Pressan - 02.09.1988, Blaðsíða 7

Pressan - 02.09.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. september 1988 7 I' PRESSU MOL&R 'g meira um ASÍ-þing. Tals- verðar líkur eru taldar á að skipt verði um varaforseta á þinginu í haust. Guðríður Elíasdóttir þykir litlaus í varaforsetaembætti en fæstir telja þó að hún verði sett út gegn vilja sínum. Þrjú nöfn eru engu að síður nefnd sem hugsanleg- ir eftirmenn Guðriðar: Karl Steinar Guðnason, Karvel Pálmason og Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða. Einnig er talið hugsanlegt að Björn Þór- hallsson víki í haust og muni sjálf- stæðismenn þá skáka Magnúsi L. Sveinssyni fram í staðinn. Þetta pólitíska lotterí í forystunni getur þó oltið um sjálft sig, þar sem mikl- ar breytingar hafa orðið í pólitísku baklandi hreyfingarinnar. Eru stjórnarkosningarnar í Iðju 1986 þegar Bjarna Jakobssyni (Sjálf- stæðisflokki) var óvænt velt úr stóli fyrir Guðmund Þ. Jónsson (Al- þýðubandalagi) taldar sýna þetta. Þar þótti koma í ljós að grasrótin í hreyfingunni tæki ekki lengur við pólitískum línum af toppnum og er hún því til alls líkleg á ASÍ-þingi í nóvember... þ |— órhallur Ásgeirsson, ráðu- neytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, hefur fengið lausn frá embætti. Þórhallur verður sjötugur í janúar næstkomandi og mun hætta störf- um í febrúar. Þegar er farið að ræða um eftirmann Þórhalls og er Björn Friðfinnsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sterklega nefndur í stólinn. Áður en Björn fór að aðstoða Jón Sigurðsson í dómsmálunum var hann fjármála- stjóri Reykjavíkurborgar og for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga. Hann þykir sem sagt vel hagvanur í kerfinu... ' itt stærsta útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki Vestfjarða, Einar Guðfinnsson hf. á Bolungarvík, hefur átt í miklum rekstrarerfið- leikum að undanförnu líkt og fjöl- mörg önnur íslensk fyrirtæki. En eitthvað mun leikurinn vera að harðna, því nýlega fréttum við að Flugleiðir, sem átt hafa ógreidda reikninga hjá útgerðarfyrirtækinu, væru orðnar þreyttar á að bíða eftir greiðslum og hefðu samþykkt að gefa iögfræðingum sínum grænt ljós á að ganga að útgerðarfyrir- tækinu með greiðslur. Og nú munu menn fyrir vestan óttast að annar lánardrottinn sigli í kjölfar Flu,g- leiða, nefnilega Eimskipafélag ís- lands ... Irni Johnsen, varaþingmað- ur, trúbadúr og blaðamaður, hefur Bílaþrenna Vertu viðbúinn! Ný bílaþrenna er aö koma á markaðinn alveg á næstunm. Stórkostlegir vinningsmöguleikar og nú kostar miðinn aðeins 50 krónur. Heildarverðmæti vinninga er 24.125.000kr. 50 Lancia skutlur, 250 geislaspilarar og 500 myndavélar. ■ EFTIRVÆNTING • GLEÐI • SPENNA Bílaþrcnna ir. Mggisi STYRKTARFÉ LAG ekki setið auðum höndum síðan hann laut í lægra haldi fyrir Eggerti Haukdal í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi fyrir síðustu alþingiskosningar. Árni þykir jafn- vel farinn að þrengja að Þorsteini Pálssyni, formanni flokksins, með vasklegri framgöngu sinni í kjör- dæminu. Síðastliðinn vetur stóð hann fyrir 26 fundum vítt og breitt um kjördæmið og lengi verður í minnum haft þegar hann bjargaði ungmennafélaginu, HSK, með tón- leikahaldi undir berum himni í Kerinu. HSK hafði tapað stórfé á útihátíð um verslunarmannahelgi, en tónleikarnir í Kerinu skiluðu héraðssambandinu 1,5 milljónum króna. Héraðssambandið Skarp- héðinn (HSK) hefur verið eitt helsta vígi Framsóknar á Suðurlandi, en talið er að ýmsir vilji gjarnan launa Árna björgunarafrekið með því að gefa honum atkvæði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum. Það þykir því ekkert sjálfgefið að þeir Þor- steinn Pálsson og Eggert Haukdal setjist fyrir ofan Árna fyrir næstu kosningar... L ■ ■álfatvinnumennska þykir varla lengur feimnismál innan íþróttahreyfingarinnar. Lengst af hafa launagreiðslur til leikmanna eingöngu tíðkast hjá stóru félögun- um á Reykjavíkursvæðinu, en færst hefur í vöxt að minni félög á lands- byggðinni nái til sín leikmönnum með girnilegum tilboðum. Þannig virðist t.d. körfuknattleiksdeild Tindastóls á Sauðárkróki ætla að takast að höggva skarð í raðir Njarðvíkinga því Valur lngi- mundarson, kóngurinn í Njarðvík, ku vera á leið norður ásamt tveimur eða þremur félögum sínum úr Njarðvíkurliðinu. Tindastóll vann það afrek á síðasta keppnistímabili að vinna sig upp í úrvalsdeildina. Félagið virðist reiðubúið að leggja allt í sölurnar til að halda sér uppi... A ftir því sem menn verða opinskárri um launagreiðslurnar hjá íþróttafélögunum má búast við áð skattyfirvöld verði áhugasamari um að félögin standi skil á tekju- skatti. Fyrstudeildarfélögin í fót- bolta eru sögð borga allt að 2,5 milljónum fyrir toppþjálfara. Yfir- leitt eru greiðslurnar fyrir sjö mán- aða tímabil. Þetta þykja því dágóð mánaðarlaun og mörg dagsverkin í sjálfboðavinnu við að afia tekna fyrir þeim. Innan íþróttafélaganna sjálfra eru menn því farnir að tala um að ekki sé eðlilegt að hlífa þess- um hátekjumönnum við greiðslum opinberra gjalda... Í^orystumenn Sambandsins eru enn sagðir ráðþrota vegna erfið- leika í rekstri verslunardeildar. Mjög mæðir á Ólafi Friðrikssyni framkvæmdastjóra að finna leið út úr vandanum, sem þó er ekki áhlaupaverk eftir gífurlegan tap- rekstur á síðasta ári og tap það sem af er árinu. Hefur því pressan á að fundin verði viðunandi lausn aukist mjög. Ekki síst vegna erfiðleikanna hjá kaupfélögunum, en þar hugsa margir til þess með hryllingi ef farið verður að tillögum sem fram komu fyrir síðasta aðalfund SÍS, um að kaupfélögin verði jafnvel skyldug til að auka viðskipti sín við deild- ina. Nýjasta ráðstöfun forystu- manna SÍS þykir því hálfbrosleg frá sjónarhóli þeirra. Hún felst í því að Erling Aspelund, ein dyggasta stoð Guðjóns Ölafssonar forstjóra, hef- ur tekið að sér yfirumsjón með starfsmannaþjálfun hjá verslunar- deildinni...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.