Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 55 því þú varst frábær maður. Ég sakna þín mjög mikið og þótti mjög vænt um þig elsku Svenni minn. Kær kveðja Þórunn María. Hann elsku Svenni er dáinn. Svenni sem ömmu og mömmu þótti svo óstjórnlega vænt um. Svenni sem öllum þótti vænt um og mér líka. Maður gerir sér kannski ekki grein fyrr en á svona stundum hvað sumt fólk sem maður elst upp með hefur haft mikil áhrif á mann og hef- ur verið stór hluti af uppvexti manns. Það var svo sjálfsagt ein- hvernveginn af því það var alltaf til staðar. Fyrstu ár mín ólst ég upp á Hvalsnesi heima hjá afa og ömmu. Þar átti Svenni frændi líka heima en hann hafði alist upp hjá ömmu frá tveggja ára aldri. Ég flutti á undan Svenna frá Hvalsnesi en heimsóknir og sumardvalir voru tíðar. Þó Svenni flytti til Sandgerðis með Jensu þá kom hann á hverjum degi til ömmu og afa og var hann því órjúfanlegur hluti af Hvalsnesinu enda heitir eitt herbergið þar „Svennaherbergi“. Í mínum huga var Svenni sá sem gat allt. Allsherjar reddari. Ég leit alltaf á hann sem mann eins og við sjáum í bíómyndum, vinnumanninn og töffarann á búgarðinum sem reddar öllu, kann allt og getur allt. Hann átti meira að segja pikkupp (pallbíl). Maður heyrði ömmu ósjald- an segja „hann Svenni lagar þetta“. Það sem snéri að mér var þá helst bilað hjól, skautar, róla, sláttuvél og eins og börnin segja „bara nefndu það“. Það voru þó ekki lætin í Svenna en húmorinn var góður. Hann var ótrúlega barngóður og naut ég góðs af því aftur og aftur. Endalaus þolinmæði. Ég man þegar hann var að smíða eldhúsið uppi á lofti og leyfði okkur Gilla að „hjálpa“ þó hjálpin væri náttúrulega engin. Hann var líka svo þolinmóður þegar við vorum að atast í beljunum og fikta í traktornum. Einu sinni þurfti hann meira að segja að ná í mig upp á þak á Hvalsnesinu því hetjan þorði ekki niður, þá orðin unglingur. Það fannst Svenna mjög fyndið. Mamma sagði mér líka einhvern tímann að Svenni gæti keyrt heiðina blindandi og ég trúði því – því Svenni gat allt. Svenni var þessi trausti, góði maður. Svenni var myndarlegur maður, stór og þrekinn. En þrátt fyrir þetta hraustlega útlit var hann mjög við- kvæmur og með risastórt hjarta. Hann dæmdi engan. Hann var mikill dýra- og barnavinur og tók öllum ut- anaðkomandi vel. Gátum við komið ár eftir ár, unglingar úr Reykjavík, með vini okkar með okkur til Svenna og Jensu bara til að upplifa alvöru sjómannadag í Sandgerði. Allt þetta er ég þakklát fyrir. Nú í seinni tíð hafa Mikka og börnin notið góðs af þessari umhyggju og góðmennsku hans og ég veit að þau voru auga- steinar Svenna. Samband ömmu og Svenna var einstakt. Man ég ömmu oft segja að henni hefði ekki þótt vænna um Svenna þó hún hefði fætt hann af sér. Það er greypt í huga minn hvað Svenni átti erfitt þegar amma dó. Hann missti svo mikið – ósvikinn stuðningsmann í gegn um tíðina, sama á hverju gekk. Trúi ég því að nú hafi þau hist og hafi aftur stuðn- ing hvort af öðru. Elsku Jensa hefur misst svo mik- ið, félaga sinn og lífsförunaut sem dáði hana alla tíð. Mikka, Jórunn, Svenni, Tinna, Elísabet og Aron misst fósturföður og afa sem gaf þeim svo mikið. Mamma og Gulla frænka hafa misst kæran bróður sem þeim þótti svo vænt um. Við höfum misst frænda og vin sem við sjáum eftir. Öll erum við þó fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa verið svo lánsöm að verða samferða svona góðum og heilsteyptum manni sem gaf svona mikið og við getum lært mikið af. Fyrir hönd okkar systkinanna þakka ég Svenna fyrir allt og bið góðan Guð að blessa hann og alla ástvini hans. Hvíl í friði. Klara. Hún amma mín hef- ur alltaf verið í einu af aðalhlutverkunum í mínu lífi frá því ég fæddist. Ég var svo lánsöm að búa nánast alltaf í næsta nágrenni við ömmu og