Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.2001, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. JÚNÍ 2001 9 leið og við kveðjum að rifja upp eftirfar- beit snemma illa á undur biskup mundi í skauti. Eftir það undsson dó (1201) var Fljótahorni fyrir norð- narrar tröllkonu, sem sagði með feginsrómi um öll héruð er milli skupinn dauður.“ En la svaraði: „Sá kemur etri, og það er hann á grillið“ nokkuð og báturinn rnar. Nú gefst gott a fyrir fisk. Haukur sjóstangirnar og rétt- yta sig við þann gula. nginni og færinu er Og nú er bara að bíða rna niðri í undirdjúp- rtök er kippt í línuna full eftirvæntingar og ur hefur bitið á agnið ssa og veit ekki hvað- rið sem ekki er von i komið upp úr sjó áð- ég líka hissa eins og fiskurinn því ég hef aldrei dregið fisk úr sjó áður. Ég næ að koma fiskinum inn fyrir borðstokkinn, en kann ekkert til verka að ná honum af önglinum. En skipstjórinn kemur til hjálpar og með vönum handtök- um sjómannsins losar hann fiskinn og segir um leið: „Þessi fer á grillið í kvöld.“ Aftur tekst mér að krækja í smáskudda, og þykist nú vera orðin matvinnungur, enda frekari tilraunir árangurslausar. Hins vegar gengur veiðin mun betur hjá öðrum í hópnum, sem innbyrða hvern fiskinn á fæt- ur öðrum. Brátt er kominn dágóður afli um borð, nægilegur til að metta mannskapinn og sjóstangirnar fara á sinn stað. Tími til kominn að halda ferðinni áfram og nú er siglt sem leið liggur í átt til Málmeyjar. Í þessari ferð er ekki áformað að fara í land í Málmey það verður að bíða betri tíma. Veðrið gefur ekki tilefni til þess, því vindur stendur af hafi og lendingarskilyrði eru erfið. Við siglum meðfram eyjunni eins nálægt og unnt er og virðum hana fyrir okkur um leið og rifjuð eru upp fáein brot úr sögu hennar, en Málmey á sér merka sögu eins og Drangey þó að þessar tvær eyjar séu að mörgu leyti mjög ólíkar. Málmey er um 4 km að lengd og 700 metrar á breidd, slétt að ofan og grasi vax- in. Búskapur var þar fram um miðja 20. öld, en þá eyðilagðist bærinn í eldsvoða og síð- ustu ábúendur fluttust þaðan í desember 1950. Síðan hefur ekki verið búið í eyjunni, en selir hafa sofið þar á skerjum ótruflaðir og fuglar orpið og ungað út eggjum sínum og komið þeim á legg í friði og spekt. Eyjan hefur laðað til sín ýmsar tegundir mófugla og spörfugla, og að sjálfsögðu sjófugla eins og teistur og skarfa, en bjargfuglar gera sér ekki ýkja dælt við Málmey. Bergið þar er víða slétt og ekki að þeirra skapi, enda er stutt að fljúga yfir til Drangeyjar þar sem eru mun betri búsetuskilyrði fyrir þá. Menn hafa leitt getum að því að fyrir svartadauða 1402 hafi verið fimm bæir í Málmey og bænhús og greina megi þar forn tóftarbrot og leifar af bæjarrústum. Örnefni benda og til þess t.d. Bænhústóft. Við siglum fram hjá Jarðfallinu svo- nefnda, sem skerst inn í miðja eyjuna, en þar er aðallendingin má heita fyrir opnu hafi. Mun þar oft og tíðum hafa reynt á hreysti og kjark og engu mátt skeika við erfiðum lendingum í brimi og særoki. Norðan við lendinguna er hvilft sem nefnist Ytra-Jarðfall, þar átti að vera lend- ingarstaður huldufólksins sem átti að búa í eyjunni og þóttust menn oft sjá þar kjölfar skips er hefði verið sett fram þótt ekkert sæist skipið. Viti var reistur í Málmey árið 1937 og tekinn í notkun árið eftir og hefur vísað sjó- farendum leið. Vitinn sást víða að úr Skaga- firði og minnist ég úr bernsku minni að við hann við að segja eitt orð hvað sem fyrir augu ber því það gildi líf hans. Nú halda þeir af stað og undrar bónda hvað hest- urinn fer hratt yfir. Fara þeir skemmstu leið fyrir utan Siglunes og stefna á Ólafs- fjarðarmúla. Einhverju sinni er eins og hesturinn kippist við og tekur dýfu mikla, en bóndi verður hræddur og rekur upp hljóð. „Þar skriplaði á skötu og haltu kjafti,“ segir prestur. Norðan undir Ólafsfjarðarmúla stíga þeir af baki og prestur lýstur bjargið með sprota einum sem hann tekur úr pússi sínu. Bergið opnast og út koma tvær blá- klæddar konur og leiða konu Jóns bónda á milli sín. Er hún torkennileg, mjög þrútin og öll hin tröllslegasta. „Þar ertú kominn Jón og hvað viltu mér?