Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 66
DAGBÓK 66 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Skógarfoss fer í dag. Guðmundur í Nesi og Cielo Del Baltico koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Cielo Del Baltico kem- ur í dag. Kiliutaq fer í dag. Mannamót Árskógar 4. Laug- ardaginn 14. febrúar verður þorrablót kl. 19, kennsla hefst í brids kl. 14.30 miðvikudag. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- hemilið Hraunsel er op- ið frá kl. 9–17 alla virka daga vikunar Gerðuberg, félagsstarf. Alla virka daga vinnu- stofur opnar og frá há- degi spilasalur opinn, vist og brids. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krumma- kaffi kl. 9. Famos. Ganga í dag frá Hlégarði kl. 11. Aðal- fundur Famos verður í Safnaðarheimili Lága- fellssóknar miðviku- daginn 11. febrúar og hefst kl. 20. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis. Fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús laugard. frá kl. 14. Oa-samtökin. Átröskun / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og í síma 878 1178. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið10 og 110 ganga að Kattholti. GA – Samtök spila- fíkla, Fundaskrá: Þriðjud.: Kl. 18.15, Sel- tjarnarneskirkja, Sel- tjarnarnes. Miðvikud.: Kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogur, og Eg- ilsstaðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud.: Kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud.: Kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laug- ard.: Kl. 10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík, og Glerár- kirkja, Akureyri. Kl. 19.15, Seljavegur 2, Reykjavík. Neyðarsími: 698 3888. Fífan, Dalsmára 5 í Kópavogi. Tart- anbrautir eru opnar al- mennu göngufólki og gönguhópum frá kl. 10– 11.30 alla virka daga. Blóðbankabílinn. Ferð- ir blóðbankabílsins: sjá www.blodbankinn.is. Minningarkort Minningarsjóður Krabbameinslækn- ingadeildar Landspít- alans. Tekið er við minningargjöfum á skrifst. hjúkrunarfor- stjóra í s. 560 1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnutíma er tekið á móti minning- argjöfum á deild 11-E í s. 560 1225. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fáanleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561 4307/fax 561 4306, hjá Halldóru Filippusd., s. 557 3333, og Sigurlaugu Hall- dórsd., s. 552 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487 8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487 1299, í Reykjavík hjá Frí- merkjahúsinu, Laufás- vegi 2, s. 551 1814, og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557 4977. Minningarkort, Félags eldri borgara, Selfossi, eru afgreidd á skrifstof- unni í Grænumörk 5, fimmtudaga kl. 13–15, sími 482 4477. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, s. 482 1134, og verslunni Írisi í Kjarnanum, Austurvegi 3–5. Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562 1581, hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551 7193, og Elínu Snorradóttur, s. 561 5622. Í dag er laugardagur 7. febrúar, 38. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Forustusauðurinn fer fyrir þeim, þeir ryðjast fram, fara í gegnum hliðið og halda út um það, og konungur þeirra fer fyrir þeim og Drottinn er í broddi fylkingar þeirra. (Mika 2, 13.)     Deila forseta lýðveld-isins og tveggja hand- hafa forsetavalds verður enn tilefni til skrifa í póli- tísku vefritunum.     Á Frelsi.is, vef Heim-dallar, er birt ályktun frá stjórn Heimdallar, svohljóðandi: „Í ljósi umræðna síð- ustu daga telur Heimdall- ur f.u.s. í Reykjavík ástæðu til að ítreka þá skoðun sína að embætti forseta Íslands beri að leggja niður. Embættinu var í upphafi ætlað að koma í stað embættis kon- ungs. Við stofnun lýðveld- is 1944 tók forseti yfir þær embættisskyldur sem konungur Danmerkur bar og voru þær ekki margar. Forsetaembættið er engu veigameiri hluti íslenskrar stjórnskipunar heldur en konungsemb- ættið var áður. Hlutverk þess er nær einvörðungu táknræns eðlis. Íslensk stjórnsýsla hefur jafnan verið einföld og laus við allt prjál. Stingur því hið þarflausa forsetaembætti nokkuð í stúf. Þá er emb- ætti forseta Íslands afar kostnaðarsamt fyrir skattgreiðendur landsins. Enn fremur þykir það furðu sæta að embætt- ismaður sem hefur færri skyldur en tali tekur, skuli ekki sjá sér fært að vera viðstaddur merk- isatburði á borð við 100 ára afmæli heima- stjórnar. Sé þeim embætt- ismanni sem embættinu gegnir raunverulega ætl- að að vera sameining- artákn þjóðarinnar er það lágmarkskrafa að hann fagni með þjóðinni á þeim dögum sem hafa sér- stakan sess í sögu henn- ar.