Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 49 unum sem vorum langtum yngri ýmsar sögur af uppátækjunum frá stríðsárunum, svo sem eins og því þegar þeir Guðmundur, sá þriðji í röð okkar bræðra, komu sprengiefni fyrir í mjólkurbrúsa, grófu hann í jörð niður, leiddu tundurþráðinn yfir lítinn hól, komu sér þar fyrir og kveiktu í. Það varð jarðskjálfti og grjóti og mold rigndi yfir þá. Svona voru leikir barna í þá daga! Þegar við tvíburarnir hófum nám við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja ásamt öðrum jafnöldrum haustið 1965 var Garðar einn af kennurum skólans. Svipaðar sögur fóru af hon- um og Guðna Guðmundssyni, fyrr- um rektor Menntaskólans í Reykja- vík. Garðar var hnyttinn í tilsvörum, orðsnjall og býsna orðhvatur ef svo bar undir. Hlífði hann nemendum sínum, þeim sem hann taldi þola slíkt, í engu þegar til rökræðna kom og eru mörg tilsvör hans í minnum höfð. Hann var einnig líkur Guðna að því leyti að þá sem þurfti að styðja studdi hann. Garðar var einstökum gáfum gæddur. Hann var hafsjór af fróð- leik, sögumaður svo af bar og hug- myndaríkur. Ég skildi reyndar aldr- ei hvers vegna hann hafði dagað uppi sem kennari í gagnfræðaskóla. Við kennslu hans í eðlis- og stærðfræði var svo augljóst að þekking hans á ýmsum sviðum var meiri en svo að hún nýttist til fulls við kennsluna. Hún nýttist okkur hins vegar, nem- endum hans, því að hann var óspar á fróðleik við okkur. Á þessum árum var hann að byggja eins og margir, ungir menn í Vestmannaeyjum. Hann teiknaði ekki einungis húsið sjálfur heldur allar lagnirnar. Húsið varð að sumu leyti hluti námsefnis- ins. Stundum fannst honum við ekki spyrja greindarlega og skorta nokk- uð á að við leituðum eftir fróðleikn- um á eigin spýtur. Eitt sinn vorum við að læra flatarmálsfræði. Undir- ritaður rétti þá upp hönd og spurði: „Garðar, hvað er þvermál?“ eina svarið sem ég hef fengið við þessari spurningu var þetta: „Arnþór minn, þú ert nú ekki mjög vitlaus en þú spyrð stundum eins og kálfur.“ Ég fletti síðan upp á kaflanum um þver- mál í reikningsbókinni og fékk býsna flókna útskýringu á því hvað þver- mál var. Allt námsefni okkar tvíburanna var á blindraletri á þessum árum sem síðar. Blindrakennari kom öðru hverju úr Reykjavík til Vestmanna- eyja að leiðbeina okkur og lesa yfir próf. En brátt fór svo að Garðar lærði svo vel blindraletur að hann varð fluglæs á það. Ef honum þótti okkur ganga illa að finna tiltekinn stað í bókum sagði hann okkur að snúa bókinni að sér og fletta, síðan sagði hann okkur að hætta að fletta þegar rétta síðan var fundin. Garðar taldi reyndar að það tæki hvern „meðalhálfvita“ eins og hann orðaði það einungis hálfa kvöldstund að læra letrið. Í landsprófinu las Garðar yfir flestar prófúrlausnir okkar bræðranna. Á þessum árum hófust afskipti Garðars af stjórnmálum fyrir alvöru og um skeið stýrði hann Eyja- blaðinu, málgagni Alþýðubandalags- ins í Eyjum. Á útmánuðum 1965 eða 1966 tók ritstjóri annars flokksblaðs, Fylkis, sem sjálfstæðismenn gáfu út, að birta ljóð sín í blaðinu undir nafn- inu „Örn hins kalda norðurs“. Þessar birtingar lögðust fljótlega af þegar Garðar birti ritstjórnargrein um yrkingar hins ritstjórans þar sem hann kvartaði yfir því að nú gengi hann andlegra örna í blaði sínu. Og síðan komu bæjarstjórnar- kosningarnar árið 1966. Það var ein- hver eftirvænting í loftinu. Við ung- lingarnir höfðum ekki kosningarétt en fylgdumst grannt með barátt- unni. Og Garðar komst í bæjar- stjórn. Íhaldsmeirihlutanum var velt úr sessi. Árið 1971 hófst þingmennskuferill Garðars. Hann var í hópi þeirrar vösku sveitar sem velti viðreisnar- stjórninni úr sessi. Garðar