Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 2002 Á UNDANFÖRNUM árum hefur mikið verið gefið út af bókum sem tengjast Vestur-Íslendingum með einhverjum hætti. Í þess- um bókum hefur farið fram sögulegt endurmat á vesturferðunum og áhrifum þeirra á íslenska menningu. Á þessu hausti eru að koma út fjórar bækur um þetta efni, Heima og heiman, sem er sjálfsævisaga Erlends Guðmundssonar, Landneminn mikli, sem er ævisaga Stephans G. Stephanssonar eftir Viðar Hreinsson, Frá Íslandi til Vest- urheims, sem er saga Sumarliða Sumarliða- sonar, skráð af Huldu Sigurborgu Sigtryggs- dóttur, og Bréf Vestur-Íslendinga, sem Böðvar Guðmundsson hefur tekið saman en það er annað bindi þessa bréfasafns. Eins og sjá má eru þetta allt bækur sem vinna með persónulegar heimildir en hið sögulega endurmat hefur að stórum hluta verið á þeim forsendum. Eins og Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur rekur í inn- gangi að ritinu Burt – og meir en bæjarleið (2001), sem inniheldur dagbækur og per- sónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta nítjándu aldar, stangast nokkuð á þau við- horf sem birtast annars vegar í almennum skrifum, eins og í dagblöðum, frá þeim tíma þegar Vesturheimsferðir stóðu yfir og hins vegar í persónulegum heimildum. Raunar bendir Sigurður Gylfi á þá augljósu þver- sögn þessa tíma sem fólst í því að á meðan drjúgur hluti þjóðarinnar flutti búferlum vestur um haf var þungur áróður gegn slík- um flutningum hafður uppi í opinberri um- ræðu. Framan af síðustu öld voru skrif um Vest- urheimsfarana lituð þjóðernisrómantískum áherslum. Því var gjarnan haldið fram að Vesturheimsfarar hefðu rifið sig upp héðan vegna fátæktar og aðstöðuleysis og sýnt mikinn kjark og dug með því að hefja búsetu á nýjum og ókunnum stað, rétt eins og land- námsmennirnir gerðu á níundu öld á Íslandi. Þessi tenging við hið kjarkmikla upphaf ís- lenskrar þjóðar hafði sennilega fyrst og fremst það hlutverk að réttlæta „flóttan“ frá fósturjörðinni, segir Sigurður Gylfi. Á síðari hluta tuttugustu aldar færðist talsverður kraftur í rannsóknir á menningu og sögu Vestur-Íslendinga. Í Kanada rann- sökuðu fræðimennn bókmenntir fólks af ís- lenskum uppruna í samhengi við þarlendar bókmenntir. Í þessum rannsóknum segir Sigurður Gylfi að margfalt flóknari mynd birtist af sögu þessa fólks en dregin hafði verið upp áður. Einstaka fræðimenn úr hópi sagnfræðinga hérlendis hafa sýnt vestur- ferðunum áhuga á síðustu áratugum. Á átt- unda áratugnum var einkum leitað efnahags- legra og samfélagslegra skýringa á vesturferðunum en á tíunda áratugnum vaknaði mikill áhugi á þessu rannsóknarsviði sem hefur ekki aðeins endurspeglast í út- komu strangfræðilegra verka heldur einnig í almennari bókum, svo sem sögulegum skáld- sögum Böðvars Guðmundssonar Hýbýli vindanna og Lífsins tré, og tveggja bóka Guðjóns Arngrímssonar er nefndust Nýja Ísland og Annað Ísland sem innihéldu tals- vert af áður óbirtum myndum og ágrip af sögu vesturferða. Á aldamótaárinu var svo mikil umfjöllun um Vesturheimsferðir í tilefni af Landa- fundum Leifs Eiríkssonar. Sigurður Gylfi gagnrýnir mjög umræðuna sem átti sér stað í tengslum við það verkefni sem ríkisstjórn Íslands lagði mikla fjármuni til. Í henni segir hann aldargamla orðræðu þjóðernisróman- tíkurinnar hafa verið endurtekna gagnrýn- islaust sem hafi verið misráðið vegna þess að hún gekk á skjön við almenna umræðu í Am- eríku sem hefur hnigið í þá átt að við- urkenna innfædda íbúa álfunnar sem „fyrstu“ Ameríkumennina. Í röksemdafærslu landvinningahugmyndafræðinnar, eins og Sigurður Gylfi kallar hana, var fjallað um Vesturheimsferðirnar með sama hætti og fjallað var um ferðir Leifs, þar hafi átt sér stað „framsókn dugmikils og sjálfsmenntaðs fólks sem braut undir sig nýtt land í óbyggð- um Vesturálfunnar með menningu og menntir gamla landsins að vopni“. Telur Sig- urður Gylfi að þessi umræða hafi verið „aumkunarverð“ og áminning um „þýðingu þess að ráðamenn stuðli að rannsóknum á fyrirbærum og atburðum mannkynssögunn- ar áður en lagt er upp í kostnaðarsama áróð- ursherferð“. Hér er ætlunin að glugga eilítið í fjórar fyrrnefndar bækur um Vestur-Íslendinga sem eru að koma út um þessar mundir. Rætt verður við höfunda þeirra eða aðstandendur og einkum leitað svara við því hvaða ástæður hröktu þá einstaklinga sem um ræðir vestur og við hvaða aðstæður þeir bjuggu þar, sam- félagslegar og menningarlegar. Horfinn heimur heimalandsins Heima og heiman er sjálfsævisaga Er- lends Guðmundssonar frá Mörk í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Erlendur var fædd- ur árið 1863 á Ásum en fluttist nokkurra ára gamall með foreldrum sínum að Mörk og bjó þar allt til ársins 1894 að hann fluttist með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Kristmundsdótt- ur frá Vakursstöðum, að Sæunnarstöðum í Hallárdal, jörð sem var að hluta í eigu tengdaföður hans. Kristján B. Jónasson, sem annaðist útgáf- una ásamt Þorvaldi Kristinssyni, segir að þau hjón hafi vart búið á Sæunnarstöðum MEÐ HEIMALANDIÐ Í FARTESKINU Fjórar bækur hafa komið út á þessu ári um vesturferðir og Vestur-Íslendinga. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við höfunda þeirra og skoðaði það mikla sögulega endurmat sem átt hefur sér stað á vesturferðum síðastliðin ár. Vestur-Íslendingar í hátíðarskapi í íslensku landnámsbyggðunum í Kanada. Fjallkonan í amerískri glæsibifreið. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.