Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. JÚNÍ 2001 M ARTIN Amis hefur um tuttugu ára skeið verið ein skærasta stjarna breska bókmennta- heimsins. Hann er son- ur þekkts rithöfundar, Kingsley Amis, og gaf út sína fyrstu skáld- sögu 24 ára gamall, The Rachel Papers. Sagan lýsir á afar opinskáan hátt nokkurra mánuða tímabili í lífi ungs manns, Charles Highway, sem á sér tvo drauma. Að komast inn í góðan háskóla og komast yfir unga stúlku að nafni Rachel. Frásögnin er í fyrstu persónu og sögu- maður, sem er kaldrifjaður og útsmoginn, líkist að engu leyti þeirri uppreisnargjörnu unglinga- hetju sem lesendum er svo vel kunnug úr bók- um á borð við Bjargvættinn í grasinu. Fyrir sína fyrstu bók hlaut Martin Amis ein virtustu bókmenntaverðlaun Breta, W. Somerset Maug- ham-verðlaunin, rétt eins og faðir hans hafði gert fyrir sína fyrstu bók. Auk þess er hann einn af fáum „bókmenntalegum“ rithöfundum Bretlandseyja sem undanfarna áratugi hafa öðlast verulega frægð í Bandaríkjunum. Það var útkoma hans fimmtu bókar, Money, árið 1984, myrkrar háðsádeilu á gerviríkidæmi og neysluhyggju níunda áratugarins, sögð frá sjónarhorni sóðabelgsins Johns Self, persónu- gervings öfga og neysluofstækis, sem endan- lega skaut Amis upp á stjörnuhimininn beggja vegna Atlantshafsins. Velgengni bókarinnar hélst í hendur við breytingar sem áttu sér stað á þessum tíma á sýnileika rithöfunda í dægur- menningunni. Á öndverðum níunda áratugnum fengu nokkrir unghöfundar í Bandaríkjunum fjölmiðlaathygli sem var fordæmalaus þar í landi. Þetta voru höfundar á borð við Bret Easton Ellis, Jay McInernay og Tama Janowitz sem, svo vitnað sé í orð Byrons lávarðs, urðu fræg á einni nóttu. Þeim var hampað í fjölmiðl- um líkt og um kvikmyndastjörnur væri að ræða, komu fram í vinsælustu spjallþáttunum, birtust á forsíðum tímarita og svo mætti lengi telja. Í Bretlandi var Martin Amis helsta hliðstæðan. Hann var líka ágætlega til þess fallinn. Jagger- klippingin og moddaraklæðnaðurinn kallaðist fullkomlega á við sjálfsöryggið og töffaraskap- inn sem einkenndi prósann. Í hans tilfelli fylgdi þó frægðinni rætin umfjöllun, hreint skítkast, af því tagi sem fáir rithöfundur hafa kynnst. Pistlahöfundurinn James Wolcott hefur m.a. lýst þeirri illkvittnislegu gleði sem braust út manna á milli þegar í ljós kom að London Fields (1987), stærsta og metnaðarfyllsta verk Amis til þessa, væri ekki tilnefnd til Booker-verð- launanna: „Í Groucho-klúbbnum, og annars staðar, ljómuðu andlit sem annars voru jafnan áhyggjufull. Kostir og gallar bókarinnar voru aukaatriði. Tilfinningin var yfirþyrmandi að Amis hefði þegar fengið meira í sinn hlut en sanngjarnt gat talist.“ Er það fréttist árið 1994 að Amis fengi tæpa milljón dali í fyrirframgreiðslu fyrir sína nýj- ustu bók, The Information, hjá bandarískum út- gefanda, var loks sem allt ætlaði um koll að keyra í bókmenntaheiminum í London. A.S. Byatt, höfundur Angels & Insects og Possess- ion, kallaði Amis „einn af spjátrungum bók- menntaheimsins“ og taldi til fokdýra tannlækn- ismeðferð sem Amis var að undirgangast sem dæmi um stjörnustælana. Tennurnar á Amis urðu forsíðufréttir. Sama ár kom í ljós að frænka Amis, Lucy