var mikill byltingarmaður og samkvæmur sjálfum sér í skoð- unum og gerðum. Ég minnist hans sem afburðakennara og ráðholls manns sem mótaði lífsviðhorf nem- enda sinna til góðs. Bergþóru, konu hans, og börnum þeirra votta ég virðingu mína fyrir umönnun þeirra í erfiðum veikindum Garðars. Megi allar landsins vættir halda verndarhendi sinni yfir þeim og Garðari, hvar sem hann svífur. Arnþór Helgason. Garðar Sigurðsson kennari, sjó- maður, lengi bæjarfulltrúi í Vest- mannaeyjum og þingmaður Alþýðu- bandalagsins í Suðurlandskjördæmi um 16 ára skeið, er fallinn frá eftir langvarandi veikindi. Honum hvarf smátt og smátt heimurinn þannig að þungbært var upp á að horfa. En Garðar naut þess að eiga góða að, fyrst og síðast eiginkonu sína, Berg- þóru, sem með ástúð og umhyggju og ótrúlegu þreki var við hlið hans til hinstu stundar. Ég minnist þess þegar ég, tauga- óstyrkur og reynslulítill, kom til þings vorið 1983 að Garðar tók á móti mér þar ásamt öðrum í þing- flokki Alþýðubandalagsins. Kankvís svipurinn og glettnisglampinn í aug- unum voru einkennandi fyrir hann enda maðurinn einhver sá skemmti- legasti sem ég hef umgengist. Það var hollt mér nýliðanum að umgang- ast Garðar. Hann hafði af miklum reynslubrunni að miðla, var m.a. helsti talsmaður flokksins á sviði sjávarútvegs- og atvinnumála, rök- fastur og sjálfstæður í skoðunum í þeim efnum sem öðrum. Garðar hafði þann mikla kost, enda reyndur kennari, að segja manni hreinskiln- islega til en gerði það á þann hátt að enginn þurfti að fyrtast við. „Þið þessir ungu menn sem allt þykist vita,“ gat hann átt til að segja við mann og svo kom uppfræðslan. Garðar var þjóðsagnapersóna þegar á árum sínum á Alþingi fyrir hnyttni í tilsvörum og sem afburða sögumaður og eftirherma. Það var ógleymanlegt að fara í fundarferðir með Garðari eða sitja við komma- borðið, sem svo var kallað, í gömlu matstofunni í Alþingi og hlusta á hann og Guðmund J. segja sögur. Heilsufarið var Garðari mótdrægt um dagana. Hann glímdi við erfið bakveikindi seinni árin sem hann sat á þingi og áttu þau veikindi efalaust mikinn þátt í að hann kaus að hætta þingmennsku á besta aldri. Langt um aldur fram tók hann svo að kenna þeirra veikinda er smátt og smátt gerðu hann óvinnufæran. Ég kveð Garðar Sigurðsson með eftirsjá og þakklæti í huga og votta eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum samúð mína. Steingrímur J. Sigfússon. Um Garðar Sigurðsson verður ekki annað sagt en að hann hafi verið um margt eftirminnilegur þingmað- ur. En umfram allt annað var hann þó góður samferðamaður. Fundum okkar bar fyrst saman á sameigin- legu orðaþingi frambjóðenda í Suð- urlandskjördæmi í aðdraganda kosninga fyrir meir en tveimur ára- tugum. Á Suðurlandi var ekki hefð fyrir því að menn leiddu saman hesta sína á slíkum samkomum af sama vaskleik og sögur fóru af í sumum öðrum landshlutum. En það fór ekki framhjá nýgræðingi á þeim vett- vangi að Garðar Sigurðsson lét þar ekki hlut sinn, og málatilbúnaður hans var með þeim hætti að fund- irnir urðu líflegri og litríkari en verið hefði án hans. Samkvæmt viðteknum pólitískum skilgreiningum vorum við fulltrúar andstæðra fylkinga. Ég minnist þess enn að hann tók fast á móti nýjum ungum frambjóðanda sjálfstæðis- manna, sem ætlaði strax í upphafi að gera sig gildandi. Hann vissi mæta vel á hvern veg orðaglíma stjórnmál- anna var stigin og hvað til hans frið- ar heyrði í þeim efnum. En um leið og við stigum niður af ræðupallinum að loknum þessum fyrsta fundi okk- ar tókust kynni, sem byggðust á heil- indum og trausti, sem varði allan þann tíma, er við áttum samleið á al- þingi og reyndar lengur. Og í reynd hygg ég