Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 49
GUÐLAUGSSUNDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 49 Vélbáturinn Hellisey VE 503fórst að kvöldi sunnudags-ins 11. mars 1984 um kl.23.00. Með Hellisey VE fórust: Hjörtur R. Jónsson skipstjóri, 25 ára, Pétur Sigurðsson, 1. vélstjóri, 21 árs, Engilbert Eiðsson, 2. vélstjóri, 19 ára, og Valur Smári Geirsson mat- sveinn, 26 ára. Guðlaugur Frið- þórsson stýrimaður, sem var 22 ára gamall, komst einn lífs af. Hvolfdi skyndilega Báturinn var að togveiðum um 5 km austur af Stórhöfða á Heimaey þegar trollið festist í botni. Það var ágætisveður, norðan andvari, heið- skírt og tveggja gráða frost. Í sjóprófum kom fram að Guð- laugur hefði verið sofandi neðan þilja þegar Valgeir Smári Geirsson mat- sveinn vakti hann og sagði að trollið væri fast í botni. Þegar Guðlaugur kom á þilfar stóð strekktur togvírinn beint niður svo sjór rann inn fyrir lunninguna. Honum leist ekki á blik- una og spurði hvort þeir ætluðu að hvolfa bátnum? Það var slakað á vírn- um og farið að keyra á festuna. Bát- urinn lagðist aðeins, að sögn Guð- laugs, þegar líkt og kom kvika undir og báturinn lagðist á möstrin. Skyndi- lega hvolfdi bátnum, sennilega á ein- ungis 4 til 5 sekúndum. Skipverjar lentu allir í sjónum. Guðlaugi tókst að komast á kjöl báts- ins ásamt þeim Hirti og Pétri. Guðlaugur greindi frá því í viðtölum eftir slysið að þeir félagarnir hefðu talað mikið saman þar sem þeir hímdu sjóblautir og kaldir á sökkvandi skip- inu. „Við sátum frammi á kili og var skipið þá mikið til komið í kaf að aftan. Mér verður þá að orði: „Ef Guð er til ætti hann að hjálpa manni, nú þarf maður á því að halda.“ Undarlegt er þetta og oft hefur maður efast um það að Guð væri til og jafnvel hæðst að því á ákveðnum aldri eins og gengur. Hjörtur skipstjóri sagði þá að við skyldum fara með bænina Faðir vor og við gerðum það þrír saman og reyndum þannig að hughreysta hver annan.“ Félögunum var ljóst að enginn kæmi þeim til bjargar. Þeir freistuðu þess að ná til gúmbjörgunarbátsins, sem var á 6 metra dýpi. Það reyndist ókleift. Skipið var ekki búið sjálf- virkum sleppibúnaði, en staðið hafði til að setja hann í bátinn um næstu páska. „Við ákváðum þarna saman þrír á kili að ef svo ótrúlega vildi til að einhver okkar lifði af, þá skyldum við láta það koma fram að það eina sem hefði getað bjargað okkur væri sjálf- virkur sjósleppibúnaður Sigmunds.“ Skipið sökk stöðugt dýpra. Þre- menningarnir þjöppuðu sér saman á stafnkilinum. „Allt í einu reis báturinn nær lóðrétt. Við báðum þá saman og töluðum hughreystandi hver við ann- an. Það hafði ekki hvarflað að mér að reyna að synda til lands, en þegar Hjörtur sagðist ætla að freista þess, sagðist ég einnig ætla að gera það. Skyndilega datt báturinn undan okk- ur og við vorum aftur í sjónum.“ Vitaljósið á Stórhöfða var leið- arljósið þar sem þeir lögðu til sunds. Guðlaugur sagði að fljótlega hefðu þeir Hjörtur verið einir og kallast á. „Síðan hætti ég að fá svar og hætti þá að kalla.