Morgunblaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2004 C 3 NFRÉTTIR  ● TÓLF mánaða verðbólguhraði í Finnlandi er nú neikvæður í fyrsta sinn í hálfa öld, að því er AP- fréttastofan hefur eftir hagstofu Finnlands.Verð- hjöðnunin í mæl- ingu marsmán- aðar var 0,5%, en verðbólgan í febr- úar var 0,1% og 1,6% í mars fyrir ári. Skýringin á því að verðbólgan fór undir núllið er lækkun á sköttum á áfengi í síðasta mánuði. Skattalækkunin, sem nem- ur allt að 40% á sterkum drykkjum, var framkvæmd áður en Eistland gengur í Evrópusambandið 1. maí, til að koma í veg fyrir að Finnar streymi til Eistlands til að kaupa ódýrt áfengi. Finnland hefur verið með hvað lægsta verðbólgu á evrusvæðinu frá því landið gerðist aðili að hinni sam- eiginlegu mynt. Verðbólga evruland- anna tólf var að meðaltali 1,6% í mars. Áfengið veldur verðhjöðnun KRAFTVÉLAR ehf., umboðsaðili Komatsu á Íslandi, hefur undirritað samning um kaup á KFD A/S, um- boðsaðila Komatsu í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðan- leikakönnun. Reiknað er með að Kraftvélar yfirtaki rekstur KFD hinn 1. maí nk. Árni Sigurðsson sölu- og markaðs- stjóri Kraftvéla segir um tildrög söl- unnar að eigandi KFD hafi lengi haft hug á að hætta störfum og selja fyr- irtækið. Árni segir að höfuðstöðvar Komatsu í Evrópu hafi lagt mikla áherslu á að Kraftvélar keyptu fyr- irtækið. „Þar sem við erum með hæstu markaðshlutdeild Komatsu í Evrópu hafa þeir fylgst vel með okk- ur og lögðu því áherslu á að við keyptum KFD. Markaðshludeild okkar hér á landi er 20–22% en hlut- deild KFD á markaðnum í Dan- mörku er einungis 5% sem er undir meðaltali Komatsu í Evrópu,“ segir Árni. Hann segir að rekstur KFD hafi gengið sæmilega. „Þeir eru með lága markaðshlutdeild en hafa mikla möguleika. Við erum með fastmótað- ar hugmyndir um hvernig við viljum reka félagið, en gefum ekkert upp fyrr en kaupin eru endanlega í höfn.“ KFD er með höfuðstöðvar í Vejen á Jótlandi, en með útibú í Árósum og Tune. Fyrirtækið er með dreifingar- aðila á Norður-Jótlandi. Áætluð velta ársins 2004 er 2,4 milljarðar og er fyrirtækið með 45 starfsmenn. Í fréttatilkynningu frá Kraftvélum kemur fram að markaður fyrir vinnuvélar í Danmörku er 2.000 stk. á ári og að árleg sala vinnuvéla á Ís- landi er 200 stk. á ári. Kraftvélar eru að fullu í eigu Stofns, félags í eigu Páls Samúelssonar og Sjóvár Al- mennra trygginga hf. Stofn er einnig eigandi Toyota-umboðsins á Íslandi. Áætluð samanlögð velta KFD og Kraftvéla verður 4,4 milljarðar króna á ári. Kraftvélar til Danmerkur, Færeyja og Grænlands Kraftmikil útrás Starfsfólk Kraft- véla á Íslandi við Komatsu-gröfur. Sameiginleg velta 4,4 milljarðar króna ll STUTT AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ● NOKKUR veitufyrirtæki í Dan- mörku búa sig nú undir að veita alla helztu fjarskiptaþjónustu, að sögn viðskiptablaðsins Børsen. Farsíma- fyrirtækið Orange í Danmörku hefur gert heildsölusamning, sem felur í sér að rafveiturnar geta boðið upp á farsímaþjónustu. Nú þegar bjóða ýmsar þeirra almenna símaþjónustu og netþjónustu. Í Børsen er haft eftir Aksel Ped- ersen hjá Sydfyns Elforsyning í Svendborg, að fyrirtækið hafi farið út í fjarskiptaþjónustu til að varðveita störf á Suður-Fjóni. Hann segir að rafveitan muni bjóða 4–5 Mb/s int- ernettengingu fyrir innan við 200 danskar krónur á mánuði (u.þ.b. 2.000 íslenzkar krónur), en TDC, stærsta símafyrirtæki Danmerkur, selur nú 2 Mb/s tengingu á helmingi hærra verði. Þá segir Pedersen að innanbæjarsímtöl verði svo til ókeyp- is hjá rafveitunum. Dönsk veitufyrirtæki í fjarskiptaþjónustu ● STJÓRNARFORMAÐUR Telstra, stærsta fjarskiptafyrirtækis Ástr- alíu, hefur sagt af sér vegna deilna við aðra stjórnarmenn um áform hans um að taka yfir eitt af stærstu útgáfufyrirtækjum landsins, að því er fram kemur hjá AP-fréttastofunni. Afsögnin kemur í kjölfar leka úr stjórninni frá því fyrir tveimur mán- uðum um að Telstra hefði uppi áform um að gera um 180 milljarða króna yfirtökutilboð í John Fairfax Holdings, sem gefur meðal annars út blöðin Sydney Morning Herald, The Age og The Australian Financial Review. Ástralska ríkið á 51% í Telstra og Bob Mansfield, stjórnarformaður, tók við formennsku í fyrirtækinu fyrir fjórum árum. Verkamannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, fagnaði afsögninni, en hann hefur verið mót- fallinn hugmyndum Mansfield um einkavæðingu fyrirtækisins. Afsögn hjá Telstra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.