Vísir - 12.09.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 12.09.1981, Blaðsíða 6
„Bankarnir ættu aö sjá um öll lán til húsnæóismála ,,Deilurnar um húsnæöismálin snúast um kerfi, um völd og áhrif, en ekki um kjarna málsins sem er aö allir gætu fengið fullnægjandi lán á frjálsum lánamarkaöi”, segir Pétur H. Blöndal framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna í viötali viö Vísi Hvaöan koma peningar i húsnæðismálin? Enda þótt opinbera lánakerfið bjóði húsbyggjendum og ibúðakaupendum ýmist i ökkla eða eyra, þegar sjóðirnir eru annars vegar, fær fólk mest það að láni, sem fer til smiða eða kaupa. En vegna þess að lánin koma svona mismunandi eftir kerfi og frjálsi fjármagnsmarkaðurinn nýtur sin ekki, af þvi að kerfið kemur i veg fyrir það, fá flestir minni og þó einkum óhagstæð- ari ián en þyrfti. i fyrra, árið 1980, er talið að ibúðarhúsnæði hafi verið byggt fyrir 745.2 milljónir króna, rétt um 2.000 íbúðir. Opinberu sjóðirnir munu hafa lánað 185.6 milljónir, lifeyrissjóðirnir 280.0 milljónir og bankar og sparisjóðir 180.0 milljónir, og ián frá þessum aðilum þvi numið 645.6 milljónum — eða um 87%! Umræðurnar um húsnæðismál þjóðarinnar verða oft skrautlegar og eru það einmitt núna þessa dagana, eina ferðina enn. Eins og oftast áður er blekausturinn ó- mældur og orðaflaumurinn gifur- legur, en niðurstaðan engin. Mörgum spurningum um hús- næðismálin hefur aldrei verið svarað og þessi mál eru jafnan rædd á og af sjónarhóli kerfisins, sem hefur heljartök á þessum mikilvæga málaflokki. Við höf- um Húsnæðismálastjórn og Húsnæðismálastofnun rikisins, Byggingasjóö rikisins og Byggingasjóð verkamanna irikisins), sveitarfélögin skamarta byggingasvæði eftir ó- skýraslegum geðþótta og skipu- lag og íjármögnun framkvæmda heyrir undir lög og reglugerðir i metralali. Um þessar mundir býr þjóðin við tvenns konar lánsfjármögnun i aðalatriðum, annars vegar fá húsbyggjendur með lág laun 90% að láni til 42ja ára, með 0.5% vöxtum og verðtryggingu, en þessar opinberu lánveitingar fela einnig i sér i raun að fólki eru með ýmsum hætti skammtaðir bústaðir. Allir sjá, að þessi mismunun á sér enga stoö i neinu réttlæti, og margir efast um réttmæti þess að opinberar stofnanir skipuleggi búsetu fólks i hverfum eða húsa- tegundum eða ibúðastærðum. Þá eru lán til kaupa á eldri i- búðum ennþá óhagstæðari en til nýrra ibúða, og lóðaskortur og i- búðaskortur á höfuðborgarsvæð- inu þrengir alla kosti fólks i vali húsnæðis og heldur uppi óeðlileg- um byggingarkostnaði. Meðal annars á þann hátt að standa i veginum fyrir tæknivæðingu og hagræðingu i byggingariðnaði, sem er þvi mest ennþá á hand- verksstiginu. Það hefur margur svitnað drjúgum yfir þvi risaátaki sem það er að koma þaki yfir höfuð sér, og langflestir landsmenn hafa orðið og verða enn að ganga i gegn um ótrúlega erfiðleika á besta æviskeiðinu, aöeins af þess- um sökum einum. Sá islenski heimilisiðnaður, að byggja i- búðarhús, er skugginn i tilveru margra, allt of margra. En hvers vegna og af hverju er það svona flókið, erfitt og þjáningarfullt fyrir íslendinga að eignast heim- ili við hæfi? Allt þetta húsnæði ris þó, svo að ekki getur staðiö á peningunum i sjálfu sér. Vlsir fékk Pétur H. Blöndal stærðfræðing og framkvæmda- stjóra Lifeyrissjóðs verslunar- manna i lið með sér til þess að fjalla ögn um húsnæðismálin frá öðru sjónarhorni en gerist og geugur. Nægir peningar en óþörf kerfi til óþurftar ,,Já, það er rétt”, sagði