Partington, sem hvarf árið 1973, var eitt af fórnarlömbum fjöldamorðingj- ans Frederic West. Fjölmiðlastormurinn hélt áfram. Ári seinna skildi Amis við eiginkonu sína Antoniu, en þau áttu tvö börn, og tók saman við rithöfundinn Isabel Fonseca, sem á svipstundu fékk viðurnefnið „Isabel Funseeker“ hjá gár- ungunum í slúðurblöðunum. Það var þó ekki bara gula pressan sem tjáði sig um skilnaðinn. Toby Young, hjá The Sunday Times, skrifaði: „Það var erfitt að verjast illkvittnislegri ánægju þegar maður heyrði fréttirnar um endalok hjónabandsins. Að Amis skuli yfirgefa eigin- konu sína, Antoniu, og börnin, fyrir yngri konu, sérstaklega eftir að hafa árum saman blaðrað um gleði föðurhlutverksins, gerir það að verk- um að nú er loks ómögulegt að taka manninn al- varlega. Þessi tíðindi eru sérlega gleðileg fyrir þau okkar sem finnst bókmenntalegir rithöf- undar óþolandi sjálfumglaðir.“ Nokkru síðar lést svo faðir Amis. Það er því engin furða að af- köst höfundarins á síðustu árum hafa verið tak- mörkuð. Stutt skáldsaga, Night Train (1999), um dularfullt sjálfsmorð, og smásagnasafn hafa litið dagsins ljós en biðin hefur sífellt verið að lengjast eftir stórri skáldsögu. Á síðasta ári rauf hins vegar Amis þögnina um þetta erfiða tíma- bil á ævi sinni með útgáfu sjálfsævisögu, Ex- perience, sem markar kraftmikla endurkomu höfundarins inn í breskt bókmenntalíf. Þetta með tennurnar Bandaríski rithöfundurinn Don Delillo skrif- ar í upphafi bókarinnar Great Jones Street að „frægð krefjist öfga,“ hún nærist á hneykslinu og sá sem er raunverulega frægur geti ekki var- ist því að verða innlimaður í fullkomna vitfirr- ingu sjónarspilsins sem almenningur skapar umhverfis stjörnur. Þetta með tennurnar í Martin Amis er grátbrosleg staðfesting á orð- um Delillos. „Ég man ekki vel eftir þessum REYNSLA RITHÖF- UNDARINS „Titill ævisögunnar, Experience, og orð Amis um að reynsla sé sameiginlegur gjaldmiðill samtímans eru greinilega margræðari en ætla mætti í fyrstu. Og kaldhæðnari. Þetta er kannski lýsing á hinu póstmód- erníska ástandi, öll erum við orðin leikarar í miðl- uðum veruleika hnattvæðingarinnar. En á sama tíma má kannski segja að raunveruleg, áþreifanleg reynsla verði sífellt fjarlægari eftir sem henni er miðl- að í gegnum fleiri rafmagnstæki.“ MARTIN AMIS OG BÓKMENNTIRNAR E F T I R B J Ö R N Þ Ó R V I L H J Á L M S S O N mannlega áhugamál sín, framar öllu sjálfstæði ættjarðar sinnar. Blöð og tímarit fluttu einarð- legar greinir um þjóðrèttindi landsins. Gamli- sáttmáli, sem ekki hafði heyrzt nefndur á nafn frá því á 17. öld, var nú greyptur á gunnfána og borinn fram í broddi fylkingar í atlögu þeirri, er nú var búin til þess að taka höfuðvígi hinnar fornu kúgunar. Sá var enginn talinn sannur Ís- lendingur, er eigi skipaðist undir þetta merki.