“ Bátur í augsýn Guðlaugur sagðist hafa hugsað margt á sundinu. Verst þótti honum ef hann myndi deyja frá ógreiddum smáskuldum hér og þar. Lífshlaupið rann hjá eins og í kvikmynd. Hann talaði við múkkana sem fylgdust með honum á sundinu og reyndi að blístra. Þrátt fyrir háskann fann Guðlaugur ekki til ótta. Kuldinn leitaði á, stund- um barði hann saman fótunum til þess að finna fyrir þeim. Þegar um þriðjungur leiðarinnar var að baki sá hann bát nálgast og vakti það von um björgun. Báturinn sigldi hjá í um 100 metra fjarlægð og Guðlaugur segist hafa hrópað af öllum lífs og sálar kröftum og buslað til að vekja athygli á sér. En allt kom fyrir ekki og bát- urinn sigldi sína leið. „Þá greip mig svolítið vonleysi, þegar ég sá á eftir bátnum, en svo sá ég að úr því að hjálpin bærist ekki yrði ég að bjarga mér sjálfur og við það styrktist ég aftur og tók stefnuna á Heimaey sem grillti í langt fjarri í myrkrinu.“ Af kennileitum mátti sjá hvað sundinu miðaði og það efldi Guðlaugi kjark og von. Ljósin í landi voru hon- um leiðarljós og eins stjörnur himins- ins. Framan af sundinu var stjörnu- bjart, en þegar á leið varð skýjað og stjörnurnar hurfu að mestu „en stjarnan mín hvarf aldrei,“ sagði Guð- laugur. „Ég hafði hana beint frá and- litinu á baksundinu og það brást aldr- ei að stefnan var rétt þegar ég fór yfir á bringuna.“ Loks var Guðlaugur kominn upp að Heimaey austanverðri. Þegar hann heyrði brimgnýinn hugsaði hann með sér að líklega væri einhver von um að hann slyppi úr þessu. Fyrst honum hefði verið hleypt þetta langt hlyti hann að ná til lands. Öldurnar í brim- garðinum hentu honum til eins og blöðru. Hann gat ekki séð fjöruna eða hamrana vegna myrkurs og synti aft- ur frá landi til að átta sig betur á að- stæðum. „Ég fór því á baksund og synti aftur inn í brimgarðinn, á fullri ferð, án þess að vita hvort framundan væri sandfjara, grýtt urð eða hamra- veggur.“ Guðlaugur komst upp í grýtta fjöruna og þaðan upp á syllu sem hann skreið upp. Þar flæddi upp í fyllingum. Eftir að hafa hvílt sig um stund komst hann fyrir bergsnös og var loks kominn á þurrt. Hann þorði ekki að hvílast, var hræddur um að það myndi verða hans síðasta ef hann sofnaði. „Ég skreið fyrst, reyndi síðan að labba, en skjögraði til allra átta og gat satt að segja ekki staðið á fótunum af neinu viti.“ Guðlaugur sagði að hann hefði talið að sér væri borgið fyrst hann náði landi, en samt hefði það ef til vill verið erfiðara að komast berfættur yfir úfið hraunið og svo dofinn af kulda að hann fann ekki fyrir útlim- unum. Guðlaugur taldi að líklega hefði hann verið um klukkustund á kili áður en hann lagðist til sunds sem tók um fimm tíma. Hann hvíldist um stund eftir að hann náði landi, síðan hefði tveggja kílómetra gangur yfir úfið hraunið og vikurbrekkur inn í kaupstaðinn tekið nær þrjár klukku- stundir. Á leiðinni rakst hann á bað- kar sem notað var til að brynna fé. Á því var þumlungsþykkur ís sem hann braut með bylmingshöggi og gat sval- að þorsta sínum. „Þegar ég komst upp á milli Fell- anna og ljósin í bænum blöstu við, leit ég einhverja stórkostlegustu sýn í lífi mínu og mér óx ásmegin og greikkaði sporið að fyrsta húsinu sem ljós var í.