afa og hafði þar af leiðandi greiðan aðgang að þeim hvenær sem ég þurfti á þeim að halda. Óteljandi minningar streyma fram nú þegar ég kveð hana í síðasta sinn. Ég kom næstum daglega til hennar eftir skóla þegar ég var barn og unglingur og var þá vön að setjast í stólinn hennar inni í stofu og ýmist las eða bara dottaði þar meðan amma var í eldhúsinu að útbúa eitthvað handa mér svo sem klatta, pönnukökur eða grjónagraut. Í bakgrunni hljómaði gamla gufan. Það var svo mikil kyrrð og ró yfir öllu, eins og amstrið úti næði ekki inn til okkar. Ég var oft með ömmu og afa uppi í „kofa“ eins og við kölluðum fjárhúsið þeirra. Þar átti ég margar góðar stundir með þeim. Á haustin var far- ið í réttirnar í rússajeppanum þar sem boðið var upp á bestu samlokur sem hægt var að hugsa sér sem amma smurði og setti í boxin sem áð- ur höfðu geymt útlenskt kex. Afi bauð svo alltaf upp á kók í litlum flöskum og prins póló en slíkt stóð yfirleitt ekki til boða nema á tyllidög- um. Hún amma mín hafði stóran og mikinn persónuleika og ákveðnar skoðanir. Hún hafði sterka réttlæt- iskennd, var ráðdeildarsöm og alltaf fljót að rétta hjálparhönd ef hún taldi einhvern þurfa á því að halda. Amma var alltaf sú fyrsta sem ég kallaði til á stórum gleðistundum í lífi mínu, því mér þótti svo mikilvægt að hún gæti verið stolt af mér. Því enginn gladdist meira en hún þegar vel gekk. Hafi hún þökk fyrir allt MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR ✝ Margrét Ólafs-dóttir fæddist í Butru í Fljótshlíð 7. mars 1911. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 11. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Langholts- kirkju 20. febrúar. sem hún var mér. Blessuð sé minning hennar. Sigríður. Stundin sem ég hef kviðið lengi er runnin upp. Amma mín er dá- in, konan sem var klett- urinn og hetjan í mínu lífi. En í sorginni er ég jafnframt glöð, yfir því að nú sé hún loks komin til allra þeirra sem hún hefur áður þurft að kveðja. Síðust af systk- inum sínum, langt á eftir manninum sínum og í arma móður sinnar sem var henni svo hugleikin síðustu árin. Margar af mínum fyrstu minningum eru hjá ömmu, enda átti hún mikinn þátt í uppeldi mínu. Hún kenndi mér að lesa áður en ég byrjaði í skóla, kenndi mér að prjóna og hekla og var mér alltaf svo góð. Það var aldrei hægt að vera svangur hjá henni ömmu. Öllum sem til hennar komu voru boðnar veitingar og var ég eng- in undantekning þar. Hún gaf mér stundum glænýjar ólafsrauðar kart- öflur með glás af smjöri og maukaði ofan í mig epli á þann hátt að enginn hefur getað leikið eftir. Sætsúpuna hennar kölluðum við súpugraut, þar sem hún var mun þykkari og betri en uppskriftin sagði til um. En það var meira í hana ömmu spunnið en elda- mennskan. Hún er ástæðan fyrir því að ég lagði hart að mér á minni skólagöngu. Hún vildi að ég gengi menntaveginn og léti annað bíða. Góð menntun skipti hana öllu og ósk- aði hún mér alls hins besta í lífinu í því jafnt sem öðru. Hún kom í út- skriftina mína, þrátt fyrir háan ald- ur, og geislaði af stolti. Ég gleymi aldrei morgnunum sem mamma og pabbi fóru með mig í pössun til ömmu fyrir skólann. Þá var ég vafin inn í teppi og keyrð til hennar í svefnrofunum. Þar var mér svo rúll- að upp í rúm til hennar, inn í horn, í hlýjuna, því skólinn byrjaði ekki strax. Þar kúrðum við amma svo saman, í alveg eins náttkjólum og mér leið svo vel. Síðustu árin sín bjó amma á Elli- heimilinu Grund og þar sem ég var stundum að vinna þar varð ég þeirr- ar gæfu aðnjótandi að geta umgeng- ist hana mikið. Stundirnar sem ég átti með ömmu minni mun ég varð- veita að eilífu. Hún var hjá mér þeg- ar ég kom í heiminn og ég hjá henni þegar hún kvaddi hann. Fyrir það er ég þakklát og einnig að hafa þekkt hana. Svona fólk eins og amma gerir