Vísir - 25.06.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 25.06.1981, Blaðsíða 20
20 4Qni«5ANS 't r * <* i i » ■* Ír,í*T ilwold ROMMILEIK- 10 A NORO- URLANDI „Það er liklega tiltölulega þægilegt að ferðast með þetta leikrit úl á land, fámennt starfslið og minna umstang f kring um það en mörg önnur leikrit. En með til- liti til ferðarinnar þurfti að hanna ný leiktjöld og annan búnað." Þetta sagði Guðmundur Páls- son i samtali við Visi en hann er fararstjóri sex manna hóps úr Leikfélagi Reykjavikur sem mun ferðast um Norðurland i sumar með bandariska verðlaunaleik- ritið ROMMl. Fyrsta sýningin i ferðinni i sumar, sem er árlegur viðburður LR, verður fimmtu- dagskvöldið 25. júni á Akureyri. Eins og kunnugt er fara þau Sigriður Hagalin og Gisli Hall- dórsson með hlutverkin tvö ileikn- um. Leikritið var frumsýnt fyrir rúmu ári og hefur verið sýnt 70 sinnum i Iðnó i vetur og sex sinn- um i nágrannabyggðum Reykja- vikur nú i vor. Það heíur hlotið einróma lof gagnrýnenda og af- burðasamleikur Sigriðar og Gisla vakið mikla hrifningu leikhús- gesta. I leikritinu Rommi greinir frá samskiptum tveggja einstaklinga á elliheimili sem stytta sér stund- ir við spilamennsku. I fyrstu ræð- ast þau við i glettni um sambýlis- fólkið, skiptast á almennum at- hugasemdum um atburði liðandi stundar og gefa hvort öðru skýr- ingu á þvi, hversvegna þau eru á elliheimilinu. Leikritið er gaman- samt á yfirborðinu og kitlar hlát- urtaugarnar, en þegar á leikinn liður afhjúpa persónurnar sig hvor fyrir annarri og alvarlegri undirtónar verksins verða ljósir. „Nei”, sagði Sigriður Hagalin aðspurð um það hvort enginn leiði væri farinn að gera vart við sig eftir 76 sýningar. „Hver sýning þarfnast svo mikillar einbeiting- ar að þaö er engin hætta á þvi að manni fari að leiðast nærri þvi strax”. „Svo kryddar það heldur betur starfið að ferðast með leikritið út á land”, bætti Gisli við. „Það ánægjulegasta við þessar leik- ferðir er að hitta alla þessa áhugaleikara úti á landi, þvi leik- húslif landsbyggðarinnar er með eindæmum.” •Höfundur Rommis er D.L. Co- burn. Hann er fæddur i Baltimore i Bandarikjunum 1938. Leikritið var fyrst sýnt 1976, en tveimur árum siðar hóf það frægðargöngu sina og hefur núna verið leikið i flestum stórborgum á Vestur- löndum. Höfundurinn hlaut Pulitzer-verðlaunin 1978 fyrir verkið, sem var valið besta leik- ritið það ár. Eftir sýninguha á Akureyri verður haldið i Mývatnssveit og siðan er ráðgert að sýna það á Húsavik, Dalvik, Ölafsfirði, Siglufirði, Hofsósi, Sauðárkróki, i Miðgarði i Skagafirði, á Blöndu- ósi, Skagaströnd, Hvammstanga og Logalandi i Borgarfirði. —HPH. Sigriður Hagalin og Gisli Halldórsson i hlutverkum sinum I ROMMl. SönghátiO á Akureyri: Stærsti kör norð- an helða A sunnudaginn, 28. júni, verður mikil hátið á Akureyri i tilefni kristniboðsársins. Hátiðin hefst kl.ll með guðs- þjónustu i Akureyrarkirkju. Þar prédikar vigslubiskup sr. Pétur Sigurgeirsson, en sr. Birgir Snæ- björnsson ásamt próföstum Hóla- stiftis annast altarisþjónustuna. Prestar alls stiftisins ganga i prósesiu til kirkju. Kórar Akur- eyrar- og Lögmannshliðarsókna leiða sönginn. Sönghátið verður i íþrótta- skemmunni á Akureyri klukkan 4. Þar munu nær allir kirkjukórar á Norðurlandi syngja, — bæði sameiginlega og einnig munu kórar úr hverju prófastsdæmi syngja tvö lög hver. Alls munu kórfélagar verða um 450-500, og er þetta fjölmennasti kór, sem sungið hefur norðan heiðar. Strengjasveit Tónlistaskólans á Akureyri annast undirleik. 