“ (Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson II, bls. 474–75) Erfitt er að meta hvort þetta fær stað- ist, því að einungis fámennur hluti landsmanna er til vitnis um það hversu útbreiddar eða víð- tækar þær hugmyndir um þjóðfrelsi voru, sem nú gerðu vissulega áþreifanlega vart við sig. Víst er þó að menn fundu fyrir einhverjum hræringum. Þorsteinn Pálsson, prestur í Hálsi í Fnjóskadal, skrifar Jóni Sigurðssyni 8. febrúar 1850: „Og það sannast þó við lifum ekki lengi, að hér verður róstusamt, ef ekki næst því betri og frjálsari stefna á þjóðfundinum; eg ætla að segja: ef ekki losnar svo um, að landið, forðum fræga og frjálsa, fái nú eigin stjórn sína, löggjaf- arvald, dómsvald, framkvæmdarvald, og beinan veg til konungs í öllum málefnum, sem allt inn- sigli. Þetta er nú það sem Ísland á með réttu, og verður nú að fá, ef það á þá sonu, sem muna harma þjáðrar móður sinnar. Og víst á það þá í eigu sinni, ef þeir koma fram. Víst er Einar Þveræingur fyrir löngu dáinn, sem vildi halda Grímsey. En vissulega lifir einhver sá, sem eins vill frelsi móður sinnar, og hver hefir oftar verið nefndur en Jón Sigurðsson? Jú, þér verðið á fundinum, það veit eg með vissu, og yður treysti eg nú manna bezt.“ (Bréf til Jóns Sigurðssonar. Úrval, I, bls. 142–43) Af þessum ummælum, og fleirum af svipuðu tagi, má sjá að Jón Sigurðs- son var ekki einn um sínar hugmyndir, heldur stóð að baki honum harðsnúinn flokkur, enda þótt enn um sinn fengi sá flokkur ekkert nafn. Eftirmáli þjóðfundar Eins og fram hefur komið þá virtust þjóð- fundarmenn að mestu leyti vera einhuga að baki þeirri stefnu sem Jón Sigurðsson hafði mótað fyrir fundinn. Þetta má raunar einnig ráða af framburði þeirra sem ekki voru það. Þórður Sveinbjörnsson, dómstjóri í Landsyfirréttinum hæðist að framgöngu almennra þjóðfundar- manna, í bréfi til Bjarna Þorsteinssonar fv. amt- manns 11. ágúst 1851: „Eg óska mér ekki oftar þeirra æru að koma á slíkan fund, hvar sérhvers sannfæring er bundin við setu eða stöðu tveggja eða þriggja. Það var í sannleika interessant að sjá lofta undir r. á heilum röðum við atkvæða- greiðslu, þangað til þeir sáu hvað formennirnir gjörðu, þá annaðhvort teygðist úr þeim, eða þeir duttu niður aftur.“ (Gömul Reykjavíkurbréf 1835–1899, bls. 62) Ekki virðist starfsbróðir Þórðar, Jón Pétursson háyfirdómari, heldur hafa verið sáttur við frammistöðu þjóðfundar- manna, en munurinn er sá að honum þótti mál- staðurinn betri, eins og hann fullvissar nafna sinn Sigurðsson um í bréfi 11. október 1851. „Hér ber ekkert til titla né tíðinda, engir gjöra óspektir eður neinn ófrið, svo greifinn hefir ekki ennþá þurft að halda á dátunum sínum; […] al- þing kvað aldrei meir verða haldið, og svona hafið þér þingmennirnir gjört það, að Íslend- ingar ná eingum réttinum; en eg vil nú ekki vera að tala um þetta; hvern árángur sending Yðar hefur, mun komið undir vilja guðs, hvort hann vill, að vér skulum deya út meðal þjóðanna, eður að vér skulum vakna aptur til nýs þjóðarlífs; rétturinn er þó ætíð á vora síðu, nema ef réttur og ofbeldi er hið sama.“ (Bréf til Jóns Sigurðs- sonar. Úrval. II, bls. 90) Jens Sigurðsson, bróðir Jóns, skrifar honum 25. september 1851 og lætur svo um mælt: „Úr sveitum heyri jeg ekkert annað en landar séu fyrtnir við Trampe, en láta vera; enda er ekki gott til úrræða. Trampe kvað kvarta yfir óvin- sæld þeirri, sem hann verði fyrir, og ekki hefur hann samneyti nema við einstaka útvalda.