Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 7 ÁRLEG prestastefna þjóðkirkjunnar verður hald- in dagana 27. til 29. apríl næstkomandi í Graf- arvogskirkju. Prestastefnan hefur í áratugi verið haldin síðast í júní og segir Adda Steina Björns- dóttir, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, að ný tíma- setning sé einkum tilkomin vegna erfiðleika með sumarfrí og sumarafleysingar á hinum hefð- bundna tíma. Karl Sigurbjörnsson biskup hafi stungið upp á þessum tíma og því verið fagnað. Yfirskrift prestastefnu í ár er „Samfélag í trú og gleði“ og meðal umræðuefna er samfélagsþróun í samtímanum, borgarsamfélagið og kirkjutónlist. Yushi Nomura, sem er japanskur að uppruna og starfar á vegum Lútherska heimssambandsins í Genf, mun flytja erindi um tjáskipti kirkjunnar í fjölmenningu nútímans. Í frétt á vef þjóðkirkj- unnar segir að hann hafi af miklu að miðla sem minnihlutamaður, sem kristinn maður í Japan, Japani í Genf og austrænn maður í vestrænu sam- félagi. Í framhaldi af erindi hans verða flutt þrjú framsöguerindi um borgarsamfélagið. Þórólfur Árnason borgarstjóri ræðir um það sem einkennir borgarsamfélagið, Trausti Valsson dósent fjallar um hvert þróun úr bæ í borg leiði og Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, ræðir þjóðarvakn- ingu í málefnum barna. Þá munu nokkrir prestar og guðfræðingar ræða um trúarsamfélagið, upp- byggingu þess og mótun. Einnig fjalla fimm prest- ar um skipan prestsþjónustunnar og síðasta um- ræðuefnið er tónlist. Prestastefnan haldin í lok apríl Borgarsamfélagið og tón- list meðal umræðuefna SALA á kjöti hefur dregist talsvert saman að undanförnu. Mestur er samdrátturinn í sölu á kjúklingum en salan í febrúar var 24,2% minni en í sama mánuði í fyrra. Sala á lambakjöti hefur einnig dregist saman en sala á nautakjöti hefur verið að aukast síðustu mánuði. Í heildina dróst sala á kjöti í febrúar saman um 8% í samanburði við febrúar í fyrra. Framleiðsla á kjúklingum og svínakjöti jókst mjög hratt á ár- unum 2002 og 2003, en svo er að sjá sem meira jafnvægi sé að komast á markaðinn. Þannig er framleiðsla á kjúklingum sl. þrjá mánuði 16,5% minni en hún var sömu mánuði fyr- ir ári. Samdrátturinn í framleiðslu á svínakjöti er 8,4%. Fara þarf aftur til fyrstu mánaða ársins 2002 til að finna dæmi um jafn litla framleiðslu í þessum greinum og var nú í febr- úarmánuði. Þrátt fyrir verulegan samdrátt í framleiðslu á kjúklingum var salan í síðasta mánuði minni en framleiðsl- an. Birgðir af kjúklingakjöti eru því enn að aukast, en um síðustu ára- mót voru yfir 500 tonn af kjúkling- um í frystigeymslum hjá framleið- endum. Tölur um sölu á búvörum sýna einnig að góð sala hefur verið í mjólkurvörum að undanförnu. Sal- an mæld á svokölluðum prótein- grunni er 3% meiri á síðustu þrem- ur mánuðum en sömu mánuði fyrir ári.                               !  "#  !  $ ! Sala á kjöti hef- ur dregist saman um 8% HUGINN VE kom til heima- hafnar í Vestmannaeyjum klukkan eitt í gær með fyrsta kolmunnaaflann á vertíðinni. Skipið var með 1.500 tonn og fékkst aflinn á svokölluðu Rockall svæði, sem er um 400 mílna sigling frá Vestmanna- eyjum. Veiðiferðin tók tæpa viku og fóru rúmir þrír sólarhring- ar í siglingu. Páll Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Hug- ins, sagði að kolmunninn væri horaður, en hann fer allur í bræðslu. Vilhelm Þorsteins- son EA var einnig á kol- munnaveiðum við Rockall og eins var Áskell EA á leið þangað. Að sögn Páls var mikið af skipum á Rockall- svæðinu við kolmunnaveiðar, skip frá Rússlandi, Færeyjum og Noregi. Byrjað er að landa úr Hugin og mun hann halda aftur á kolmunnaveiðar í kvöld. Huginn með fyrsta kol- munnaafl- ann á vertíð- inni til Eyja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.