Pétur, ,,að við byggjum nokkurn veginn það sem þarf að byggja, þótt margt mætti betur fara i þeim efnum, og þar með er auð- vitaö ljóst, að peninga skortir ekki. Við borgum jafnvel meira fyrir ibúðarhúsnæði en við þyrftum, þótt ég telji raunar að húsnæðisverð hér sé ekki mjög hátt. Það er hins vegar þessi árátta okkar Islendinga að setja allt i kerfi, sem hér hefur gripið i taumana. Kerfin sem ráða gangi húsnæöismálanna hér eru fárán- leg, þau eru I fyrsta lagi algerlega óþörf og i öbru lagi til óþurftar. Ef*ir að komin er á verðtrygging og i. t gt er að ávaxta fé með eðli- legum hætti, á það að vera hlut- verk banka og sparisjóða að lána einstaklingum húsnæði eins og annað. Þar á ekki að vera þörf fyrir aðra fyrirgreiðslu og allir eiga að geta fengið þau lán, sem þeir þurfa og tekjur þeirra standa undir að greiða aftur á tilteknu árabili, 20-30 árum. Þess vegna er þetta fyrirkomu- lag, sem hér er, að fólki sé úthlut- að lánum úr opinberum sióðum og lifeyrissjóðum algerlega úrelt og ótækt. Meb þvi að leggja opinberu lánasjóðina niður má annaö hvort lækka skatta eða auka tryggingar til þess að hjálpa þeim, sem ekki geta unnið eða hafa skerta vinnu- getu. Lifeyrissjóðirnir eiga að vera lifeyrissjóðir og ávaxta sitt fé á verðbréfamarkaði til dæmis, eða meb þeim hætti sem kemur þeim best og styrkir þá mest til þess að greiða sem hæstan lifeyri, þegar þar að kemur. Það þekkist hvergi nema hér, að lifeyrissjóðir standi i almennum útlánum til einstaklinga. Þetta er frá þeim tíma, þegar lán voru óverðtryggð og allir sjóðir brunnu upp i verð- bólgunni. Þá var talið eðlilegt að lifeyrissjóðirnir „gæfu” ekki öðr- um en eigin félagsmönnum það fé sem sjóðirnir töpuðu á að lána. En þetta er úr sögunni og viðhorf- in breytt.” Erum lengi að átta okk- ur á nýjum siðum. Nú byrjar húsnæðisvandinn bæði hjá sveitarfélögunum og sjálfu húsnæðiskerfinu. Sveitar- félögin(ab minnsta kosti á höfuð- borgarsvæðinu , skammta lóöir, bæði i litlum skömmtum og með óreglulegum hætti og þar að auki aldrei nægarlóðir. Húsnæðiskerf- ið gerir aftur ráð fyrir fjölmörg- um kvöðum og takmörkunum, sem fólk verður að berjast i gegn um, og þá ekki sist þvi, að allt sé skammtað af ráðum og nefndum. Þar er lánsfjármögnunin gleggsta dæmið, þar sem hún er sett undir opinbera forsjá og meðal annars með þeim árangri að fólki er stórlega mismunað og klikuskapur er ráðandi. Er hægt að útrýma þessari' „spillingu” i húsnæðismálunum með einu pennastriki? „Já, það er hægt, en hvort það verður gert er önnur saga. Við skulum setja dæmið upp eins og gert er með öðrum sambærileg- um þjóðum. Þá má hugsa sér ab sveitarfélögin úthluti byggingar- svæðum, bæði misstórum og til musmunandi þarfa, eftir aðal- skipulagi og takmörkuðu svo- kölluöu deiliskipulagi, en mest til byggingafyrirtækja. Auðvitað mætti ennfremur úthluta einstök- um lóðum áfram fyrir þá sem þau kjósa. Lóðagjöld til sveitafélaga ættu að bera uppi allan kostnað við götur og þjónustu, svo sem skóla- byggingar, enda er það ekki ann- að en reikningsdæmi, hvað nýtt ibúðarmannvirki kostar sveitar- félögin i raun. Þetta myndi létta á sjóðum þeirra, þvi með þessum hætti kæmu peningar til nýfram- kvæmda beint og strax. Siðan er það alveg sama hver byggir og hver endanlega eignast húsnæðið. Fjármögnunin á að vera banka og sparisjóða og engra annarra. Auðvitað fengju fyrirtæki framkvæmdalán yfir byggingartimann en siðan kaup- endur og eigendur langtimalán. Nú, langtimalán