að sú gjá hafi aldrei verið á milli okkar í skoðunum, sem nöfn flokka okkar gátu hins vegar gefið til kynna. Þegar véla þurfti um málefni, er lutu að hagsmunum kjördæmisins komu samstarfseiginleikar hans og hreinskiptni vel í ljós. Þó að leiðir færu ekki saman, eðli máls sam- kvæmt, milli þeirra sem sátu í rík- isstjórn og hinna, sem voru í stjórn- arandstöðu lét hann þann aðstöðumun aldrei finnast þegar taka þurfti sameiginlega á í þágu þess fólks sem valið hafði okkur til setu á alþingi fyrir Sunnlendinga. Í því samstarfi komu mannkostir hans vel í ljós. En vera má að einmitt fyrir þá sök hafi framlag hans ekki alltaf verið metið sem skyldi. Satt best að segja held ég að honum hafi aldrei fundist að hann þyrfti að gera sig góðan í augum annarra. Að því leyti var hann óvenjulegur stjórnmála- maður fyrir nútímann. Garðar Sigurðsson hafði mjög svo sjálfstæða lund, og mér segir svo hugur um að flokksmönnum hans hafi á stundum þótt nóg um. Ég er ekki viss um að hann hafi hlítt kalli þeirra í einu og öllu. Hann var fyrst og fremst trúr eigin sannfæringu og reyndi að breyta í samræmi við það mál sem hann flutti kjósendum sín- um. Mér virtist trúmennska hans fyrst og fremst vera við það umboð, sem kjósendur hans höfðu veitt hon- um. Þannig kom hann mér fyrir sjónir sem hreinskiptinn og ærlegur stjórnmálamaður. Og þeir eiginleik- ar einkenndu reyndar öll persónuleg samskipti okkar. Veikindi Garðars Sigurðssonar hafa um langan tíma lamað kraftana og hvílt eins og skuggi yfir lífi hans. En minningin lýsir upp mynd af gáskafullum, orðheppnum og góðum samþingmanni, sem sérhver sem þess átti kost getur hrósað happi yfir að hafa kynnst. Á kveðjustundu er þakklætið efst í þeim huga sem sendir héðan frá borginni við Sundið kveðjur til Berg- þóru Óskarsdóttur eiginkonu hans og fjölskyldu. Þorsteinn Pálsson. Við Garðar tókum sæti á Alþingi samtímis árið 1971. Okkur varð strax vel til vina, þótt fjarlægð milli flokka okkar væri mikil. Þingmenn ættu jafnan að hafa það hugfast að mikilvægt er í þingstörf- um að ná sem beztu samstarfi, og ekki síður við annarra flokka full- trúa. Að vísu hlýtur meirihluti að ráða úrslitum mála, en hann þarf að taka tillit til skoðana minnihlutans ef úrlausn mála á farsælleg að ráðast. Á það hefir ýmsum þótt skorta hin síðari árin. Garðar var að vísu í upphafi þing- setu sinnar, og lengst af, mjög ein- dreginn alþýðubandalagsmaður. Hann var sóknharður, mjög vel máli farinn og á stundum mjög hvassyrt- ur. Máttu menn úr hans eigin röðum einnig undir því sitja. Var ekki trútt um að einstaka kveinkaði sér undan slíkum ádrepum. En Garðar fór ekki að því, enda réttlætiskennd hans mjög rík og einbeitt hver sem í hlut átti. Í návígi og á nefndarfundum var hann á mjúku nótunum, glaðbeittur og skemmtilegur og kom ár sinni vel fyrir borð. Vann hann með því móti hugðarefnum sínum framgang. Garðar var ókvalráður að hvaða verki sem hann gekk enda ágæta vel menntaður til hugar og handa. Garðar Sigurðsson var meðalmað- ur á hæð, vel limaður og samsvaraði sér vel. Hann var fríður sýnum með fallega framkomu. Hann átti til vest- firzkra að telja í móðurkyn og minnti þann, sem þessar línur hripar, á móðurfrændur hans vestra, sem undirritaður átti að kærum vinum og tengdamönnum. Garðar átti við langvarandi og grimmúðleg veikindi að stríða mörg síðari æviárin. Hann átti sér við hlið vaska myndarkonu, Bergþóru Ósk- arsdóttur, ættaða frá Neskaupstað. Við brottför Garðars Sigurðssonar gengur mikill mannkostamaður og drengur góður fyrir ætternisstap- ann. Bergþóru, og öllum afkomendum Garðars, sendum við Greta samúðar- kveðjur og biðjum Guð að gefa Garðari raun lofi