. Sjálfur stóð hann sig eins og hetja, mætti á síðustu árshátíð Þingmúla, afþakk- aði frímiða og sagði: „Síðan hvenær hafa formenn í Austfirðingafélaginu fengið frímiða á þorrablót?“ Dansaði nokkra dansa við Helgu sína, af mat gat hann ekkert bragðað. Eftir þetta var stutt í endalokin. Ég og Elísabet vottum öllum að- standendum samúð. Farðu vel Aust- firðingur. Hilmar Jónsson. Kveðja frá Golfklúbbi Suðurnesja Félagar í Golfklúbbi Suðurnesja kveðja góðan félaga sinn Friðjón Þorleifsson sem lést 26. janúar s.l. Friðjón var einn af þeim sem voru ávallt boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum fyrir Golfklúbb Suð- urnesja og var ötull í starfi. Hann annaðist um tíma veitingasöluna í golfskálanum og gerði það með glæsibrag. Friðjón var alla tíð mjög iðinn við golfiðkun og mikill keppn- ismaður. Hann var löngum stundum úti í Leiru við golfleik eða að sinna ýmsum félagsmálum á vegum klúbbsins. Hann lagði sérstaka rækt við yngri golfarana og var þeim til leiðsagnar og stuðnings. Þá veitti hann um árabil eigna- og farandbik- ar fyrir prúðmennsku í barna- og unglingaflokkum klúbbsins. Hann var alla tíð virtur af félögum sínum í golfklúbbnum enda félagslyndur og drengur góður. Félagar í Golfklúbbi Suðurnesja kveðja sinn góða félaga Friðjón Þorleifsson með þakklæti í huga og votta aðstandendum samúð. Gunnar Þórarinsson, formaður. Elsku besta lang- amma Dídí. Ég sakna þín alveg rosalega mikið. Mér þótti alltaf svo vænt um þig. Ég man eftir því að þegar við komum til þín gafstu okkur alltaf mola eða súkkulaðibita og ef þú áttir ekkert til þess að gefa okkur fórstu niður í sjoppuna á DAS og keyptir eitthvað. Einu sinni þegar ég kom með ömmu og afa að heimsækja GUÐRÚN LAXDAL JÓHANNESDÓTTIR ✝ Guðrún LaxdalJóhannesdóttir var fædd í Reykjavík 18. október 1916. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. jan- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 6. febrúar. þig á DAS þá gafstu mér heilan súkku- laðikassa af Prins súkkulaði (það var gaman). Svo þegar ég kom einu sinni að heim- sækja ömmu og afa í bústaðinn þeirra varst þú þar og þú greiddir hárið á mér og svoleið- is. En nú ertu dáin og ert örugglega búin að losna við öll veikindin þín og líður því miklu, miklu betur. Því þú ert uppi hjá Guði og engl- unum. Ég átti að skila ástar- og saknað- arkveðjum frá mömmu, pabba, Her- dísi og Eydísi Ósk. Ástarbarnabarnabarnakveðjur. Ég elska þig. Ólafía Haraldsdóttir. ✝ Atli Snæbjörns-son fæddist í Kvígindisdal við Patreksfjörð 14. apríl 1926 og ólst þar upp. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Snæbjörn J. Thoroddsen, f. 15. nóvember 1891, d. 29. janúar 1987, og Þórdís M. Thorodd- sen, f. 9. maí 1905, d. 23. maí 1982. Systk- ini Atla eru Alda Thoroddsen, f. 14. apríl 1927, Jóna Snæbjörns- dóttir, f. 3. apríl 1929, Valur Thoroddsen, f. 5. febrúar 1934, Elfa Thoroddsen, f. 3. nóvember maki Keran St. Ólason, f. 18. júlí 1966, Kristínu, f. 12. ágúst 1964, maki Sigurður S. Davíðsson, f. 5. janúar 1963. Barnabörn Atla og Maggýjar eru níu og barnabarna- börnin þrjú. Þau hófu búskap í Reykjavík árið 1950 en árið 1960 fluttu þau til Patreksfjarðar. Atli fór ungur til sjós og lauk farmannaprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík árið 1952. Hann hóf sjómannsferil sinn á fiskiskipum en árið 1949 réð hann sig á skip hjá Eimskipafélagi Ís- lands þar sem hann var fram til ársins 1960. Að því loknu var hann til sjós á ýmsum skipum fram til ársins 1970 er hann hætti sjómennsku. Árin 1970 til 1972 starfaði hann hjá Olíufélaginu Skeljungi. Atli starfaði sem hafn- arvörður og hafnsögumaður við Patrekshöfn fram til árins 1997 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Atla verður gerð frá Pat- rekskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1936, og Frúgit