Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ HIN árlega háskólakynning allra háskóla á Íslandi verður hald- in sunnudaginn 14. mars nk. á svæði Háskóla Íslands og þar munu fulltrúar frá Tækniháskóla Íslands kynna þá marg- breytilegu möguleika sem skólinn býður fólki í þekkingarleit. Tækniháskóli Ís- lands býður hagnýtt nám á sviðum tækni, heilbrigðis og rekstrar og sinnir hagnýtum rannsóknum, nýsköpun og þróunarstörfum í samstarfi við íslenskt atvinnulíf. Þannig stuðlar Tækniháskólinn að aukinni verðmæta- sköpun sem styrkir íslenskt atvinnu- líf og eykur hagsæld þjóðarinnar Námsframboð Tækniháskólans er eins fjölbreytt og litróf regnbogans og notar skólinn einmitt grunnliti regnbogans til að auðkenna deildir skólans. Gulur er fyrir frumgreinadeild sem býður verkmenntuðu fólki og fólki með starfsreynslu góðan undirbúning til að hefja nám við háskóladeildir skólans. Deildin er einnig góður kost- ur fyrir stúdenta sem þurfa viðbót- arnám í raungreinum og stærðfræði. Rauður er fyrir heilbrigðisdeild sem býður BS-nám í geislafræði og meinatækni. Nám í heilbrigðisdeild undirbýr nemendur fyrir krefjandi störf á þessum sviðum þar sem fag- legrar þekkingar, frum- kvæðis og góðrar sam- skiptahæfni er krafist. Grænn er fyrir tækni- deild sem býður sex námsbrautir til BS- gráðu í tæknifræði og þrjár námsbrautir til diplomaprófs í iðnfræði. Einnig býður tæknideild upp á fjarnám í iðnfræð- inni. Í nútíma tækniþjóð- félagi er sívaxandi eft- irspurn eftir tæknimenntuðu fólki og atvinnutækifæri þeirra sem hafa aflað sér tækni- menntunar á háskólastigi verða sífellt fleiri og fjölbreyttari. Blár er fyrir rekstrardeild sem býður nám til BS-gráðu í við- skiptafræði á tveimur sérsviðum, markaðs- og vörustjórnunarsviði. Sú sérhæfing sem deildin býður á sér ekki hliðstæðu í íslensku skólakerfi, hvort sem litið er til námskeiðafjölda í markaðsfræði eða vörustjórnun. Deildin býður einnig diplomanám í rekstrarfræði. Tækniháskólinn á háskólakynningu Oddný Árnadóttir skrifar um Tækniháskólann Oddný Árnadóttir Höfundur er kynningarfulltrúi og aðstoðarmaður rektors Tækniháskóla Íslands. ’Tækniháskólinn legg-ur mikla áherslu á hag- nýta þætti námsins…‘ Tækniháskólinn leggur mikla áherslu á hagnýta þætti námsins og er það tryggt m.a. með öflugu samstarfi við ís- lenskt atvinnulíf. Formlegir samningar hafa verið gerðir við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir þar sem aðaláherslan er á aðkomu sérfræðinga úr atvinnulífinu bæði við kennslu og sem leiðbeinendur í lokaverkefnum. Útskrifaðir nemendur Tæknihá- skólans eru eftirsóttir sérfræðingar í íslensku atvinnulífi og eiga greiða leið að ábyrgðarstörfum á sínum sér- sviðum að námi loknu. Ekki er óal- gengt að fyrirtæki og stofnanir séu búin að tryggja sér starfskrafta þeirra fyrir námslok. Þessum gæða- staðli mun Tækniháskóli Íslands kappkosta að viðhalda og gera enn betur í framtíðinni. Undirrituð mun, ásamt fríðu föru- neyti nemenda, taka vel á móti öllum sem vilja kynna sér námsframboð Tækniháskóla Íslands, á 2. hæð í Odda hinn 14. mars nk. Í LEIÐARA Morgunblaðsins frá 11. febrúar sl. segir: „Það fer ekkert á milli mála hvað átt er við með lýð- ræði.