Vísir - 12.09.1981, Blaðsíða 35

Vísir - 12.09.1981, Blaðsíða 35
Laugardagur 12. september 1981 VlSIR i i i i i i i i i i i i i i i I i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i L verður Kaare Willoch næsti forsætisráðherra Noregs eftir kosningarnar á mánudaginn? /ERAR W HRBHSA HL EFDR GROl „Norðmenn græða ótrúlega mikið á oli- unni, en þrátt fyrir þá staðreynd, á oliulandið Noregur i miklum fjár- hagsörðugleikum. Spurningin er hvernig á þvi stendur þegar all- ur þessi oliuauður er annars vegar? Þannig spyr formaður þing- flokks Hægriflokksins norska, Kaare Willoch, á kosningafundi i Austur-Noregi. Fréttamaður Visis var i fylgd með forsætis- ráðherraefninu og fylgdist með þegar Kaare svaraði spurningu sinni sjálfur og útskýrði hvers vegna ástandið i efnahagsmál- um væri svona slæmt. „Svarið er einfalt”, sagði Kaare Willoch, „það er fjár- málapólitik Verkamanna- flokksins, sem hefur grafib und- an hagvextinum. Stefna Verkamannaflokksins hefur leitt til þess að oliuauður- inn hefur að stórum hluta komið i staðinn fyrir — en ekki sem aukabiti.” Gáfaður stjórnmálamaður Kaare Willoch, sem eftir öll- um sólarmerkjum að dæma verður næsti forsætisráðherra \1 Norðmanna, er 52ára gamall og einn af reyndustu stjórnmála- mönnum Noregs. Hann hefur átt sæti á norska Stórþinginu i meira en tuttugu ár og verið einn af leiðtogum borgaraflokk- anna þar. Tvivegis hefur Kaare Willoch gegnt ráðherraembætti. Fyrri setan i ráðherrastól varð þó heldur endaslepp. Hann var við- skiptaráðherra árið 1963, en að- eins i einn mánuð. Kaare kom aftur i viðskiptaráðuneytið tveimur árum siðar og var þar i fimm ár. Kaare Willoch v.ar formaður Hægri flokksins fjögur fyrstu ár áttunda áratugarins, en það gekk ekki allt of vel. Willoch höfðaði ekki til kjósenda — fólk leit á hann sem talsmann auð- magnsins i landinu. 1 dag hefur stjarna hans hækkað á stjórnmálahimninum. Hann á nú miklum vinsældum aö fagna meöal almennings. Aukningin á fylgi Hægri flokks- ins hefur að sjálfsögðu átt sinn þátt i þvi. Willoch nýtur ekki bara góðs af hægrivindinum i Noregi —■ hann er einn af mönnunum á bak við fylgisaukningu Hægri flokksins. Wiloch hefur breyst á siðustu tiu árum. Hann er meira að segja dálitið fyndinn, en fyrst og fremst hefur honum tekist að fá kjósendur til að lita á sig sem talsmann hins almenna borg- ara. Verðbólgan er mesti óvinurinn Eftir skoðanakönnunum að dæma hefur fylgi Hægri flokks- ins aukist um meira en tiu pró- sent frá siðustu þingkosningum. Fylgi flokksins er nú talið vera 33 prósent. Skýringin á þessari fylgisaukningu er afar einföld að dómi Willochs: „Við erum með stefnuskrá — kannski sérstaklega i efnahags- og skattamálum — sem höfðar til kjósenda”, segir Willoch. Hann og flokkur hans hafa lofað skattalækkunum, sem nema allt að sjö milljörðum norskra króna. Flokkurinn bendir á, að til þess að hægt sé að auka framleiðsluna, verður fólk að fá að sjá að það borgar sig að vinna. 1 dag, segir flokkurinn, fer of mikið i rikiskassann. Þegar við spurðum Willoch, hver yrði helsta breytingin ef borgaraflokkarnir tækju við, kom hann náttúrulega strax inn á skattamálin. Svo sagði hann: „Verðbólgan er að verða okk- ar versti óvinur (búast má við Vfsir var I fylgd meö Kaare Willoch á kosningaferðalagi I Austur- Noregi nýlega og ræddi viö hann yfir kaffibolla i smáhléi, sem varö á erilsömu feröalaginu. (Visismynd: Jón Eiuar Guðjónsson) 13-15 prósent verbbólgu i ár). Það veröur þvi eitt af aðalmál- um nýrrar rikisstjórnar að kveða niður verðbólguna. Rikisstjórn Verkamanna- flokksins hefur á valdaskeiði sinu sett lög og reglur, sem hafa lagt þungar byrðar á