“ segir hún. Prestur spyr bónda hvort hann vilji fá hana aftur, en bóndi neitar því. Vísar þá prestur kon- unum aftur inn í bjargið og bjó svo um dyrnar að engum skyldi verða mein framar að konum þessum. Er þar síðan kölluð Hálfdánarhurð norðan í Ólafsfjarðarmúla og segja sannorðir menn að hún sé rauð að lit. En prestur og bóndi héldu aftur sömu leið og komu að Felli fyrir fótaferðartíma. Þjóðsaga þessi varð fræðimanninum og skáldinu Jóni Helgasyni að yrkisefni í kvæði hans Áföngum en þar er að finna eft- irfarandi erindi: Ærið er bratt við Ólafsfjörð ógurleg klettahöllin; teygist hinn myrki múli fram mynnist við boðaföllin; kennd er við Hálfdan hurðin rauð, hér mundi gengt í fjöllin; ein er þar kona krossi vígð komin í bland við tröllin. En hverfum nú frá göldrum og gerning- um því framundan er Þórðarhöfðinn sem setur dulúðugan svip á umhverfið. Aldrei hafði ég litið Höfðann frá þessu sjónarhorni fyrr. Þar gnæfði hann mikilúðlegur og myrkur ásýndum, sannarlega ekki árenni- legt að koma of nærri honum. Og sem við siglum fram hjá honum í hæfilegri fjarlægð og bergið þverhnípt og vott af sjávarlöðri birtist ekki skyndilega hið fegursta lista- verk náttúrunnar, stuðlaberg meitlað í klettavegginn. Í undrun og hrifningu verð- ur okkur starsýnt á þetta náttúrufyrirbæri sem ber heitið Kögurrós. Ósjálfrátt koma upp í hugann ljóðlínur úr kvæði Jónasar, „Gat ei nema guð og eldur gert svo dýrðlegt furðuverk.“ Þarna leynist þessi fagra mynd í berginu og greypist í hugann svo aldrei gleymist. Nú húmar að kveldi og ferðinni er heitið til lands. Okkur byrjar vel þegar hafgolan minnir á sig úr norðinu. En ævintýrið er ekki úti því nú hefst fiskiveislan. Haukur skipstjóri hefur gert sér lítið fyrir og mat- reitt aflann og býður nú upp á grillaðan fisk ásamt meðlæti sem er hið mesta lostæti. Það er greinilegt að hann kann ýmislegt fyrir sér í matargerðarlist og allir ljúka lofsorði á þennan ágæta málsverð. Að svo búnu siglum við hraðbyri í átt til lands. Í landsuðri trónir Mælifellshnjúkurinn stoltur og virðulegur og skartar nú gráum skýjahatti. Ég er ekki frá því að hann sé að halda sér til fyrir vinkonum sínum, eyjun- um á Skagafirði, enda vanur aðdáun þeirra sem og annarra. Straumey rennir sér upp að bryggjunni á Sauðárkróki og úti er ævintýri. „Komdu aftur um næstu Jónsmessu, þá er bjart alla nóttina og þá siglum við inn í sólsetrið,“ segir skipstjórinn um leið og ég kveð hann með þakklæti. Og sannarlega bíður önnur eyjasigling og ævintýraferð. Hellismunni í Drangey. „Ekki mun Kerlingin hafa laðað til sín mikið af mannfólki, en vængbreiðir fuglar hafsins hafa hins vegar kunnað vel við sig í fangi hennar, þess má sjá glögg merki á syllum og snösum í berginu.“ Kögurrás í Þórðarhöfða. börnin höfðu gaman af að fylgjast með leift- urljósunum frá vitanum í Málmey sem lýsti utan úr sortanum. Stundum fórum við í keppni um hver gæti farið með flestar tölur á milli ljósleiftranna. Málmey hefur ekki farið varhluta af hjátrú og hindurvitnum. T.d. var því trúað að ekki mætti koma hestur í eyjuna og væri út af því brugðið átti húsfreyjan í eyjunni að missa vitið. Einhvern veginn finnst mér að ýmsar aðrar orsakir hefðu getað verið valdar að slíkum hörmungum kvenna sem bjuggu í Málmey, því lífsbaráttan við nátt- úruöflin hlýtur að hafa verið stöðug þol- raun og oft barátta upp á líf og dauða. Hest- leysið var mjög bagalegt fyrir ábúendur sem urðu að bera allt hey á bakinu og alla aðdrætti frá sjónum. Önnur hjátrú fólst í því að hjón máttu ekki búa lengur en 20 ár samfleytt í Málmey. Væri svo gert átti hús- freyjan að hverfa í björg til illra vætta. Horfin húsfreyjan í Málmey Ein magnaðasta frásögn um slík örlög er að finna í þjóðsögum Jóns Árnasonar og ber heitið: Málmeyjarkonan, en hana skul- um við rifja upp á meðan við siglum í suð- austurátt að Þórðarhöfða. Eitt sinn á dögum Hálfdánar, prests í Felli í Sléttuhlíð, bjó bóndi í Málmey er Jón hét, var hann kvæntur og hafði hann búið allan sinn búskap í eyjunni og voru nú liðin þau tuttugu ár er honum var óhætt þar að vera. En með því að Jón bóndi var einarður og lagði lítt trúnað á hindurvitni vill hann hvergi fara úr eyjunni og líður svo hið 21. ár fram til jóla að ekkert ber til tíðinda. En á aðfangadagskvöld jóla hverfur húsfreyjan í Málmey svo enginn maður vissi hvað af henni varð, var hennar víða leitað. Jón bóndi leitar nú til Hálfdánar, prests í Felli í Sléttuhlíð, sem var kunnur fyrir galdra, og segir honum vandkvæði sín og biður hann ásjár vegna hvarfs konunnar. Prestur segir honum að hann geti vitað hvað af konunni sé orðið, en það muni með öllu árangurslaust, „því hann muni engar nytjar hafa af henni“. En bóndi nauðar í presti, segir sér verði hughægara ef hann fái að sjá hvar hún sé niðurkomin. Prestur segir þá bónda að koma á ákveðnum degi þegar allir séu hátt- aðir. Líður svo tíminn og bóndi kemur í Fell eins og fyrir hann var lagt. Sér hann hvar grár hestur með reiðtygjum stendur undir kirkjugarðinum. Prestur stígur á bak og segir Jóni að setjast fyrir aftan sig og varar Höfundur er deildarstjóri. Ljósmynd/Margrét Margeirsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.