Vísir - 30.04.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 30.04.1981, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 30. aprll 1981 I)ömur og herrar ganga fram á sviðiö,nýklippt og listavel blásið hár. Guðriður ölafsdóttir eiginkona Villa Þórsog „hann sjálfur” eru hérhlið við hliðog blása hár modelanna tveggja. Annars vegar er frjálslega llnan og hins vegar punklinan. VILLI ÞOR MEB SUM- ARLÍNUNA A SÖGU „Ég var eins og bensinlaus bill, þarna á sviðinu. Þennan hálftima sem sýningin stóð yfir, fór raf- magniðaf sautján sinnum”, sagöi Villi Þór rakari i viðtali við blaða- mann Visis. Á Útsýnarkvöldi á Hótel Sögu siðastliöiö föstudagskvöld var •mikið um dýrðir að venju, kátt fólk samankomið og allir i sumarstemmningu. Skemmtiatrið- in voru að ýmsu tagi meðal ann- ars var Villi Þór mættur með fylgdarlið, fimmtán mo'del ásamt samstarísíólki sinu. Kynnt var sumarlinan i herra- og dömu- klippingum. „Við vorum með fimm „mödel” sem við höfðum nýlega klippt og smiðshöggið á verkið var lagt á sviðinu með blæstri. Þegar þurrkurnar eða blásararnir voru komnir i gang sló allt rafmagn út. Það hafðist samt að lokum að blása kollana á þessum fimm módelum, en ég dá- ist að þolinmæði gestanna i saln- um yfir þessum truflunum”, sagði hárskerinn. Sumarlinan Hárið klippt i styttur, lokkar þynntir i „tjásulokka” og frjáls- leg lina sumarsins fyrir herra og dömur, kom i ljós á sviðinu á Sögu. Auk mödelanna fimm sem hár- blástur fengu á sviðinu, komu önnur tiu fram, svo eftir þvi að dæma er hægt að velja fjölbreytt- ar klippingar og stil i sumar. Pálmi Gunnarsson söngvari var einn þeirra sem Villi Þör hefur klippt og kom hann fram á sviðið sem eins konar skrautfjöður i hatti hárskerans. Hvers vegna? „Ég hef verið nálægt þessari atvinnugrein frá þvi að ég var fimmtán ára gamall” sagði Villi Þór, „og mér virðist að nú i fyrsta skipti imörgherransárætli að ná hér fótfestu sérislenskt tisku- fyrirbæri i herraklippingu, Pálmalinan. Nú koma herrar á óllum aldri og biðja um þessa klippingu, sem ekki á sér fyrir- mynd i útlandinu heldur hér. Varðandi sýninguna á Útsýnar- kvöldinu vil ég segja að það var ánægjulegt að finna góðar mót- tökur fólksins og finnst mér að Ingólfur i Útsýn eigi þakkir skil.dar fyrirframtakið og áhuga hans fyrir öllum nýjungum”. Villi Þór var ánægður með sinn þátt isumarstemmningunni á Sögu og gestirnir áhugasamir að fylgj- ast með hártisku sumarsins, þrátt fyrir truflanir á rafmagns- linunum. Villi Þór rakari fullviss- aði blaðamann um i lok okkar spjalls að rafmagnið væri „betra” i Ármúlanum. — ÞG Skrautfjöörin i hatti hárskerans, Pálmalinan — islenskt tiskufyrir- bæri. Visismyndir/Emil AKTU ALLSGAÐUR ölvaðir ökumenn eiga sök á mörgum umferðar- óhöppum, sem sum hver hafa dauða i för með sér, segir i litlum bæklingi sem gefinn er út af S.Á.Á., JC-Akureyri og BFÖ. Hvert er vandamálið.er spurt og svarið gefið i bæklingnum: Það eru um það bil 90 þúsund öku- menn og um það bil 120 þúsund áfengisneytendur á Islandi, og afleiðingin fjöldi umferðarslysa ár- lega vegna ölvunar við akstur og 2600 ökumenn teknir á árinu 1979 vegna meintrar ölvunar við akstur. Árlega skilur áfengisneysla eftir sig slóð umferðaróhappa og afleiðingar þeirra verða: Fjárútlát vegna tjóns á verð- mætum, hækkana trygginga, aukins sjúkrakostnaðar. Slyser valda ævilangri örkuml- un, þjáningu og sorg. Refsidómar, niðurlæging og missir atvinnu og eigna. Fjöldi upplýsinga eru i bæklingnum — Aktu algáður — sem nýlega var dreift á bensin- afgreiðslur og fleiri staði um landið. Fáið ykkur eintak, hafið það við hendina i bilnum og kynnið ykkur við tækifæri þær, staðreyndir er snerta eitt stærsta öryggismál Islendinga. — ÞG Vorterta 2 marengsbotnar 1 peli rjómi 1 tsk. Nescafé 1 msk vatn 50 g flórsykur 50 g hnetukjarnar Kaffiduftið er leyst upp í vatni og blandað saman við flórsykurinn. Þeytið rjóm- ann (má vera rúmlega peli) og hrærið flórsykur- blöndunni varlega saman við þeytta rjófnann. Setjið síðan á milli marengsbotn- anna 1/3 af rjóma- skammtinum, og það sem eftir er ofaná. Tertan er skreytt með hnetukjörnum (heslihnetur). Gjarnan má brúna hnetukjarnana á pönnu áður en þeir eru muldir og settir á tertuna. Rjómarönd til skreytingar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.