“ Eitthvað hræðilegt hafði gerst Guðlaugur bankaði upp á í Suð- urgerði 2 um kl. 6.55 að morgni mánu- dagsins 12. mars. Þar kom til dyra Freyr Atlason, þá 17 ára. „Hringdu á sjúkrabíl,“ var það fyrsta sem Guð- laugur stundi upp. Freyr bauð honum inn og sá að Guðlaugur var ekki ein- ungis illa klæddur í frostinu, heldur rennblautur, berfættur og blóðugur á fótunum. Freyr vakti föður sinn, Atla Elíasson, sem kom fram. Atli sagði í samtali við Morgunblaðið á sínum tíma að blóðið hefði lagað úr fótum Guðlaugs og sporin sést eftir gang- stéttinni upp að húsinu. Feðgarnir komu Guðlaugi í stól, breiddu yfir hann sæng og hringdu á lögregluna. „Hann nefndi bátsnöfn, Hellisey, mannanöfn og sagði „synti, synti“. Það fór ekkert á milli mála að eitthvað hræðilegt hafði komið fyrir,“ sagði Atli. Guðlaugur var fluttur á Sjúkra- hús Vestmannaeyja til aðhlynningar og björgunarlið var kallað út. Bátar og skip fóru til leitar á slysstaðnum og björgunarmenn gengu fjörur. Brak fannst á reki og olíuflekkur sýndi hvar báturinn hafði farið niður. Enginn skipverjanna fjögurra, sem fórust, fannst. Til sjós og lands Guðlaugur fór aftur til sjós árið 1987 og stundaði sjómennsku með hléum þar til í fyrra. Hann var sam- fellt til sjós frá 1992–95 að hann fór að vinna í smiðju Ísfélags Vest- mannaeyja, en Guðlaugur er lærður plötusmiður. Hann fór aftur til sjós 1997 og stundaði sjóinn þar til í októ- ber síðastliðnum. Nú vinnur hann sem vélstjóri hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja. Kona Guðlaugs, María Tegeder, rekur Gistiheimili Maríu í Vestmannaeyjum og er Guðlaugur bókari gistiheimilisins. Heimildir: „Stjörnurnar hurfu í skýin – en stjarnan mín hvarf aldrei“ Rætt við Guðlaug Friðþórsson í Vestmannaeyjum um einstætt björgunar- afrek hans. Árni Johnsen. Fleiri kvistir. Reykjavík 1987. Ég er þakklátur fyrir að fá að lifa. Guðlaugur Friðþórsson sjómaður. Guðmundur Árni Stefánsson og Önundur Björnsson. Ég vil lifa, líf á bláþræði. Reykjavík 1987. Morgunblaðið, 13. marz 1984. Liðin eru 20 ár síðan Guðlaugur Friðþórsson synti 5–6 kílómetra til lands eftir að bátur hans fórst Ljósin í Eyjum voru honum leiðarljós Morgunblaðið/Sigurgeir Guðlaugur Friðþórsson bjargaðist fyrir mikla hetju- dáð þegar Hellisey VE 503 fórst við Vestmannaeyjar fyrir 20 árum. Myndin var tekin í júlí síðastliðnum um borð í Hörpu VE er Guðlaugur var þar stýrimaður. Einstakt björgunar- afrek Guðlaugs Frið- þórssonar fyrir 20 ár- um verður lengi í minnum haft. Hann synti 5–6 km í svarta- myrkri og köldum sjó til lands, eftir að Hellisey VE 503 fórst. Hann náði landi á austanverðri Heimaey og braust um úfið hraun til byggða. Fjórir skipsfélagar Guðlaugs fórust. gudni@mbl.is                     $%&"'   *  3J44 CC *  CDA)        2  ' :: @      3  EBB! C3 * 4 C 3 J * 4 3 %* EINSTAKT kuldaþol Guð- laugs Friðþórssonar og þrek hans vakti athygli vísinda- manna innan lands og utan. Dr. Jóhann Axelsson lífeðl- isfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands gerði rann- sókn á Guðlaugi árið 1985. „Um leið og ég hafði gert þær rannsóknir sem hægt var að gera hér heima, fann ég á Guðlaugi að hann var tilbúinn að ganga aftur í gegnum þá þolraun að dvelja og vinna í rúmlega fimm gráða heitu vatni. Ég skrifaði prófessor William R. Keatinge, sem er