Thor- oddsen, f. 29. septem- ber 1938. Atli kvæntist 24. desember 1950 eftir- lifandi eiginkonu sinni Maggý Hjördísi Kristjánsdóttur, f. 6. júlí 1930 á Patreks- firði. Foreldrar Maggýjar voru hjónin Kristján Ingvason, f. 4. janúar 1895, d. 2. maí 1984, og Halldóra Magnúsdóttir, f. 10. desember 1910, d. 2. mars 1982. Atli og Maggý eignuðust fjórar dætur, Ásrúnu, f. 22. maí 1955, maki Finnbogi Björnsson, f. 4. ágúst 1959, Halldísi, f. 2. september 1956, Birnu Mjöll, f. 10. júlí 1960, Það er komið að því að ég kveðji föður minn Atla Snæbjörnsson. Ég hef svo oft kviðið þessari stund, og auðvitað kom hún, eins og hjá mörgum öðrum alltof snögglega, en hans tími var kominn og undan því kemst enginn. Margs er að minnast þegar ég lít til baka, og margt flýgur í gegnum hugann. Þegar erfiðleikar steðjuðu að var hann alltaf til staðar og ávallt traustur sem klettur og hæglátur. Pabbi var kannski ekki allra, en hann var vinur vina sinna. Mínar fyrstu minningar eru þær að við systurnar erum í stofuglugg- anum að horfa út á fjörðinn þar sem báturinnsem hann var á var í tollskoðun, ný kominn úr siglingu, þetta er rétt fyrir jól. Við von- uðumst til að þeir kláruðu að tolla hann fyrir jólin. Svo kom hann heim klyfjaður pökkum. Ég man reyndar lítið eftir fyrstu árunum með honum því hann var alltaf á sjó. Ég man bara einu sinni eftir því að hann hafi skammað mig, það var eftir að ég hafði tekið pípurnar hans og skrapað þær og þrifið, mér fannst ég hafa verið dugleg stelpa, en af einhverjum ástæðum þótti honum þetta ekki flokkast undir dugnað. Það er í rauninni ekki fyrr en hann er kominn í land að ég fer að kynnast honum, þó sérstaklega eft- ir að við keyptum Breiðavíkina. Hann hafði strax mikinn áhuga á öllu því sem við vorum að gera þar. Hann hafði trú á öllu því sem við vorum að gera og ótrauður hvatti hann okkur í öllu því sem við tók- um okkur fyrir hendur. Oft á dag hringdi hann og spurði um Keran. Ef hann var ekki inni þá þurfti hann að fá að vita hvað hann væri að gera, hvort hann hefði heimt eitthvað frá því síðast, hvort ein- hver tófa hefði verið felld nýlega. Þegar ég sagði honum að ég vissi ekkert um þetta, þá spurði hann oft: ,,Hvað er þetta kona, hittist þið aldrei?“ Þá benti ég honum góðlátlega á að Keran vissi ekki alltaf hvað ég væri að gera. Þá lét hann þetta niður falla. Fyrst eftir að við fluttum að Breiðavík, gistu pabbi og mamma mikið hjá okkur og varð hann alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni, því annars fannst honum hann vera óþarfur. Svo þegar gestirnir fóru að koma um sumarið, fór honum að finnast hann vera fyrir. Hann tók þá á það ráð að kaupa lítinn bústað og koma með hann hingað til okkar í Breiðavík og gistu þau mamma nú næstu sumur í „smiðjukofanum“ en það var bústaðurinn kallaður í fyrstu, en fljótlega var farið að kalla hann „úti hjá afa og ömmu“. Fyrstu tvö vorin okkar hér þá sá hann um næturvaktirnar í fjárhús- unum um sauðburðinn. Það var oft glatt á hjalla þegar Keran ræsti hann á næturvaktina og talaði hann um að gott væri að stytta sér stundir á næturvöktunum ef hann hefði koníakstár við höndina. Ker- an brást skjótt við og færði honum koníakspela úr plasti á næstu vakt. Þegar pabbi fékk pelann sagði hann: „Þú ert höfðingi,“ en þegar hann sá að pelinn var úr plasti þá sagðist hann aldrei drekka koníak úr plasti, og varð það til þess að pelinn var ósnertur í fjárhúsunum á annað ár. Þriðja sumarið tók hann dagvaktir og smásaman fækkaði ferðunum í fjárhúsin. En síðasta sumar gisti pabbi bara einu sinni hér í víkinni okkar. Elsku pabbi minn, ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég vil þakka Guði fyrir að fá að kynnast þér og fá að starfa með þér eftir að við fluttum hingað að Breiðavík. Elsku pabbi minn, Guð varðveiti þig og geymi. Minningarnar um þig munu