“ Við lestur leiðarans virðist gengið út frá ein- um skilningi á orðinu lýðræði sem sé sá að- allega að fólk fái að kjósa sér fulltrúa til að fara með valdið fyrir þess hönd á milli kosn- inga. Þess á milli hafi fólkið ekki vald. Til að bæta úr þessu er lagt til að efnt verði til þjóð- aratkvæðagreiðslu um ákveðin mál. Samkvæmt þessum skilningi hefur meiri- hluti kjósenda alræð- isvald. En málið er ekki svona einfalt. Við höfum stjórnarskrá í þessu landi. Skv. I. kafla hennar er ríkisvaldið þrískipt. III. & IV. kafli hennar fjalla um Alþingi og löggjafarvaldið, þar sem meirihluti hverju sinni ræður úr- slitum. En VII. kafli stjórnarskrárinnar er um mannréttindi, sem meirihlutinn getur ekki svipt menn. Margir telja að í þessum mannréttindum felist kjarni lýðræðisins. Yfirgnæfandi meirihluti manna vill lýðræði til að vernda líf sitt, frelsi og öryggi. Tilgangur lýðræðisins sé ekki einungis pólitískur þar sem menn streitast við að ná og halda völd- um með afli meirihlutans. Margir telja það lýðræði, að fá að vera í friði og öryggi í sínu daglega amstri, í samskiptum sínum við náungann og leit sinni að lífsham- ingju. Ríkisvaldið eigi fyrst og fremst að vernda og efla þetta mannlíf. Lýð- ræðislegar leikreglur séu til þess settar að vernda fólk fyrir valdinu, valdbeiting sé í lágmarki, jafnvel þótt meirihluti sé fyrir henni. Tillögur Samfylkingarinnar um milliliðalaust lýðræði eru ekki djúpt hugsaðar en með sterku skjallkenndu ívafi óskhyggju um að geta með áróð- ursmaskínum sínum komið almenn- ingi í uppnám og misnotað geðshrær- ingu hans til að efla alræði meirihlutans enn frekar. Á milli lýðfrelsis og stjórnarbóta 19. aldar og 21. aldar okkar tíma er 20. öldin, morðóðasta öld mann- kynssögunnar þegar 160 milljónir manna féllu fyrir hendi op- inberra yfirvalda sbr. leiðara Mbl. Og McNamara nýlega. Takmörkun valdsins og aukin vernd mann- réttinda gegn meiri- hlutavaldi er því dauð- ans alvara. Leiðari Mbl. nefnir að áður fyrr hafi at- kvæðisréttur verið tak- markaður við eign kjósenda. Þetta hefur réttilega verið gagn- rýnt ásamt öðrum tak- mörkunum á atkvæð- isrétti. En mönnum hefur sést yfir eina ástæðu þess að binda atkvæðisrétt við eignir. Hún var sú að gera kjósandann óháð- ari yfirvöldum. Þessi hugsun var út af fyrir sig ágæt en það gengur auðvitað ekki að gera þetta atriði að skilyrði fyrir kosningarétti. Nú á dögum hraðvaxandi eignamyndunar í þjóð- félaginu er komið gott tækifæri til að gera kjósandann óháðari valdhöfum með því að dreifa eignum til allra kjósenda hvers um sig til persónu- legrar eignar, þ.e. fjölga eignamönn- um í stað þess að draga eignir sífellt undir ríkið. Ríkiseign á aðeins að vera tímabundið ástand þangað til hún verður færð yfir til kjósenda og notuð til að minnka fátækt og til eignajöfn- unar í þjóðfélaginu í leiðinni. Eigna- myndun í þjóðfélagi okkar er orðin svo mikil að eignum verður ekki hald- ið sómasamlega við nema sem flestir einstaklingar þjóðfélagsins komi að því verki. Sá tími, þegar einn aðili, ríkisvaldið, gat séð um mestar eignir landsins, er brátt liðinn. Lýðræði – vald fólksins Jóhann J. Ólafsson skrifar um lýðræði Jóhann J. Ólafsson ’Margir telja að í þessum mannréttindum felist kjarni lýðræðisins.‘ Höfundur er stórkaupmaður. SEX þingmenn hafa lagt fram tvö frumvörp sem varða verðbréfa- viðskipti og hlutafélög. Ég tel þessi frumvörp ekki nægi- lega vel ígrunduð. Frumvarpið um breyt- ingu á verðbréfa- viðskiptum snýst um að fjölga mikið þeim til- vikum þar sem skylt verður að yfirtaka al- menningshlutafélög. Reglur um yfirtöku- skyldu ná að óbreyttum lögum tiltölulega langt hér á landi og því má spyrja hvort ástæða sé til að gera þær yf- irgripsmeiri en þegar er. Þeir sem mæla fyrir reglum um yfirtökuskyldu benda á, að þeim sé ætlað að koma í veg fyrir að aðili geti komist í ráðandi stöðu í hlutafélagi til tjóns fyrir aðra hlut- hafa. Ráðandi hluthafi geti átt marg- vísleg viðskipti við sjálfan sig og hagnast á kostnað félagsins og smærri hluthafa. Með því að