Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 57

Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 57 MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beð- ið að birta eftirfarandi yfirlýsingu: VIÐ undirritaðir skipstjórar á eft- irtöldum loðnuskipum mótmælum fréttaflutningi DV af strandi Baldvins Þorsteinssonar EA. Við sem þarna vorum að veiðum mótmælum þeim sökum sem á okkur eru bornar. Við teljum að þessi vertíð sé í engu frá- brugðin öðrum vertíðum né öðruvísi að veiðum staðið. Við lýsum eindregnum stuðningi við Árna Þórðarson, sem er þraut- reyndur skipstjóri og sjómaður góð- ur. Við vottum áhöfn og útgerð samúð okkar og vonum að skipið náist sem fyrst út og geti haldið til veiða. Jafn- framt skal það upplýst að þeir sem undir þetta rita hafa fengið nótina í skrúfuna og það oftar en einu sinni, þrátt fyrir mikla reynslu. Virðingarfyllst, Bjarni Bjarnason, Súlunni EA, Gunnar Gunnarsson, Svani RE, Magnús Þorvaldsson, Skarfi GK, Rúnar Björgvinsson, Grindvíkingi GK, Sturla Þórðarson, Berki NK, Þorsteinn Kristjánsson, Hólmaborg SU, Grétar Rögnvaldsson, Jóni Kjartanssyni SU, Helgi Valdimarsson, Sighvati Bjarnasyni VE. Yfirlýsing frá loðnuskipstjórum Opið hús á kvennasviði LSH Kvennasvið Landspítala – háskóla- sjúkrahúss verður með opið hús í dag, laugardaginn 13. mars, kl. 13–15. Opna húsið er liður í þeirri viðleitni að veita almenningi sýn inn í fjölbreytta starfsemi á LSH. Þar gefst fólki tækifæri til þess að fræðast um starfsemi kvennasviðs. Deildir þess við Hringbraut verða opnar og starfsfólkið svarar spurningum og veitir fræðslu um starfsemina. Á kvennasviði er sérhæfð heil- brigðisþjónusta fyrir konur með vandamál vegna almennra og ill- kynja kvensjúkdóma, vegna ófrjó- semisvandamála auk þess sem stór þáttur starfseminnar lýtur að þjónustu við konur í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Ráðgjöf og fræðsla er veitt af starfsfólki sviðsins til annarra heilbrigð- isstofnana og til almennings í landinu. Deildir kvennasviðs eru fóst- urgreiningardeild 22A, fæðing- ardeild 23A, Hreiðrið 23B, kven- lækningadeild 21A, meðgöngudeild 22B, móttökudeild 21AM, sængurkvennadeild 22A, skurðstofa kvenna, tæknifrjóvg- unardeild 21B og ræstimiðstöð. Til þess að gera almenningi auð- veldara að fræðast um starfsemi kvennasviðs og nálgast fræðslu- efni sviðsins verður opnaður upp- lýsingavefur þess á Netinu. Vef- urinn verður hluti af upplýsingavef LSH, www.landspit- ali.is, segir í fréttatilkynningu. Kvennakór Kópavogs heldur flóamarkað að Smiðjuvegi 10, Rauð gata, Kópavogi, í dag, laug- ardaginn 13. mars frá kl. 11– 17. Í DAG Íslandsmeistaramót í samkvæm- isdönsum með frjálsri aðferð verður haldið í Laugardalshöllinni í Reykja- vík á morgun, sunnudaginn 14. mars. Keppt er til Íslandsmeistaratitils í samanlögðum árangri í stand- arddönsum og suður-amerískum dönsum, en auk þess fer fram keppni í samkvæmisdönsum með grunn- aðferð og danssýningar hjá flokkum þeirra sem eru að hefja þjálfun í dansi. Fimm erlendir dómarar munu dæma keppnina en að öðru leyti eru það félagar dansíþróttafélaganna sem vinna við mótshaldið. Laugardalshöllin verður opnuð kl 10.30, en formlega hefst keppnin kl 11. Kl. 13 verður innmars þátttak- enda og setning móts. Börn fædd árið 1998 eða síðar fá frían aðgang að mótinu og einnig 67 ára og eldri. Aðgangseyrir fyrir aðra er 1.200 kr. Forysta Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs verður með opinn fund á Hótel Borgarnesi á morgun, sunnudaginn 14. mars kl. 16. Á fund- inum verða Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, Katrín Jakobsdóttir varaformaður, Drífa Snædal ritari og Jón Bjarnason, þingmaður Norðvest- urkjördæmis. Mánudaginn 15. mars munu þau heimsækja stofnanir og fyrirtæki í Borgarnesi. Á MORGUN Afmælisráðstefna Ferðafélags Íslands Fimmtudaginn 18. og föstu- daginn 19. mars verður haldin af- mælisráðstefna í sal Ferðafélags Ís- lands í Mörkinni 6 í Reykjavík, sem ber yfirskriftina „Gróður er góður“. Að ráðstefnunni standa Garð- yrkjuskólinn sem fagnar 65 ára af- mæli á sumardaginn fyrsta, 22. apríl, Félag garðyrkjumanna, sem varð 60 ára á síðasta ári og Félag skrúðgarð- yrkjumeistara sem varð 30 ára á síðsta ári. Guðni Ágústsson, landbún- aðarráðherra mun setja ráðstefnuna og síðan verða haldin erindi báða dagana sem tengjast m.a. garð- yrkjumenntun og öðru sem snýr að faginu. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðu hans, www. reykir.is en þar er einnig dagskrá ráðstefnunnar. Aðalfundur Málbjargar verður haldinn í kaffistofunni á fyrstu hæð í Hátúni 10 b mánudag- inn 15. mars kl. 19.30. Dagskrá sam- kvæmt lögum félagsins. Einnig verður Norræna mótið, sem haldið verður í Stykkishólmi 10.–14. sept- ember n.k. kynnt. Foreldranámskeið Samskipti – fræðsla og ráðgjöf stendur fyrir námskeiðum fyrir foreldra á næst- unni. Á námskeiðunum er fjallað um á hvern hátt foreldrar geta brugðist við hegðun barna sinna. Lögð er áhersla á aðferðir sem foreldrar geta notað í daglegu amstri til að kenna og þroska hjá börnum, s.s. ábyrgð, tillitssemi og sjálfstæði. Á námskeið- unum eru stuttir fyrirlestrar, æfing- ar, m.a. úr verkefnabók sem fylgir. Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Hugo Þórisson og Wilhelm Norð- fjörð. Skráning og upplýsingar á slóðinni www.samskipti.org eða með því að senda póst á hugo@sam- skipti.org. Námskeiðin byggjast á hugmyndum dr. Thomasar Gordons sálfræðings en námskeið hans eru haldin í yfir 30 löndum víða um heim, segir í frétta- tilkynningu. Á NÆSTUNNI HEKLA kynnir um helgina fimmtu kynslóð af Volkswagen Golf. Ný kynslóð Golf er afurð 30 ára þróun- ar stærsta bílaframleiðanda Þýska- lands. Meðal staðalbúnaðar í Golf má nefna sex loftpúða, spólvörn, ABS-hemlakerfi með EBD hemla- dreifijöfnun og langtímaolíukerfi með strjála þjónustutíðni. Breytt útlit Framendi nýja Golfsins er endur- hannaður að öllu leyti og hann klýf- ur nú loftið á besta mögulega hátt. Tvöföld framljós eru áberandi og brettin eru sveigð inn á við að baki framljósunum sem vélarhlífin fellur að og myndar ásamt vatnskassa- hlífinni V-laga hönnun sem undir- strikar enn frekar öflug einkenni hins nýja Volkswagens. Mismunandi útgáfur Nýi Golfinn fæst bæði tveggja og fernra dyra og með mismunandi frágangi og búnaði í útgáfunum Trendline, Comfortline og Sport- line. Í öllum útgáfunum er að finna sömu þægindin og öryggisbúnað, þar með talda sex loftpúða, fimm hnakkapúða (framvirka), þriggja punkta öryggisbelti og nýja gerð stýrisstangar og fótstiga sem þrýst- ast saman við árekstur. Það er ný- mæli að bensíngjöfin er höfð lóðrétt af vinnuvistfræðilegum ástæðum. Ný kynslóð Golf kynnt STJÓRN Félags slysa- og bráða- lækna hefur sent frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu þar sem er lýst verulegum áhyggjum vegna þess óvissuástands sem ríkir varðandi starf lækna á þyrlum Landhelg- isgæslunnar. Sl. 20 ár hafa læknar verið í áhöfn þyrlnanna. „Ljóst er að umgengni um þyrl- urnar, vinna um borð, sigæfingar og teymisvinna er mjög sérhæfð og krefst mikillar þjálfunar svo og viðhalds hennar með stöðugum æf- ingum. Samhæfing áhafnar er grundvallaratriði til að hámarks- árangur náist. Til þessara starfa hafa valist reyndir læknar sem í dag hafa ómetanlega reynslu ásamt því að yngri kollegar hafa bæst við og fengið þjálfun og tilsögn. Útköll þyrlunnar eru oft óljós í upphafi og upplýsingaflæði stund- um þannig að taka þarf skjótar læknisfræðilegar ákvarðanir, jafn- vel eftir að lagt hefur verið af stað. Stundum gerist slíkt vegna nýrra upplýsinga og jafnvel vegna nýrra verkefna. Ljóst er að tæknileg at- riði flugsins eru ekki í höndum lækna heldur flugmanna en lækn- isfræðileg ákvarðanataka og ábyrgð er í höndum læknanna. Stýrimaður í áhöfn þyrlunnar hef- ur hlotið menntun í sjúkraflutning- um sem hefur verið til mikillar hjálpar. Ljóst er að meðan á flutn- ingi sjúkra/slasaðra stendur getur ástand viðkomandi breyst skjótt og þarf þá að hafa hröð handtök og fumlausan huga. Einnig er það ljóst að með fækk- un lækna víða á landsbyggðinni hefur aðstaða til fyrstu móttöku slasaðra víða versnað og vaxandi traust hefur verið lagt á hjálp að- komuaðila t.d. þyrlulækna svo og sjúkraflugs t.d. frá Akureyri. Við mótmælum því öllum hug- myndum um minnkun eða niður- fellingu á þessari þjónustu lækna sem yrði til mikils skaða og geng- isfellingar á bráðaþjónustunni í landinu.“ Áhyggjur vegna starfa þyrlulækna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.