Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● STJÓRNARMENN Og fjarskipta hf. hafa fengið greidd stjórnarlaun í formi hlutabréfa í félaginu. Í hlut stjórnarmannanna fimm koma sam- tals 1.707.687 hlutir á genginu 3,38, en lokagengi félagsins í Kaup- höll Íslands í gær var 3,32. Mest kemur í hlut Bjarna Þorvarðarsonar stjórnarformanns eða 700.000 kr. að nafnverði, en minna í hlut annarra stjórnarmanna, þeirra Jóns Pálma- sonar, Kjartans Georgs Gunn- arssonar, Kenneth D. Peterson, og Vilhjálms Þorsteinssonar. Fá stjórnarlaun í hlutabréfum ● ÍSLENSK fyrirtæki munu verða með- al fyrirtækja sem mynda svonefnda heimsvísitölu FTSE Group (e. FTSE Global Index Series). Frá þessu er greint í frétt á vef Bloomberg fréttamið- ilsins. Auk íslenskra fyrirtækja munu fyr- irtæki frá Kýpur, Jórdaníu, Sádi-Arabíu og Slóveníu verða tekin inn í vísitöluna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallar Íslands, segir að það sé áhuga- vert að íslensk fyrirtæki verði inni í heimsvísitölu FTSE. Það sé til vitnis um að íslenskur hlutabréfamarkaður sé að fá meiri og meiri athygli erlendis, en þetta ýti enn frekar undir það. Þetta komi og heim og saman við það sem Kauphöllin hafi orðið vör við und- anfarin misseri, að athyglin sem ís- lenski hlutabréfamarkaðurinn fær er- lendis sé smám saman að aukast. Á vefsíðu FTSE segir að heims- vísitalan sé yfirgripsmesta vísitala sem fjárfestar hafi aðgang að. Í henni séu yfir sjö þúsund fyrirtæki frá 48 löndum. Þau fimm lönd sem nú hefur verið ákveðið að verði með í vísitölunni eru þá ekki talin með. Íslensk fyrirtæki í heimsvísitölu FTSE Málþing um skattamál í Við- skiptaháskólanum á Bifröst í dag kl. 13.15. Rætt um mörk óleyfilegrar sniðgöngu og eðlilegrar skattaráð- gjafar, ábyrgð skattaráðgjafa, áhrif skattlagningar milli landa og sam- skipti við skattyfirvöld. Morgunverðarfundur Hóp- vinnukerfa undir yfirskriftinni „Hvað þarf til að ná skilvirkni í mannauðs- stjórnun?“ í dag kl. 8–9.50 í Hvammi á Hótel Reykjavík. Í DAG ● FISKMARKAÐUR Suðurnesja var rekinn með 5,4 milljóna króna hagn- aði á árinu 2003, samanborið við 20,7 milljóna króna hagnað árið áður. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að tekjur hafi verið 330,4 milljónir á árinu, 4,1% minni en árið áður, en rekstrargjöld án afskrifta hafi verið 295 milljónir króna, og hafi minnkað um 1,7% á milli ára. Fyrir afskriftir var hagnaður félags- ins 34,7 milljónir samanborið við 43,8 milljónir árið áður. Fiskmarkaður hagnast minna ● MEÐALVELTA með markflokka skuldabréfa hefur verið 6,7 millj- arðar króna á dag það sem af er marzmánuði. Þetta er mesta velta, sem verið hefur á markaðnum frá upphafi, að því er fram kemur í Morg- unkorni Íslandsbanka. Þannig hefur veltan numið 120 milljörðum það sem af er mánuðinum og er hún þeg- ar orðin fimmtungi meiri en í sept- ember sl. Meðalvelta síðustu tólf mánaða nemur um 80 milljörðum og hefur tvöfaldazt á milli ára. Metvelta á skulda- bréfamarkaði JÓN KARL Ólafsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði á aðalfundi samtakanna í gær að tryggja yrði betri arðsemi fyrir- tækja í ferðaþjónustu þannig að greinin yrði talin áhugaverður fjár- festingarkostur hjá innlendum sem erlendum fjárfestum. „Þetta eru há- leit markmið og það er mikil vinna framundan til að tryggja þau,“ sagði Jón Karl. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, sagði í sínu erindi á fund- inum að miðað við núverandi aðstæð- ur væru fjárfestingar í ferðaþjón- ustu hvorki óeðlilega litlar né miklar. „Ég er [líka] þeirrar skoðunar að þolinmótt fjármagn geti ávaxtast vel í íslenskum ferðageira. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að lengi til viðbótar verði unnt að setja sama- semmerki á milli fjölgunar ferða- manna og bættrar afkomu í grein- inni,“ sagði Hreiðar en áður hafði hann bent á það að fagfjárfestar og stjórnendur fjármagns og sjóða sem ekki væru í einkaeign gætu ekki fjár- fest nema von um arðsemi væri eðli- leg og áhættan innan eðlilegra marka. Eftir stæðu því fjársterkir einstaklingar sem reiðubúnir væru að setja fjármuni í uppbyggingu sem e.t.v. skilaði arði eftir allmörg ár. „Slíkir menn eru hins vegar vand- fundnir – en alltaf jafneftirsóttir!“ Hreiðar sagði einnig að Ferða- þjónustan væri ein af fáum greinum þar sem landsbyggðin hefði enn raunverulega hlutfallslega yfirburði vegna landfræðilegra aðstæðna og í því tilliti nær eini augljósi vaxtar- broddurinn í nær öllum byggðum landsins og hlyti þess vegna að tengjast byggðastefnu stjórnvalda með afgerandi hætti. Þá sagði Hreiðar að lokum að framtíðin ætti að vera björt en engu að síður væru mörg verkefni óleyst áður en hægt yrði að tala um veru- legan kynþokka ferðaþjónustunnar í heild sinni gagnvart fjárfestum, eins og Hreiðar orðaði það í erindi sínu á fundinum. Tvöföldun gjaldeyristekna Jón Karl fór í erindi sínu yfir framtíðarsýn Samtaka ferðaþjónust- unnar þar sem fram kemur að stefnt er að tvöföldun gjaldeyristekna af ferðaþjónustu fyrir lok árs 2012 og að beinar gjaldeyristekjur verði þá komnar í a.m.k. 80 milljarða króna. Samtökin vilja að hans sögn efla enn samstarf ferðaþjónustufyrirtækja og annarra hagsmunaaðila til að styrkja innviði greinarinnar. „Við viljum að landið allt verði kynnt til eflingar ferðaþjónustu og að ímynd byggi á hreinleika, heilsu, öryggi og fegurð landsins okkar. Við viljum líka að nýsköpun og fagmennska í greininni tryggi arðsemi greinarinn- ar á heilsársgrunni.“ Á fundinum var samþykkt tillaga um stofnun nýsköpunarsjóðs og vöruþróunarsjóðs SAF með fyrr- greint að markmiði, sem á að hvetja fyrirtæki innan samtakanna til ný- sköpunar og vöruþróunar, með því að veita viðurkenningar fyrir athygl- isverðar nýjungar. Evrópusókn boðuð Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra boðaði markaðssókn inn á meginland Evrópu í erindi sínu á ráðstefnunni. Hann sagði að í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur með Iceland Naturally vestanhafs, samstarfsverkefni Icelandair, Ice- landic USA, Iceland Seafood Corp., Bændasamtakanna, Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Ölgerðarinnar, hefði hann verið áhugasamur um að sams konar átaki yrði hleypt af stokkunum í Evrópu enda álfan sem heild mikilvægasta markaðssvæði ís- lenskrar ferðaþjónustu, að sögn Sturlu. „Í ljósi mjög góðs árangurs undanfarin ár af samstarfi ríkis, fyr- irtækja og annarra hagsmunaaðila í IN í N-Ameríku hef ég ákveðið að láta kanna á meginlandi Evrópu hvaða þættir það séu líklegastir til að vera sameiginlegir til að koma ís- lenskri ferðaþjónustu enn frekar en tekist hefur á framfæri á þessu svæði. Í framhaldi af slíkri rannsókn verði hannað slagorð og „logo“ í sam- ræmi við niðurstöður með sama hætti og gert er undir merki Iceland Naturally,“ sagði Sturla. Til að vinna að gerð þessa verk- efnis sagðist Sturla ætla að leita samstarfs við utanríkisráðuneyti, Samtök atvinnulífsins, Þýsk-ís- lenska verslunarráðið og Fransk-ís- lenska verslunarráðið. Starfsmaður undirbúningshóps verkefnisins verð- ur Haukur Birgisson, forstöðumaður Ferðamálaráðs í Frankfurt. Áfram Iceland Naturally Þá sagði Sturla að til skoðunar í samgönguráðuneytinu væri að gera nýjan samning um Iceland Naturally frá og með 1. janúar nk. og byggja hann á þeirri reynslu sem náðst hef- ur með núgildandi samkomulagi en í máli Sturlu