gera ráðandi hluthafa yfirtökuskyldan gef- ist smærri hluthöfum tækifæri til að selja hluti sína á sanngjörnu verði áð- ur en nokkur misnotkun á sér stað. Þeir sem mæla fyrir þessum reglum virðast þó gleyma mikilvægu atriði: Oftast fara hagsmunir ráðandi hluthafa og smærri hluthafa saman. Reglur um yfirtökuskyldu geta því reynst íþyngjandi og kostnaðar- samar. Þess vegna hafa mörg ríki hafnað slíkum reglum. Hefur ágrein- ingur ríkja um þetta reynst svo djúp- stæður að Evrópusambandið hefur ekki náð að setja reglur um yfirtöku- skyldu þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. Þá má nefna að í Bandaríkj- unum, þar sem löng hefð er fyrir þátttöku smærri hluthafa í al- menningshlutafélögum, er engin yfirtökuskylda. Þar gilda vissulega ákveðnar reglur um op- inber tilboð í hluti (e. tender offer). Þær regl- ur fela þó ekki í sér skyldu til að gera tilboð, heldur eiga fremur að tryggja jafnræði hlut- hafa kjósi einhver að gera slíkt tilboð. Ég tel með vísan til þessa ekki ástæðu til að gera reglur um yfirtökuskyldu meira íþyngjandi en þegar er. En frumvarpshöfundarnir leggja einnig fram frumvarp til breytinga á hlutafélagalögum. Því, eins og hinu frumvarpinu, er ætlað að vinna gegn misnotkun aðstöðu ráðandi hluthafa á kostnað hinna smærri. Frumvarpið gengur í aðalatriðum út á að stjórn- endum sé óheimilt að eiga viðskipti við félag án þess að óháður ut- anaðkomandi aðili framkvæmi fyrst mat. Þetta frumvarp virðist einnig ganga of langt. Í þeim efnum þarf að hafa í huga, að í frumvarpinu felst engin efnisleg viðbót við núgildandi ákvæði. Í dag er ráðandi hluthöfum og stjórnendum félags óheimilt að eiga viðskipti þar sem þeir eiga sjálfir hagsmuna að gæta, nema þeir geti rökstutt verðið á fullnægjandi hátt. Þetta leiðir t.d. af 76. gr. og 95. gr. hlutafélagalaga. Það eina sem frum- varpið bætir við er regla um, að óháð- ur maður þurfi að meta fyrirfram verðið í viðskiptunum. Þessi regla frumvarpsins er til trafala. Hún tefur fyrir allri framkvæmd viðskipta, sem oft verða að gerast á svipstundu. Annars eiga þau sér ekki stað. Regl- an getur því leitt til þess, að við- skiptatækifæri tapast með tilheyr- andi tjóni. Þá má einnig ætla að þessi óháði aðili yrði sjaldnast raunveru- lega óháður þeim sem greiðir fyrir mat. Sá sem það gerði yrði alltaf á endanum ráðandi hluthafinn, beint eða í gegnum félagið sem hann ræður yfir. Reglan hefði því hugsanlega ekki önnur áhrif en að búa til dýrt leikrit. Ef menn vilja bæta vernd smærri hluthafa væri nær að gera þeim auð- veldara að höfða mál fyrir hönd félags gegn stjórnendum eða stórum hlut- höfum. Sú leið hefur verið valin í Bandaríkjunum með góðum árangri. Þetta væri hægt að gera hér með þeim einfalda hætti, að lækka hlutfall í 2. mgr. 135. gr. hlutafélaga. Þar er að finna heimild til að höfða mál fyrir hönd félags gegn stjórnendum þess og hluthöfum. Heimildin er hins veg- ar bundin við að 1/5 hluti hluthafa standi að slíkri málssókn. Með því að fella burt kröfu um 1/5 hluta hluthafa í 2. mgr. 135. gr. hlutafélagalaga, væri hægt að leysa þann vanda sem frum- vörpin tvö eru sett til höfuðs. Geri ég það að tillögu minni frekar en að setja markað með hluti í almenningshluta- félögum í uppnám, eins og frum- vörpin gera óneitanlega. Frumvörp sexmenninganna ganga of langt Reimar Pétursson skrifar um frumvörp um verðbréfa- viðskipti og hlutafélög ’Reglur um yfirtöku-skyldu geta því reynst íþyngjand.‘ Reimar Pétursson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Ást og umhyggja Barnavörur www.chicco.com Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.