fyrirtæki landsmanna. Þessu viljum við breyta”, sagði Willoch. Þarna var Willoch i essinu sinu, efnahagsmálin er sá mála- flokkur, sem honum iikar hvað best að tala um. Og það er kannski i þeim málum, sem hann hefur halab inn flest stigin i baráttunni við „erkióvininn” Gro Harlem Brundtland. ísland einnig með Utanrikis- og öryggismái eru Willoch einnig hugleikin. Hann hefur lengi setið i utanrikis- nefnd Stórþingsins. Kaare Will- och segir, að allir stóru flokk- arnir i Noregi séu i meginatrið- um sammála i öllum helstu málunum og myndi stjórn borg- araflokkanna fylgja sömu stefnu og siðustu rikisstjórnir. „Við munum hins vegar reyna að draga hreinar linur i öryggismálunum, jafnframt þvi sem við munum efla samvinn- una við NATO rikin og aðrar vinaþjóðir. Við ætlum ekki að leika einleik viö Sovétrikin”, segir Willoch, og skýtur á Verkamannaflokkinn. Willoch hefur harðlega gagnrýnt máls- meðferð rikisstjórnarinnar á „Norðurlöndin séum kjarnorku- vopnalaust svæði”. Willoch álit- ur, ab þetta mál eigi að ræðast innan NATO. — Að lokum, Kaare Willoch. Er það ekki svo, að iðnaðarsam- vinna Norðurlandanna er eink- um ætluð stóru löndunum i Skandinaviu, en löndum eins og Islandi og Færeyjum er haldið fyrir utan? „Nei, við viljum að öll löndin séu með, en þessi samvinna verður að vera á milli fyrir- tækja, en ekki rikisstjórna. Ég er mjög jákvæður gagnvart þvi aö norsk fyrirtæki hefji sam- vinnu við Islendinga”, sagði Kaare Willoch. JEG.Osló. _____________________________.J Hjóiað irá Heiiu ill Reykiavíkur Ein mesta hjólreiðakeppni sumarsins verður á morgun þegar Hellu-Reykjavik keppnin fer fram. Keppnin hefst á Hellu á Rangárvöllum kl. 11.00 og verður hjólað i gegnum Selfoss yfir Hellisheiöi og til Reykja- vikur, en keppninni lýkur við Coca-Cola verksmiðjuna i Ar- bæ. Keppt verður i tveimur flokkum — 14—15 ára og 17 ára og eldri og má búast við mjög skemmtilegri keppni. Aætlaöur komutimi til Reykjavikur verður kl. 13.30—14.30 en það fer eftir veðri. Heiðislund I kirkjubyggingu Ásprestakaiis A morgun sunnudag, 13. september, verður helgistund i kirkjubyggingu Ásprestakalls við Vesturbrún. Helgistundin hefst kl. 2 með söng kirkjukórs Askirkju undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar organista og sr. Arni Bergur Sigurbjörnsson prédikar. Nú er byggingaráfangi sumarsins langt á veg kominn og vonast til að safnaðarfólk og aðrir velunnarar kirkjunnar noti tækifærið og kynni sér hvernig byggingunni miðar jafnframt þvi að njóta helgrar stundar i kirkjuhúsinu og fjöl- menni i nýbyggingu Áskirkju kl. 2. Borgarljarðar- brúin vigð Borgarfjaröarbrúin verður formlega tekin i notkun á sunnudaginn. Klukkan 15.15 veröur umferð um brúna stööv- uð, en fimmtán minútum fyrir fjögur hefst vigsluathöfnin. Sveinbjörn Jónsson, vega- málastjóri, mun flytja ávarp og formlega afhenda samgöngu- málaráðherra Steingrimi Her- mannssyni brúna. Þá verður klipptá borða, sem strengdur er fyrir brúna, og verður það að öllum likindum Halldór E. Sig- urösson fyrrverandi ráðherra, sem það gerir. Að lokinni vigsluathöfninni verður svo kaffisamsæti á Hótel Borgarnesi. — ATA Flogið aflur lll isafjarðar Slæmt veður á Vestfjörðum olli þvi að ekkert var flogið til og frá Isafirði alla þessa viku þar til i gærdag. Þá stóð til að fara þrjár ferðir með obbann af þeim rúmlega þrjú hundruð farþegum sem bebið höfðu flugs, bæði á Isafirði og i Reykjavik. Ekki er útlit fyrir frekari truflanir á flugi i bili, þar sem gott veður var komið á isafirði i gærdag og horfur á að það héld- ist. — JB vísisbíð Hviti nashyrningurinn, mynd um dýraveiðar i Afriku, verður sýnd i Visisbió i Regnboganum