heiminn að góðum stað og það er mitt leiðarljós. Hve gott var að faðma og þykja vænt um þig, hve sárt er að kveðja en ljúft að minnast þín. Hafi hún þökk fyrir allt og hvíli í friði. Helga Birna. Nú þegar ég sit hér og hugsa til Möggu frænku þá kemur minning upp í huga mér – þegar ég var barn og sat inni í stofu hjá Möggu. Þar voru allir sem bjuggu í húsinu og líka afi og amma frá Vestmannaeyjum. Það var ótrúlega gaman og notalegt þarna sem við sátum að horfa á skuggamyndir frá ferðalagi Möggu og Torfa frá því um sumarið. Þá allt í einu sló niður í höfuð á mér þeirri hugsun að svona yrði þetta ekki allt- af, við yrðum ekki alltaf öll saman, því þannig er lífið ekki. Og nú er komið að því. Ég sit hér og skrifa nokkur orð til hennar í kveðjuskyni. Magga frænka átti alveg ótrúlega stórt hjarta og gott dæmi um það er að við svefnherbergisgluggann hennar og Torfa var villiköttum í hverfinu gefið að éta og drekka. Man ég þar sérstaklega eftir Brandi, heldur sérlunduðum ketti sem kom þegar honum hentaði og þá stundum rifinn eftir slagsmál.. Eitt skiptið dróst heldur að Brandur kæmi og vorum við farin að halda að nú væri hann dauður en ekki var sú raunin í það skiptið. Ekki man ég eftir að það væri verið með neinar sérstakar áhyggjur yfir því þar sem þetta er einn hluti af lífinu, að kveðja. Svo var það skipshundurinn Dollý sem missti stöðu sína sem skips- hundur. Þar með endaði hún hjá Möggu frænku því alltaf var nóg rúm fyrir alla sem þurftu húsaskjól eða minna máttu sín. Sem krakki naut ég góðs af því að búa í sama húsi og frænka mín og Torfi. Þau áttu kindur og ég fékk oft að fara með þeim að gefa kindunum og sömuleiðis að fara með þeim í réttir, bæði upp við Lögberg og svo í Hafravatnsrétt. Þá var hún Magga frænka í essinu sínu því hún gat kall- að á kindurnar og komu þær þá til hennar. Ég skildi reyndar aldrei hvernig hún var viss um að þetta væru réttu kindurnar án þess að skoða markið á þeim. Hún þurfti þess ekki því það var nóg fyrir hana að líta í augun á þeim. Annað var sem ég skildi ekki. Hvernig hún gat talað um að þessi rollan væri svo fríð og önnur ekki eins fríð. Fyrir mér voru þær allar eins á svipinn. Á hverju sumri fóru þau í ferðalag um landið með vina- hópi sínum. Þá var farið á fjallabíl þess tíma sem var Vípon – þessi hét held ég Sigga. Síðar bættust foreldr- ar mínir í þennan ferðahóp. Þá komst ég að því að þessi ferðalög voru mest um hálendið og sem lengst frá mannabyggðum. Ég bjó í for- eldrahúsum í 26 ár og allan þann tíma bjó Magga frænka í sama húsi. Ég hefði ekki getað hugsað mér að það væri öðruvísi. Sem krakki gat ég alltaf leitað til hennar ef mamma var ekki heima og svo var ekki ónýtt að koma til hennar fá mjólk og brauð eða kökur. Ég man ekki eftir að við krakkaskarinn í húsinu hefðum nokkurn tímann verið fyrir henni. Mér er einnig minnisstætt að daginn þegar fréttin barst um að Kennedy hafði fallið fyrir morðingjahendi þá vorum við krakkarnir með búð fyrir framan dyrnar hjá henni og það var sko full búð af tómum mjólkurhyrn- um og pökkum. Og þá mætti maður „í búðina“ með innkaupanet sem var fengið að láni hjá Möggu og mömmu. Mér er einnig minnisstætt þegar bróðir minn og frændi framkvæmdu þá snilldarhugmynd sína að smíða sér hraðbát. Það gerðu þeir rétt utan við eldhúsgluggann hjá Möggu. Ekki sagði hún styggðaryrði við þá þótt hávaðinn og skvaldrið væri linnulítið meðan á því verki stóð. Hún hafði hins vegar gaman af því að fylgjast með þeim og sagði frá því hvað þeir frændur væru ólíkir, annar talaði nánast samfellt meðan hinn sagði öðru hverju „er það?