betri. Sverrir Hermannsson. Garðar Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi kennari minn úr Vestmannaeyjum, er nýlátinn eftir langa rökkvun; áratuga glímu við hægfara heilabilun. Hann stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum, skarpt augnaráðið og glettnin í kennslunni sem alltaf virt- ist veita honum mikla ánægju. Hann kenndi okkur eðlisfræði. Í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja, sem gnæfði hátt yfir bænum, við rætur Helgafells. Hann var einn besti kennari sem ég kynntist á langri skólagöngu. Garðar var dug- legur við að nýta kennslubúnað sem þá var nokkuð góður í vel búnum gagnfræðaskóla og tók ótal dæmi úr daglega lífinu í kennslunni; bíll í beygju gaf honum tilefni til þess að tala um hröðun, spennur og krafta og auðvitað krydda allt með sögum um einhverja ökuþóra sem fóru langt fram úr lögum og reglum. Hann hafði lagt stund á verkfræði- nám í háskóla og naut þess örugg- lega í kennslunni. Á landsprófi í Eyjum vorið 1969 gerðist sá sjaldgæfi atburður að hæsta einkunn í eðlisfræði á landinu, einkunnin 10, reyndist vera úr hópn- um okkar! Garðar var að vonum ánægður, en sagði okkur nokkrum dögum eftir prófið, sem auðvitað kom allt í ábyrgðarpósti úr Reykja- vík, að „þeir fyrir sunnan“ hefðu undrast það að svona frábær frammistaða kæmi úr Vestmanna- eyjum. Þeir hefðu hringt sérstaklega til að spyrja nákvæmlega um fyrir- komulag prófsins, vormorguninn í Eyjum þegar það var tekið úr ábyrgðarbréfinu og þreytt af tveim- ur tugum nemenda. Ég man að hann sagði við okkur hlæjandi með bibl- íusvip: „getur svona góð prófúrlausn komið frá Nazaret!“ Garðar var alveg æfur út af þess- ari afskiptasemi. Hún hrærði við sterkri réttlætistilfinningu. Hann var ósáttur við margt í þjóðfélaginu, róttækur á sinn hátt, eldrauður að austan. Þó hélt hann alltaf aðskildu skólastarfinu og stjórnmálunum og rækti starf sitt af sérstakri prýði. Skömmu eftir landsprófsveturinn var hann kjörinn á þing og ég fylgd- ist með honum þar úr fjarlægð. Nokkru sinni hittumst við á förnum vegi og alltaf minntumst við kennslu- stundanna fyrir innan Ægisdyr með gagnkvæmri ánægju. En auðvitað var ljóst hvert stefndi með heilsu hans. Ég vil minnast Garðars sem eins af þeim einstaklingum sem bæta mannlífið og gæði þess. Slíkir af- burðamenn eru perlur í litlu sjávar- plássi og glæða það einhverjum al- þjóðleika. Kennarar eins og Garðar gerðu það að verkum að skólagæði á landsbyggðinni voru síst minni á mörgum sviðum en tíðkaðist í bestu skólum höfuðborgarinnar. Nemend- urnir finna það þegar seinna líður á námsferilinn hérlendis eða erlendis. Ég verð því miður erlendis þegar útför Garðars er ráðgerð. Ég þakka Garðari að leiðarlokum fyrir raun- vísindanestið, innrætinguna góðu, sem hefur reynst mér vel ætíð síðan. Um leið votta ég Bergþóru, eftirlif- andi konu hans – og klettinum þegar húmaði svo hægt í lífi hans – samúð og aðdáun. Þorsteinn Ingi Sigfússon. Fyrir rúmum 30 árum fluttum við hjónin í háhýsi við Kleppsveg. Þar kynntumst við fljótlega þeim Garðari og Bergþóru og tókst góð vinátta með fjölskyldum okkar. Þau hjón voru höfðingjar og töldu ekki eftir sér að leggja fólki lið, nutum við þess ríkulega. Þá var skammt liðið frá upphafi Vestmannaeyjagossins. Á þessum tíma var mikið um að vera hjá þeim hjónum, Garðar þingmaður í Suðurlandskjördæmi til tveggja ára og mikill og stöðugur gestagang- ur fyrstu mánuðina eftir gos auk þess sem fjöldi manns gisti á heimili þeirra. Árið 1974 áttum við svo ánægjulega heimsókn til þeirra hjóna í Vestmannaeyjum. Garðar var meðalmaður á hæð, samsvaraði sér vel, laglegur, brún- eygður með leiftrandi og hvasst