Tíminn - 06.12.1969, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.12.1969, Blaðsíða 1
REIÐUBIJINN AD DEYJA FYRIR SANNLEIKANN - ALEXANDER SOLSJENITSYN eínn þekktasti rithöfundur Sovétríkjanna rekinn úr sovézku rithöfu^dasamtökunum Rússneski rithöfundurinn A1 exander Solsjenitsyn var vísað úr sovézka rithöfundasam- bandinu í byrjun nóvember- mánaðar síðastliðins. — Hér á eftir birtum við útdrátt um- ræðnanna, sem fram fóru á fundinum, þar sem brottvikn- ing Solsjenitsyns var ákveðin og hann hélt opinskátt uppi vörnum fyrir sig. Fréttaritari franska blaðsins „Le Monde“ í Moskvu skrifaði útdráttinn, en hann hefur aðgang að mjög öruggum heimildum. — Alex- ander Solsjenitsyn fæddist 1918. Hann hlaut kennaramennt- un, en árið 1945 var hann handtekinn og dæmdur til nauðungarvinnu, þar sem hann hafði gagnrýnt herstjóm Stalíns í bréfi, sem hann skrif- aði á vígstöðvunum. Hann var látinn laus 1953 og sendur til Kasjastan. Það var ekki fyrr en 1956, að hann fékk leyfi til a“ setjast að Evrópu-meg- in í Sovétríkjunum. Fyrsta skáldsaga hans „Dagur í lífi Ivans Denisjovitsj“ lýsir dag- legu Iífi í einangrunarbúðum á tímum Stalíns. Útkoma henn- ar í föðurlandi höfundarins vakti vonir um frjálsari af- stöðu til bókmennta. Síðan hafa aðalverk hans verið gefin út erlendis, m.a. stór skáld- saga „Krabbadeildin“, sem kom út í danskri þýðingu í sumar. f Sovétríkjunum ganga fjölmörg ólögleg handrit af bókum hans milli manna, m.a. „f fyrstu deild“, sem fjallar um reynslu Solsjenitsyns í sér- stöku fangelsi fyrir vísinda- og tæknimenn. Rithöfundurinn Franz Taur- in hóf umræðurnar, hann er formaður sovézku rithöfunda- samtakanna. Fimm af sex með- limum viðkomandi deildar voru viðstaddir. Umræðurnar um Alexander Solsjenitsyn voru á þessa leið: Fyrsti rithöfundur: Við verð um að ástunda sjálfsgagnrýni. Ég mælti með þvi að Solsjenit- syn yrði tekinn í samtökin, en bók hans „Dagur í lifi Ivans Denisovitsj" vakti síðar með mér grunsemdir. Eftir að við fengum skýrsluna frá Simon- ov og Twardov höfum við ekki rætt málið frekar. Við vonuð- um að Solsjenitsyn yrði deild- inni í Rjasan til eflingar. Þessi von brást. Hann hefur ekki tekið bátt í starfi okkar. Hann hefur ekki hjálpað ungum rit- höfundum. Hann var alla tíð fjarlægur samtökum okkar — hann hefur einangrað sig frá okkur. Síðustu verk hans þekkjum vic ekki. Við höfum ekki lesið þau. En þau eru andstæða okkar eigin skrifa. Annar rithöfundur: Ég er alveg samrr.ál þér um þetta. Þú hefur sett þetta mjög vel fram. Eins og pendúll. Þriðji ithöfur.dur: Til hvers eigum við að vera í rithöfunda- samtökunum, ef ekki til að hjálpa æskulýðnum? Frásögn- in „Dagur í lífi Ivans Deniso- vitsj“ er drungaleg. Og hvað um „Bæ Matrjonu"? Hvar hef- ur hann séð þessa einmana konu, sem enginn hjálpar? Hvar hefur hann fengið verk sín birt? Hvaða vandamál eru tekin til meðferðar í þeim? Um það vitum við ekkert. Fjórði rithöfundur: Ég er í nokkrum vafa. Þetta er eins og pendúll. Menn fara úr ein- um öfgunum í aðrar. Áður var Jessenin tættur í sundur, en síðar var hann á ný hafinn upp til skýjanna. Hugsið um 1948 (þegar Zdanov var menn ingareinræðisherra). Mér