“     ÁKreml.is skrifar Eirík-ur Bergmann Ein- arsson og virðist ann- arrar skoðunar um völd forseta – sennilega búinn að gleyma öllu sem hann lærði í stjórnmálafræð- inni: „Ráðamenn þjóð- arinnar eru komnir í sandkassana í þessu heimastjórnar- og rík- isráðsmáli. Og fyrst við erum komin á þann vett- vang er kannski ekki úr vegi að minna á að forset- inn getur auðvitað leyst ríkisstjórnina frá störfum og veitt öðrum flokks- formanni en Davíð stjórn- armyndunarumboðið. Í 15 grein stjórnarskrárinnar segir: „Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.“ Röksemda- færslan geti verið sú að ófært sé að trún- aðarbrestur sé á milli for- setans og forsætisráð- herrans sem í ákveðnum skilningi situr í skjóli for- seta, en í 13. grein stjórn- arskrár segir: „Forsetinn lætur ráðherra fram- kvæma vald sitt.“ Og bara til að taka af öll tvímæli um að forseti sitji í forsæti ríkisráðs þá segir í 16. grein stjórnarskrárinnar að „Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa rík- isráð, og hefur forseti þar forsæti.“ STAKSTEINAR Leggja niður forsetann eða ríkisstjórnina? Víkverji skrifar... Víkverji neytir ekki „ólöglegravímuefna“ og hefur aldrei hvatt til neyslu þeirra en samt sem áður blöskrar honum framferði forráða- manna Samfés, samtaka félags- miðstöðvanna, gagnvart rokk- hljómsveitinni Mínus og reyndar skjólstæðingum sínum, krökkunum sem sækja félagsmiðstöðvarnar. Málið er víst að Samfés-stjórarnir riftu samningi við sveitina og hættu þar með við að láta hana spila á fyr- irhuguðum unglingadansleik eftir að þeim blöskraði umsagnir í íslenskum fjölmiðlum um umsagnir í erlendum fjölmiðlum um meinta „ólöglega vímuefnaneyslu“ sveitarinnar. Mín- usmenn hafa hins vegar aldrei, svo að Víkverji viti, skorið úr um op- inberlega hvort þessar lýsingar út- lendra blaðamanna eigi við rök að styðjast og það er bara þeirra mál. Það er líka alfarið mál þeirra Mínus- liða hvort þeir neyti ólöglegra eða löglegra vímuefna yfirhöfuð. Ekki ætlar Víkverji, reglulegur neytandi hinna löglegu vímuefna, að fordæma þá fyrir það því slíkt myndi flokkast undir hræsni. En vangaveltur um hvort þeir séu dópistar eða ekki eru ekki aðalmálið hér, því það kemur hvort eð er engum við. Aðalmálin eru tvö. x x x Fyrsta gengur út á vangaveltur umhvort rokkæðislegt og grodda- kennt fas þeirra Mínusmanna hvetji ungt og áhrifagjarnt fólk til ólög- legrar vímuefnaneyslu. Ef svo þá væri það í engu frábrugðið því er unglingum þótti spennandi hér forð- um að prófa hitt og þetta sem Bítlar, Dylan, Stóns og Bubbi sungu um og mærðu. Ekki sér Víkverji þó að hægt sé að sanna með fullri vissu hvort Mínusarnir hafi með beinum hætti hvatt til neyslu ólöglegra vímuefna. Hafi þeir gert það er slíkt vitanlega ámælisvert og ekki til eftirbreytni því rokkstjörnur verða jú upp að vissu marki að huga að áhrifamætti sínum og jafnvel einhvers konar ábyrgð. En að ætla að skikka menn- ina til að gefa út einhverja yfirlýs- ingu, óháð því hvort hún sé rétt eða röng, um að hafa aldrei neytt ólög- legra vímuefna, er yfirgangur og vanvirðing eins og Mínusarnir orða það sjálfir, en ekki bara við Mínus heldur krakkana líka sem er greini- lega ekki betur treyst en svo að þau geti ekki greint á milli góðra tónleika og vafasamra ummæla í erlendum fjölmiðlum. Eru einhver fordæmi um það að íslenskir popparar eða aðrir listamenn hafi verið krafðir um slíkt? Er ekki ólíklegt að meðlimir Trú- brots hafi þurft að gera það þegar þeir léku í Höllinni fyrir æsta æsku árið 1969? Og hefðu Gunnar og Rún- ar samþykkt að skrifa undir slíka