Pressan - 02.09.1988, Blaðsíða 2

Pressan - 02.09.1988, Blaðsíða 2
2Vv\\\V*\\\\YY\\\\?y\\\\\ 350? 'i'i'Sc;t <' ? 'FöSfUdaQCir 2: 's'e'ptéfribér 19ð8 KASSETTUR í stað lyfja? Já, það er ekki svo vitlaust — a.m.k. ef marka má tilraun, sem læknir í Bandaríkjunum gerði á hópi mígr- en-sjúklinga. Hann lét þá leggjast út af tvisvar í viku og hlusta á þægi- lega tónlist að eigin vali í hálftíma. Og viti menn! Mígren-köst þessara sjúklinga urðu mun færri en hjá viðmiðunarhóp, sem settur hafði verið á „venjulegt“ slökunarnám- skeið. BRENNIVÍN getur valdið bakverkjum, hvort sem þið trúið því nú eða ekki. Læknar á Park- sjúkrahúsinu í London greindu a.m.k. vöðvarýrnun í tveimur þriðjuhlutum áfengissjúklinga, sem þeir rannsökuðu. Og rýrnun á vöðvum getur orsakað bakverki. TANNKREM hentar ekki á brunasár, þó sumir virðist halda það. Á sjúkrahúsi í Birmingham var gerð könnun á því hvað fólk, sem kom þangað með brunasár, hefði gert strax eftir slysið. í Ijós kom, að flestir settu alls kyns krem á sárin, en einnig var algengt að fólk hellti yfir þau mjólkurafurðum, salti eða tannkremi! lnnan við helmingi sjúklinganna hafði dottið í hug að nota kalt vatn, sem auðvitað er það eina rétta, þegar maður brennir sig. TILFINNIN G ALÍF skiln- aðarbarna þarf alls ekki að vera í meira ójafnvægi en gerist og gengur hjá börnum, sem alast upp hjá báð- um foreldrum, svo framarlega sem andlegum og efnislegum þörfum þeirra er fullnægt. Sú var a.m.k. niðurstaða könnunar á 234 menntaskólakrökkum í Bandaríkj- unum. Börnin virtust sem sagt ekki hljóta neinn skaða af skilnaði for- eldranna, ef þeim var sýnd ást og umhyggja og ef uppalandi þeirra var ekki í mjög miklum peninga- vandræðum. Allir foreldrar ættu að sjálfsögðu að sýna börnum sínum ástúð, en þetta með peningana er líklega öllu erfiðara viðureignar. SUMIR eru með misstóra fætur og eiga því, eins og gefur að skilja, í miklum erfiðleikum með að kaupa sér skó. Kona nokkur í Arizona, sem á við þetta vandamál að stríða, hefur nú stofnað eins konar skómiðlun fyrir þessa ein- staklinga. Hún fær skóna gefins frá framleiðendum og búðum og „út- býr“ síðan par eftir óskum hvers og eins. Fer þetta allt fram heima hjá blessaðri konunni og gengur þar víst á ýmsu. Blóm fyrir bestu barnasöguna Svo virðist sem herferð landlæknisembættisins gegn eyðni beri árang- ur, a.m.k. þegar til lengri tíma er litið. Óli átti kött að vini norður í landi og hét sá Sæmundur. Fyrir skömmu var ÓIi þar í heimsókn og spurði strax hvar Sæmundur köttur væri? Það varð fátt um svör, þar sem Sæmundur hafði verið svæfður nokkru áður. Húsmóðirin segir loks Óla að Sæmundur sé dáinn. „Hvernig dó hann?“ spurði Óli. „Hann var orðinn veikur og dó úr veikindunumþ svaraði húsmóðirin. Óli veltir þessu fyrir sér í smástund og spyr síðan ákveðinn: „Dó hann úr Aids?