fell- ur þetta ekki. í dag er Solsjenitsyn kastað út, og á morgun verður hann tekinn inn aftur. Ég vil ekki taka þátt í þessu. Finunti rithöfundur: Hvað hefði ég tekið til bragðs, ef aðrar þjóðir hefðu notað verk mín sem vopn? Ég hefði leit- að ráða hjá samtökunum. En Solsjenitsyn hefur einangrað sig. Forstjóri útgáfufyrirtækis- ins í bænum: Solsjenitsyn lýs- ir öllu í myrkum litum. Innri maður hans er svartur. Atriði, sem eru einskis virði. Síðan fékk Alexander Sol- sjenitsyn orðið: Hvað snertir hjálp við unga höfunda, þá hafa menn aldrei fengið mér handrit til umsagnar. Nákvæm fundargerð er ekki samin um þennan fund. Aðeins eru tek- in niður nokkur atriði, sem ekki eru mikils virði. En mig langar til að létta á samvizku fyrsta ræðumanns, hann mælti ekki með mér. Hann fékk mér aðeins eyðublað, sem ég átti að útfylla. Ég faef alltaf skýrt deildinni í Rjasan frá bréfum mfnum, ég skýrði samtökun- um frá bréfi mínu til ritihöf- undaþingsins í maí 1967 o.s. frv. Ég hef meira að segja stungið upp á því að bók mín „Krabbadeildin“ vrði tekin til umræðu á fundi. En það vildu menn ekki. Ég hef lagt til að haldnir yrðu opinberir fyr- irlestrar, en það hefur ekki verið gert. Og ástæðurnar fyr- ir því, að ég he' ekki^ komið á fundi deildarinnar? Ég bý í útjaðri Moskvu, og það ,er oft erfitt fyrir mig að komast. Eftir að bókin „Dagur í lífi Ivans Denisjovitsj" var gefin út stungu menn upp á því við mig að flytja til Moskvu. Ég hafnaði því þá vegna þess að hávaði höfuðborgarinnar hefði getað truflað mig við vinnu mína. Nýlega vildl ég flytja til Moskvu. En Ilin, ritarinn, og Moskvudeild rithöfundasam takanna neituðu þeirri bón. Hverju hef ég ekki svarað? Er það kannski greinin í Litt- eraturnaja Gazeta, þar sem mér var bent á að taka breytni Kuznetsov mér til fyrirmynd- ar? Literaturnaja Gazeta lýsti 26. júní 1968 Anatol Kuznets- ov sem fyrirmynd, en hann var neyddur til að höfða mál á hendur hi. um franska þýð- anda „Framhaldshelgisög- unnar“. Kuznetsov flúði til London í sur- .r. Þessi grein var nafnlaus og ekki svars verð. Þar vai meira að segja dregið í efa, að ég hefði hlot- ið uppreisn. Þar voru lygar um skáldsögur mínar. Þar stóð að skáldsaga mín „í fyrstu deild“ væri illgirnislegur öfug- snúningur staðreynda hér í landinu. En bver hefur bent á það? Menn hafa ekki lesið skáld- söguna, en tala samt um hana. Hvaðan þekkir Litteraturnaja Gazeta, bókina „Hátíðaverð- ur Sigurvegarans“? (Solsenit- syn skrifaði þetta leik- rit í fangabúðunum). Hvern- ig hefur blaðið komizt yfir það, eftir að leynilögregl- an hefur tekið hvert einasta eintak úr skrifborði mínu? Ræ'ðutíminn er útrunninn. Ég fjarlægist eigin verk, og einmitt um þau tala menn. Ég vil gefa út önnur verk. Um þau er ekki rætt. Átti ég að svara ritara rithöfundasamtak- anna? Ég hef svarað öllum spurningum hans. En hann hefur ekki svarað nokkurri minna spurninga — ekki einu sinni eftir að ég hafði skrifað rithöfundaþinginu. Það bréf var bara látið hverfa. Við skulum tala um „Krabba deildina". í september 1967 tilkynnti ég skrifstofu samtak- anna að skáldsögunni væri dreift í landinu, og hún kynni að komast til útlanda. Ég krafðist þess, að hún yrði þeg- ar þrentuð í tímaritinu Novij Mir. Stjóm . .