í hópi virtustu og þekktustu sérfræðinga í heiminum sem fjalla um lághita og hefur gert ákaflega merkilegar rannsóknir á kuldaþoli mannslíkamans. Hann bauð okkur velkomna á rannsóknastofu sína við lífeðlisfræðideild Læknaskóla Lund- únaspítala,“ segir dr. Jóhann. Reynt var að líkja eftir að- stæðum Guðlaugs á sundinu í rannsóknastofunni. Guðlaugur var veginn og mældur og þykkt fitulags líkamans mæld. Guð- laugur var síðan settur í ker með 5,3–5,4°C vatni sem náði honum í miðjan háls. Dæla hélt vatninu á hreyfingu. Guðlaugur var klæddur eins og á sundinu og gerði sundhreyfingar með hönd- um og fótum. Við rannsóknina var fylgst náið með kjarnhita lík- amans, djúpt í hlust og í enda- þarmi, einnig húðhita og varma- flæði frá brjóstkassa, lærum, höndum og fingrum. Efnaskiptahraði Guð- laugs var mældur þrisvar meðan á tilrauninni stóð. „Allar hreyfingar í vatni auka hitatap, en líkaminn tapar hita tvítugfalt hraðar í vatni en í lofti. Prófessor Keatinge hafði gert hlið- stæðar rannsóknir á sjálfboðaliðum, mönnum sem voru álíka þungir og höfðu sömu ein- angrun og Guðlaugur. Hann komst að því að menn sem voru virkilega vel á sig komnir, í toppformi, gátu náð varmavægi í 10–12 gráða heitu vatni. Þá gefur líkaminn frá sér jafn- mikla orku og hann framleiðir. Eftir að Guð- laugur hafði verið í 5,3–5,4°C vatni í 60 mín- útur var varmaflæði frá höndum og brjóstkassa orðið alveg stöðugt, sama má segja um hita í hlust og endaþarmi eftir 75 mínútur.“ Dr. Jóhann segir að þessi niðurstaða hafi þótt mjög merkileg. Rannsóknin á Guðlaugi hafi leitt í ljós að það sé alls ekki óumflýjanlegt að menn sem verði fyrir svo mikilli kælingu fái óstjórnlega æðaútvíkkun. Við hana streymir kalt blóð frá útlimum og húð til hjartans sem leiðir til hjartaflökts og hjartastopps. Líkami Guðlaugs hafi náð hárfínu jafnvægi á milli blóðflæðis til vöðvanna í útlimunum, hitafram- leiðslu líkamans og kælingarinnar í sjónum. „Það er mín skoðun og margra vísinda- manna, þeirra á meðal virtra kuldasérfræð- inga að afrek Guðlaugs skýrist ekki einungis af líkamlegu atgervi hans, heldur ekki síður andlegu atgervi hans. Tíu til fimmtán mínútum eftir að hann var hættur að skjálfa var hann farinn að spekúlera í að bæta tilraunaaðstöðuna í rannsóknastof- unni. Eitt af því sem kom mér mest á óvart við tilraunina var hvað hann var fjarri því að ör- magnast og að kjarnahiti hans hafði aðeins lækkað um rúmlega eina gráðu.“ Dr. Jóhanni er minnisstætt samtal sem hann varð vitni að milli prófessors Keatinge og bresks fréttamanns. Keatinge sagði að hann vildi bara að eitt væri haft eftir sér: Þessi Ís- lendingur væri ekki einasta afburðamaður að líkamlegu atgervi, heldur einnig að andlegu atgervi. Hann væri einstakur. „Mér þótti vænt um að prófessor Keatinge sagði þetta,“ segir dr. Jóhann. „Hann hafði haft viku til að kynn- ast Guðlaugi og gekk að verki með opnum huga. Það er einstakt sálarþrek Guðlaugs, jafnvægi og þrjóska, þessi skaphöfn hans sem er afgerandi þáttur í því að hann lifði af.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhann Axelsson. Andlegt og líkamlegt afreksverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.