augnaráð. Hann var skarpur maður og ákveðinn en hafði hógværa fram- komu svo jaðraði við feimni. Hann gat verið snöggur upp á lagið, tilsvör hans voru hnyttin og eftirminnileg. Hann var öfgalaus í skoðunum og pólitísk kredda var honum víðs fjarri. Garðar var góður bridgespil- ari og um árabil spiluðum við viku- lega saman. Við spilaborðið komu margir eiginleikar hans skýrt fram. Hann hafði vald á fleiri sagnkerfum en við hinir en miklaðist ekki af. Við úrspil tók hann sér skamman um- hugsunarfrest í upphafi og spilaði síðan hratt og örugglega úr, eins og spilið lægi opið fyrir honum, ekkert kæmi á óvart. Garðar átti auðvelt með að greina kjarna hvers máls og eins og slíkum mönnum er títt hafði hann næmt auga fyrir veikleikum sem og hinu spaugilega í fari sam- ferðamanna sinna og hermdi skemmtilega eftir. Húmor var svo ríkur þáttur í fari hans að jafnvel eft- ir að veikindin tóku að há honum gat hann lengi gert hnyttnar athuga- semdir sem urðu til á líðandi stund og sýndu viðvarandi frumleika í hugsun. Þegar Garðari varð sjúkdóms- greiningin ljós las hann sér til og ræddi við mig sjúkdóminn og óhjá- kvæmileg örlög sín af undraverðu innsæi og æðruleysi sem seint gleymist. Við hjónin og fjölskylda okkar sendum Bergþóru og börnunum ein- lægar samúðarkveðjur. Lúðvík og Hildur. Forlög koma ofan að, örlög kringum sveima, álög úr ýmsum stað en ólög fæðast heima. (Páll Vídalín.) Þessi orð eru úr bók sem ég á og mér finnst þessi orð eiga erindi til Garðars Sigurðssonar vinar míns. Ég man það svo vel þegar Garðar flutti ásamt sínu fólki að Hásteinum 7, ég átti þá heima á nr. 6 (Kiðja- bergi). Ein stelpa var í hópnum og tveir guttar. Elstur er Tryggvi, Addý önnur og yngstur Garðar og hann var jafngamall mér. Þessi systkin urðu góðir vinir mínir. Hann Garðar var frekur en þó ljúfur, hann gat verið inni hjá mér í dúkkuleik ef ég kom út í bílaleik og það gerðum við oft. Ég man eins og gerst hafi í gær þegar hann Garðar skyrpti á stéttina heima hjá mér. Að hann skyldi bara voga sér það þoldi ég alls ekki, mér þótti þetta of mikið svo ég kýldi hann, sem sagt gaf honum einn á kjammann svo það fossblæddi úr vörinni á honum. Mæður okkar voru búnar að vera að hlusta á rifrildið í okkur og mamma mín sagði „ja ef þessir krakkar verða ekki hjón er ég illa svikin“. Svo þegar í gaggó var komið var haldið grímuball um haustið þegar við vorum í fyrsta bekk og mér fannst alveg sjálfsagt að gera konu úr Garðari. Ég réð því og ég sá um það líka. Heima hjá mér voru til tvær þykk- ar fléttur af mömmu (hár) og þær voru auðvitað settar á höfuðið á kauða, svo var Garðar klæddur í hvíta síða fermingarkjólinn minn og háhælaða skó og til að ekki sæist hvernig við festum flétturnar á höf- uðið á G þá var settur á hann hattur. Og ég verð að segja það satt, hann Garðar var reglulega sæt stelpa. Þegar líða tók á ballið var mér skemmt því einn kennarinn var far- inn að halda heldur fast utan um G strák og Garðari leist nú ekki alltof vel á það, hann kom til mín um leið og hann komst (sem sagt losnaði) og vildi fara heim, svo við drusluðumst heim. Ég átti ætíð eitthvað í þessum strák G. Alltaf ef við hittumst var ég knúsuð og föðmuð. En síðast þegar við hittumst þá var ekkert gaman. Þá faðmaði ég hann en hann horfði með skelfingarsvip á Beggu konuna sína og spurði: „Hvaða kerling er þetta?“ Honum leist hreint ekkert á þetta. Margar minningar gæti ég skrifað en það yrði nú sennilega bók fyrir rest. Ég bið góðan Guð að veita þér Garðar minn náð og blessun og eig- inkonu og börnum bið ég þess sama, af öllu hjarta. Þín æskuvinkona, Guðrún Andersen, Seyðisfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.