á morgun klukkan 13. islenskur texti og litur. Leiðréltlng 1 Visisfrétt s.l. fimmtudag um erlenda lántöku Sementsverk- smiðju rikisins var Baldur Eiriksson ranglega titlaður gjaldkeri fyrirtækisins. Baldur starfar þar sem fulltrúi, en gjaldkeri Sementsverksmiðj- unnar er hins vegar Emilia Ölafsdóttir. Eru þau beðin vel- virðingar á þessum mistökum um leið og þetta leiðréttist hér með. —jsj. KR ma tapa stort fyrir Víkingum og heldur sér samt í 1. deiid eftir tap Þórs ffyrír vai á Akureyri í gærkvöldi „Viö erum ekki fallnir enn — Vikingarnir geta unniö KR 7:0 á sunnudaginn og þá erum viö á- fram i 1. deildinni og KR fer niö- ur” sagöi Karl óli Lárusson for- maöur knattspyrnudeildar Þórs á Akureyri i gærkvöldi. Þá haföi Þórtapaöfyrir Val 2:1 en þaö var þaö versta sem gat komiö fyrir Þóreins og staöan á botninum f 1. deildinni var. KR-ingar mega nú tapa leikn- um fyrir Viking á sunnudaginn — þó ekki meir en 7:0 — og halda sér uppi i 1. deild, en Þór fer þá niður með FH. „Ef það gerist að við förum niður komum við beintupp aftur” sagði Karl óli I gærkvöldi. Þór átti alla möguleika á að gera út um leikinn við Val i gær- kvöldi strax f fyrri hálfleik. Þór Létt hjá Þrótturum Páil Ólafsson landsliösmaöur i handknattleik var rekinn útaf I siðasta knattspyrnuleik sinum með Þrótti i 2. deildinni f ár þegar Þróttur sigraöi Selfoss 5:1 á Laugardalsvellinum i gærkvöldi. Mörk Þróttar skoruðu þeir Sverrir Pétursson 2, Jónas Hjart- arsson 1, Sigurður Hallvarðsson 1 og Hilmar Gunnarsson skoraði einnig 1 mark i þessum fyrsta leik sinum með meistaraflokki. Mark Selfoss skoraði Gisli Sváfnisson. — klp — átti þá góö tækifæri en tókst að- eins einu sinni að skora. Þá sá Guð jón Guömundsson um aö gera úr vi'taspyrnu eftir aö Nóa Björnssyni hafði veriö brugðið inn í vitateig Vals. Guöjón fékk tvær tilraunir— tilaö skora — þvi Sigurður Haraldsson varöi frá honum i fyrra skiptið en hafði þá eitthvað hreyft sig áöur að áliti dómarans, og fauk þar meö sið- asti möguleiki hans á „Puma- parinu” i ár. 1 siöari hálfleik gerðu Vals- menn tvær breytingar á liðinu — sendu Hermann Gunnarson inn á fyrir Matthias Hallgrimsson og Þorvald Þorvaldsson fyririr Guð- mund Þorbjörnsson — og varð Valsliöið sem nýtt liö við þaö. 9 Hilmar Sighvatsson — batt endanlega enda á vonir Þórs. Þorvaldur jafnaöi leikinn meö góðu marki á 60. minútu og sigur- markið skoraöi Hilmar Sighvats- son skömmu fyrir leikslok úr þröngri stöðu. Við það mark kom mikill fjörkippur I Þórsliðið og átti það skiliö að jafna alveg á loka minútunum. Valsmenn björguðu þá linu — spyrntu frá beint til Þórsara sem skaut, en þá varöi Sigurður meistaralega. Bestu menn Vals ileiknum voru þeir Þorvaldur Þorvaldsson, Njáll Eiðsson og Þorsteinn Sig- urðsson en hjá Þór báru þeir af Guöjón Guðmundsson og Eirikur Eiriksson. SG Akureyri/— klp — Staöan i 1. deild Islandsmótsins i knattspyrnu eftir leikinn i gær- kvöldi. Þór-Valur...................1:2 Vikingur ...... 17 10 3 4 28:23 23 ' Fram........... 17 6 9 2 26:22 21 Akranes.........17 7 6 4 26:16 20 Breiöablik......17 68 3 26:20 20 Valur.......... 18 8 4 6 31:24 20 Vestmey........ 17 8 3 6 29:20 19 KA............. 17 7 4 6 22:16 18 KR............. 17 3 6 8 13:23 12 Þór............. 18 3 69 18:35 12 FH.............. 17 2 3 12 19:39 7 i dag og á morgun ræöst svo hvaöa iiö verður islandsmeistari, hvaöa liö fer I UEFA-keppnina næsta ár og hvort þaö veröur KR eöa Þór sem fellur 12. deild þvi þá leika: Akranes-FH kl.15.00 í dag. Breiöablik-V estmannaeyjar kl.14.00 I dag. Fram-KA kl. 14.00 i dag. Víkingur-KR kl.14.00 á morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.