kom fram að góður ár- angur hefði náðst með Iceland Nat- urally. Verkefnið hefur kostað eina milljón dollara á ári. Samgönguráðu- neytið hefur bæði stýrt átakinu og lagt fram 70% fjárins. Ferðaþjónustan verði áhuga- verður fjárfestingarkostur Markaðssókn boðuð á megin- landi Evrópu Morgunblaðið/Golli Meiri arðsemi Jón Karl Ólafsson á ráðstefnu Samtaka ferðaþjónustunnar. ÚRSKURÐUR samkeppnisyfir- valda Evrópusambandsins, ESB, varðandi viðskiptahætti banda- ríska hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft, gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og þar með einnig hér á landi. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður sam- keppnissviðs Samkeppnisstofnun- ar, staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að úrskurðurinn myndi gilda á Íslandi. Í ákveðnum til- vikum geta ákvarðanir í sam- keppnismálum, sem teknar eru af framkvæmdastjórn ESB eða Eft- irlitsstofnun EFTA, gilt á öllu efnahagssvæðinu. Yfirvöld samkeppnismála hjá ESB úrskurðuðu fyrr í vikunni að Microsoft skyldi greiða nærri 44 milljarða íslenskra króna í sekt fyrir að misnota raunverulega ein- okunarstöðu sína á markaði fyrir stýrikerfi einmenningstölva. Fyr- irtækinu er jafnframt gert að skilja á milli Windows-stýrikerf- isins og Media Player-forritsins fyrir hljóð og myndskrár. Var Microsoft gefinn 90 daga frestur til að skilja þarna á milli. Fyr- irtækinu var jafnframt gert að veita öðrum fyrirtækjum upplýs- ingar svo þau geti framleitt vef- þjóna, sem nota má með Wind- ows. Sér ekki að úr- skurðurinn hafi áhrif Elvar Steinn Þorkelsson, fram- kvæmdastjóri Microsoft Íslandi, segist ekki hafa kynnt sér úrskurð ESB varðandi Microsoft. Hann segist hins vegar í fljótu bragði ekki sjá að úrskurðurinn muni hafa nokkur áhrif hér á landi. Mega ekki selja stýrikerfi með margmiðlunarspilara Morgunblaðið/Ásdís Minna í pakkanum Samkvæmt ákvörðun ESB má margmiðlunarspil- arinn Media Player ekki fylgja Windows-stýrikerfi Microsoft. Úrskurður ESB varðandi Microsoft gildir einnig hér á landi SVÞ, Samtök verslunar og þjónustu, hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að MasterCard-Kreditkort hafi á sl. 6 mán- uðum nærri tvöfaldað þjónustugjöld sín á verslanir og þjónustuaðila sem taka við deb- etkortagreiðslum. „Fyrirtækið hefur hækkað gjaldskrána tvisvar á skömmum tíma án þess að til- kynna söluaðilum um það fyrirfram. Þjón- ustugjald söluaðila á færslu með debetkorti getur numið allt að 212 krónum eftir síðustu hækkun,“ segja samtökin. Mest er hækk- unin sögð gagnvart þeim verslunum og þjónustuaðilum sem beina kreditkorta- færslum til danska greiðslumiðlunarfyrir- tækisins PBS. Segja samtökin að Master- card-Kreditkort hegni þeim söluaðilum með hæstu gjöldum, sem einungis beini debet- kortaviðskiptum sínum til fyrirtækisins en ekki kreditkortafærslum. Samkvæmt gjaldskrá Kreditkorta hf., sem tók gildi 18. þessa mánaðar greiða þeir seljendur sem aðeins taka debetkort, að lágmarki 5 krónur og að hámarki 212 krón- ur fyrir hverja færslu. Seljendur sem taka bæði debet- og kreditkort greiða hins vegar frá 4 krónum upp í 190 krónur á færslu. „SVÞ hafa gert kröfu um að kortafyrir- tækin þurfi að afla samþykkis Samkeppn- isstofnunar fyrir öllum veigameiri breyting- um á gjaldskrám söluaðila þar sem þeir síðarnefndu hafa ekki val um annað en að veita kortum viðtöku. Það er að mati sam- takanna lágmarkskurteisi að fyrirtæki til- kynni viðskiptavinum sínum um áformaðar gjaldskrárbreytingar með sannanlegum hætti,“ segir í tilkynningu SVÞ. Tvöföldun þjónustu- gjalda á 6 mánuðum SVÞ segja Kreditkort hf. hegna seljendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.