“ (Bréf til Jóns Sigurðssonar. Úrval. II, bls. 46) Eigi að síður varð Trampe langlífur í embætti miðað við aðra stiftamtmenn, og gegndi emb- ættinu til 1860. Benedikt Gröndal lýsti síðar Trampe svo að hann hefði verið „þægilegur og alþýðlegur í rauninni, og má ekki taka mark á því, hvernig hann kom fram á þjóðfundinum, því þar stóðu aðrir bak við“ (Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson, Rit. III, bls. 179). Meðal þeirra sem stóðu fast að baki Jóns Sig- urðssonar er Gísli Hjálmarsson, sem sendir honum bréf frá Eskifirði 20. október 1851 og er ómyrkur í máli: „Guð blessi þig, segi eg við þá, og vini lands mína og syni, sem í sumar létu greifann, að mér sýnist, hlaupa á sig, sem vernduðuð það góða málefnið svo sem unnt var, enda þótt eg valla viti, hvört þessi helvítis kyn- slóð kannist við nokkurt málefni fyrr en hinn forni dreki stendur á henni með alvæpni máttar síns. Þegar þingmenn komu heim og sögðu málalyktir, þá varð eg svo fullur fagnaðar, að eg held eg hafi aldrei á ævinni orðið svo. Það er gott stjórnin er séð og menn hennar og synd- arinnar. Það er dýrðlegt að menn sýndu dug, blessaðir aumingjarnir, sem eru verju- og vopn- lausir, réttir gemlingar guðs drottins almátt- ugs; einasta er nú að óska og vona, að hann, sem hingað til var máttugur að hrinda drambsömum af stóli, hann muni geta uppreist hvörra þeirra horn, sem á hann treysta, en því er miður, bezti bróðir, þessi þjóð og kynslóð dugir til mjög lítils. Hér var í september farið eitthvað að tala út í þessa átt. Nú er haustið helvítlegt, sumarið eins nema nógu þurrt, en grasleysi mesta, sem eg hefi vitað hér. Ef bréf koma til þín til konungs eða þingmanna, verður þú að safna þeim saman í heilt; eg fyrir mitt leyti álít ykkur gott að heyra orð vor hér, því þótt vær séum mý mót Dönum, þá getur myren drepið skarnbassa, enda stóran frösk, ef svo stendur á, og af samheldinni – vesælingnum – koma ljós en logaskæru á altari ens göfga Guðs. Mér finnst, bezti bróðir, þið væntið mikils góðs af stjórninni, – eg vænti þar á mót lítils, en eg kýs samt, að ef veröldin skítur ofan í mig, þá gjöri hún sér það til svívirðu. Eg vil ei, eins og þingnefndin ekki heldur vildi, játa á mig þrælshlekkjum og hálsbandi, meðan eg má verjast, en það getur samt skeð, og held eg þá hverjum manni syndlaust að hengja sig. Trampe, Pétur, Páll Þórðar og allt aldjefli hefur ei gagn af þeim, sem liggja í snörunni. Ef nokk- uð orð eða bréf kemur til þín frá okkur til þingsins, konungsins etc., þá redigera þú það in ordinem, eins og eg drap á, ef þér þóknast, en kóngsbréfið allenfalls, svo það komist fram. Hér er ekki hægt, einkum í þessu hausti, að koma fram generalansögningu með undirskriftum. Hér í suðursýslunni völdum við því bréfform og ætluðum að safna bréfunum og láta þig skrifa á. Eg brá mér hingað rétt sem stendur, en ei vóru bréf komin nema úr 4 sóknum. Ætla þeir nú að skrifa og senda enn, en það er óvíst, hvört það kemst í kring, því nú eru ei nema 4 e 5 dagar þar til skip fer, en færi svo á fjöllum, að menn liggja úti, rista fram úr hestum og drepa fénað.