til einstakl- inga vegna ibúðabygginga eða kaupa, eiga að byggjast á frjáls- um fjármagnsmarkaði, þar sem peningarnir halda raungildi sinu og hægt er að reikna áratugi fram i timann hver greiðslugeta hvers og eins er. Það á ekki að þekkjast iokkar þjóðfélagi, að nokkur hafi lægri laun en svo, að þau beri ekki uppi sómasamlegt húsnæði, enda geriég þá ráð fyrir þvi að hægt sé að eignast það á innan við 30 ár- um með þvi að greiða hæfilegan hluta af daglaunum á hverjum mánuði. Þetta er löngu þekkt kerfi, þar sem fjármagn streymir um þjóðfélögin með eðlilegum hætti, i gegn um viðeigandi fjár- magnsfyrirtæki, þá fyrst og fremst bankana. Þetta er ekki nýtt hjá öðrum þjóðum, siður en svo, og núna eft- ir aö verðtrygging lánsfjár er orðin að raunveruleika hjá «kkur, er þessi leið nákvæmlega eins fær hér og þar. En það tekur okkur langan tima að átta okkur á nýj- um siðum. Að mæta raunveruleg- um þörfum en ekki imynduðum. Stýringin sem felst i þvi að beita ákveðnu, opinberu kerfi við úrlausnir i húsnæðismálunum, á orðinað raunveruleika hjá okkur, ákaflega illa við, jafnt hér og ann- ars staðar. Fólk er mjög misjafn- lega i stakk búið, sumt á ibúð fyr- ir, annaðhefur sparaö mikið, og þannig má lengi telja. Og eins gerir fólk ákaflega mismunandi kröfur. Eg bendi til dæmis á það, að ndna er timabært fyrir okkur lslendinga að átta okkur á þeirri breytingu, sem felst i þvi að hús- næði er ekki lengur betri leið til þess að spara og tryggja eignir sinar en að leggja inn i banka. NUna verður fólk að hugsa um það, hvað húsnæði raunverulega kostar. Það má til dæmis velta þvi fyrir sér hvort er eftirsóknar- verðara, að flytjast úr fjölbýlis- húsi I einbýlishús, eða nota pen- ingana til þessað fara árlega með fjölskylduna i utanlandsferð, eða 61 þess að eignast sumarathvarf i islenskri sveit. Nú borgar nefni- lega hver sjálfur fyrir sitt hUs- næðið nákvæmlega það sem það kostar.en áður fyrr græddu menn á verðbólgunni og sem dæmi má nefna að þeir sem byggðu 1970- 1974 fengu ibúðirsinar á hálfvirði, þvi lánveitendur „gáfu” þeim mismuninn. Nú eru þarfirnar mismunandi hjá fólki eins og jafnan og óskirn- ar og getan sömuleiðis, og við vit- um hins vegar eiginlega i fyrsta sinn hvað húsnæði hér á landi kostar. Þannig er ekkert eðlilegra en að þörfunum verði mætt á frjálsum markaði i stað þess að reikna út meðalþarfir og viðhalda skömmtunarkerfinu. Hvaða vit er i þvi, að lána sum- um 90% en öðrum 20% og skilja þarna á milli með tekjumarki, sem ýmist hvetur fólk til þess að leggjast i leti eða krefst þess að það striti frá sér ráð og rænu? Eða af hverju á að halda fólki við áhyggjur og þrautir af þvi, sem er ekkert áhyggjuefni? Við höfum áður sagt það og það er stað- reynd, að nú er borgað fullt verð fyrir ibúðarhúsnæði og hér er byggt að mestu það sem þarf að byggja, en þessu er stjórnað að ofan og stýrt eftir röngum leið- um.” Kerfi, völd og áhrif i veginum. En þú ert ekki viss um að þessu verði breytt i náinni framtið? „Nei, meinið er, að kerfin tryggja völd og áhrif og margir hafa lifibrauð af þvi að halda kerfunum gangandi. Skömmtunarástandið er vatn á myllu margra stjórnmálamanna og þess vegna gengur hægt að losna undan þvi. Ef vel væri stjórnað snérust ekki háværar deilur um það núna, hvort kerfin sú góð eða slæm, það stæðu lik- lega fjörugar umræður um það, hver byði best og skemmtilegast húsnæði og hver bestu lánakjör- in.” HERB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.