yf- irlýsingu? Hefði Bubbi fengið mörg tækifæri til að leika fyrir unglinga ef slík fanatík hefði viðgengist er frægðarsól hans skein hvað skærast á 9. áratugnum? Samt sagði hann það sem hann sagði í Rokki í Reykjavík. x x x Nei, auðvitað er þetta dæmi umeinhverja makalausa firru sem nú skekur Skerið og minnir hvað helst á rétthugsunarherferð þá sem siðapostular í Bandaríkjum, með frú Gore, fyrrum varaforsetafrú, í far- arbroddi, hafa rekið með skelfilegum árangri undanfarinn áratug. Hvað er næst? Senda alla poppara í lyfjapróf áður en þeir stíga á svið? Þakkir til landsmanna HINN 12. desember sl. lent- um við börnin mín í því að það kviknaði í hjá okkur og var ég ekki tryggð. Það var sett af stað söfnun og langar mig að þakka kærlega fyrir okkur, því ég veit ekki hvar við stæðum án ykkar. Takk fyrir okkur. Jóna Júlía, Arnar Freyr, Katrín Perla og Hafsteinn Ingi. Boltanum stolið ÞEIR tóku boltann minn segir hæstvirtur forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson. Er það nokkur furða þó að hann sé reiður? Er það nokkuð skrítið þó að hæstvirtum forseta finnist hann vera puntstrá, sem er að verða að sinu? Nú eru búin að vera hátíðarhöld sem varða íslensku þjóðina kannski miklu og eru fleiri slíkar samkomur á þessu ári á biðlista hjá stjórninni, sem seinna verða ákvarðað- ar. Að sögn fréttamiðla er forsetinn alveg óþarfur á þessar samkomur. Engin boðskort fær hann og ekk- ert sæti meðal þessara höfðingja. Heilög þrenning úr hópi ráðherra og alþing- ismanna tekur að sér hans verk og nýtir sér ágætlega þær fjarverustundir sem hann veitir sér. Mér er spurn, er nokkur þörf á for- seta yfir þessu landi þegar til eru þjónar sem taka að sér hans verk í sínum frí- stundum? Getum við ekki sett þá peninga sem svara launum hæstvirts forseta í heilbrigðisþjónustuna? Við gætum kannski mínusað laun forsætisráðherrans líka frá þjóðarútgjöldunum og látið þau renna í sama kerfi. Það eru kannski til menn sem geta tekið hans störf að sér líka. Ég tek heils hugar undir orð for- seta landsins Ólafs Ragnars Grímssonar og skil reiði hans yfir þessari óhæfu. Að halda uppá 100 ára þing- ræði þjóðarinnar án þess að hafa forsetann með er van- virða við embættið og for- setahjónin. En það var nú höfðinglegt að bjóða þeim hjónum með tveggja vikna fyrirvara að horfa á sjón- varpsþáttinn í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Það er nú dá- lítið stór plús í gerðum þess, sem réð öllu þessu klandri. Kristjana Vagnsdóttir. Tapað/fundið Barnabílstóll og barnadót ÁTT þú gráan Toyota Avensis sem lagt var beint fyrir framan Faxafen 14 í hádeginu mánudaginn 2. feb. sl. og fannst barnabíl- sessu í aftursætinu á hon- um? Ef svo er viltu þá vin- samlegast hafa samband við Rögnu Margréti í síma 863-3960 eða Hildigunni í 664-4335, en þau leiðu mis- tök áttu sér stað að ásamt bílstólnum var heilmiklu barnadóti komið fyrir í aft- ursætinu og skottinu á röngum bíl og er þess sárt saknað af litlum dreng. Gullarmband tapaðist MJÓTT gullarmband tap- aðist annaðhvort á Leifs- stöð, á bílastæðinu fyrir framan eða í flugvél á leið til Brussel 21. október sl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 557-8407. Gleraugu töpuðust MÁNUDAGINN 2. febr- úar sl. töpuðust gleraugu í gráu hulstri. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Guðrúnu í síma 845-1956. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 smánarlegur, 8 sekkir, 9 vondur, 10 greinir, 11 myntin, 13 liggja í sæng, 15 brúnar, 18 spilið, 21 skynsemi, 22 kyrrsævi, 23 loftgatið, 24 gætnar. LÓÐRÉTT 2 ósar, 3 ellihrumleikinn, 4 í vafa, 5 fuglinn, 6 stutta leið, 7 baun, 12 ríkidæmi, 14 ólm, 15 elds, 16 bölva, 17 sáldur, 18 var skylt, 19 skjóða, 20 nálægð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skálm, 4 þefar, 7 grunn, 8 rellu, 9 nam, 11 auða, 13 anga, 14 gæran, 15 senn, 17 nota, 20 æki, 22 sýlar, 23 lúðan, 24 augun, 25 tærar. Lóðrétt: 1 segja, 2 áburð, 3 menn, 4 þarm, 5 fælin, 6 rausa, 10 afrek, 12 agn, 13 ann, 15 sýsla, 16 nýleg, 18 orður, 19 annar, 20 æran, 21 illt. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.