Vísir - 23.10.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 23.10.1981, Blaðsíða 28
wssm Föstudagur 23. október 1981 síminn er86611 Veðurspá dagsins Um 400 km vest-suövestur af Bjargtöngum er 989 mb lægö, sem þokast norðaustur, og 998 mb smálægð viö suö- austurströnd tslands, einnig á noröausturleiö. Veöur mun fara kólnandi, einkum þegar liður á dagirm. Suöurland til Stranda og Noröurlands vestra: Suðvestan og vestan kaldi eöa stinningskaldi og skúrir framan af degi, en vestan og norövestan stinningskaldi og slydduél,þegar liöurá daginn. Noröurland eystra: Sunnan gola eöa kaldi og skýjað fyrst, en vestan og norövestan stinningskaldi og slydduél síödegis. Austurland aö Glettingi og Austf irðir: Suðaustan gola og súld fyrsten gengur 1 vestan kalda og léttir til siödegis. Suö-Austurland: Hægviöri og víöa þoka eöa súld fyrst, en vestan og suö- vestankaldi og léttir til, þegar liöur á daginn. Veðrið hér og har Kl. 6 i morgun: Akureyri skýjaö 5, Bergen léttskýjaö -r3, Helsinkiþoka 3 Kaupmannahöfn þoka 4, Osló léttskýjaö t-4, Reykjavik úr- komaá siöustu klukkustund 3, Stokkhólmur skýjaö 2, Þórs- höfn súld 8. Kl. 18 i gær: Aþena léttskýjað 20, Berlfn þoka 7, Chicagoskýjaö 8, Fen- eyjarhálfskýjaö 14, Frankfurt léttskýjaö 6, Nuuk úfkoma í grennd -s-1, Londonskúr á sið- ustu klukkustund 8, Luxem- burg skýjaö 4, Las Palmas hálfskýjaö 25, Mallorka skýj- aöl5, Montrealrigning 3, New York alskýjað 20, Parfs skýjað 6, Róm alskýjað 17, Vfn rigning 5, Winnipeg úr: koma I grennd -s-l. Loki segir Þótt Vigdis hafi misst af út- varpsum ræöunum i gær- kvöldi, fær hún þó aö sjá Kardimommubæinn f dag. Bankamenn eru farnir að ókyrrast: „VI ð boðum verkfall slrax eflir helgina” „Viö höfum fengiö sáralitlar undirtektir og þaö hefur nánast ekkert þokast I samningaviöræö- unum, þótt samingar hafi veriö lausir sföan 1. september. Viö getum ekki beðiö lengur en til helgarinnar og ef samninganefnd bankanna hreyfir sig ekki aö marki þá, veröur boöaö verktall strax eftir helgina”, sagöi Vi}- helm G. Kristinsson fram- kvæmdastjóri Sambands islenskra bankamanna, 1 morgun. 1 gær var haldinn fundur meö þeim hópum bankamanna, sem tak«a afstööu til verkfallsboö- unar, og ályktaö um, aö verk- fallsboöun sé óumflýjanleg innan örfárra daga. Kröfur bankamanna, sem þeir lögöu fram'i maí, eru i aöalatriö- um svipaöar og almennar kjara- bótakröfur á vinnumarkaönum nú. Bankamenn boöa verkfall, ef til kemur, meö tveggja vikna fyrirvara, og siöan getur sátta- semjari rfkisins frestaö verkfalli um tvær vikur 1 viöbót og lagt fram sáttatillögu um leiö. HERB Kristmann Guðmunds- son skáld áttræður Deilur I Fáki vegna samkomulags vlð borgina: KRAFA UM FÉLAGSFUND HUNDSUD AF STJÓRNINNI „Mesta glapræöiö er þaö að samþykkja mörk útivistarsvæöis hestamanna og ibúðabyggöar- innar, meöan ekkert liggur fyrir um gatnakerfiö. Sú hesta- mainska, sem stjórn Fáks og borgarstjórn Reykjavikur skammtar okkur i framtiðinni, er 1 skuröum, göngum og brilm.” Það er Gisli B. Björnsson, teiknari, sem hafði þetta aö segja um samkomulag, sem undirritaö var igær, milli borgarstjómar og hestamannafélagsins Fáks, um nýtingu Selássins. Gisli átti sæti i skipulagsnefnd, sem félags- fundur kaus til að vinna aö skipu- lagsmálum. Stjóm Fáks geröi þessa nefnd óvirka og skipaöi viöræöunefnd viö borgina. 