“ (Bréf til Jóns Sigurðssonar. Úrval, I, bls. 75–76) Enginn vafi er á því að vakning hafði átt sér stað, en um sinn varð útkoman takmörkuð. Þeg- ar Jens Sigurðsson skrifar Jóni 6. desember 1851 hafði lítið orðið til tíðinda í Reykjavík: „Jeg las bréf þitt miðnefndinni; hún gerir enn ekkert, og ber margt til þess, sumpart máske kraptleysi hennar, sumpart örðugleikinn á öllu; hægazt ætti að vera að fá saman Þingvallafund, og þá væri helzt að hugsa uppá að koma einhverju í verk; að fá upp póstgaungu, blað etc. verður ekki strax, en vona má það verði.“ (Bréf til Jóns Sigurðssonar. Úrval, II, bls. 48). Vorið eftir, eða 3. mars 1852 skrifar gamall vinur Jóns Sigurðs- sonar, Sveinbjörn Egilsson, honum þessi orð: „Eg get ekki talað um alþíngislokin, án þess að vikna, en vona, eins og þér, að alt verði þeim til góðs, sem guð elska, og í þeirri von lifi eg.“ (Bréf til Jóns Sigurðssonar. Úrval, I, bls. 54) Hann andaðist 17. ágúst sama ár. Dátarnir dönsku, sem Trampe greifi, hafði kallað til Íslands vorið 1851, til að vera sér til halds og traust yfir þjóðfundartímann höfðu vetursetu í Reykjavík og lentu þar iðulega í ryskingum við skólapilta. Þeir sigldu ekki af landi brott fyrr en 20. júlí 1852, en skildu eftir sig nokkur lausaleiksbörn, sem og rímnabálk sem ortur var í tilefni af dvöl þeirra og nefndist Dátaríma (Aðalgeir Kristjánsson, Endurreisn alþingis og þjóðfundurinn, bls. 398). Var það vissulega skammvinn herseta á nútímamæli- kvarða. Eins og iðulega áttu hagyrðingar síðasta orð- ið. Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson ritaði Jóni Guðmundssyni ritstjóra skömmu eftir þjóðfundinn og sagði eftirfarandi sögu: „Það var nefnilega í sumar, sama dag og þjóðfundinum var upp sagt, að maður fyrir austan lagðist að sofa um morgunstundu, og dreymdi, að Jón Guðmundsson kæmi að sjer og mælti: Íslands Djöfull Trampar torg, traðkar rjettum málum, hrópar stríð með heiptar org, heggur alt með Pálum, og vaknaði síðan, þótti mönnum draumurinn undarlegur, en maðurinn sór að sig hefði dreymt vísuna, en hann eigi gert hana.“ (Sendi- brjef frá Ben. Gröndal og til hans, bls. 6) Heimildir Aðalgeir Kristjánsson. Endurreisn alþingis og þjóðfund- urinn. Reykjavík, 1993. Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson. Rit. III. Dægradvöl, Reykjavík um aldamótin 1900. Útg. Gils Guðmundsson. Hafnarfirði, 1983. Bréf til Jóns Sigurðssonar. Úrval. Útg. Bjarni Vilhjálms- son, Einar Laxness, Finnbogi Guðmundsson og Jóhannes Halldórsson. 3 bindi. Reykjavík, 1980–1991. Grímur Thomsen, Íslenzkar bókmenntir og heimsskoð- un, Andrés Björnsson þýddi og gaf út, Reykjavík, 1975. Gömul Reykjavíkurbréf 1835–1899 (Íslenzk sendibréf, VI). Útg. Finnur Sigmundsson. Reykjavík, 1965. Hugvekja til Íslendinga. Úrval úr ritum og ræðum Jóns Sigurðssonar til loka þjóðfundar. Með inngangi eftir Sverri Kristjánsson. Jakob Benediktsson valdi kaflana og bjó þá til prentunar. Reykjavík, 1951. Jóns Þ. Þór. „Föðurlandsvinir og þjóðernissinnar. Hug- leiðing um stöðu Íslands og Íslendinga í danska ríkinu á 18. og 19. öld.“ Lesbók Morgunblaðsins, 7. september 1996. Páll Eggert Ólason. Jón Sigurðsson II. Þjóðmálaafskipti til loka þjóðfundar. Reykjavík, 1930. Sendibrjef frá Ben. Gröndal og til hans. Útg. Þorsteinn Gíslason, Reykjavík, 1931. Skrifarinn á Stapa. Sendibréf 1806–1877 (Íslenzk sendi- bréf, VI). Útg. Finnur Sigmundsson, Reykjavík, 1857. Höfundur er sagnfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.