ávallt færa birtu og yl inn í hjörtu okkar og þeirra sem þekktu þig. Ég kveð þig með mikl- um söknuði og hlakka til að sjá þig aftur þegar minn tími er kominn. Ég bið Guð að umvefja þig öllum ATLI SNÆBJÖRNSSON Vinur minn, Erlend- ur Jónsson líffræðing- ur, lést hinn 10. jan- úar síðastliðinn. Það er einkennilegt að fá slíka fregn yfir hafið til útlanda og geta ekki deilt söknuði sínum með öðrum. Leiðir okkar lágu fyrst saman, þegar ég kenndi Erlendi í forföll- um annars kennara í Menntaskól- anum við Tjörnina veturinn 1973. Ári síðar hittumst við aftur í líf- fræðiskor Háskóla Íslands. Það var einkennileg tilfinning að setjast aftur á skólabekk með fyrrverandi nemendum mínum. Þau voru a.m.k. tvö eða þrjú úr nemendahópnum sem ég hafði kennt áður. Erlendur var einn þeirra. Erlendur reyndist mér afskap- lega skemmtilegur og góður félagi. Við vorum sessunautar á lesstof- unni, þannig að ég gat fylgst með því, hvað hann las og hvernig hann vann. Það er skemmst frá því að segja, að ég dáðist að elju hans og nákvæmni í vinnubrögðum. Það ERLENDUR JÓNSSON ✝ Erlendur Jóns-son fæddist á Kleifum á Blönduósi 18. júlí 1954. Hann lést 10. janúar síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Laug- arneskirkju 27. jan- úar. var mér ljóst, strax í upphafi, að hann bar af öðrum í árgangin- um. Hann keppti að fullkomnun. Það var samt aldrei keppni við okkur hin, heldur keppti hann við sjálf- an sig. Hann var vin- sæll og dáður af okkur öllum. Ég yfirgaf líffræð- ina eftir BS-prófið. Erlendur, eins og flest hin úr árganginum, héldu áfram og sér- hæfðu sig í hinum ýmsu greinum líffræðinnar. Ég söðlaði um og fann mér annan starfsvettvang. Ég reyndi samt eins og ég gat að fylgjast með gamla faginu mínu, og við vorum vanir að hittast sex félagar úr líf- fræðinni, þegar tækifæri gáfust. Þá voru málin rædd og reifuð, hvort sem um var að ræða líftækni, matvælafræði, mengunarvarnir, lúðueldi eða umdeildar ráðstafanir á sviði umhverfismála. Þegar Elli talaði, þá hlustuðum við hinir. Nú erum við bara fimm eftir. Við mun- um að sjálfsögðu halda áfram að hittast og skiptast á skoðunum. Það er samt stórt skarð fyrir skildi. Hans verður sárt saknað. Elli var einn af þeim mönnum sem mér finnst ég ríkari að hafa þekkt. Ég vildi bara óska að ég hefði kynnst honum betur. Ég sendi Önnu Jónu og fjöl- skyldu Erlends mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristinn Sigmundsson. Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi því táradaggir falla stundum skjótt og vinir berast burt á tímans straumi og blómin fölna’ á einni hélunótt – því er oss best að forðast raup og reiði og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss en ef við sjáum sólskinsblett í heiði að setjast allir þar og gleðja oss. (Jónas Hallgr.) Lífið er óútreiknanlegt. Einn af okkar máttarstólpum í fuglahunda- sporti á Íslandi, náttúrubarnið Er- lendur Jónsson, er látinn, góður fé- lagi og vinur úr okkar hópi. Elli eins og hann var kallaður af félög- unum byrjaði í hundunum fyrir tólf árum síðan, þegar írsk setter-tíkin Snegla kom inn á heimilið. Var þá loks langþráður draumur þeirra hjóna Ella og Önnu Jónu uppfyllt- ur. Það er óhætt að segja að miklar væntingar voru gerðar til Sneglu sem átti auk þess að vera góður heimilishundur að verða veiðihund- ur húsbóndans. Til þess að svo mætti verða fóru þau hjónin með hana á öll þau námskeið sem í boði voru og á hundasýningar Hunda- ræktarfélags Íslands (HRFÍ). En Erlendur setti markið hærra, með- al þátttakenda á fyrsta veiðihunda- prófi fyrir fuglahunda sem haldið var á vegum HRFÍ voru Elli og Snegla, þar sem þau í sameiningu náðu frábærum árangri. Þarna fann Elli sér nýjan vettvang en hann var ekki einn af þeim sem stóð álengdar og beið eftir að aðrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.