1 henni sitja for- maöur félagsins, framkvæmda- stjóri þess og Kristján Guöm undsson. Meirihluti skipulagsnefndar, Gisli B. Björnsson og Valdimar Jóhannessop,hafanú sent stjórn Fáks bréf, þar sem samkomulag- iö viö borgina er lýst ómerkt, þar sem það sé ekki í samræmi viö samþykktir stjórnar félagsins og skipulagsnefndar og striöi gegn samþykktum siðasta aöalfundar Fáks. Stjórn félagsins skorti þvi umboð félagsfundar til aö undir- rita samkomulagið. „Fulltrúar borgarráðs voru svo kurteisir aö undirrita meö fyrirvara um samþykki sinna félaga, en Guömundur Ólafsson, formaður Fáks, undirritaöi án fyrirvara,” sagöi Gisli. „Tilskilinn fjöldi félagsmanna Fáks hefur krafist félagsfundar um skipulagsmálin, og hefur stjórn félagsins haft þau tilmæli að engu og brotiö þar meö lög félagsins,” segir i bréfi meiri- hluta skipulagsnefndar til stjórnarinnar. ,,Við viljum fá aö ræöa þessi mál opinberlegaáfundiog standa meö þeim eöa falla,” sagöi Gisli B. Bjömsson. Ég er bara mjög ánægöur með samkomulagiö og ég held, að Fáksfélagar hljóti aö þakka borgarstjórn fyrir aö hafa afhent okkur þetta,” sagði Guömundur Ólafsson, formaöur Fáks, og bætti svo við: „Ég kalla það ekki ósamkomulag, þótt einhverjir tveir menn séu meö uppsteyt.” SV Kristmann Guömundsson Segöu „sls” sagöi ljósmyndarinn viö þennan eldhressa strák og kappinn geröi aö sjáifsögöu eins og fyrir hann var lagt. Kisa lét þó tilmælin ekkert á sig fá, kúröi sig aöeins betur og sendi tvlrætt augnaráö á linsuna. Kristmann Guðmundsson, rit- höfundur er áttræður i dag. Hann er fæddur á Þverfelli i Lundar- reykjadal og hélt rúmlega tvitug- ur utan til Noregs. Þar hóf hann feril sinn sem rithöfundur og skrifaöi á norsku en eftir að hann kom heim 1939 hefurhann skrifað á islensku. Skáldverk Kristmanns skipta tugum, auk ævisögu hans, sem út kom á árunum 1959-62, og hafa þau verið þýdd á fjölda tungumála. Kristmann hefur og verið talinn til vinsælustu skáld- sagnahöfunda og bækur hans mikið lesnar. Kristmann býr nú á Hrafnistu i Hafnarfirði. Visir óskar honum heilla á þessum degi. Flugleiðlr kanna ný|a möguielka: Beint flug úl frá Akureyri? „Viö höfum veriö aö velta þessum möguleika fyrir okkur, og létum reikna út, hvort mögulegt væri aö fara frá Akureyri til Kaupmannahafnar meö beinu flugi”, sagði Hans Indriöason hjá Flugleiðum, i samtali viö Visi I morgun. Flugleiöir hafa lengi haft auga- staö á þeim möguleika aö fljúga utan frá öörum stööum en Reykjavik, og hefur þá Akureyri helst komið til álita. Hins vegar hafa frumkannanir sýnt, aö ekki er gerlegt aö nota flugvöllinn á Akureyri til reglu- bundins millilandaflugs, brautin sé of stutt til þess, aö fullhlaöin Boeing-vél geti hafiö sig þaöan til flugs — hins vegar getur slík vél lent þe.r auöveldlega eftir flug frá Kaupmannahöfn, enda þá léttari. Hans Indriöason sagöi, aö þrátt fyrir þetta vildu Flugleiöir ekki gefa alla von upp á bátinn, en hann sagði, aö þetta sýndi glögg- lega, aö aöstaðan á flugvöllum úti á landi væri alls ekki eins og hún ætti aö vera. „Þaö háir sam- göngum okkar, aö ekki skuli vera betur búiö aö þessum flug- völlum”, sagöi Hans, og bætti viö, aö ef til vill fyndust lausnir á málinu, sem geröu kleift aö fljúga til annarra landa frá stööum utan Reykjavikur. Hans var spuröur aö þvi, hvort til greina kæmi að nota minni vélar, eöa kaupa sérstaka vél til þessa flugs. Hann vildi ekki tjá sig um þaö, að svo stöddu, kvaö máliö I athugun og lagöi áherslu á, aö Flugleiöir heföu mikinn áhuga á aö þetta flug vröi aö veruleika. —jsj-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.