“ Pressan mun í samvinnu við BLÓMAVAL veita í viku hverri blóm- vönd fyrir bestu innsendu söguna af barni í fjölskyldunni. T.d. fyndnum tilsvörum eða uppákomum. Lesendur sendi söguna ásamt nafni og heimUisfangi ogsásem á bestu söguna að mati pressunnar fœr send blóm um hcel PRESSAN-Barnasagan, Árinúla 38, 108 Reykjavík. ATTIIEINSTAKAN VIN EDA YFIRMANN? Mörg okkar eru svo heppin að eiga alveg sérlega góðan vin eða vinkonu. Aðrir eru þvílíkir lukkunnar pamfílar að vinna hjá einstaklega góðum yfirmönnum. Oft vita þó ekki nema örfáir af þessum frábæru ein- staklingum. En er ekki tími til kominn að hinn stórkostlegi vinur þinn eða yfirmaður fái opinbera viðurkenn- ingu? Það finnst okkur á Pressunni og þess vegna höfum við ákveðið að efna til nýstárlegrar samkeppni. Við ætlum að velja „Vin ársins“ og „Yfirmann ársins“ — með þinni hjálp! Þekkir þú einhvern, sem á skilið að bera annan hvorn titilinn, skaltu skrifa okkur bréf og rökstyðja skoðun þína. Segðu okkur af hverju þessi ákveðna persóna myndi sóma sér vel sem Vinur eða Yfirmaður ársins. Hefur hún gert þér alveg sérstakan greiða, verið þér stoð og stytta eða komið þér þægi- lega á óvart á einhvern hátt? Eða er þessi manneskja einfaldlega alltaf boðin og búin að greiða götu þína og létta þér lífsbaráttuna á hvaða veg sem er? Gerðu okkur þá endilega viðvart, svo við getum sagt fleirum frá þessum einstaklingi. (Það er alveg gráupplagt fyrir fólk á sama vinnustað að standa sameig- inlega að slíkri tillögu, þegar um Yfirmann ársins er að ræða.) Pressan hefur fengið fimm þekkta einstaklinga til liðs við sig í þessum tilgangi. Þeir skipa nefnd, sem sker úr um það hverjir munu bera framangreinda titla. Óg það er bréfið frá þér, sem lagt verður til grundvallar! Nefndarmennirnir eru: Flosi Ólafsson leikari, Lára V. Júlíus- dóttir Iögfræðingur, Davíð Sch.1 Thorsteinsson forstjóri, Kristín Þorkelsdóttir, eigandi auglýsinga- stofunnar AUK, og Steingrímur J.. Sigfússon þingmaður. Þau bíða nú eftir að heyra um alla þá kosti, sem prýða vin þinn eða yfirmann. Skrifaðu fyrir 23. september og leiddu þau í allan sannleikann. Úrslitin og viðtöl við þá útvöldu birtast síðan um næstu mánaðamót — að sjálfsögðu hér í Pressunni! Heimilisfangið er: PRESSAN — Vinur/Yfirmaður ársins Ármúla 38, 108 Reykjavík. velkontÍNi i heiminn! Pressan er fyrir alla — unga sem gamla — m.a.s. yngstu þjóðfélags- þegnana! Þeir fá nefnilega birta 1. Þeim Eygló Dröfn Þorsteins- dóttur og Jónasi Birgi Magnússyni fæddist dóttir þann 28. ágúst. Vó hún 13 merkur og var 50 sm löng. Á myndinni er ekki annað að sjá en dóttirin sé að geispa af leiðindum yfir öllu þessu umstangi i kringum hana. mynd af sér í blaðinu, ef hinir stoltu foreldrar gera ljósmyndaranum okkar viðvart. Nýbakaðir foreldrar 2. Ásdisi Óskarsdóttur og Jóni Daða Ólafssyni fæddist 14 marka og 51 sm stúlka þann 27. ágúst. Eins og sjá má er sú stutta með þykka og kvenlega lokka. úti á landi geta einnig verið með. Þeir senda okkur einfaldlega mynd af litla krúttinu með upplýsingum 3. Kolbrún Gisladóttir og Sigurð- ur Einarsson eignuðust kröftugan og stóran dreng þann 27. ágúst. Hann reyndist vega 16,5 merkur og var 52 sm langur. Hér sést þessi kraftakarl draga annað augað íbygg- inn í pung. um nöfn móður og föður, kyn barnsins, þyngd og lengd. Heimilisfangið er: 4. Dóttir fæddist þeim Elsu Bjarnadóttur og Magnúsi Loftssyni þann 29. ágúst. Hún var 14 merkur og 50 sm. Greinilega hörkustelpa sem hikar ekki við að láta i sér heyra. PRESSAN Ármúla 38, 108 Reykjavík. 5. í Vestmannaeyjum fæddist þeim Unni S. Aradóttur og Júlíusi Sævarssyni drengur þann 24. ágúst. Hann reyndist vega 14 merk- ur og vera 52 sm langur. A myndinni má sjá hann i mestu makindum i morgunbaðinu sínu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.