“. En nú er komið að leiðarlokum hjá Möggu frænku. Ég þykist viss um að þar fyrir handan verður tekið vel á móti henni af öllum þeim sem hún átti svo góð samskipti við hérna megin. Sjálf vil ég þakka henni fyrir sérlega ánægjulega og uppbyggilega samfylgd. Fjölskyldu hennar votta ég samúð mína. Með Möggu frænku er gengin mikil kona og minning hennar lifir hjá öllum sem henni kynntust. Ólöf Ragnheiður. Stundum er eins og tíminn stöðvist eitt andartak. Þannig var það þegar síminn hringdi þriðju- dagsmorguninn 10. febrúar og sagt að afi í Langó væri dáinn. Þegar þessi setning hljóðaði í huga okkar rifjuðust upp margar og skemmtilegar minningar. Eins og öll jólin sem við áttum saman niðrí Langó sem byrjuðu á Þorláks- messu á afmælisveislu ömmu og svo aðfangadag sem alltaf hefur verið haldinn niðrí Langó. Þar var mikið hlegið og mikil gleði. Ekki klikkaði afi á því að bæta einni möndlu í grautinn sinn þó svo að amma hefði tekið það fram að búið væri að setja möndluna í grautinn. Þannig fékk afi alltaf möndluna og einhver annar eða þangað til amma merkti aðalmöndluna vel. Þá gekk þetta ekki lengur fyrir afa en alltaf reyndi hann jól eftir jól. Afi var mjög sterkur persónu- KRISTINN GUÐMUNDSSON ✝ Kristinn Guð-mundsson fædd- ist á Núpi undir Vestur-Eyjafjöllum 5. október 1925. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 10. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 20. febrúar. leiki. Alltaf var stutt í stríðnina og fengu sumir meira af henni en aðrir. Þegar við vorum að spá í að fara að byggja sagði hann við okkur að maður tap- aði aldrei á því að byggja og oft óskaði hann þess að hann hefði getað hjálpað okkur. En hann hjálp- aði okkur mikið með því að vera alltaf já- kvæður í okkar garð og gaf okkur góðar ráðleggingar. Börnin okkar höfðu mikið dálæti á langafa sínum. Hann tók alltaf vel á móti þeim, bauð upp á hákarl og sýndi þeim hvernig ætti að slá í borð og leggja kapal. Um leið og við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með afa langar okkur að minnast hans með þessum bænum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma, við biðjum góðan guð að styrkja þig og fjölskylduna alla. Karl, Arna Þórey og börn. Elsku afi Kristinn, nú ertu far- inn frá okkur og ert búinn að breytast í engill. Þú varst svo skemmtilegur og góður afi. Kenndir mér að spila inni í eldhúsi hjá ykkur ömmu. Einn veturinn smíðaðir þú stórt hús fyrir okkur langafabörnin til að hafa úti í garði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíldu í friði, elsku afi. Þín langafastelpa Auður Hrönn. Diddi kennari, eins og við höfum alltaf kallað hann, er látinn og sendum við aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við kynntumst honum þegar við fluttum að Gufuskálum haustið 1984 – hann var þá kennari við barnaskólann á Hellissandi – og höfum haldið vinskap síðan, þó bú- seta hafi breytzt. Diddi kennari mun alltaf verða okkur minnisstæður. Hann setti mikinn svip á allt félagslíf í sinni heimasveit, undir Jökli, á meðan krafta hans naut við. Hann var kennari við barnaskólann á Hellis- sandi. Hann var meðlimur í Frí- múrarareglunni, var ein aðaldrif- fjöðrin í Lionsklúbbi Hellissands og hvatti menn þar óspart til dáða. Víst er að margur maðurinn hélt sína fyrstu ræðu fyrir hans áeggj- an. Hann stóð, ásamt öðrum, að útgáfu héraðsfréttablaðs á sínum tíma. Hann var félagi í ungmenna- félaginu Aftureldingu á Hellis- sandi og samdi um árabil skemmtiatriði, í revíustíl, sem flutt voru á þorrablótum þess. Hann samdi leikrit, sem leikfélag Hellis- sands setti á svið. Hann var kvæðaskáld og gaf út ljóðabókina Úr höll birtunnar. Þannig minnumst við Didda kennara og það er víst að lengi mætti upp telja störf hans. En hann var fyrst og fremst gefandi, hvetjandi og hlý persóna, sem við munum sakna. Stefán Þór Sigurðsson, Lilja Guðmundsdóttir, Aðalheiður Stefánsdóttir, Margrét Stefánsdóttir. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.