ítakanna kaus fremur að bíða. Um vorið 1968 skrifaði ég Litteraturnaja Gaz eta, franska blaðinu Le Monde og Unitá á ftalíu, að ég neit- aði öllum vestrænum út- gefendum um heimild til að gefa út „Krabbadeildina“. Bréfið til Le Monde var stöfSv- að þótt það væri ábyrgðarhréf. Bréfið tíl Unitá fékk ég ítölsk- um gagnrýnanda, Vittorio Strada. Fyrst lögðu tollverðir hald á það, en mér tökst að telja þá á að senda það áfram til birtingar í Unitá, og þar var bréfið birt í júní. Littera- turnaja Gazeta beið enn á- tekta. í mu jnánnði frá 21. apríl til 26. júní hefur rit- stjórnin dregið að birta bréf mitt. Hún beið þangað til „Krabbadeildin“ var gefin út á Vesturlöndum. Loks þegar bók- in mín kom út í hræðilegri rússneskri útgáfu hjá Monda- dori í Mílano, birtí Literaturn- aja Gazeta bréf mitt og ásak- aði mig fyrir að hafa ekki mótmœlt nógu ákaft Ef blað- ið hefði birt bréf mitt á rétt-' um tíma hefði bað dugað. Sönnun þessa er að bandarískt útgáfufyrirtæki hætti við að gefa út bók mína, þegar frétt- ist um mótmæli mín. Fundarstjóri: Ræðutími yð- ar er útrunninn. Solsjenitsyn: Hiér er ekki í húfi ræðutími heldur dauðinn. Fundarstjóri: Hve langan tíma þurfið þér til viðbötar? Engar hamingjuóskir. Solsjenitsyn biður um tfu mínútur til viðbótar, en fær þrjár. Síðan heldur hann á- fram: — Ég hef skorað á póst og símamálaráðuneytið að stöðva þjófnaði þá, sem hafa viðgeng izt. Skrifstofan hefur ekki sent mér nein af þeim heillaóskum, sem ég fékk frá útlöndum á 50 ára afmæli mínu. Bréf mín eru notuð á kaldhæðnislegan hátt. Ég er ásakaður um að lýsa raunveruleikanum drunga- lega. Hvaða kenning um með- vitundina segir, að taugavið- brögð séu mikilvægari en það, sem vekur þau? Kannski heim- speki draumhyggjumanna, en áreiðanlega ekki díalektískur materialismi. Það sem við ger- rnn er ekki mikilvægt, heldur það sem við segjum um það. Hér hefur verið talað um sveiflur pendúlsins frá einum öfgum tíl annarra. Og það á ebki aðeins við um mál mitt. Það tekst aldrei að eilífu að þagga niður afbrot Stalíns, að neita sannleikanum. Þessi af- brot voru framin gagnvart milljónum fólks og þau krefj- ast skýringar. Hvaða áhrif hef ur þessi þögn á siðferðisskoð- anir æskunnar? Unga fólkið er ekki heimskt, það skilur samhengið. Vikið úr saintökunum. Ég tek ekki eina línu, ekki eitt orð aftur af því sem ég skrifaði í bréfi mínu til rithöf. undaþingsins (í maí 1967). Ég skrifaði þá: Ég hef hreina sam vizkú. Ég veit að ég mun ef tiL vill leysa hlutverk mitt sem rithöf. betur af hendi og af meiri sannfæringu með dauða mínum en í lifanda lífi. Enginn getur staðið í vegi fyrir sann- leikanum. Ég dey, en sannleik- urinn verður að lifa. Ég er reiðubúinn að deyja, en ekki aðeins til að fara úr rithöf- undasamtökunum. Teljið bara. Þið eruð fleiri, en gleymið ekki að sagan mun fara hönd- um um þennan fund í dag. Spurning: Hvers vegna gef- ið þér út bækur erlendis? Solsjenitsyn: Svarið þið fyrst: Hvers vegna eru verk mín ekki gefin út hér? Áróðursfulltrúi flokksins á Framhald á bls. 18.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.