1 upp- hafi sönghátiðarinnar mun Éyþór Stefánsson tónskáld flytja ávarp. Sigrún Eldjárn sýnlr telkningar Laugardaginn 27. júni næst- komandi kl.15,00 opnar Sigrún Eldjárn sýningu á teikningum og grafik i Rauða húsinu á Akureyri. Sigrún stundaði nám við Mynd- lista- og handiðaskóla Islands á árunum ’74-’77, auk þess sem hún dvaldi i Póllandi um hrið við nám. Hún hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt i samsýn- ingum hér heima og viða um lönd. Sýningin stendur til sunnudagsins 5. júli og er opin frá kl. 15-21 alla daga. örlítið um höf- undinn Þýski rithöfundurinn og leikarinn Curt Goetz fæddist i Mainz 1888. Hann byrjaði leikferil sihn i Rostock 1907, lék siðan i Niirnberg og Ber- lin til 1922. Goetz kom upp ferðaleikflokki i samvinnu við konu sina Valerie von Martens, og þau léku oft saman. Auk þess að skrifa leikrit, samdi Goetz einnig kvikmyndahandrit og lék i kvikmyndum, þeirri fyrstu árið 1915. Leikiitið „Ingeborg” er eitt af lyrstu leikritum hans. Það var frumsýnt 1922, en siöar bættist við fjöldi leikrita, sem bæði hafa verið leikin á sviði og i útvarpi. Endurminningar Goetz komu út 1960 ög það sama ár lést hann i nágrenni It. Gallen i Sviss. Auk „Ingeborgar” hafa eftirtalin leik-. rit Goetz verið flutt i útvarpinu, „Hundur á heilanum” 1960, „Erf- ingjar i vanda” 1962, „Haust” og „Hokus Pokus” 1963, „Dr. med. Job Pratorius” og „Fugl i hendi” 1964 og „Einn spör til jarðar” 1969. Gisli Alfreðsson, leikstjóri og þýðandi ÚTVARP KLUKKAN 20.30 Að þessu sinni verður flutt leik- ritið „Ingeborg” eftir þýska rit- höfundinn Curt Goctz. Leikstjóri og þýðandi er GIsli Alfreðsson. Leikritið fjallar um Ingeborg sem er ung og lifsglöð kona, gift auöugum manni og býr að þvi er virðist i farsælu hjónabandi, þó Rúrik Haraldsson Helga Bachmann, Helgi Skúlason frænku hennar finnist hún ekki kunna að meta það sem skyldi. Ungur maður með þvi undar- lega nafni Peter Peter kemur i heimsókn og verður að sjálfsögðu snortinn af yndisþokka Ingeborg- ar, en það kemur i ljós að til þess Guðrún Stephensen liggja eðlilegar ástæður... Með hlutverkin fara Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Rúr- ik Haraldsson, Guðrún Stephen- sen og Árni Tryggvason. Flutn- ingur leiksins tekur um eina og hálfa klukkustund. Leikritið var áður flutt i útvarpi árið 1968. Arni Tryggvason. JNGEBORQ IING OG LÍFSGLÖÐ K0NA \ útvarp } Fimmtudagur | 12.00 Dagskráin. Tónleikar. | Tilkynningar. • 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- ■ lregnir. Tilkynningar. Tón- ■ leikar. I 14.00 t't i bláinn Siguröur I I Sigurðarson og Orn Peter- I I sen stjórna þætti um leröa- I I lög og útilif innanlands og I | leika létt lög. | j 15.10 Miðdegissagan. j j 15.40 Tilkynnmgar. Tonleikar. j j 16.00 Fréttir. Dagskra. 16.15 | j Veðuríregnir. | 16.20 Sfðdegistónleikar j 17.20 Litli barnatiniinn. j 17.40 Tónleikar. Tilkynnmgar. | j 18.45 Veðuríregnir. Dagskrá | | kvöldsins. • 19.00 Fréttir. 'l’ilkynníngar. • J 19.35 Daglegt ntál. Helgi J. j J Halldórsson flytur þáttinn. J J 19.40 A vettvangi J 20.05 Pianóleikur i útvarpssal • Hólmfriður Siguröardottir I I leikur pianóverk eftir I I Joseph Haydn, Frédéric | I Chopin og Olivier Messiaen. | I 20.30 Ingeborg.Leikrit eítir j I Curt Goetz. Þýöandi og leik- j stjóri: Gisli Alíreðsson. | I Leikendur: Guðrun | j Stephensen, Helga Bach- j •j mann, Rúrik Haraldsson, | j Helgi Skúlason og Arni • j Tryggvason. lAöur útv. . 1968). 22.00 Smárakvartettinn á Akureyri syngur 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Orð kvöldsins 22.35 Þjark á þingi. Halldór Halldórsson velur ur hljóð- ritunum lrá Alþingi siöast- liðinn vetur. Greint veröur lrá umræðum milli deildar- forseta og einstakra þing- manna um þaö hvort taka eigi tiltekið mál á dagskrá og uni vinnuálag á þing- menn. 23.00 Kvöldtónleikar 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.